Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
✝ Hermann Þor-steinsson fædd-
ist 7. október 1921
í Reykjavík. Hann
lést á Vífilsstöðum
5. maí 2014.
Foreldrar hans
voru Guðrún Her-
mannsdóttir, hús-
freyja, f. 23.1.
1891, d. 4.2. 1972,
og Þorsteinn
Ágústsson, hús-
gagnasmiður í Reykjavík, f.
8.10. 1874, d. 24.10. 1938.
Hermann var fjórði af sex
systkinum, og lifði hann þau öll.
Systkini Hermanns: Torfi, f.
1915, d. 1975, Guðrún, f. 1917,
d. 1998, Áslaug,f. 1919, d. 1995,
Ágúst, f. 1925, d. 2004, og Erla,
f. 1927, d. 2007.
Hermann starfaði hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
elsta félags á Íslandi, ásamt þá-
verandi biskupi Íslands, hr. Sig-
urbirni Einarssyni, og Ólafi
Ólafssyni, kristniboða, en starf-
semi Biblíufélagsins hafði þá
legið niðri um árabil.
Eitt helsta hugðarefni Her-
manns var bygging Hallgríms-
kirkju, en hann tók sæti í sókn-
arnefnd kirkjunnar árið 1960,
og tók við forstöðu fram-
kvæmdanna árið 1965. Her-
mann fór á eftirlaun 1985 og
nýtti þá starfskrafta sína sem
ólaunaður byggingarstjóri Hall-
grímskirkju, þar til kirkjan var
vígð, 26. október 1986.
Hermann var tvígiftur. Fyrri
kona hans var Ingibjörg (Inga)
Magnúsdóttir, f. 28.2. 1921, d.
19. 9. 1993. Hermann og Inga
voru barnlaus. Eftirlifandi eig-
inkona Hermanns er Helga
Rakel Stefnisdóttir; dætur
hennar og stjúpdætur Her-
manns eru Steinunn Sara, f.
1990, læknanemi í Álaborg, og
María, f. 1992, stúdent.
Útför Hermanns fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 22. maí
2014, og hefst athöfnin kl. 15.
í hálfa öld, eða frá
14. afmælisdegi
sínum árið 1935 til
sama dags árið
1985. Hann gegndi
ýmsum störfum
fyrir Sambandið og
var um árabil á
þess vegum í Kaup-
mannahöfn. Seinni
hluta starfs-
ævinnar veitti hann
forstöðu Lífeyr-
issjóði SÍS.
Hermann var virkur í fé-
lagsstörfum. Hann starfaði í
KFUM og var einn af stofn-
endum Gideonfélagsins á Ís-
landi. Hann var ólaunaður
framkvæmdastjóri Hins ís-
lenska biblíufélags frá 1965 til
ársins 1990 og kom að útgáfu
Biblíunnar 1981. Hermann vann
að endurreisn og eflingu þessa
Nú fer þeim einstaklingum ört
fækkandi sem þekktu æskulýðs-
leiðtogann sr. Friðrik Friðriks-
son persónulega. Þeir einstak-
lingar sem þekktu hann þannig,
voru gjarnan kallaðir drengirnir
hans sr. Friðriks. Einn þessara
drengja var Hermann Þorsteins-
son, sem við kveðjum nú í dag.
Hermann var sannarlega einn af
drengjunum hans sr. Friðriks og
gott betur en það, því að hann var
einnig fóstraður undir handar-
jaðri dr. Sigurbjörns Einarsson-
ar biskups. Með slíkan heiman-
mund hlaut einstaklingurinn sem
þessa naut, að verða stór og at-
kvæðamikil persóna. Þar stóð
Hermann heldur betur undir
nafni er hann lét vel til sín taka í
kristilega geiranum, auk þess að
gegna ábyrgðarmiklum störfum
sem framkvæmdastjóri lífeyris-
sjóðs SÍS. Hann var byggingar-
stjóri Hallgrímskirkju í áratugi
og vann hann þar fáheyrt þrek-
virki sem seint verður þakkað
eða metið sem skyldi. Ungur til-
einkaði Hermann sér orð sr.
