Morgunblaðið - 22.05.2014, Page 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Óttinn og öfundin
eru foreldrar reið-
innar. Það er ekki
barnadauðinn á því
heimili, þar sem kynd-
ararnir moka í eldinn
og safna glóðum að
hvers manns höfði.
Samfélagið allt nötrar
af tortryggni, ásök-
unum og illmælgi,
svikabrigslum, hefnd-
aráformum, níði og
gróusögum. Yfir öllu þessu vomir
þingið og kyrjar Valkyrjureiðina í
takt við hnútukastið við langeld-
ana, við undirleik fjölmiðla.
Sagt var um Oddaverja tvo,
bræður, að annar þeirra gjörði
hvarvetna gott, en hinn mælti
hverjum manni gott til. Ekki hefðu
þeir orðið langlífir í þinginu bless-
aðir, þar sem hverjum er formælt
til heljar, sem vill láta gott af sér
leiða. Þetta ástand hefur varað síð-
an Geir H. Haarde bað guð að
blessa Ísland, í beinni útsendingu,
og verður varla sagt, að Guð hafi
bænheyrt hann, miðað við orðræð-
una, en styrjöld hefur geisað í
landinu síðan og er tímalengd
hennar jöfn þeim tíma, sem tók
veröldina alla að heyja heila heims-
styrjöld.
Er ekki mál að linni? Er ekki
kominn tími til að þingmenn takist
í hendur og segi: „Fyrirgefðu, hel-
vítið þitt, en er ekki kominn tími til
að við förum að snúa okkur að því,
sem við vorum kosnir til að gera?“
Ekki myndi orðspor þeirra versna
við það, því nú er svo komið fyrir
þingmönnum, sem af þingi hverfa,
að þeir eru hver af öðrum æru
sviptir, níddir, hæddir, og í öllum
gjörðum rangtúlkaðir. Er til of
mikils ætlast, að þingmenn við-
urkenni það sem gott hefur verið
gert, og einnig að það sem ekki
gekk sem best hafi ekki verið af ill-
vilja gert, heldur vilja til að sinna
sínum skyldum best?
Verður einhver stjórnmálamaður
maður að meiri, ef hann segir að
einhver annar sé illgjarn hálfviti,
eða þaðan af verra, eða
eykst honum máttur og
vit, eða eru það aðeins
eyrun hans sem lengj-
ast? Er einhver þarna
úti, sem heldur að líf
okkar verði betra, ef
þetta ástand varir
lengur? Er einhver
þarna úti, sem heldur
að samfélag okkar í
þessu landi geti orðið
betra, með því að hefna
fyrir meintar misgerð-
ir, iðka galdrabrennur og gera
ímynduðum óvinum lífið leitt?
Austan af fjörðum berast okkur
fréttir af börnum, sem efnt hafa til
kærleiksdaga, og heilsa hverjum
vegfaranda brosandi. Eigum við
ekki að læra af þeim, sem eru okk-
ur svokölluðum fullorðnum svo
miklu fremri?
Er ekki tími til kominn, að við
veljum okkur stöðu meðal sið-
menntaðra þjóða?
Sól tér sortna,
sígur fold í mar
Eftir Kristján Hall
Kristján Hall
» Samfélagið allt
nötrar af tortryggni,
ásökunum, illmælgi og
svikabrigslum.
Höfundur er eftirlaunaþegi.
Landlæknir hefur
skv. fréttum und-
anfarið sent all-
mörgum læknum
bréf þar sem krafist
er ítarlegra upplýs-
inga, nú sérstaklega
frá lýtalæknum sem
þeir tregðast við,
annars er aðgerðum
hótað. Ég stend utan
við þessar deilur en
þær snerta alla
lækna sem og sjúklinga og eftir 40
ára starfsferil á Íslandi leyfi ég
mér að blanda mér í þær.
Allir læknar fá einhvern tímann
til sín sjúklinga með vandamál til
úrlausnar sem þeir vilja ekki að
fréttist utan stofu læknisins.
Nefna má margar sérgreinar, en
núverandi aðgerðir gagnvart lýta-
læknum virðast snúast um mjög
persónulegar viðkvæmar aðgerðir
á líffærum kvenna.
