Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
FERÐASUMAR 2014
ferðablað innanlands
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. maí.
Í blaðinu verður
viðburðardagatal sem
ferðalangar geta flett
upp í á ferðalögum
um landið og séð
hvað er um að vera á
því svæði sem verið er
að ferðast um í. –– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið
gefur út sérblað
Ferðasumar 2014
ferðablað
innanlands
föstudaginn
30. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 | Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006
www.ullarkistan.is
Ýmis önnur flott tilboð í búðinni
Opið verður til kl 22:00
í kvöld á Laugavegi
Léttar veitingar um kvöldið
20%afsláttur af Sportswool
ullarfatnaði áMiðborgarvökunni
í dag 22. maí
vísindin geti þýtt að umhverfisvernd-
arsinnar þurfi að berjast harðar fyrir
málstað sínum á næstunni.
Kreppan fólki ofar í huga
Annað sem gæti torveldað um-
hverfissinnum að knýja ráðamenn til
að taka á ógninni sem stafar af breyt-
ingum á loftslagi jarðarinnar er að
áhugi almennings á vandanum virðist
vera að dvína.
Greining sem gerð hefur verið á leit
netnotenda á leitarvélinni Google
sýnir að æ færri fleta upp orðum sem
tengjast hlýnun jarðar og loftslags-
breytingum. Áhuginn náði hámarki í
kringum árið 2007 þegar heimilda-
mynd Al Gore, fyrrverandi varafor-
seta Bandaríkjanna, „Óþægilegur
sannleikur“ (e. Inconvenient Truth)
kom út. Skömmu síðar var stór
skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu
þjóðanna gefin út sem varaði við
áhrifum af loftslagsbreytingum.
Síðan þá hefur áhuginn á málefninu
farið minnkandi hjá netnotendum.
„Það er engin ein ástæða fyrir því
að almenningur hefur minni áhuga á
loftslagsbreytingum. Hins vegar
benda rannsóknir vissulega til þess að
efnahagsleg málefni, eins og nýleg
kreppa, hafi tilhneigingu til þess að
yfirgnæfa umhverfismál eins og lofts-
lagsbreytingar,“ segir dr. William
Anderegg við Princeton-háskóla.
Sama rannsókn sýnir þó að fjöl-
miðlafár sem varð í kringum tölvu-
pósta loftslagsvísindamanna sem lek-
ið var árið 2009 hafi ekki haft áhrif á
afstöðu almennings. Efasemdamenn
reyndu að nota valdar setningar úr
póstunum til að sýna fram á að ógnin
sem stafaði af hlýnun jarðar væri að-
eins gabb.
Hamfarir heima fyrir draga
úr efasemdum íhaldsmanna
Flóðin í Bretlandi hafa breytt afstöðu efasemdamanna um loftslagsbreytingar
Varnir Breskir hermenn byggja upp flóðvarnargarða í vetur. Flóðin í Bretlandi ollu talsverðum usla, sérstaklega á
suðurhluta Englands. Vatn hefur flætt inn á þúsundir heimila með tilheyrandi eignatjóni frá því í byrjun desember.
Víðtæk áhrif
» Vísindamenn sögðu frá því á
þriðjudag að tugir þekktra
kennileita Bandaríkjanna væru
í hættu vegna áhrifa loftslags-
breytinga.
» Þar á meðal er Frels-
isstyttan í New York sögð vera
í hættu vegna hækkunar yf-
irborðs sjávar.
» Í Kína segja vísindamenn nú
að jöklar landsins hafi hopað
um þúsundir ferkílómetra á
undanförnum þrjátíu árum
vegna hlýnunar jarðar.
BAKSVIÐ
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Mörg af þeim svæðum sem lentu illa í
flóðunum á Bretlandseyjum nú í vet-
ur og voru undir vatni í fleiri vikur
voru helstu vígi þingmanna Íhalds-
flokksins. Liðsmenn flokksins hafa í
gegnum tíðina lýst efasemdum um
loftslagsbreytingar en náttúruham-
farirnar hafa nú meðal annars orðið
til þess að þeir hafa endurskoðað af-
stöðu sína.
