Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Í grein Esterar
Rutar Unnsteins-
dóttur, spendýravist-
fræðings, í Frétta-
blaðinu 1. maí sl. setur
hún fram þá fullyrð-
ingu að æti sem veiði-
menn leggja út frá
haustdögum og fram á
vor stuðli að fjölgun
refsins og ungir,
ósjálfbjarga refir eigi
bjargar von vegna
þessa útlagða ætis. Mig langar til að
leggja orð í belg í þessa umræðu en
vil þó þakka greinarhöfundi fyrir
greinina, málefnaleg skoðanaskipti
eiga alltaf rétt á sér.
Ekki er ég nú neinn sérfræðingur
á þessu sviði en hef þó komið tölu-
vert nálægt meindýraeyðingu, bæði
á tófu og mink, ásamt vini mínum
Sigurði Ásgeirssyni frá Framnesi
sem féll frá 17. apríl 2008.
Framboð á æti fyrir refinn er
gríðarlegt og fyrir því liggja ýmsar
ástæður. Ég fór mikið með ám og
vötnum í Rangárvallasýslu á árunum
1987 og fram undir 2000 en á þeim
tíma var staðið vel að eyðingu á villi-
mink á þessu svæði. Það var alls ekki
óalgengt á þessum árum að þegar
gengið var með Rangánum, öðrum
vatsföllum sem þær sameinast og í
þær falla, fyndust þrjú til fjögur
sjálfdauð hross á hverju ári. Áætla
má að í einum skrokki af hrossi liggi
þúsundir dagsmáltíða fyrir ref og
vargfugl. Mig grunar að þetta sé
óbreytt enn þann dag í dag enda all-
víða ófært að fjarlægja skrokka sem
þessa og má nefna til dæmis að sl.
haust komu gangnamenn á Rang-
árvallaafrétti að hræi hests sem gef-
ist hafði upp í hestaferð og drepist
við Torfahlaup . Skrokkurinn hefur
verið skilinn eftir og þar hefur nú
einhver tófan átt vonarbita í friði á
nýliðnum vetri. Þar sem heimaslátr-
un á lögbýlum fer fram er úrgang-
inum sumstaðar komið fyrir í skor-
um eða hann grafinn grunnt. Í þann
sláturúrgang kemur gerjun og hiti
þannig að jarðvegurinn
frýs ekki og þetta er tóf-
unni aðgengilegt fram
eftir vetri og sama má
segja um svæði þar sem
miklar gæsaveiðar fara
fram, þar eru bring-
urnar skornar úr fugl-
inum og hinu hent. Ekki
aka allir þessum úr-
gangi á sorpeyðing-
arstöð heldur er honum
komið þægilega fyrir í
jörð þar sem lítið ber á
en þefvísi tófunnar er óbrigðul og er
hún fastheldin á æti sem hún getur
vitjað án þess að nokkur verði henn-
ar var. Breytt veðurfar undanfarna
vetur, sérstaklega sunnanlands, hef-
ur einnig gert álft og gæs bærilegra
að hafa vetursetu nálægt ströndum
sunnanlands og þar með aukið fæðu-
val tófunnar.
Í aldanna rás var fénaði beitt á
jörð snemma vors, bændur fóru um
jarðirnar kvölds og morgna með
smalahundinn sem óspart var sigað
á tófuna ef hún lét sjá sig meðan á
sauðburði stóð. Þetta, ásamt smölun
til rúnings, hafði þau áhrif að tófan
hafði ekki frið til að taka grenjastæði
nema í eyðibyggðum. Ég tel að fjölg-
un tófunnar sé mikið áhyggjuefni en
agn sem veiðimenn setja út vegi þar
ekki þungt. Ég tel að ástæðan sé
breytt veðurfar, landfriðun, skóg-
rækt og uppgræðsla örfokalands.
Sátt ríkir meðal flestra landsmanna
um að græða skuli upp landið þó það
skapi hagsælla lífsviðurværi fyrir
tófuna. Þetta og fleira þarf að hafa í
huga þegar rætt er um fjölgun tóf-
unnar en ég læt hér við sitja.
Er veiðimönnum
um að kenna að
tófunni fjölgar?
Eftir Viðar Jónsson
Viðar Jónsson
»Umfjöllun um að
fjölgun tófu megi
rekja til fleiri þátta en
þess að veiðimenn setji
út æti til að lokka tófuna.
Höfundur er húsasmíðameistari.
Töluvert hefur verið
rætt um notkun spjald-
tölva í skólastarfi á síð-
ustu misserum og
fylgst er náið með
þeirri þróun í skólum
Seltjarnarness.
