Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kröfuhafarföllnubankanna
hafa töluverðan
liðsafla hér á landi
við að koma sjón-
armiðum sínum á
framfæri og hefur orðið allvel
ágengt. Kynningar- og áróð-
ursmenn auk sérfræðinga af
ýmsum toga beita sér mjög fyr-
ir kröfuhafana og tekst iðulega
að lita fréttir tiltekinna fjöl-
miðla af sjónarmiðum sínum.
Þetta á jafnt við um misvand-
aða innlenda fjölmiðla og alla
jafna vandaða erlenda miðla.
Meginstefið í því sem frá
kröfuhöfum bankanna kemur
er að þeir eigi að lúta öðrum
lögmálum þegar kemur að er-
lendum gjaldeyri en innlendir
aðilar og þarf engan að undra
að þeir séu þessarar skoðunar
og haldi henni mjög fram. Við
það er í sjálfu sér ekkert að at-
huga, en Íslendingar ættu að
fara varlega í að gleypa við slík-
um sjónarmiðum sem gætu,
yrðu þau ofan á, orðið til þess
að rýra mjög kjör almennings
hér á landi til langrar fram-
tíðar.
Því er haldið fram nú að uppi
séu áform um að íslensk stjórn-
völd hefji viðræður við kröfu-
hafana á næstunni um sérstaka
lausn þeirra mála utan við hin-
ar almennu leikreglur. Þetta
hefði ekki hljómað ótrúlega í tíð
þeirrar ríkisstjórnar sem samdi
af sér um Icesave með þeim
hætti að hefði orðið þjóðinni
dýrkeypt hefði hún ekki stöðv-
að gjörninginn.
Sú ríkisstjórn sem nú situr
hefur hins vegar talað og hegð-
að sér með allt öðr-
um hætti en sú síð-
asta í þessum
efnum. Forsætis-
ráðherra svaraði til
að mynda fyr-
irspurn á Alþingi
um Landsbankabréfið í liðinni
viku og sagði þá: „Það sem snýr
hins vegar að stjórnvöldum í
þessu máli er hvort forsvar-
anlegt sé að veita undanþágu
frá gjaldeyrishöftunum bara
fyrir þessa aðila á meðan aðrir
verða áfram lokaðir hér innan
hafta. Það getur ekki verið for-
svaranlegt að veita undanþágu
fyrir einn eða tvo tiltekna aðila
til þess að sleppa út með gjald-
eyri, jafnvel niðurgreiddan
gjaldeyri, gjaldeyri sem yrði þá
niðurgreiddur af þeim sem eftir
sætu í höftum og þar með talið
íslenskum almenningi, hugs-
anlega með varanlegri skerð-
ingu á raungengi krónunnar
sem þýðir einfaldlega lakari
lífskjör í landinu til framtíðar.
Slík niðurstaða væri alltaf óá-
sættanleg og þar af leiðandi
gætu stjórnvöld ekki heimilað
undanþágu frá höftunum sem
leiddi til slíks.“
Þetta svar er ákaflega skýrt
og í samræmi við annað sem frá
núverandi stjórnvöldum hefur
komið í þessu efni. Þrátt fyrir
fréttir um annað, er ekkert sem
gefur tilefni til að ætla að
stjórnvöld muni snúa við
blaðinu og fylgja fordæmi síð-
ustu ríkisstjórnar, sem með eft-
irlátssemi kostaði þjóðina jafn
mikið og raun ber vitni – og
hefði, eins og áður sagði, kostað
enn meira ef sú ríkisstjórn
hefði fengið að ráða.
Íslenskir fjölmiðla-
menn og almenn-
ingur þurfa að vara
sig á spunanum}
Hagsmunagæsla
erlendra kröfuhafa
Það getur kallaðá þolinmæði
og þrautseigju að
leita réttar síns á
Íslandi. Páll
Sverrisson varð fyrir því fyrir
nokkrum árum að gögn úr
sjúkraskrá hans voru notuð í
deilu tveggja lækna. Gögnin
voru síðan birt í umfjöllun
Læknablaðsins um málið án
þess að þau ættu þangað
nokkurt erindi, enda var Páll
ekki aðili að málinu.
Páll kærði lækninn, en lög-
regla lét málið niður falla og
ríkissaksóknari staðfesti það.
Nú hefur Umboðsmaður Al-
þingis skilað áliti í málinu og
eins og fram kemur í frétta-
skýringu Önnu Lilju Þór-
isdóttur í Morgunblaðinu í
dag gagnrýnir hann vinnu-
brögð fjögurra stofnana í máli
Páls, Ríkissaksóknara, Emb-
ætti landlæknis, Persónu-
vernd og gjafsókn-
arnefnd.
