Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014 Náttúruleg umhirða munns og tanna! Tannkremin frá Weleda hreinsa tennurnar á árangursríkan hátt Tannholdið styrkist með jurtablöndum og slímhimnur munnholsins haldast ferskar. Tannkremin innihalda engin auka-bragðefni. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á www.weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Í dag, fimmtudaginn 22. maí, verð- ur haldin vegleg Miðborgarvaka í miðborg Reykjavíkur. Verslanir verða opnar til kl. 22:00 og fjöl- margt skemmtilegt verður í boði: léttar veitingar hjá mörgum, lifandi tónlist hjá öðrum auk sértilboða og skemmtilegheita af ýmsum toga eins og vera ber á þessum iðandi árstíma, eins og segir í tilkynningu. „Brúðkaup, fermingar, afmæli og útskriftir í flestöllum fjöl- skyldum og kjörið að sameina nota- lega kvöldstund í miðborginni og gjafakaup handa ástvinum. Setjast síðan og njóta veitinga á ein- hverjum hinna fjölmörgu veit- ingastaða miðborgarinnar, en alls eru á fjórða hundrað verslanir og veitingahús í miðborginni,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Verslanir opnar til klukkan 22 á Mið- borgarvöku í kvöld Þáttur gjafsóknarnefndar snýr að fjárhæð gjafsóknar sem var tak- mörkuð við 500.000 kr. en Páll hefur þurft að bera töluvert meiri kostnað vegna málsins. Umboðsmaður Al- þingis segir að synjun gjafsóknar- nefndar á greiðslu hærri upphæðar hafi ekki verið í samræmi við lög. Mælst er til þess að mál Páls verði tekið upp hjá nefndinni, sem fellur undir innanríkisráðuneytið. Í skrif- legu svari ráðuneytisins segir að það muni að sjálfsögðu taka álit umboðs- manns alvarlega. Óski Páll eftir því við ráðuneytið að mál hans verði tek- ið til skoðunar á ný og honum veitt gjafsókn muni ráðuneytið taka það mál til meðferðar. Fékk ekki skýr svör Í álitinu segir að umboðsmaður Al- þingis telji að Embætti landlæknis hafi ekki veitt Páli skýr svör um með hvaða hætti yrði tekið á máli hans hjá embættinu. Anna María Kára- dóttir, lögfræðingur hjá embættinu, segir að embættið hafi ekki talið sig hafa lagaheimildir til að upplýsa ein- staklinga um þau eftirlitsúrræði sem það hefur samkvæmt lögum til að grípa til gagnvart einstaka heilbrigð- isstarfsmönnum. „Þessi einstakling- ur er, samkvæmt lögum um land- lækni og lýðheilsu, ekki aðili að málinu heldur einungis viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður,“ segir Anna María. „Ef landlæknir á að upplýsa borgarana um slík íþyngjandi úrræði gagnvart einstaka heilbrigðisstarfs- mönnum þarf að gera lagabreyting- ar.“ Löggjafans að skoða málið Anna María segir að það sem at- hyglisverðast sé í áliti umboðsmanns Alþingis sé að þar sé talið tilefni til að vekja athygli Alþingis og heilbrigð- isráðherra á að tilhögun eftirlits Per- sónuverndar og Embættis landlækn- is með lögum um sjúkraskrár sé ekki nægilega skýr. Jafnframt er vakin athygli á þeirri óvissu sem virðist vera uppi um hvort landlæknir eða Persónuvernd eigi að kæra brot á lögum um sjúkraskrá til lögreglu þegar mál komi til beggja stjórn- valda. „Það er því löggjafans að skoða hvort kveða þurfi á um þessi mál með skýrari hætti,“ segir hún. Í áliti umboðsmanns Alþingis seg- ir að Persónuvernd hafi átt að leysa úr máli Páls eftir að hann vísaði því þangað. Spurður um hvort málsmeð- ferð Persónuverndar hafi verið ábótavant segir Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, svo ekki vera. „Við álítum okkur hafa unnið úr málinu á eins vandaðan hátt og okkur var unnt. Umboðsmaður Alþingis kemur með þessar ábend- ingar og við skoðum þær að sjálf- sögðu. Auðvitað getur það alltaf gerst að hann hafi aðra sýn en við- komandi stjórnvald og þá er sjálf- sagt að skoða hvort breyta eigi verk- lagi. En það er þá löggjafans.