Morgunblaðið - 22.05.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nýr línuhraðall var formlega tekinn í notkun á
Landspítalanum í gær en hann leysir af hólmi eldra
tæki sem hefur verið fargað. Í tilkynningu frá spít-
alanum kemur m.a. fram að á árinu 2013 komu
meira en 600 sjúklingar til geislameðferðar á Land-
spítalanum en línuhraðlar gegna stóru hlutverki í
slíkri meðferð. Kaupverð nýja tækisins var um 450
milljónir króna en það er nákvæmara en eldra tæk-
ið og býður upp á fleiri meðferðarmöguleika. Meðal
þeirra sem studdu tækjakaupin voru þjóðkirkjan,
Blái naglinn, ýmis önnur félagasamtök og ein-
staklingar.
Nýr línuhraðall tekinn í notkun eftir nokkurra mánaða reynslutímabil
Morgunblaðið/Golli
Nákvæmara og fjölhæfara tæki
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Skiptalok í þrotabúi Björgólfs Guð-
mundssonar athafnamanns voru í
gær. Kröfur á hendur búinu voru
samtals upp á rúmlega 85 milljarða
kr. Í búinu voru eignir upp á tæpar
80 milljónir. Kröfur vegna kostnaðar
við skipti búsins voru upp á tæpar 45
milljónir. Þar af var kostnaður vegna
vinnu Lögstofunnar hf. á árunum
2009 til 2014, að báðum árum með-
töldum, 35,7 milljónir og virðisauka-
skattur 9,1 milljón. Hrein eign til út-
hlutunar var því rúmar 35 milljónir
króna.
Kröfur í búið voru samtals
85.061.393.121 kr. Stærstu einstöku
kröfurnar voru frá Landsbankanum
vegna Fjárfestingafélagsins Grettis
ehf. upp á 24,6 milljarða og vegna
Grettis eignarhaldsfélags ehf. 24,4
milljarðar. Þá gerði Straumur-Burð-
arás Fjárfestingabanki kröfu upp á
13,2 milljarða, Íslandsbanki hf. upp á
5,1 milljarð og Landsbankinn vegna
Rainwood S.A. upp á 2,3 milljarða.
Óskaði sjálfur eftir skiptum
Björgólfur óskaði eftir því 31. júlí
2009 að bú hans yrði tekið til gjald-
þrotaskipta. Hann rakti í stórum
dráttum viðskiptaferil sinn frá árinu
2002 í beiðninni um gjaldþrotaskipti.
Björgólfur segir að heildareignir
hans og fyrirtækja sem hann átti
verulegan hlut í hafi verið a.m.k. 143
milljarðar í ársbyrjun 2008. Hálfu
ári áður hafi þær verið samtals 169
milljarðar. Þar vó þyngst hluturinn í
Landsbanka Íslands hf. sem var vel
yfir helmingur
eignasafnsins.
„Hrun íslenska
og alþjóðlega
fjármálakerfisins
á haustdögum
2008 gjörbreytti
eignastöðu
minni,“ skrifaði
Björgólfur. Ís-
lenska ríkið yfir-
tók Landsbank-
ann og Straum-Burðarás, hlutabréf
hans í öðrum félögum voru ýmist af-
skrifuð eða færð verulega niður. Í
lok júlí 2009 höfðu eignir hans og fé-
laga tengdra honum rýrnað um
nærri 143 milljarða.
Björgólfur kvaðst hafa gengist
undir persónulegar ábyrgðir á
skuldbindingum nokkurra félaga
sem honum voru tengd og gerði það
fjárhagslega stöðu hans enn verri en
ella. Hann sagði að erfitt rekstrar-
umhverfi heima og erlendis, geng-
ishrun íslensku krónunnar og stór-
auknar ábyrgðir sem hann gekkst í
vegna eldri lána félaga sem hann
hefði eignast hefðu leitt til þess að
persónulegar ábyrgðir hans og
skuldbindingar við hinar ýmsu lána-
stofnanir hefðu tvöfaldast. Þegar
hann fór fram á gjaldþrotaskipti
námu þær um 96 milljörðum króna.
Til samanburðar var hrein eign hans
um 100 milljarðar króna í ársbyrjun
2008 og hlutfall skulda af heildar-
eignum nam þá um 35%.
Björgólfur kvaðst hafa hverfandi
tekjur og meta stöðu sína þannig í
lok júlí 2009 að rétt væri að gefa búið
upp til gjaldþrotaskipta.
Skiptum lokið á búi Björgólfs
Búið átti tæpar 80 milljónir króna Hrein eign til úthlutunar var 35 milljónir Kröfur voru alls
upp á 85 milljarða Björgólfur óskaði sjálfur eftir gjaldþrotaskiptum árið 2009 í ljósi slæmrar stöðu
Björgólfur
Guðmundsson
Samson eignarhaldsfélag ehf.,
sem Björgólfur Guðmundsson
átti stóran hlut í, eignaðist rúm-
lega 40% í Landsbanka Íslands
hf. 2002. Einnig eignaðist hann
stóra hluti m.a. í Eimskipafélag-
inu, Straumi-Burðarási, Árvakri
hf., útgefanda Morgunblaðsins,
og Eddu útgáfu hf. Stærsta er-
lenda fjárfestingin var í West
Ham United árið 2006.
