Morgunblaðið - 22.05.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verðmæti innfluttra bíla á fyrstu
þremur mánuðum ársins var rúmlega
6,1 milljarður, borið saman við tæpa
4,3 milljarða á sama tímabili í fyrra.
Er aukningin tæplega 43%.
Þetta má lesa út úr tölum Hagstofu
Íslands og er miðað við svonefnt CIF-
verðmæti. Vísar það til kostnaðar
vörunnar við afhendingu, að með-
töldum flutningskostnaði og flutn-
ingstryggingu.
Eins og sýnt er á grafinu hér til
hliðar er innflutningurinn aðeins brot
af því sem hann var á fyrsta ársfjórð-
ungi 2008. Þá voru fluttir inn bílar
fyrir 17.414 milljónir, eða fyrir nærri
þrefalt hærri upphæð en á þessu
tímabili í ár. Innflutningurinn þessa
mánuði var minnstur 2010, eða rúm-
lega einn tíundi innflutningsins 2008.
Skal tekið fram að söluverðmæti
þessara ökutækja er umtalsvert
hærra, eða tugprósentum hærra séu
full gjöld tekin með. Við þau bætist
álagning bílaumboða. Bílaleigur
greiða ekki full gjöld.
Hlutur bílaleiga er um 25%
Samkvæmt greiningu Brimborgar
seldust 1.784 nýir bílar á fyrstu þrem-
ur mánuðum ársins, borið saman við
1.453 í fyrra. Er það tæplega 23%
aukning. Hlutur bílaleiga er nær
óbreyttur milli ára, eða um 25%.
Sem fyrr segir eykst verðmæti inn-
fluttra bíla um 43% á fyrstu þremur
mánuðum ársins milli ára og er það
hlutfallslega meiri aukning en í inn-
flutningi nýrra bíla á sama tímabili.
Bendir það til þess að Íslendingar
kaupi nú dýrari bíla en í fyrra. Nafn-
gengi krónu hefur styrkst milli ára og
á það þátt í að verð nýrra bíla hefur
lækkað. Má þar nefna að bandaríkja-
dalur kostaði 123,2 kr. hinn 20. maí
2013 en 112,7 kr. í fyrradag. Jafn-
gildir það 8,6% styrkingu. Þá hefur
nafngengi evru farið úr 158,6 krónum
í 154,4 krónur þessa sömu daga.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brim-
borgar, telur aukinn innflutning á
sendibílum eiga þátt í að CIF-
verðmæti innfluttra bíla eykst svo
mikið milli ára. Það á við rök að styðj-
ast.
Þannig seldust 77 nýir sendibílar af
stærri gerð á fyrsta ársfjórðungi, 38 í
fyrra, og er það 103% aukning. Á
sama tímabili seldist 91 sendibíll af
minni gerð, 65 í fyrra, og er það 40%
aukning. Sala á minni hópbílum eykst
einnig mikið, fer úr 6 nýjum bílum í
14 og ríflega tvöfaldast.
Fyrirtæki endurnýja bílana
Egill telur ofangreinda aukningu
til marks um bata í efnahagslífinu,
enda telji fyrirtæki nú gott tækifæri
til að endurnýjan bílakostinn. Kaup-
máttur í nýjum bílum hafi aukist með
styrkingu krónunnar.
Hvað varðar sölu á nýjum bílum
sem seljast fyrst og fremst til al-
mennings og bílaleiga eykst sala á
fjórhjóladrifnum ökutækjum af minni
gerð um tæp 51%, fer úr 271 nýjum
bíl í 408. Verð á dæmigerðum jeppa í
þessum flokki er 6 milljónir, að sögn
Egils. Sala á stærri fjórhjóladrifnum
ökutækjum minnkar hins vegar, fer
úr 243 ökutækjum í 196 og er það
19% samdráttur. Algengt verð á slík-
um bílum er yfir 10 milljónir. Loks
seldust 130 fleiri smábílar á þessu
tímabili en í fyrra, eða 412 nýir bílar
borið saman við 282 eintök á fyrsta
ársfjórðungi í fyrra. Sala á minni og
meðalstórum fjölskyldubílum minnk-
ar hins vegar milli ára.