Friðriks og lifði samkvæmt þeim,
en þar segir;
Vertu fús bæði og frár
til að framkvæma allt,
sem þú finnur, að rétt styður mál;
láttu æskunnar ár
verða ævinnar salt,
svo að aldregi sljóvgist þín sál.
Hermann var alltaf tilbúinn að
leggja lið í kristilega starfinu og
þar munaði sannarlega um fram-
lag hans. Gildir þar einu hvort
um málefni hins Íslenska Biblíu-
félags var að ræða, Gídeonstarf-
ið, starf KFUM og K eða starf
Kristniboðssambandsins.
Ekki stóð hann þó einn síns
liðs, heldur átti einstaka gæða-
konu sér við hlið og lífsförunaut,
hana Ingibjörgu Magnúsdóttur.
Hún tók þátt í starfi hans og
studdi hann með ráðum og dáð,
sem best og mest hún kunni, allt-
af þó til hlés. Augljóst er að ekki
hefði Hermann komið því í gegn
og leitt til lykta þau mörgu mál
sem honum auðnaðist að gera, ef
Ingu hefði ekki notið við. Hún
kvaddi þennan heim 1993. Her-
mann kynntist og kvæntist mætri
konu, Helgu Rakel Stefnisdóttur,
nokkru síðar og gekk tveim dætr-
um hennar í föðurstað, enda þær
þrjár honum mjög kærar. Þær
reyndust líka Hermanni fádæma
vel allt þar til yfir lauk og ber að
þakka það.
Hermann átti einlæga og
barnslega trú á frelsarann Jesú
Krist og fól honum líf sitt og
sinna. Hann var auðnumaður í lífi
og starfi, bæði á andlega sviðinu
og hinu veraldlega.
Vil að lokum kveðja vin minn
Hermann Þorsteinsson í virðingu
og þökk. Blessuð sé og veri minn-
ing hans.
Bjarni Árnason.
Með fáeinum orðum vil ég
kveðja merkan nágranna minn,
öðlinginn Hermann Þorsteins-
son, sem fallinn er í valinn að leið-
arlokum langrar og farsællar
ævi. Hermann var vörpulegur á
velli og hélt sér teinréttum fram
á síðustu misseri er heilsan dapr-
aðist og dró úr honum þróttinn. Í
allmörg ár höfum við átt heima í
sama fjölbýlishúsinu, dálitlu
þorpi mannlífs fjörutíu fjöl-
skyldna. Aldrei hittumst við svo á
förnum vegi innan eða utan húss-
ins að við skiptumst ekki á nokkr-
um setningum. Margt gat borið á
góma sem fréttnæmt var þá
stundina í þjóðfélaginu. Langoft-
ast ræddum við þó duttlunga veð-
ursins sem löngum er umræðu-
efni þjóðar á úthafseyju í
alfaraleið gustmikilla lægða í loft-
hjúpnum. Hermann var veður-
glöggur og minnugur á fyrri at-
burði og söguleg veður.
En mjög oft er við spjölluðum
komu upp í huga hans ánægju-
legar minningar frá fyrri tíð um
náin samskipti hans við föður
minn, sr. Jakob Jónsson, dr.the-
ol., sem var sóknarprestur í Hall-
grímssókn lengur en nokkur ann-
ar, frá 1940 til 1974. Var faðir
minn síðan mjög tengdur Hall-
grímskirkju í Reykjavík til
dauðadags 1989 og þannig náinn
sókn og kirkju um hálfrar aldar
skeið. Hermann Þorsteinsson var
kempan sem um árabil hafði um-
sjón með byggingu Hallgríms-
kirkju, atorkusamur og úrræða-
góður. Hann og faðir minn áttu
því að vonum margvísleg sam-
skipti og samráð þótt vinna
þeirra væri að vísu á ólíku sviði.
Má segja að þeir Hermann og
faðir minn og aðrir sem lögðu
hönd á plóg hafi gengið saman
gegnum súrt og sætt. Það tók 40
ár að reisa Hallgrímskirkju líkt
og Péturskirkjuna í Róm og á
ýmsu gekk við fjáröflun og annað
í framvindunni.