„Það eru að verða umskipti. Það er
minna um að loftslagsbreytingum sé
hafnað innan Íhaldsflokksins núna en
fyrir sex mánuðum,“ segir John Gum-
mer, þingmaður flokksins í lávarða-
deildinni og einn aðalráðgjafi ríkis-
stjórnarinnar í loftslagsmálum.
Skorið á haldreipi efasemda
Orsökina rekur Gummer, sem
einnig er formaður nefndar sem á að
leggja línurnar um aðgerðir gegn
loftslagsbreytingum, til flóðanna en
einnig til vísindalegra staðreynda.
Þeir sem hafi afneitað því að loftslags-
breytingar væru að eiga sér stað hafi
misst þau haldreipi sín að hlé hafi orð-
ið á hlýnun jarðar og þó að ísinn á
norðurskautinu væri að minnka þá
stækkaði hann á Suðurskautslandinu
á móti. Ný gögn hafa hrakið báðar
þessar fullyrðingar.
„Áhyggjurnar sem fólk tók ekki
trúanlegar fyrir tveimur eða þremur
árum virðast vera að verða að veru-
leika. Í hvert skipti sem það opnar
dagblöð sér það atburði eins og flóðin.
Enginn einn atburður sannar kenn-
inguna en allir saman gefa þeir sterka
vísbendingu um að hlutirnir séu að
breytast,“ segir Gummer í viðtali við
breska blaðið The Independent.
Gummer viðurkennir að engu að
síður sé enn veruleg andstaða við
hugmyndina um loftslagsbreytingar.
Hann varar einnig við því að upp-
gangur breska sjálfstæðisflokksins,
UKIP, sem er vantrúaður á loftslags-
Komm-
únistaleiðtoginn
Fidel Castro,
fyrrverandi for-
seti Kúbu, lifði
kóngalífi með
einkasnekkju og
sinni eigin sum-
arleyfiseyju í
Karíbahafi, að
minnsta kosti ef
marka má frásögn fyrrverandi líf-
varðar hans.
Í nýrri bók sinni segir Juan Rei-
naldo Sánchez, sem gætti lífs
Castro í 17 ár, að forsetinn hafi
stjórnað landinu sem persónulegu
lénsveldi sínu í líkingu við höfð-
ingja á miðöldum eða Loðvík fimm-
tánda Frakkakonung.
„Andstætt við það sem hann hef-
ur sjálfur alltaf sagt þá hefur Fidel
aldrei hafnað þægindum kapítal-
ismans eða valið að lifa meinlæta-
lífi. Þvert á móti er lífsstíll hans
eins og kapítalista án nokkurra tak-
markana,“ skrifar Sánchez sem lýs-
ir Castro sem hrífandi og gáfuðum
en einnig stjórnsömum, kaldrifj-
uðum og eigingjörnum.
KÚBA
Segir að Fidel
Castro hafi lifað eins
og erkikapítalisti
Fidel Castro
Franska rík-
islestarfyr-
irtækið SNCF
hefur þurft að
eyða jafnvirði
hátt í átta millj-
arða króna til að
breikka um 1.300
járnbrautarpalla
í landinu eftir að
í ljós kom að um
2.000 nýjar lestir
sem fyrirtækið hefur pantað eru of
breiðar fyrir margar járnbraut-
arstöðvar landsins.
Yfirmenn lestarkerfisins hafa
viðurkennt að þeir hafi ekki farið
yfir mælingar sem þeir sem annast
járnbrautarteinakerfið létu þeim í
té áður en þeir pöntuðu nýju lest-
arnar.
FRAKKLAND
Könnuðu ekki mál
lestanna fyrir kaup
Ein af nýju og
breiðu lestunum.