Mikil umsvif
í viðskiptum
VIÐSKIPTASAGA BJÖRGÓLFS
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
14
-1
05
0
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Enginn fótur er fyrir þeirri frétt al-
þjóðlegu fréttaveitunnar Bloomberg
að það styttist í að íslensk stjórnvöld
bjóði fulltrúum vogunarsjóða og
annarra kröfuhafa föllnu bankanna
til viðræðna um uppgjör þrotabú-
anna.
Ýmsu komið á flot
Þetta segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra.
„Þetta er einfaldlega rangt. Það
er ekkert breytt hvað það varðar að
stjórnvöld hafa enga beina aðkomu
að þessu máli og hafa engin áform
um að fara í viðræður við kröfuhaf-
ana, enda eru stjórnvöld ekki aðilar
málsins. Hlutverk þeirra er aðeins
að meta hvort sú lausn sem birtist sé
viðunandi, þann-
ig að hún rétt-
læti afnám fjár-
magnshafta.“
Umrædd frétt
Bloomberg
byggðist á
tveimur ónafn-
greindum heim-
ildarmönnum
sem sagðir voru
koma nærri und-
irbúningi að afnámi hafta.
„Ég veit ekki hver hefur verið að
halda þessu fram en auðvitað hefur
maður annað slagið séð sérkennileg-
ar fréttir skjóta upp kollinum varð-
andi þessi mál. Þá dettur manni auð-
vitað í hug að einhverjir séu að
reyna að hafa áhrif á framvinduna
með því að koma upplýsingum í um-
ferð sem standast ekki skoðun,“ seg-
ir Sigmundur Davíð sem telur að
markvisst sé reynt að móta um-
ræðuna.
Þjóni vissum tilgangi
„Ég er hér ekki að sakast við
fréttamenn í þessu efni, heldur þá
sem veita þeim upplýsingar. Það er
verið að reyna að koma einhverju á
flot. Það hvarflar að manni að það sé
gert til þess að þjóna vissum til-
gangi. Þarna er enda um að ræða
gríðarlega hagsmuni og við höfum
áður séð tilburði í þá átt að reyna að
hafa áhrif á gang mála hér innan-
lands í gegnum umræðuna [um upp-
gjör þrotabúa föllnu bankanna] og
þá ekki síst umræðuna í útlöndum,
að reynt sé að skapa þrýsting á
stjórnvöld með því að vekja umræðu
erlendis,“ segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson.
Ræða ekki við vogunarsjóði
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Vísar á bug frétt um að stjórnvöld setjist senn við samningaborðið
Helgi Áss Grét-
arsson, dósent við
lagadeild Háskóla
Íslands, hefur
stefnt ísfirska út-
gerðarmanninum
Jóni Guðbjarts-
syni fyrir meint
meiðyrði. Helgi
krefst þess að
ummæli sem Jón
lét falla á frétta-
vefnum bb.is og á Bylgjunni verði
dæmd dauð og ómerk. Einnig krefst
Helgi tveggja milljóna króna miska-
bóta því ummælin hafi verið æru-
meiðandi og til þess fallin að valda
honum álitshnekki. Fréttavefurinn
bb.is greindi frá þessu.
Ummæli Jóns voru um stöðu
Helga innan HÍ og meint tengsl við
LÍÚ. Jón hélt því fram að Helgi væri
á launum hjá LÍÚ. Helgi starfaði um
tíma við Lagastofnun HÍ sem var
fjármögnuð af LÍÚ um tíma en því
samstarfi lauk sumarið 2012. Þann
tíma sem Helgi gegndi stöðunni var
hann starfsmaður Háskóla Íslands. Í
stefnunni segir m.a. að ummælin hafi
valdið Helga ama og skaða. Málið
verður tekið fyrir í Héraðsdómi
Vestfjarða 4. júní nk. gudni@mbl.is
Dósent fer
í mál við út-
gerðarmann
Helgi Áss
Grétarsson
Vill miskabætur
Í síðustu viku
slösuðust tólf
vegfarendur í
jafnmörgum
umferðarslysum
á höfuðborg-
arsvæðinu, sam-
kvæmt tilkynn-
ingu á vefsvæði lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
„Reiðhjól, rafmagnsvespur og
bifhjól komu við sögu í nokkrum
slysanna en einnig var um að ræða
tveggja bíla árekstur, aftan-
ákeyrslu og bílveltu,“ segir í til-
kynningunni. Þá segir einnig að í
þremur tilvikum hafi verið ekið á
gangandi vegfaranda sem lög-
reglan segir mikið áhyggjuefni.
Tólf slys á vegfar-
endum í síðustu viku
Í gærmorgun fóru 99 ökutæki um
Reykjaveg í Mosfellsbæ á einni
klukkustund og ók rúmlega fjórð-
ungur ökumanna, eða 27, of hratt
eða yfir afskiptahraða, samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu. Reyndist með-
alhraði hinna brotlegu 66 km/klst
en á veginum er 50 km hámarks-
hraði. Sá sem ók hraðast mældist á
93 km/klst.
Þá voru hraðamælingar í
Hraunbæ í vesturátt eftir hádegi í
gær. Þar óku 46% ökumanna of
hratt.
27% ökumanna fóru
yfir hámarkshraða