Heitið er leynd í
meðferð gagna en
hvað fara þær um
margar hendur? Minn-
ist ég þess í tíð fyrr-
verandi, fyrrverandi
landlæknis að ég kom
á skrifstofu embættis-
ins. Lá þar frammi
skjal til gagnasöfn-
unar. Skjalið var kirfi-
lega merkt sem trún-
aður, en það var í
fjórriti!
Er lekaöryggi betra
en hjá innanríkisráðuneytinu?
Lofað er algjöru tölvuöryggi.
Ekki efast ég um réttsýni og heið-
arleika núverandi landlæknis en
tölvuvinna og gagnameðferð emb-
ættisins hefur verið fjarri því full-
komin. Fyrir nokkrum árum fóru
starfsmenn embættisins mikinn í
fjölmiðlum og upplýstu að nánast
annar hver læknir á landinu væri
að úthluta varasömum hættulegum
lyfjum jafnvel fíkniefnum. Ég varð
þess þá heiðurs aðnjótandi að fá
slíkt bréf með aðfinnslum um tvo
sjúklinga. Mér brá en áttaði mig
strax á málinu og krafðist stað-
festingar sem fékkst eftir allnokk-
urt þref. Sjúklingarnir tveir höfðu
skömmu áður verið lagðir inn á
sjúkradeild sem ég veitti forstöðu.
Báðir komu frá Geð- og tauga-
deildum LSH með langvarandi
flókna og erfiða sjúkdóma og þeim
fylgdu fyrirmæli frá færustu sér-
fræðingum LSH um sérstæð lyf
sem bar að halda áfram. Lyfjafyr-
irmælin fóru sennilega sjálfkrafa
inn í lyfjagjöf stofnunarinnar án
þess að undirritaður þyrfti sér-
staklega að ávísa þeim. Ásakanir
embættisins bárust mér hins veg-
ar á lækningastofu mína þangað
sem hvorugur sjúklinganna hafði
komið. Tölvukunnátta embættis-
manna Landlæknisembættisins
var þá slík að þeir áttuðu sig ekki
á kjarna málsins og dreifðu röng-
um ásökunum um víðan völl. Mót-
mælum mínum til embættisins og
heilbrigðisráðuneytisins var aldrei
svarað eins og ekki er óalgengt í
íslenskri stjórnsýslu.
Þetta mál má tengja umræðum
um sameiginlega sjúkraskrá lands-
manna sem hafa verið kröfur um
frá yfirvöldum án skilgreininga um
hvað eigi að skrá og hver eigi að
hafa aðgengi. Vissulega getur ver-
ið mjög hagkvæmt fyrir lækni sem
fær bráðveikan aldraðan sjúkling
með skert minni til skyndilegrar
umönnunar að fá strax heildar-
yfirlit yfir sjúkrasögu, en í sögu
sjúklings eru oft atriði sem enginn
þarf að vita um utan viðkomandi
læknir á þeim tíma og sjúkling-
urinn og hafa verið varanlega
leyst.
Sjúkraskrár sjúkrastofnana og
læknastöðva geta verið sameig-
inlegar fyrir hvern sjúkling og
sérfræðingahópur fjölbreyttur.
Hver skráir samviskulega sína
meðferð.
Sjúklingum hefur brugðið þegar
þeir átta sig á því að í sjúkra-
skrám geta verið skráð mál sem
þeir telja sér viðkvæm og þegar
löngu afgreidd, t.d. tímabundin
geðvandamál, kynlífsvandamál og
aðgerðir á kynfærum. Atriði sem
ekkert koma inn í lausn á t.d.
hjarta-, meltingar-, bæklunar-, eða
eyrnasjúkdómum.
Hver einstakur sjúklingur hlýt-
ur að eiga rétt að því að Stóri
bróðir eða aðrir læknar þurfi ekki
að frétta um viðkvæm persónuleg
mál hvort sem eru andleg eða lík-
amleg og hafa jafnvel verið leyst
án nokkurra greiðslna frá Sjúkra-
tryggingum ríkisins.
Vanda verður vel til allra fram-
kvæmda við hugsanlega sameig-
inlega sjúkraskýrslu landsmanna,
hvað þurfi að skrá og hverjir hafi
aðgengi þeim.
Trúnaðarskjal í fjórriti
Eftir Birgi
Guðjónsson
Birgir
Guðjónsson
»Hver sjúklingur
hlýtur að eiga rétt
að því að Stóri bróðir
eða aðrir læknar þurfi
ekki að frétta um við-
kvæm persónuleg mál .