Ómetanlegu Grettistaki Her-
manns við að drífa byggingu
Hallgrímskirkju upp verður lýst í
væntanlegri sögu Hallgríms-
kirkju eftir dr. Sigurð Pálsson,
fyrrum sóknarprest í Hallgríms-
kirkju. Hér verður því ekki fjöl-
yrt um seiglu Hermanns og af-
rek. Á kveðjustund minnist ég
fremur með þökk í huga hversu
góðorður Hermann var til for-
eldra minna og ennfremur minna
eigin persónulegra kynna við
Hermann frá því við urðum ná-
grannar hér í Espigerði 2. Við Jó-
hanna konan mín vottum okkar
góðu nágrönnum, Helgu Rakel,
Steinunni Söru og Maríu, samúð
okkar í söknuði þeirra. Blessuð
sé minning Hermanns Þorsteins-
sonar.
Þór Jakobsson.
Leiðir okkar Hermanns lágu
saman á Þórsgötunni, þar sem
fjölskylda mín bjó á númer fjögur
en hann og Inga á níu. Leiðir
þeirra og foreldra minna höfðu
lengi legið saman í kristilega
starfinu á vettvangi KFUM og
KFUK, Kristniboðssambandsins
og Bjarma. Sjálfur sótti ég ásamt
systkinum mínum sunnudaga-
skóla KFUM við Amtmannsstíg
þar sem Hermann var einn af
kennurum skólans. Eftir samver-
urnar á sunnudagsmorgnum
fengum við að sitja í hjá Her-
manni upp á Þórsgötu en yfirleitt
fór hann með okkur í yfirfullum
bílnum í vænan bíltúr út í Naut-
hólsvík, upp að Hallgrímskirkju
sem var í byggingu eða eitthvað
annað.
Hermann kynntist ungur
starfi KFUM og minntist ávallt
með þakklæti fyrsta fundar síns
þar sem hann fékk blóðnasir en
séra Friðrik sjálfur annaðist
hann af nærgætni og kærleika.
Straumhvörf urðu í lífi hans er
hann sótti almennt mót í Hraun-
gerði á vegum Bjarma sumarið
1939 ekki síst vegna prédikunar
sem séra Friðrik flutti við það
tækifæri.
Hermanni kynntist ég betur
og reyndar tengdist fjölskyldan
honum og Ingu með nýjum hætti
á háskólaárum mínum þegar ég
gerðist starfsmaður Biblíufélags-
ins í afgreiðslu þess í Guðbrands-
stofu. Eftir að við hjónin fluttum
til Keníu sem kristniboðar héldu
Inga og Hermann sambandinu af
einstakri trúfesti og vikulegum
fréttabréfum um menn og mál-
efni á Íslandi. Gjarnan fylgdu
með ljósrit eða úrklippur af ýmsu
merku sem hér gerðist. Þau
heimsóttu okkur til Chepareria í
nóvember 1983 þar sem þau
kynntust starfi okkar á vettvangi
með eigin augum og voru við-
stödd skírn nafna síns. Þau
studdu kristniboðsstarfið með
fyrirbænum og gjöfum og fyrir
það vil ég sérstaklega þakka.
Af ýmsum ástæðum dró úr
tengslum okkar við Hermann eft-
ir andlát Ingu en án Ingu hefði
Hermann aldrei getað gert allt
það sem hann gerði. Hún átti
traust hans og hjarta og gat þar
með leiðbeint honum ef með
þurfti. Hún sat með honum tím-
unum saman yfir tölum og bók-
haldi og í fjölmörgum öðrum
verkefnum.
Hermann tók, fyrir atbeina
Ólafs Ólafssonar, við Biblíufélag-
inu og tómum kassa á sínum
tíma. Sinnti hann því í áratugi og
byggði upp félagið á hægan og
öruggan hátt sem ólaunaður
framkvæmdastjóri. Eins var
Hermann formaður byggingar-
nefndar og sóknarnefndar Hall-
grímskirkju í áraraðir og hætti
ekki fyrr en byggingin stóð tilbú-
in. Hermann hafði ákveðnar
skoðanir og vissi hvernig hann
vildi hafa hlutina. Það reyndist
ekki alltaf einfalt í samstarfi við
aðra en sínu skilaði hann á sinn
hátt, um það bera verkin vitni.
