Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Tjörvi Bjarnason Flinkur Þrefaldi Íslandsmeistarinn Julio (fremst á mynd) sigraði í rúningskeppni á Kex hosteli í vor. lærði rúning í sínu heimalandi, Úrú- gvæ, og hann vann þar við rúning áður en hann flutti til Íslands. Al- gengasta aðferðin er sú sem kennd er við Nýja-Sjáland og hún er lang- mest notuð hér á landi, slík aðferð hefur verið kennd hér frá því á átt- unda áratugnum.“ Í góðu líkamlegu formi Þegar Trausti er spurður að því hvort rúningsmaður þurfi að vera sterkur og hvort margar konur vinni við vélrúning, segir hann sum- ar konur að sjálfsögðu rýja sjálfar sitt fé. „Heiða Guðný Ásgeirsdóttir í Skaftafellssýslu er eini kvenkyns rúningsmaðurinn hér á landi sem ég veit til að starfi við rúning. Rún- ingsstarfið krefst fyrst og fremst lagni við að halda kindinni á réttum punktum. Ef hún liggur rétt og finnur ekki til á meðan hún er rúin, þá þarf rúningsmaðurinn ekkert endilega að vera sterkur, en hann þarf vissulega að vera í þokkalega góðu líkamlegu formi. Það skiptir líka miklu máli að standa rétt, vera ekki í skóm með hæl heldur flat- botna svo staðan á hryggnum og niður í fætur sé rétt, og að maður beygi sig í mjöðmum frekar en baki. Ef menn beita sér rétt þá geta þeir enst lengi í starfinu, hinn nýsjá- lenski Darrel hafði verið að klippa í átján ár þegar hann kom hingað fyrst fyrir margt löngu og hann er enn að klippa.“ Bæði raunir og gleði Trausti byrjaði að klippa fyrir sextán árum og hefur gert það ár- lega allar götur síðan. Hann segir starf rúningsmannsins skemmtilegt en líka nokkuð sérstakt. „Ég hef stundum sagt í gríni og alvöru að rúningsmaður þurfi að vera sál- fræðingur og vera tilbúinn að koma inn á heimili og vera opinn fyrir því sem þar mætir honum. Hann þarf að hlusta á það sem brennur á þeim sem hann heimsækir, bæði raunir og gleði. Þegar maður er úti í fjár- húsi með fólki og inni á heimili þess, þá kynnist maður því hraðar og meira en annars væri. Þetta er ákveðin nánd í stuttan tíma og hver bóndi er með sína sérvisku, maður þarf að vera fljótur að lesa mann- inn, til að vita hvað má og hvað ekki, hvernig maður á að haga sér. Rúningsmenn eru orðnir svo fáir að það er mikil ánægja hjá fólki að fá þá til sín, fólk verður svo glatt og þakklátt. Það er einmitt kosturinn við þetta starf, manni finnst maður alltaf vera að gera vel fyrir fólk. Þetta er þjónustustarf og maður verður að hugsa það sem slíkt svo þetta gangi upp,“ segir Trausti sem klippir tvö til þrjú hundruð kindur á dag ef féð er í snoði eða haustull, en hundrað til hundrað og fimmtíu ef þær eru í alull. Ágangur kvenna Gera má ráð fyrir að ungar heimasætur gleðjist þegar rúnings- menn koma á bæinn og þær fá að fylgjast með þeim dagana langa svitna við rúninginn. Þegar Trausti er spurður að því hvort svo karl- mannlegt starf sem rúningsmanns- starfið er, verði ekki til þess að þeir þurfi að verjast ágangi kvenna, hlær hann við og svarar: „Þær hafa nú kannski ekki leitað á mann akk- úrat í starfinu, en ég náði vissulega í mína konu í kjölfar þess að ég kom hingað í Austurhlíð að rýja á sínum tíma. Ég heillaði hana væntanlega upp úr skónum með tilþrifunum í rúningnum. Nú erum við bæði bændur hér og eigum þrjú börn.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014 erhlutverkþitt að sjá umbókhaldið?- snjallar lausnir Kynntu þér lausnina á www.navaskrift.is 545 3200 navaskrift.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Verð frá kr. pr.mán. án vsk 11.900- Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn. Breytilegur fjöldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað. Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og fleira. Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni. „Naívismi er fjölbreytt mynd- list. Naívistar eru einfarar í eðli sínu, yfirleitt svolítið sér- stakir karakterar. Listamenn- irnir fylgja fremur eigin til- finningu og sannfæringu en hefðbundnum listrænum stíl- um eða aðferðum og má segja að tjáning listamann- anna komi frá hjartanu. Það er stundum sagt að naív myndlist einkennist af barns- legri einlægni sem skili sér jafnt í óvæntri lita- og frá- sagnargleði,“ segir Bjarni Sig- urðsson, eigandi Smiðjunnar listhúss í Ármúla í Reykjavík, en í dag kl. 11 hefst þar sölu- sýning á verkum eftir marga af þekktustu naív-listamönnum þjóðarinnar. Á sýningunni eru á þriðja tug naív-verka eftir Stef- án V. Jónsson (Stórval), Ísleif Kon- ráðsson, Eggert Magnússon, Samúel Jónsson frá Selárdal, Val Svein- björnsson og Gunnar Guðmundsson. Stefán Stórval, Samúel frá Selárdal og fleiri naívistar Morgunblaðið/Einar Falur Stórval Stefán V. Jónsson, á heimili sínu við Grettisgötu árið 1991. Skrifar hér vísu um hremmingar sínar í æsku aftan á málverk af Herðubreið. „Tjáning þessara listamanna kemur frá hjartanu“ Elstu verkin á sýningunni eru frá fyrri hluta 20. aldar. Sýningin stendur til 2. júní og Smiðjan listhús er í Ármúla 36. Burstafells-Blesi Eftir Stefán Stórval. Í vélrúningskeppni eru gefin stig fyrir hraða, hversu fljótur rúnings- maðurinn er að rýja hverja kind, en einnig eru gæði rúningsins metin, hversu vel kindin er klippt. Ef t.d. eru sár á kindinni eftir rúninginn, þá fær viðkomandi rúningsmaður mínusstig og eins ef það er ull eftir á henni að rúningi loknum. Saman- lagður árangur af hraða og gæðum ræður lokatölunni. Heimsmeistara- keppnin í rúningi fer nú fram í Gorey á Írlandi, 17.-24. maí. Keppendur koma frá 30 löndum, m.a. frá Nýja- Sjálandi, Suður-Afríku, Ástralíu, Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og Ís- landi. Gert er ráð fyrir 25.000 gest- um á þessa fjölskylduvænu hátíð matar, handverks, tísku og skemmt- unar, samhliða sjálfri rúningskeppn- inni. Facebook: Golden Shears Ireland Stig fyrir hraða og gæði rúnings RÚNINGSKEPPNI Ljósmynd/Kolbrún Sæmundsdóttir Átök Trausti að rýja hrút í alull með aðstoð félaga síns, Egils Jónassonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.