Á fyrstu þremur mánuðum ársins
seldust 148 lúxusbílar og er söluverð-
mætið um 1.260 milljónir, miðað við
að meðalverð sé 8,5 milljónir. Á
fyrstu þremur mánuðum ársins seld-
ust 193 stórir fjórhjóladrifnir bílar
fyrir 10 milljónir að meðaltali, alls
fyrir rúmlega 1.900 milljónir króna.
Íslenskur almenningur og bílaleig-
ur keyptu því lúxusbíla og stóra jeppa
fyrir tæpa 3,2 milljarða á fyrsta árs-
fjórðungi. Í apríl einum seldust svo
lúxusbílar fyrir 690 milljónir króna til
viðbótar.
Bílainnflutningur jókst um 43%
Verðmæti innfluttra bíla var 1,8 milljörðum meira fyrstu þrjá mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra
Sala á stærri sendibílum tvöfaldast milli ára Sala á 4x4-bifreiðum af minni gerð eykst um 51%
Fram kemur í greiningu Brim-
borgar að alls seldust 148 nýir
lúxusbílar á fyrsta ársfjórðungi
en 120 í fyrra. Vörumerkin í
þessum flokki eru Mercedes
Benz, Audi, LandRover, Volvo,
BMW, Lexus og Porsche. Aukn-
ingin er enn meiri ef litið er til
fjögurra fyrstu mánuða ársins.
Þannig seldust 229 lúxusbílar
þessa mánuði í ár en 160 í fyrra.
Er það rúmlega 43% aukning.
Egill Jóhannsson, forstjóri
Brimborgar, segir meðalverð á
nýjum lúxusbílum 8,5 milljónir.
Miðað við það seldust nýir
lúxusbílar fyrir um 1.950 millj. á
fyrstu fjórum mánuðum ársins,
en 1.360 millj. þá mánuði í fyrra.
Að mati Egils er sú flokkun á
lúxusbílum sem hér er stuðst
við nákvæmari en tilgreind var í
Morgunblaðinu 16. maí sl.
Milljarðar
í lúxusbíla
43% SÖLUAUKNINGInnflutningur bíla í janúar til mars 2008-2014
Cif-verðmæti í milljónum króna*
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
Núvirt velta**: Janúar Febrúar Mars
2008 2010 20122009 2011 2013 2014
*Svokallað Cif-verðmæti bílainnflutnings í milljónum króna. **Núvirt miðað við breytingu á vísitölu frá einstökummánuðum til 1.3.2014.
Breyting frá
fyrra ári í %: 64,0%-52,7%-77,5% 39,4% 1,2% 42,8%
8.
65
9
4.
49
3
4.
26
2
1.
31
5
1.
64
0
95
6
50
8
62
0
72
3
71
7 1.
24
3
1.
0
52 1.
37
5 1.
80
7
1.
35
1
1.
31
5
1.
61
8 2.
0
90
1.
90
7
2.
12
0
62
1
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Aftur í lúxusinn Á fyrstu fjórum mánuðum ársins seldust 69 Mercedes-Benz
fólksbifreiðar, borið saman við 45 í fyrra. Það er rúmlega 53% aukning.
Samkvæmt Vinnumarkaðsrann-
sókn Hagstofu Íslands voru í apríl
2014 að jafnaði 182.000 manns á
vinnumarkaði. Af þeim voru
171.300 starfandi og 10.800 án
vinnu og í atvinnuleit. Atvinnu-
þátttaka mældist 79,2%, hlutfall
starfandi 74,6% og atvinnuleysi
var 5,9%.
Samanburður mælinga í apríl
2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátt-
taka minnkaði um 2,8 prósentustig
og hlutfall starfandi minnkaði um
tvö prósentustig. Hlutfall atvinnu-
lausra minnkaði á sama tíma um
0,7 prósentustig, segir í frétt um
rannsóknina á vef Hagstofu Ís-
lands.