Höfundur er sérfræðingur í lyflækn-
ingum og meltingarsjúkdómum.
- með morgunkaffinu
Almenningur er al-
veg hættur að treysta
á að stjórnmálamenn-
irnir geri eitthvað fyrir
okkur.
Almenningur er far-
inn að treysta á sjálf-
boðaliðasamtök eins og
Hagsmunasamtök
heimilanna og dóms-
mál þeim tengd. Al-
þingismenn eru að fara
sallarólegir í mjög
langt sumarfrí enda er fólk hætt að
treysta á þá.
Félagsmenn í HH og fólk al-
mennt hefur verið að spyrja und-
anfarið því HH setji ekki meiri
pressu á stjórnamálamennina okkar
og ríkisstjórnina sem láta eins og nú
sé búið að gera nóg og allt sé í lagi.
Svarið er því miður einfalt,
stjórnmálamennirnir og stjórn-
málakonurnar eru ekki að fara að
gera neitt fyrir okkur eins og dæm-
in sanna undanfarin ár og áratugi.
Það eru að vísu nokkrir, en þó mjög
fáir stjórnmálamenn sem hafa sýnt
heimilunum og fjölskyldum landsins
áhuga. Þau sem hafa viljað gera
eitthvað og hjálpa til hafa verið bar-
in niður innan flokkanna sinna með
harðri hendi og þeim sagt að þau
myndu eyðileggja flokkinn, eyði-
leggja sig sjálf og feril
sinn og þeim sem eru
innan stjórnarflokk-
anna, sem hafa bara
verið framsókn-
armenn, hefur verið
talin trú um að þau
myndu eyðileggja
stjórnarsamstarfið.
Nánast allt það sem
hefur áunnist í rétt-
indum fyrir heimilin og
fjölskyldur landsins
hefur komið í gegnum
baráttu fólksins sjálfs
t.d. í gegnum sjálf-
boðaliðasamtök eins og Hagsmuna-
samtök heimilanna og fyrir til-
stuðlan einstaklinga og fjölskyldna
sem hafa neitað að gefast upp og
fengið til liðs við sig hæfileikafólk
og aðra eins og þá nokkra lögfræð-
inga sem hafa sýnt almenningi og
heimilunum þá virðingu að fórna sér
og stundum ferlinum til að vinna af
heiðarleika og réttsýni í staðinn fyr-
ir yfirgang og græðgi.
Nú er ríkisstjórn Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna
Benediktssonar og aðrir stjórn-
málamenn farin í sumarfrí og skilja
heimilin og fjölskyldur landsins eftir
í meiri óvissu en nokkru sinni fyrr
og hélt maður samt að seinustu rík-
isstjórn hefði tekist að slá þar öll
met.
Það hljóta í raun að vera hörmu-
legar fréttir fyrir þá stjórn-
málamenn sem voru kosnir á þing í
seinustu þingkosningum, flestir á
grundvelli loforða um að gera eitt-
hvað miklu meira og miklu betra en
fyrr hafði verið gert, að fólkið í
landinu sé í raun hætt að gera kröf-
ur á þingmennina „sína“ og sé farið
að treysta nær algjörlega á sjálf-
boðaliðasamtök eins og Hagsmuna-
samtök heimilanna, örfáa aðra ein-
staklinga tengda þeim og dómsmál
sem þessir aðilar hafa höfðað. Enda
er það ekkert skrýtið, nær allar
réttarbætur og leiðréttingar sem
fengist hafa í gegn undanfarin ár
eftir hrun hafa komið þar í gegn.
Ef ég væri stjórnmálamaður í dag
hefði ég miklar áhyggjur en þeir
sem sömdu um lok þingsins fyrir
mjög langt sumarfrí þingmanna og
ráðherra virðast ekki hafa neinar
áhyggjur af fjölskyldum landsins.
Almenningur hættur að
treysta á stjórnmálamenn
Eftir Vilhjálm
Bjarnason »Nánast allt það sem
hefur áunnist í rétt-
indum fyrir heimilin og
fjölskyldur landsins hef-
ur komið í gegnum bar-
áttu fólksins sjálfs
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur er ekki fjárfestir og formað-
ur Hagsmunasamtaka heimilanna.
Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is
1975-2014
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við
leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu.
Við tökum málin þín í okkar hendur
Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki