Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014 Kringlan/Sími5334533 dagar í Hygeu 22. - 24. maí Glæsilegur kaupauki þegar keyptar eru tvær vörur frá Guerlain og þar af eitt krem* *meðan birgðir endast Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta verður mikil upplifunog gaman að fá að takaþátt í þessu. Ég býst viðað við verðum látnir rýja kollótt fé af skoskum eða írskum uppruna, þær eru eflaust þægari en þær íslensku sem eru sumar erf- iðar, með hart skap og sterkar,“ segir Trausti Hjálmarsson, bóndi í Austurhlíð í Biskupstungum, en hann hélt ásamt þremur öðrum rún- ingsmönnum til Írlands fyrr í vik- unni til að etja kappi við rúnings- menn hvaðanæva úr heiminum í heimsmeistarakeppni í rúningi. „Þetta er í fyrsta sinn sem lið rún- ingsmanna fer frá Íslandi til að taka þátt í heimsmeistaramóti, en við sáum okkur ekki annað fært en að búa til lið fyrst okkur bauðst þetta. Við gátum ekki látið tækifærið okk- ur úr greipum ganga, og fyrir til- stilli fjölskyldu og vina sem leysa okkur af heima í sauðburðinum þá getum við farið,“ segir Trausti og bætir við að liðsstjóri þeirra sé Guð- mundur Hallgrímsson og að Borgar Pàll Bragason hafi séð um öll sam- skipti við útlönd. Tvö hundruð keppendur Landsliðið skipa ásamt Trausta, þeir Julio Cesar Gutierrez, bóndi á Hávarsstöðum II í Leir- ársveit, Hafliði Sævarsson, bóndi í Fossárdal og Reynir Þór Jónsson frá Hurðarbaki. Á heimsmeist- aramótinu verður keppt í vélrún- ingi, ullarflokkun og handrúningi upp á gamla mátann. „Við munum eingöngu taka þátt í vélrúningnum. Þetta er tvískipt mót, tveir okkar keppa á fyrra mótinu sem verður í dag en hinir tveir keppa á seinna mótinu á laugardaginn, hinu eig- inlega heimsmeistaramóti. Við ætl- um að sjálfsögðu að gera okkar besta og við erum með þrefaldan Ís- landsmeistara í liðinu, hann Julio. Þetta verður hörð keppni, rúmlega tvö hundruð keppendur taka þátt og megnið af þeim er menn sem vinna við rúning allt árið um kring, en við Íslendingarnir vinnum ekki við þetta nema sex til átta vikur á ári. Við förum fyrst og fremst af forvitni, til að sjá hvernig þetta fer fram, skoða og upplifa,“ segir Trausti og bætir við að Lilja Grét- arsdottir kona Julios sé túlkur í ferðinni. Tækni sem fólk beitir við rún- inginn, er ólík eftir því hvaðan úr heiminum það er. „Julio klippir til dæmis öðruvísi en við Íslending- arnir, hann hefur annað lag og held- ur kindinni öðruvísi en við. Hann teygir meira á skrokk kindanna þegar hann er að rýja, opnar þannig ullina betur frá skrokknum og beitir klippunum öðruvísi en við. Hann Lagni er það sem skiptir máli í rúningi Fjórir rúningsmenn flugu sl. þriðjudag til Írlands sem fulltrúar Íslands til að taka þátt í heimsmeistarakeppni í rúningi. Allir starfa þeir við rúning hluta úr árinu og einn liðsmaðurinn er þrefaldur Íslandsmeistari. Starf rúningsmanns krefst fé- lagslegrar hæfni og tilþrifin hafa heillað marga konuna í gegnum tíðina. Ljósmynd/Kristín Heiða Vorverk Trausti í fjárhúsinu með tveimur af þremur börnum sínum, hér nokkuð þreytt í sauðburðinum eins og gjarnan vill vera á þessum árstíma. Ljósmynd/Tjörvi Bjarnason Landsliðið Hér eru þeir mættir til Írlands garparnir og reiðubúnir til átaka. Guðmundur lengst til vinstri, þá Julio, Hafliði, Reynir og Trausti. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Næstkomandi laugardag, 24. maí kl. 14, verður boðið upp á náttúrugöngu um Elliðaárdalinn þar sem náttúran og lífríki Elliðaánna verður skoðað. Gangan ber yfirskriftina Dagur far- fiskanna. Lagt verður upp frá Gerðu- bergssafni og gengið niður að Elliða- ám. Boðið upp á hressingu í safninu að göngu lokinni. Allir eru velkomnir í gönguna sem tekur um klukkutíma og er þátttaka ókeypis. Gerðubergs- safn er við Gerðuberg 3-5 í Breið- holti. Náttúrufræðingur leiðir göng- una. Reykvíkingar deila höfuðborg sinni með ótal lífverum allt frá hröfnum til hunangsflugna, selum til birkitrjáa. Í Reykjavík er mikið af náttúrulegum svæðum þar sem búsvæði þessara lífvera er að finna bæði á þurru landi, í ám og stöðuvötnum og í hafinu. Vefsíðan www.gerduberg.is Morgunblaðið/Ómar Krummi Einn af borgarbúum. Fjölskrúðug náttúra handan við hornið í borginni okkar Kjarval Gildir 22.