Atvinnuleysi mældist 5,9% í aprílmánuði
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Samkvæmt starfsleyfistillögu frá
Umhverfisstofnun er lagt til að
Sorpu bs. verði heimilt að urða sorp í
Álfsnesi í Reykjavík til 16 ára.
Er þetta á sama tíma og viljayfir-
lýsing liggur fyrir hjá sveitarfélög-
um á höfuðborgarsvæðinu um að
hætt verði að nota Álfsnes sem urð-
unarstað eftir 4-5 ár. Að sögn bæj-
arstjórans í Mosfellsbæ verður gerð
athugasemd við það að til standi að
veita Álfsnesi leyfi til urðunar til svo
langs tíma. Eins og fram hefur kom-
ið hafa íbúar í Leirvogstungu kvart-
að sáran yfir ólykt sem berst frá urð-
unarstaðnum í Álfsnesi.
Samræmist ekki samkomulagi
Umhverfisstofnun gefur út stöðl-
uð starfsleyfi sem ná til 16 ára. Sam-
kvæmt tillögunni verður heimilt að
taka á móti og urða allt að 120 þús-
und tonn af úrgangi á ári, starfrækja
hreinsistöð fyrir hauggas, gera til-
raunir með endurnýtingu flokkaðs
úrgangs og geyma úrgang sem nýtt-
ur er við rekstur urðunarstaðarins
eða bíður endurnýtingar.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í
Mosfellsbæ, segir að bærinn muni
gera athugasemd við tillöguna.
„Starfsleyfistíminn er ekki í sam-
ræmi við eigendasamkomulag um að
ekki verði urðað í Álfsnesi eftir 4-5
ár. Mosfellsbær mun því að sjálf-
sögðu gera athugasemd við það að
verið sé að veita starfsleyfi af hálfu
Umhverfsisstofnunar til svo langs
tíma. Að okkar mati þarf að gefa út
nýtt starfsleyfi þegar ný gas- og
jarðgerðarstöð verður tekin í notkun
árið 2016,“ segir Haraldur.
Starfsleyfi Sorpu bs. í Álfsnesi
rann út í fyrra og starfar byggðar-
samlagið nú á undanþágu.
Ef áform um nýja gas- og jarð-
gerðarstöð ganga að óskum mun hún
rísa í Álfsnesi árið 2016. Samkvæmt
upplýsingum frá Sorpu eru um 100
þúsund tonn urðuð í Álfsnesi nú.
Þegar verksmiðjan verður starfrækt
mun allt heimilissorp, alls um 37 þús-
und tonn, verða unnið í henni og met-
angas og molta búin til. Það sorp
sem eftir stendur verður áfram urð-
að eða rúm 60 þúsund tonn. Sam-
kvæmt eigendasamkomulagi sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu
stendur til að senda sorpið annað til
urðunar. Enn hefur ekki fundist
hentugur staður og í viðauka í sam-
komulaginu kemur fram að urðun
verði hætt í Álfsnesi ef annar urð-
unarstaður finnst.
Rúnar Guðbrandsson, talsmaður
íbúasamtakanna í Leirvogstungu-
hverfi í Mosfellsbæ, er uggandi yfir
áformum um að leyfa urðun í Álfs-
nesi til 16 ára. „Við áttum okkur ekki
á þörfinni á því,“ segir Rúnar. Hann
telur að viljayfirlýsing sé ekki nægj-
anlega sterk til að útiloka urðunina
til frambúðar. „Starfsleyfi eru útgef-
in af ríkinu og greypt í stein en vilja-
yfirlýsing er einskis virði og okkur
þykir þetta undarleg afgreiðsla. Hún
var ekki í samráði við íbúa og við höf-
um engar spurnir af þessu. Það er
leitt í ljósi þess að við tókum þátt í
þessu ferli frá upphafi,“ segir Rúnar.
Leyfi til urðunar í 16 ár
Eigendasamkomulag um að hætta urðun eftir 4-5 ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sorphaugur Í Álfsnesi eru árlega
urðuð um 100 þúsund tonn.
ERNA
Skipholti 3 - Sími: 552 0775
www.erna. is
Smári
Íslenskur
silfurborðbúnaður
er sígild gjöf
Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA