Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 20
Sögufræg stræti Lundúnaborgar Engum þarf að leiðast í Lundúnum. Götulistamenn eru víða og vekja jafnan athygli vegfarenda. M argvíslegar gönguferðir um London eru í boði og ýmsar þeirra fela í sér kíkk á þessa hefðbundnu ferðamannastaði; konungshallir, turna, torg og garða sem ARKAÐ UM MEÐ LEIÐSÖGN FERÐALANGAR Í IÐANDI STÓRBORG Á BORÐ VIÐ LONDON ÞURFA ÓHJÁKVÆMILEGA AÐ GANGA MIKIÐ, JAFNVEL ÞÓTT ALMENNINGS- SAMGÖNGUR SÉU NOTAÐAR. EN FREKAR EN AÐ RÁFA STEFNU- LAUST UM OG SKIMA Í KRINGUM SIG, EÐA STARA NIÐUR Á KORT EÐA GRANDSKOÐA GANGSTÉTTIRNAR Í HÖFUÐBORG BRETLANDS, HVERS VEGNA EKKI AÐ UPPGÖTVA NÝJAR GÖNGULEIÐIR TIL AÐ FRÆÐAST UM ÞESSA STÓRBROTNU BORG? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com London er þekkt fyrir. En ef þú vilt prófa eitthvað allt annað og fá bæði góða skemmt- un og fræðslu í leiðinni er ekki úr vegi að leggjast í smárannsóknir á netinu til að sjá hvað fleira er í boði. Annað fyrirtæki, að nafni Great British Tours, býður upp á allavega ferðir, t.d. rútu- ferðir hingað og þangað um England og Skotland, en fjölbreyttar gönguferðirnar um London gleðja margar hverjar bragðlauk- ana. Í „Frábær matur“-göngunni (Great Fo- od Tour) er reynt að afsanna mýtuna um að breskur matur sé hræðilegur og ekki einungis smakkað á hefðbundnum enskum þjóðarréttum heldur einnig nokkrum af þeim vinsælu réttum sem innflytjendur hafa gert ómissandi í fjölmenningarsam- félaginu í London. Þú getur þó reitt þig á að það er alltaf boðið upp á góðan tebolla í lokin, nema hvað. Great Brit- ish Tours bjóða líka upp á „Súkkulaðigöngu“ (Chocolate Tour) þar sem helstu súkkulaðimeistarar í London eru heim- sóttir og afurðir þeirra smakkaðar. En sykursætasta gangan er tví- mælalaust „Álfakökur og makkarónur“ (Cupcake and Macaron) þar sem gengið er milli kökugerða í Covent Garden, Soho og Mayfair og stoppað á sjö stöð- um til að fá smakk. Aðrar göngur í boði hjá fyrirtækinu eru t.d. „Graff“-túr (Graffiti) þar sem stóru nöfnunum í veggjalistinni í Shoreditch-hverfinu er veitt sérstök athygli, „Draugaganga“ (Ghost Walk) sem innifelur bátsferð eftir Thames þar sem bent er á hvar er helst reimt í borginni og hlustað á hræðilegar draugasögur, allar dagsannar að sjálfsögðu. Sumar göngurnar eru það vinsælar að nauðsynlegt er að panta pláss fyrirfram á vefsíðu fyrirtækisins: www.greatbritishtours.com. SÚKKULAÐIGANGA 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.4. 2014 Ferðalög og flakk Einn af nýjustu túrunum í London, og senni- lega sá athygliverðasti að sinni, er „Klósett- gangan“ (The Loo Tour). Þar gengur Kló- settdaman (The Loo Lady) í broddi fylkingar með drullusokk í annarri hendi og leiðir for- vitna ferðalanga milli almenningssalerna sem á einhvern hátt eru áhugaverð eða sögufræg. Í leiðinni læðir Klósettdaman inn ýmsum fróð- leik um salerni yfir höfuð og segir skemmti- sögur af salernum. Tvær mismunandi göngu- leiðir eru í boði í hverri viku og að auki er einu sinni í mánuði boðið upp á „Kráapostulíns- rölt“ (Porcelain Pub Prowl) að kvöldlagi, þar sem áherslan er lögð á salerni ýmissa kráa borgarinnar og í leiðinni sötraður mjöð- ur til að auka líkurnar á að þátttakendur komist í snertingu við postulín- ið á einn eða annan hátt. www.lootours.com. KLÓSETTGANGA Fyrirtækið Brit Movie Tours býður ýmsar ferðir tengdar kvikmyndum og sjónvarps- þáttum og þar á meðal t.d. gönguferðir um söguslóðir þáttanna Ljósmóðirin (Call the Mid- wife) sem sýndir eru á RÚV. Þar er ekki einungis rakin saga Nonnatus-ljósmæðranna heldur einn- ig skoðaðir tökustaðir og sagðar sögur af því sem gerst hefur baksviðs við gerð þáttanna. Einnig er boðið upp á Sherlock-göngur, þar sem tökustaðir hinna vinsælu BBC-þátta eru í fyrirrúmi, frekar en söguslóðir hinna upp- runalegu Sherlock Holmes-sagna. Þessar sér- stöku þemagöngur eru aðeins í boði á völdum dögum og þarf að panta þær sérstaklega fyrirfram á vefsíðunni: www.britmovietours.com. STJÖRNUGANGA Kate Middleton og Vilhjálmur prins með litla prinsinn Georg. Í sögugöngu um Lund- únir er vinsælt að skoða Buckinghamhöll og aðra íverustaða kóngafólksins, þótt ólíklegt verði að teljast að ferðamenn muni sjá þeim bregða fyrir. Jude Law lék í Sherlock Holmes og ætti að þekkja stræti Lundúna vel enda hefur hann búið í borginni alla tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.