Ekki er deilt um
að brotið hafi ver-
ið á Páli þegar
upplýsingarnar birtust, en
hann hefur mætt mörgum
hindrunum í þessu máli og
segir meðal annars í álitinu að
synjun frá gjafsóknarnefnd
um að greiða hærri upphæð
en gert var hafi verið þvert á
lög. Páll gafst hins vegar ekki
upp og niðurstaða Umboðs-
manns sýnir að þær stofnanir,
sem fá á baukinn hjá honum,
þurfa að endurskoða vinnu-
brögð sín og gera nauðsyn-
legar breytingar. Upplýsingar
úr sjúkraskrám eiga ekki að
liggja á glámbekk. Þegar það
gerist á kerfið ekki að slá
skjaldborg um sjálft sig og
gera illt verra, heldur leggja
sig fram um að tryggja hag
einstaklingsins.
Réttur einstaklings-
ins gengur fyrir}Gegn kerfi í sjálfsvörn Ásama tíma og ríkisstjórn Fram-sóknar- og Sjálfstæðisflokksheldur upp á eins ár afmæli sittsækja tugþúsundir landsmannaum skuldaleiðréttingu á netinu
og sjá fram á aukna kjarabót nú þegar kosn-
ingaloforð Framsóknarflokksins eiga að koma
til framkvæmda. Ekki kætast þó allir því
stjórnarandstöðunni virðist þykja það hin
mesta svívirða að verið sé að uppfylla kosn-
ingaloforð. Henni er reyndar svo gjörsamlega
misboðið að hún sá ástæðu til að greiða at-
kvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
skuldaleiðréttingu sem nýtast á um 60.000
heimilum. Landsmenn verða að spyrja sig
þeirrar spurningar hvort ekki sé sitthvað at-
hugavert við stjórnarandstöðu sem lætur sig
ekki varða um hag 60.000 heimila í landi þar
sem búa um 326.000 manns. Það væri kannski ráð að
stjórnarandstaðan tæki sér hlé frá stöðugu gjammi sínu
um ríkisstjórn sérhagsmuna og íhugaði eigin störf og
áherslur.
Nú kann vel að vera að allir þingmenn stjórnarand-
stöðunnar búi svo vel að eiga skuldlaust húsnæði og
þarfnist því ekki leiðréttingar á húsnæðislánum. Ef svo
er þá skulum við fagna. Ekki viljum við vera það ill-
kvittin að óska þingmönnum okkar þess að vera fastir í
skuldagildru. En um leið hljótum við að fara fram á að
sömu þingmenn búi yfir einhverjum smávotti af raun-
veruleikaskyni sem segi þeim að ríkisstjórn sem leitast
við að bæta landsmönnum forsendubrest
hljóti að vera að gera eitthvað rétt.
Gagnrýni stjórnarandstöðunnar, og sömu-
leiðis gagnrýni ýmissa hagsmunasamtaka, á
skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar ein-
kennist ekki af skýrri röksemdafærslu. Ann-
an daginn er talað eins og alltof mikið sé gert
fyrir landsmenn en hinn daginn eins og eng-
an veginn sé nógu mikið gert. Gagnrýnendur
þessara aðgerða ríkisstjórnarinnar hefðu
kannski í upphafi átt að samræma framburð
sinn svo hann yrði trúverðugur en hljómaði
ekki einungis eins og hin þekkta geðvonsku-
lega þula: „Ja, fussum svei, ja fussum svei.“
Tugþúsundum Íslendinga líkar aðgerð ríkis-
stjórnarinnar allavega það vel að þeir hafa
uppi á henni á sérstöku netfangi. Reyndar er
aðgengið ansi auðvelt, næstum því jafn þægi-
legt og að panta sér pitsu, þótt heimsendingin taki í
þessu tilfelli mun lengri tíma.
Það ætti ekki að fara framhjá landsmönnum að stjórn-
arandstaða landsins virðist hafa sérstaka óbeit á Fram-
sóknarflokknum og leggst sjálfkrafa gegn öllum tillögum
þess flokks. Þetta sama fólk sér rautt þegar nafn Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar er nefnt. Hér er ekki
verið að halda því fram að hinn ungi forsætisráðherra
hafi rétt fyrir sér í öllum málum, en varla missteig hann
sig illa í Icesave-málinu. Þegar hann kýs svo að leggja
áherslu á kjarabætur fyrir tugþúsundir heimila í landinu
þá getur hann varla verið á villigötum. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Kjarabót á netinu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ástandið á vinnumarkaðifer smám saman batnandimeð minnkandi atvinnu-leysi og fjölgun starfa. Að
undanförnu hefur störfum fjölgað
umfram fjölgun fólks á vinnu-
færum aldri og atvinnuþátttakan
hefur farið vaxandi á árinu. Sérfræð-
ingar Seðlabankans benda á í Pen-
ingamálum, sem komu út í gær, að
batinn á vinnumarkaði hafi verið
kröftugri en að jafnaði meðal ann-
arra OECD-ríkja.
Hagstofan birti í gær niður-
stöður vinnumarkaðskönnunar í
apríl sem leiðir í ljós að atvinnuleys-
ið var 5,9% í seinasta mánuði. Það
kemur hins vegar á óvart í tölum
Hagstofunnar hversu margir ein-
staklingar eru utan vinnumarkaðar-
ins. Þá sýnir samanburður á mæl-
ingum í seinasta mánuði og í
aprílmánuði í fyrra að atvinnuþátt-
taka minnkaði um 2,8 prósentustig
miðað við sama mánuð í fyrra og
hlutfall starfandi minnkaði um tvö
prósentustig.