Það var mikið lán fyrir Her-
mann, eftir fráfall Ingu, að hann
kynntist, einnig á Þórsgötunni,
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Helgu Rakel og stjúpdætrum
sínum, Steinunni og Maríu. Her-
manni leið vel í faðmi fjölskyld-
unnar enda elskaður og naut
umönnunar þeirra allra. Drottinn
blessi ykkur í sorg og söknuði.
Megi Drottinn, sem fyrirgefur
misgjörðir okkar, leysa líf okkar
frá gröfinni og krýna okkur náð
og miskunn er lífi okkar lýkur.
Ragnar Gunnarsson.
Það fór þytur um loftið, 1948,
þegar börnin í Skólavörðuholtinu
fengu þær fréttir að nú væri búið
að opna nýja kirkju hjá styttu
Leifs Eiríkssonar. Nú þyrfti ekki
að hlaupa „alla leið“ niður í Dóm-
kirkju til að komast í barnaguðs-
þjónustu, eins og það hét þá. En
þetta var bara kórkjallari verð-
andi Hallgrímskirkju, sem dugði
reyndar býsna vel sem kirkja
safnaðarins í rúman aldarfjórð-
ung. Eftir opnun kórkjallarans
gerðist allt ósköp hægt. En um
1960, þegar tæplega fertugur
maður, Hermann Þorsteinsson,
gaf kost á sér í sóknarnefnd Hall-
grímssóknar, heyrðist nýr tónn á
fundum. Við skulum halda áfram
verkinu. Blásum í seglin, söfnum
liði, gefumst ekki upp. Hallgríms-
kirkja verður stórkostleg bygg-
ing, guðshús, vegleg og rúmgóð,
fögur og tignarleg. Þessi nýi andi
hleypti smátt og smátt miklum
þrótti í byggingarmálin. Braggar
setuliðsins hurfu úr Holtinu og
sökkullinn í kirkjuskipinu færðist
eftir geislabandi morgunsólar-
innar vestar og vestar. Þrátt fyrir
úrtölur, rex og jafnvel skammir,
fengu raddir framsýni og upp-
byggingar æ meira svigrúm í
hinni opinberu umræðu. Fólk
sameinaðist um hinn mikla helgi-
dóm. Hermann hafði ekki hátt, en
þrekmikið verklag hans, seigla,
starfsþol, útsjónarsemi og leiftr-
andi hugsjón efldu samtakamátt-
inn og turninn hækkaði og hækk-
aði. Það var virðuleg og
tilkomumikil stund, þegar Her-
mann afhenti, þáverandi forseta
Íslands Kristjáni Eldjárn, horn-
stein kirkjunnar, til að leggja á
sinn stað undir blessunarorðum
biskups, Hr. Sigurbjörns. Þá var
suðursalur kirkjunnar vígður til
afnota fyrir söfnuðinn, en þetta
var 1974. Næstu skref urðu stór
og 1986, var Hallgrímskirkja vax-
in í fulla stærð og Guði helguð í
nafni Drottins Jesú. Nafn Hall-
gríms Péturssonar og bænir hans
hafði hún fengið að tannfé. Þjóð-
arhelgidómur.
Nafn Hermanns Þorsteinsson-
ar er nátengt byggingarsögu
Hallgrímskirkju. Sístarfandi
hugur hans, óteljandi viðvik,
samtöl, ráðstafanir, samningar,
fundir, ákvarðanir og sterkur
vilji til verka, vógu þungt í þessu
mikla samræmda átaki lands-
manna. Sem formaður sóknar-
nefndar og forstöðumaður bygg-
ingaframkvæmdanna varð hann
að leysa úr ótal vandamálum og
hafa þá framsýni til að bera sem
stóðst mat samtíðar og reyndist
síðan vel í framtíðinni. Þar fór
hann farsælan veg, skarpur,
harðduglegur, iðjusamur og fórn-
fús á tíma sinn og þrek.