-25. maí verð nú verð áður mælie. verð SS grískar grísahnakkasneiðar.......................... 2.038 2.398 2.038 kr. kg SS grískar lambatvírifjur................................... 2.798 3.298 2.798 kr. kg EF. Bernaisesósa, 180 ml................................. 299 329 299 kr. stk. Rauð vínber .................................................... 799 949 799 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 22.-24. maí verð nú verð áður mælie. verð Nautagúllas (kjötborð)..................................... 1.898 2.398 1.898 kr. kg Nautainnralæri (kjötborð) ................................ 2.898 3.598 2.898 kr. kg Lambainnralæri (kjötborð) ............................... 2.598 3.498 2.598 kr. kg Fjallal. skyndigrill ............................................ 2.200 2.549 2.200 kr. kg Fjallal. lambalærissneiðar, kryddað................... 2.393 2.769 2.393 kr. kg Fjallal. lambasirloin, kryddað............................ 2.126 2.465 2.126 kr. kg Dr. Oetker Tradizionale, frosin pitsa ................... 589 698 589 kr. stk. FK grísakótilettur, kryddaðar ............................. 1.298 1.398 1.298 kr. kg FK grísahnakki, kryddaður ................................ 1.298 1.398 1.298 kr. kg Krónan Gildir 22.-25. maí verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri ...................................................... 1.398 1.498 1.398 kr. kg Lambalæri kryddað ......................................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg Lambalærissneiðar New York ............................ 1.998 2.198 1.998 kr. kg Lambafille m/fiturönd ..................................... 3.998 4.498 3.998 kr. kg Grísasíðu pörusteik ......................................... 898 998 898 kr. kg Freyju Mix 400 g ............................................. 496 679 496 kr. pk. Prins Póló kassi 56x18 g.................................. 999 1998 998 kr. pk. Nóatún Gildir 23.-25. maí verð nú verð áður mælie. verð Lamba lærissneiðar úr kjötborði ....................... 2.098 2.398 2.098 kr. kg Lambalærissneiðar, krydd., úr kjötb. ................. 2.098 2.398 2.098 kr. kg Grísahnakki, úrb. sneiðar, úr kjötb. ................... 1298 1.698 1.298 kr. kg ÍM kjúklingalundir ............................................ 2.498 2.798 2.498 kr. kg Laxaflök, beinhr., úr fiskborði............................ 2.164 2.598 2.164 kr. kg Grillbakki, kryddað grænmeti............................ 629 699 629 kr. pk. Helgartilboðin Þrívíddarprentun hefur verið þekkt og notuð í 20 ár en nú fyrst er hún að verða aðgengileg hinum almenna notanda. Í þínar hendur er verkefni á Listahátíð þar sem unnið verður með þrívíða sköpun og tækni. Þátttak- endur eru Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður, Embla Vigfúsdóttir leikjahönnuður, Ólafur Ómarsson, viðmóts- og hugbúnaðarhönnuður, og Kolbeinn Hugi Höskuldsson mynd- listarmaður. Í tilkynningu segir að verkefnið Í þínar hendur sé lifandi vinnustofa þar sem könnuð verður sú bylting í framleiðsluferlinu sem þrí- víð prenttækni kann að leiða til. Vinnustofan gengur út á þverfaglega samvinnu lista og vísinda þar sem nýir möguleikar frá hugmynd til framkvæmdar með þrívíddarprentun eru kannaðir. Allt ferlið er sýnilegt þeim sem koma og heimsækja vinnu- stofuna, hvernig hugmynd verður til, hvernig samvinna byggir ofan þekk- ingu eða möguleika og hvernig tækn- in framkallar svo útkomu ferlisins með þrívíðri prentun að lokum. Gest- ir sýningarinnar munu geta lagt sitt af mörkum og útkoman/verkið fer aftur á þróunarstigið. Verkefnið verður í Spark Design og vinnustofan hefst í dag kl. 18, en lokahófið verður 5. júní. Lifandi vinnustofa Allskonar Með þrívíddarprentun verð- ur hægt að framleiða hvað sem er. Bylting í þrívíðri prenttækni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.