“ Gagnrýnir vinnubrögð fjög- urra opinberra stofnana  Umboðsmaður Alþingis leggur til breytt vinnulag  Lagabreytingar gæti þurft Morgunblaðið/Kristinn Embætti landlæknis Í álitinu segir meðal annars að Embætti landlæknis hafi ekki veitt Páli skýr svör um með hvaða hætti yrði tekið á máli hans. Meistaradegi Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands verður fagnað í dag, fimmtudag, þegar nemendur í verkfræði og tölvunarfræði kynna lokaverkefni sín til MS-gráðu. Meistaradagurinn fer fram í bygg- ingunni VR-II kl. 12-16. Um fjölbreytt og hagnýt verkefni er að ræða sem m.a. eru unnin í samstarfi við stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Verkefnin fjalla m.a. um áhrif loftslagsbreytinga á vindorkunýtingu við Búrfell, mat á mögulegri framleiðslu vindorku og kostnaðargreining vindorkukerfis í Búrfelli, jarðskjálftadempara fyrir brúargerð, súrefnisbúskap í fjörð- um sem hafa verið þveraðir með brúm, gæða- og áhættustýringu reksturs lífeyrissjóða á Íslandi og fyrstu vistferilsgreiningu sem gerð hefur verið á framleiðslu áls á Ís- landi. Fjölbreytt verkefni á Meistaradegi í HÍ Umboðsmaður Alþingis heyrir undir verksvið stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþing- is. Ögmundur Jónasson, þing- maður VG og formaður nefndarinnar, segir þessar tilteknu álitsgerðir umboðsmanns Alþingis ekki hafa komið inn á borð nefndarinnar og því hafi þær ekki verið teknar þar til athugunar. Spurður um hvort hann telji að álitið gefi tilefni til að endur- skoða þurfi lög um þau embætti sem þar er um fjallað segir Ög- mundur ekki hægt að segja til um það fyrr en málið hafi komið til umfjöllunar. Ekki komið inn á borð ENGIN UMFJÖLLUN ENN Ögmundur Jónasson Oddastefna 2014, árlegt málþing Oddafélagsins, verður haldið laugardaginn 24. maí kl. 13:15 til 17 í Þjóðminja- safni Íslands. Erindi flytja: sr. Guðbjörg Arn- ardóttir í Odda, Helgi Þorláksson prófessor, Rögnvaldur Guðmunds- son, formaður SSF, Borghildur Ósk- arsdóttir, Þór Jakobsson og Guð- mundur G. Þórarinsson, Í kaffihléi skrafa Oddastefnugestir saman um fortíð og framtíð Odda á Rangárvöllum. Ráðstefnan er öllum opin. Oddastefna á laugardag Veiðifélag Bjarnareyjar í Vest- mannaeyjum afhendir í dag Nátt- úruminjasafni Íslands að gjöf eft- irlíkingu af geirfuglseggi sem félagið kostaði og breskir sérfræð- ingar hafa útbúið. Fram kemur í tilkynningu, að gjöfin komi sér mjög vel og til standi að nota eggið í sýningahaldi Náttúruminjasafnsins sem fyr- irhugað sé innan tíðar í Perlunni. Raunverulega eggið seldi Har- vard-háskóli Finni Guðmundssyni, fuglafræðingi og starfsmanni Nátt- úrufræðistofnunar, árið 1954 á að- eins 500 dali. Ekki er vitað með vissu um uppruna eggsins, en það mælist 117,9 mm á lengd og 76 mm á breidd. Mynd/Náttúrufræðistofnun Geirfugl Geirfuglinn sem er í eigu Nátt- úrufræðistofnunar ásamt eggi. Gefa eftirlíkingu af geirfuglseggi STUTT Evrópustofa stendur fyrir opnum fundi um Ísland og sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins í dag klukkan 12-13.30 í Víkinni, sjó- minjasafni Reykjavíkur. Gunnar Haraldsson og Bjarni Már Magnússon, höfundar sjáv- arútvegskaflanna í Evrópu- skýrslum vetrarins, fjalla um þessi mál á fundinum og einnig verða Kolbeinn Árnason, framkvæmda- stjóri LÍÚ, og Henrik Bendixen, sérfræðingur hjá sendinefnd ESB, meðal frummælenda. Fundurinn fer fram á ensku. Ræða um sjávarút- vegsstefnu ESB BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Vinnubrögð fjögurra opinberra stofnana og nefnda eru gagnrýnd í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis. Þar er fjallað um mál sjúklings gegn lækni sem notaði upplýsingar um greiningu sjúklingsins sér til varnar í máli fyrir siðanefnd Læknafélagsins. Lagt er til að þessar stofnanir; Rík- issaksóknari, Embætti landlæknis, Persónuvernd og gjafsóknarnefnd, endurskoði vinnulag sitt. Til að það megi verða gæti lagabreytinga verið þörf, að mati lögfræðinga. Forsaga málsins er sú að sjúkling- urinn, Páll Sverrisson, kærði lækn- inn til lögreglu fyrir meðferð, vinnslu og opinbera birtingu á viðkvæmum persónuupplýsingum úr sjúkraskrá hans, en Páll var ekki aðili að áður- nefndum málarekstri læknisins. Upplýsingarnar úr sjúkraskránni birtust svo nafnlaust í umfjöllun Læknablaðsins um úrskurð siða- nefndarinnar. Lögregla lét málið niður falla og þá niðurstöðu staðfesti ríkissaksóknari. Því undi Páll ekki, leitaði til umboðsmanns Alþingis og bað hann um að fara yfir ákvörðun Ríkissaksóknara og skoða þátt Landlæknisembættisins, gjafsókn- arnefndar og Persónuverndar í mál- inu. Mælst er til endurupptöku Umboðsmaður Alþingis skilaði í byrjun maí þremur álitum um málið. Þar er mælst til þess að mál Páls verði tekið upp í innanríkisráðuneyt- inu og hjá gjafsóknarnefnd. Þar kemur einnig fram að skýringar rík- issaksóknara á niðurfellingu málsins hafi ekki verið fullnægjandi. Veru- legir annmarkar hafi verið á meðferð málsins af hálfu embættisins. Ríkis- saksóknari sagði ekki tímabært að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.