Hann náði háum aldri. Hann
var glæsilegur á velli. Stóð upp úr
meðalmennskunni. Hann var
mikill kirkjusmiður. Vissi vel að
hið eiginlega hús Guðs var reist á
þremur dögum og ekki með
höndum gert.
Við þökkum trúfesti Her-
manns og fórnarlund. Við þökk-
um eiginkonu hans, Helgu Rakel,
samfylgdina og biðjum henni
blessunar Guðs og fjölskyldunni
allri. Kærleikur Guðs í nafni
Drottins Jesú kalli Hermann
Þorsteinsson til eilífs lífs og frið-
ar.
Fyrir hönd presta og starfs-
fólks Hallgrímskirkju,
Birgir Ásgeirsson.
Ég heyrði fyrst af Hermanni
Þorsteinssyni þegar hann var
forstöðumaður byggingarfram-
kvæmda við Hallgrímskirkju.
Þar fór eljumaður sem var
óþreytandi að vinna málefnum
kirkjunnar framgang. Frá þeim
tíma var hann jafnframt fram-
kvæmdastjóri Hins íslenska bibl-
íufélags í aldarfjórðung og lagði
þar mikið starf af mörkum við
dreifingu og útbreiðslu biblíunn-
ar. Ungur að árum var Hermann
einn af stofnfélögum Gídeon-
félagsins á Íslandi árið 1945.
Hann sá í félaginu mikilvægan
vettvang til að koma Nýja testa-
mentinu á framfæri við unga og
aldna og treysta stoðir kristin-
dóms í landinu. Sjálfur kynntist
ég Hermanni persónulega þegar
ég gekk í félagið um síðustu alda-
mót. Við vorum í sömu starfs-
deildinni, vesturdeild Reykjavík-
ur. Hermann sótti fundi af
samviskusemi og ljóst var að mál-
efni kristindóms í landinu brunnu
á honum.
Hann var ekki bara í ánægju-
legum félagskap í Gídeonfélaginu
heldur átti hann þar brýnt erindi
við aðra félagsmenn og raunar
þjóðina alla um sitt hjartans mál.
Kom hann oft á fundi með mik-
ilvægar tillögur ábendingar og
fræðsluefni um stöðu mála. Lagði
hann áherslu á að ekki dygði að
Biblían eða einstök rit hennar
væru til staðar á heimilum eða
stofnunum heldur yrði að vinna
að því að einstaklingar læsu ritn-
inguna og kynntust boðskap
hennar. Fyrir hönd Gídeon-
félagsins á Íslandi vil ég að leið-
arlokum senda eiginkonu og fóst-
urdætrum Hermanns innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Hermanns Þorsteins-
sonar.
Rúnar Vilhjálmsson
Látinn er Hermann Þorsteins-
son, fyrrum foringi okkar Hólm-
verja og KFUM-skáta.
Það var um miðjan ágúst 1953
sem við Hólmverjarnir 46 sigld-
um með flaggskipinu Gullfossi á
þriðja farrými áleiðis til Dan-
merkur á stórmót. Kári blés með
10 vindstigum (gömlum) og Ægir
var all-úfinn, fyrstu sólarhring-
ana, við sjóveiku strákana í
hengikojunum. En veðrið og mat-
arlystin batnaði og við nutum
þess í góðum byr að sigla áfram
til Kaupmannahafnar. Mættum
svo heilu og höldnu á stórmót
margra þjóða við Bygholmshöll
við Horsens og bjuggum þar í 20
tjöldum. Þetta var dýrðleg vika
við íþróttir, leiki, söng, varðelda
og hugvekju foringjans á kvöldin.
Ég átti því síðar að fagna að
endurnýja kynnin við Hermann á
öðrum vettvangi. Enn seinna
lágu svo leiðir okkar saman í
sundleikfimi. Þar rifjaði hann
stundum upp eftirminnilegar
stundir í ferðinni, m.a. þegar
brosmildur Friðrik IX heimsótti
tjaldbúðirnar og Hólmverjafor-
ingi og Danakóngur gerðu liðs-
könnun og færðar voru gjafir.
Stundum kynnist maður gegn-
heilum mönnum sem verða hug-
stæðir. Hermann var slíkur og
góður fulltrúi kristninnar í orði
og æði.