Leikskóli
Seltjarnarness
frumvöðull
Leikskóli Seltjarn-
arness fékk fyrstu
spjaldtölvurnar að gjöf frá fé-
lagasamtökum í bænum. Þær voru
strax nýttar við sérkennslu enda
sýndi sig að þær hentuðu sérstaklega
vel fyrir börn sem þurfa á sérstakri
örvun að halda. Þessar fyrstu spjald-
tölvur hafa skilað góðum árangri og
bætti bæjarfélagið því við spjald-
tölvukostinn á leikskólanum og eru
nú spjaldtölvur á öllum deildum.
Reynslunni verður svo miðlað áfram
frá leikskólanum í sérkennsluna í
grunnskólanum svo að samfella verði
í notkun þeirra fyrir þau börn sem á
þurfa að halda.
Þróunarverkefni grunnskólans
Í framhaldi af góðri reynslu og
áhuga kennara á spjaldtölvunotkun
var sett af stað þróunarverkefni í
Grunnskóla Seltjarnarness. Stofn-
aður var stýrihópur til að þróa verk-
efnið og fengnar 10 spjaldtölvur að
láni hjá Nýherja. Þráðlausa netið í
skólanum var endurbætt svo tækni-
legar forsendur væru fyrir hendi en
skjávarpar eru staðalbúnaður í
kennslustofum.
Markmið verkefnisins var að gefa
kennurum og þroskaþjálfum tæki-
færi til að skoða þá möguleika sem
notkun spjaldtölva í kennslu og þjálf-
un hefur upp á að bjóða. Vilji er til að
þróa verkefnið stig af stigi svo þessi
tækni nýtist sem best við skólastarfið
og bætt verði við spjaldtölvum eftir
því hvernig verkefninu miðar áfram.
Það nægir ekki að spjaldtölvuvæða,
ef það er ekki gert með markvissum
hætti og skoðað vandlega hvernig
hyggilegt sé að nýta þessa áhuga-
verðu tækni.
Stýrihópurinn var í
samstarfi við stýrihóp
tilraunaverkefnis með
spjaldtölvur í Reykja-
vík, auk þess sem þau
kynntu sér hvað væri til
af kennsluefni á mark-
aðnum fyrir spjaldtölv-
ur. Heimsóttir voru
skólar sem hafa tekið
spjaldtölvur í notkun og
kannað námsumhverfi
fyrir spjaldtölvur.
Í niðurstöðum hóps-
ins kom fram að umtals-
verð þekking safnaðist
upp á þeim tíma sem verkefnið stóð
yfir. Vilji er til að stýrihópurinn starfi
áfram innan skólans og verði með í
ráðum um frekari ákvarðanir er lúta
að notkun spjaldtölva. Margir kenn-
arar eru langt komnir í að nýta sér þá
möguleika sem spjaldtölvurnar hafa
upp á að bjóða en nauðsynlegt er að
styðja þá starfsmenn sem vilja auka
færni sína í notkun spjaldtölva.
Nýjar spjaldtölvur
Þetta þróunarverkefni er spenn-
andi og verður unnið áfram að því
stig af stigi. Ljóst er að til þess að
fylgja þróuninni í samfélaginu verður
í kennslustarfinu að taka tillit til
framfara í upplýsingatækni. Mörkuð
verður stefna á sviði upplýsingatækni
fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla
bæjarins. Í niðurstöðum hópsins var
lagt til að bætt yrði við spjald-
tölvukost skólans og voru grunnskól-
anum nú nýverið afhentar 25 nýjar
spjaldtölvur, þ. á m. spjaldtölvur er
hafa hugbúnað sem tekur mið af
nemendum sem þurfa sérstakan
stuðning. Bætast þær við tölvukost
skólans og munu vonandi nýtast vel í
þróun á rafrænum kennsluháttum,
þannig að skólarnir á Seltjarnarnesi
verði áfram í fremstu röð.
Upplýsingatækni mikilvæg
í þróun skólastarfs
Eftir Sigrúnu Eddu
Jónsdóttur »Vilji er til að stýrihóp-
urinn starfi áfram
innan skólans og verði
með í ráðum um frekari
ákvarðanir er lúta að
notkun spjaldtölva.
Sigrún Edda
Jónsdóttir
Höfundur er formaður
skólanefndar Seltjarnarness.
