Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Út að veið
Veiddu sjálf/ur í matinn
Það snarkar í eldinum og þið grillið bráðina sem þið veidduð.
Við hliðina liggur nýja barnaveiðistöngin með lokuðu hjóli
00 kr Fullorðinsútgáfan
og auk þess færðu sett með
og önglum sem kostaði 21 .
með hjóli er á 3000 kr.
þremur spúnum og glitönglum á 900 kr.
Villidýr á verði
tiger.is · facebook.com/tigericeland
Sími: 528-8200 Sendum í póstkröfu | S: 528-8200
i a!
Félagar í Lionsklúbbi Seltjarnanes
hafa starfað ötullega að ýmsum
framfaramálum í bæjarfélaginu allt
frá stofnun klúbbsins.
Fyrir skömmu unnu þeir að því
að setja niður tvo staura til að
merkja gamlar varir á Seltjarn-
arnesi, þar sem útræði var fyrr á
öldum. Einnig endurmerktu þeir
aðra staura upp á nýtt því merking-
arnar voru farnar að láta á sjá og
sumar höfðu verið skemmdar.
Klúbbfélagar hafa verið að merkja
þessar varir undanfarin ár og
smám saman verið að fjölga þeim.
Þær eru meðfram göngustígnum
sem liggur kringum Nesið með
sjónum. Einnig hafa þeir merkt
aðra þekkta staði á sama hátt. Um
er að ræða vinsæla gönguleið fólks,
sérstaklega á sumrin.
Lionsmenn merktu
varir á Nesinu
Allar ferðamannaleiðir um hálendið
eru lokaðar og akstur bannaður
vegna aurbleytu. Verkstjórar Vega-
gerðarinnar eru að kanna snjóalög
og ástand þeirra vega sem venju-
lega eru opnaðir fyrst og má búast
við fyrstu tilkynningum í næstu
viku.
Snjór er mikill á fjöllum, ekki síst
norðanlands og austan. Sást það
meðal annars þegar vegurinn um
Mjóafjarðarheiði var ruddur á dög-
unum eftir margra mánaða lokun.
Rétt sást ofan á snjóruðningstækin.
Enn er þæfingsfærð á þeim vegi.
Ekki er neitt farið að huga að opn-
um vegarins um Hellisheiði eystri.
Sama má segja um Þorskafjarð-
arheiði á Vestfjörðum.
Vegagerðin gaf út fyrsta hálend-
isvegakort sumarsins í gær. Þar
kemur fram að allar hálendisleiðir
eru lokaðar. Uxahryggjaleið var
raunar mokuð fyrir páska. Þá er bú-
ið að hefla Kaldadalsveg inn að
Langjökulsafleggjara en lokað er
áfram suður af. Samkvæmt upplýs-
ingum Valgeirs Ingólfssonar, yf-
irverkstjóra hjá Vegagerðinni í
Borgarnesi, verður ástand vegarins
kannað á næstunni. Kaldadalsleið er
venjulega opnuð um miðjan júní,
stundum fyrr, stundum síðar.
Mikil umferð er um Kaldadal allt
árið, ekki síst vegna ferða á Lang-
jökul. Leiðin er farin á snjó yfir vet-
urinn. Arngrímur Hermannsson,
forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins
Ice sem meðal annars býður ferðir á
Langjökul segir að ekkert hafi verið
gert fyrir veginn frá Langjökulsvegi
og suður að Uxahryggjavegi. Þetta
sé 28 kílómetra slæmur kafli sem
þyrfti að bera ofan í og helst lyfta
aðeins upp og laga. Arngrímur og
starfsfólk hans hefur kannað veginn
úr lofti á þessum tíma undanfarin ár
og telur Arngrímur að skaflinn við
Hnausa sé síst meiri nú en verið
hefur undanfarin ár og enn sé að
hlána.
Vegagerðarmenn á Suðurlandi
hafa kannað leiðina inn í Laka og er
byrjað að hefla inn úr. Ekki liggur
fyrir hvenær hægt verður að opna.
Það hefur oft verið um miðjan júní
en í fyrsta lagi 5. júní.
helgi@mbl.is
Allar hálendisleiðir lokaðar
Vegaverkstjór-
ar kanna ástand
nokkurra vega
Ljósmynd/Ingi Lár Vilbergsson
Mjóafjarðarheiði Rétt grillir í snjóruðningstækin þegar þau fara í gegnum skaflana á Mjóafjarðarheiði. Lítið hefur hlánað síðan og enn er þæfingsfærð.
Ljósmynd/Haukur Arngrímsson
Kaldidalur Snjór hefur minnkað mikið á veginum um Kaldadal.
„Með breiðari vegi ætti slysahætta að
minnka. Þetta hefur gengið vel en
vissulega mættu ökumenn vera tillits-
samari, þegar þeir fara hér í gegn, og
aka hægar,“ segir Valdimar Guð-
mundsson hjá Borgarverki. Hann
stýrir vinnuflokki fyrirtækisins sem
er að störfum í Norðurárdal í Borg-
arfirði. Verkefnið þar er að breikka
hringveginn frá Fornahvammi að
sporði Holtavörðuheiðar. Þetta er 6,3
km. spotti og felst verkefnið í að
breikka veginn sem í dag er 7 til 8
metra breiður en verður allur 9 m á
breidd. Nánari útfærsla þessa er sú
að slitlagið, sem í dag er 6,3 m breitt
verður þegar framkvæmdum lýkur
tæplega níu metrar, hvor akrein
verður 3,5 metrar og síðan eins metra
vegaxlir sín hvorum megin.
Vegagerðin bauð þetta verkefni út
fyrir um ári og áttu Borgarverks-
menn þá lægsta tilboðið, það er 94
millj. kr. „Við hófumst hér handa í
október og gátum unnið hér langt
fram eftir hausti. Fórum svo af stað
viku af apríl og eigum að skila 5. júlí,“
segir Valdimar. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmdir Valdimar Guðmundsson á verkstað í Norðurárdalnum.
Breikka hringveginn
við Fornahvamm
Aðkoma atvinnulífsins að starfsemi
Verzlunarskóla Íslands hefur verið
breikkuð auk þess sem tengsl við
fyrrverandi nemendur eru efld í
gegnum þátttöku þeirra í nýju full-
trúaráði skólans. Frá þessu var
gengið á aðalfundi Verzlunarskól-
ans þegar ný skipulagsskrá skólans
gildi. Í frétt á vefsíðu Samtaka at-
vinnulífsins segir að sl. 90 ár hefur
skólinn starfað undir vernd Við-
skiptaráðs Íslands sem hefur jafn-
framt skipað skólanefnd og full-
trúaráð skólans. Til að efla tengslin
við atvinnulífið enn frekar ákvað
stjórn Viðskiptaráðs að endurskoða
skipulagsskrá skólans. Tekur nýtt
fulltrúaráð til starfa og gerðar
voru breytingar á skólanefnd. Þrír
meðlimir ráðsins eru skipaðir af
Viðskiptaráði og þrír af SA. Sam-
tök ferðaþjónustunnar, Samtök
fjármálafyrirtækja og Samtök
verslunar og þjónustu skipa einn
fulltrúaráðsmann hver.
Efla tengsl Versló
við atvinnulífið