Niðurstöður mælinganna á
fjölda einstaklinga 16 til 74 ára sem
eru utan vinnumarkaðarins, þ.e. eru
hvorki með vinnu né í atvinnuleit,
jafngildir því að alls hafi um 47.700
einstaklingar verið utan vinnumark-
aðarins í seinasta mánuði og hafi
fjölgað um rúmlega 7.000 miðað við
sama mánuð í fyrra. Í apríl árið 2012
voru um 44.800 utan vinnumark-
aðarins skv. sambærilegri mælingu
Hagstofunnar á þeim tíma.
Sérfræðingar sem rætt var við
segja óvarlegt að draga of miklar
ályktanir af þessum tölum sem birt-
ast í einni mælingu. Sjá þurfi hver
þróunin verður á næstu mánuðum.
Lárus Blöndal, deildarstjóri hjá
Hagstofu Íslands, segir ýmis atriði
geta skýrt þennan fjölda sem er ut-
an vinnumarkaðarins í seinasta
mánuði. Þannig hafi t.d. svarhlut-
fallið í könnuninni í apríl verið að-
eins minna en í fyrri könnunum sem
geti haft áhrif og ýmsar tilfallandi
aðstæður í mánuðinum geti skýrt
þetta. Sá hópur sem sveiflast mest á
milli kannana á stöðunni á vinnu-
markaðinum sé ungt fólk á aldrinum
16 til 24 ára. Margir þeirra séu í
vinnu með námi en gætu hafa hætt
því á meðan prófin í vor stóðu yfir og
teljist þá vera utan vinnumarkaðar-
ins o.fl. Lárus bendir á að virkni á
vinnumarkaði á Íslandi sé með því
mesta sem þekkist í heiminum. At-
vinnuþátttaka mældist 79,2% í apríl
sem er einhver mesta atvinnuþátt-
taka sem finna má í Evrópu. At-
vinnuþátttakan í löndum Evrópu-
sambandsins er til samanburðar á
bilinu 65 til 70%.
Róbert Farestveit, hagfræð-
ingur hjá Alþýðusambandi Íslands,
segir að ef litið er yfir lengra tímabil
þá hafi fólki sem er utan vinnumark-
aðarins fækkað jafnt og þétt á um-
liðnum mánuðum. Flest hefur borið
merki um batnandi atvinnustöðu á
síðustu mánuðum. ,,Við höfum séð
það af tölum um fjölda starfandi í
meira en ár að það hefur átt sér stað
tilfinnanlegur bati á vinnumarkaði,“
segir hann.
„Gert er ráð fyrir að atvinnu-
leysi haldi áfram að minnka
og verði 3,3% á síðasta fjórð-
ungi þessa árs og 3,2% árið 2016
[…],“ segir í Peningamálum Seðla-
bankans þar sem spáð er um árstíða-
leiðréttar tölur um atvinnuleysi.
Sérfræðingar bankans segja að hlut-
fall starfandi einstaklinga af heildar-
vinnuafli hafi aukist um 1,8 prósent-
ur frá því að það varð
lægst á fyrsta ársfjórðungi
2011. Þetta sé meiri hækkun en sést
að jafnaði meðal annarra OECD-
ríkja.
Hægur bati þó fjölgi
utan vinnumarkaðar
Morgunblaðið/Eggert
Störf Atvinnuþátttaka 20-64 ára var tæp 83% í fyrra hér á landi, sem er með
því mesta sem þekkist. Í löndum ESB fór hún minnkandi og var 68,3%.
Atvinnuþátttaka íbúa á aldrinum
20 til 64 ára í aðildarlöndum Evr-
ópusambandsins hefur minnkað
að undanförnu og var 68,3% á
seinasta ári. Hér á landi hefur at-
vinnuþátttakan hins vegar vaxið
og er tæplega 80% skv. könn-
unum Hagstofunnar meðal 16-74
ára og var enn meiri eða 82,8% í
fyrra ef eingöngu er litið til fólks
á aldrinum 20 til 64 ára. At-
vinnuþátttakan er einnig mikil í
Noregi (79,6%) og Sviss
(82,1%). Af löndum ESB er að-
eins vinnumarkaðurinn í Svíþjóð
nálægt þessum tölum um virkni
íbúa á vinnumarkaði. Þar var at-
vinnuþátttaka í fyrra 79,8%. Skv.
nýrri frétt Hagstofu ESB (Euros-
tat) var atvinnuþátttaka í aðild-
arlöndunum 70,3% árið 2008 en
hefur síðan minnkað ár frá ári. Í
aldurshópi 55-64 ára er þróunin
önnur. Þar hefur atvinnuþátttaka
vaxið jafnt og þétt úr 38,1% árið
2002 í 50,1% í fyrra, sem er þó
miklum mun lægra en á Íslandi
(81,1%), í Noregi (71,1%) og
Sviss (71,7%).
Mikil virkni
hér á landi
ATVINNUÞÁTTTAKA Í EVRÓPU