Nú í aðdraganda
sveitarstjórnarkosn-
inganna er ekki úr
vegi að fara yfir
hvernig frammistaða
kjörinna fulltrúa í
Reykjavíkurborg
hefur verið á því kjör-
tímabili sem nú er að
líða. Hafa þeir hlust-
að á vilja íbúanna eft-
ir að hafa hvatt til aukins íbúa-
lýðræðis í borginni?
Í september sl. voru þeim Degi B.
Eggertssyni, formanni borgarráðs,
og félögum hans í meirihluta borg-
arstjórnar Reykjavíkur afhentir und-
irskriftalistar með nöfnum 69.790
manns undir yfirskriftinni „Hjartað í
Vatnsmýri“ þar sem skorað er á
Reykjavíkurborg og Alþingi að
tryggja óskerta flugstarfsemi í
Vatnsmýri til framtíðar. Er þetta
stærsta undirskriftasöfnun og vilja-
yfirlýsing sem komið hefur fram hér
á landi. Þessi vilji er svo staðfestur í
skoðunarkönnun MMR í apríl sl. þar
sem 71,2% Reykvíkinga (80,7% lands-
manna) vilja hafa Reykjavíkurflugvöll
áfram í Vatnsmýri.
Í nýsamþykktu aðalskipulagi
Reykjavíkur má sjá að Dagur B. og
félagar hafa kosið að gefa íbúalýðræð-
inu langt nef og haft að engu vilja yf-
irgnæfandi meirihluta íbúa Reykja-
víkur (og landsins alls) um óskerta
flugstarfsemi í Vatnsmýri, heldur
kosið að stunda jarðýtu-pólitík þar
sem þeirra eigin vilja og skoðun er
rudd braut í aðalskipulaginu.
Reykjavíkurflugvöllur er gríð-
arlega mikilvægur sem samgöngu-,
sjúkra- og almannavarnamiðstöð fyrir
landið allt sem sést best á því að þegar
staðsetning fyrir nýjan Landspítala
var ákveðin við Hringbraut var ein af
grunnforsendunum nálægð hans við
samgöngumiðstöð og sjúkraflug.
En í skýrslu nefndar um uppbygg-
ingu Landspítala – háskólasjúkrahúss
(LSH) við Hringbraut frá apríl 2004
er í 10. kafla fjallað um samgöngur við
LSH og þar segir m.a.: „Mikilvæg for-
senda fyrir staðarvali við Hringbraut
var að sýnt þótti, að þar væri hægt að
tryggja gott aðgengi ökutækja og
sjúkraflugs“ og síðan segir: „Hlutverk
LSH er m.a. að vera þungamiðja í ís-
lensku heilbrigðiskerfi, en þangað
verður leitað ef fjölmenn slys verða
jafnframt því sem einstaklingar með
smærri vandamál fá þar þjónustu.“
Þá er í skýrslunni fjallað um sam-
göngumiðstöð sem þjóni flugi, lang-
ferðabílum og strætisvögnum og þar
með hagsmunum Landspítalans til
að uppfylla skyldur sínar við lands-
byggðina.
Í gegnum tíðina höfum við und-
irritaðir sem störfum sem flug-
stjórar hjá Landhelgisgæslu Íslands
ítrekað orðið vitni að því hve miklu
máli skiptir, fyrir fársjúkt og mikið
slasað fólk, að hafa greiðan og hindr-
analausan aðgang að Landspít-
alanum í öllum veðrum og hafa að-
flugstæki- og ljós Reykjavíkurflug-
vallar þar oft skipt sköpum.
Úr því að Dagur B. og félagar hafa
kosið að gefa íbúalýðræði og vilja
meirihluta íbúa Reykjavíkur (og
landsins alls) langt nef hvað varðar
áframhaldandi rekstur Reykjavík-
urflugvallar í Vatnsmýri er hér með
skorað á þennan meirihluta íbúa að
hafa þessa staðreynd í huga er þeir
greiða atkvæði sitt í kosningunum
31. maí nk.
Dagur B. og undir-
skriftirnar 69.790
Eftir Benóný
Ásgrímsson og
Jakob Ólafsson
Benóný Ásgrímsson
» „Hlutverk LSH er
m.a. að vera þunga-
miðja í íslensku heil-
brigðiskerfi, en þangað
verður leitað ef fjöl-
menn slys verða jafn-
framt því sem ein-
staklingar með smærri
vandamál fá þar þjón-
ustu.“
Höfundar eru flugstjórar.
Jakob Ólafsson
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Stjarna fyrir
nýstúdentinn
14 karata gull kr. 19.500
Silfur kr. 6.900
Hálsmen og prjónn