Ég votta fjölskyldu Hermanns
innilega samúð mína. Blessuð sé
minning hans.
Örnólfur Hall.
Séra Friðrik stóð á sextugu og
Hermann var 8 ára þegar þeir
kynntust. Það var í KFUM á
Amtmannsstíg. Stóri salurinn
var fullur af drengjum og Her-
mann var mættur í fyrsta sinn.
Hann sat í miðjum sal og séra
Friðrik stóð í pontu þegar Her-
mann fékk óvæntar fossandi
blóðnasir. Friðrik brást fljótt við
og fór með hann í lítið herbergi
sem var fyrir framan salinn.
Friðrik stöðvaði blóðrennslið, og
þeir töluðu svolítið saman, svo
rétti séra Friðrik Hermanni
höndina og sagði að héðan í frá
skyldu þeir vera vinir. Æskuárin
í KFUM urðu ævisalt unga
mannsins og víst er að hann
drakk í sig kristna menningu.
Hermann var fullur af lifandi
kristinni trú og miðlaði henni alla
tíð, bæði beint og óbeint. Vinátta
hans við séra Friðrik bar ríkan
ávöxt.
Hermann Þorsteinsson stóð
framarlega í hópi þeirra sem
komu að byggingu Friðrikska-
pellu við Hlíðarenda. Skömmu
eftir vígslu kapellunnar, í maí
1993, hófust þar kyrrðarstundir í
hádegi á mánudögum og þar
kynntist ég honum. Í meira en 20
ár hafa verið kyrrðarstundir á
mánudögum. Hermann tók þátt í
þeim frá upphafi, lét sig aldrei
vanta. Vinur hans, og okkar allra,
Árni Sigurjónsson, kom líka með-
an hann lifði og lék á hljóðfærið.
Báðir höfðu verið handgengnir
séra Friðriki. Hermann var
lengstum elstur þeirra sem sóttu
kyrrðarstundir og mætti manna
best. Hann gaf samveru okkar
visst andrúm og fyllingu. Her-
mann miðlaði vísdómi séra Frið-
riks og brúaði persónu hans til
þeirra sem aldrei sáu hann.
Og nú er hann genginn, þessi
styrki og stöðugi drengur.
„Drengir eru góðir menn og
batnandi“ sögðu forfeðurnir. Hjá
þeim hefði Hermann án efa feng-
ið umsögnina „drengur góður“.
Séra Friðrik lagði út frá þessum
orðum þannig: „Drengi nefndu
forðum fróðir, frjálsa menn, er
reyndust góðir og af gæðum uxu
og dáð …“
Hermann var á tíræðisaldri
þegar hann dó, elstur í hópi
æskuvina. Ég þekkti suma þeirra
og þeir báru honum fagurt vitni.
Hann var kominn á eftirlaun þeg-
ar við kynntumst og Inga hans
dáin.
Ég hef margt heyrt um þátt
Hermanns í byggingu Hallgríms-
kirkju, endurreisn Hins íslenska
Biblíufélags og á vettvangi Gí-
deonfélagsins. Ég sá þá Árna við
skráningu gagna í Friðriksstofu.
Ég má auðvitað ekki bera um
annað en ég hef vitnað, en votta
aðdáun mína á lífshlaupi Her-
manns og segi óhikað að með
honum sé genginn leikmaður sem
með huga og hendi vann fádæma
lífsverk fyrir kristna trú og
kirkju landsins.
Kapellu- og kyrrðarstundavin-
ir kveðja kæran vin og votta sam-
úð ekkju Hermanns, Helgu Rak-
el, og dætrum hennar og
stjúpdætrum hans; Steinunni
Söru og Maríu.
Þorsteinn Haraldsson.
Hermann
Þorsteinsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN INGÓLFSDÓTTIR
kennari,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður Melabraut 4,
Seltjarnarnesi,
lést sunnudaginn 18. maí.
Hún verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju
mánudaginn 2. júní kl. 13.00.
Hjördís Þorgeirsdóttir, Broddi Þorsteinsson,
Sigrún Þorgeirsdóttir, Ari Páll Kristinsson,
Stefanía Þorgeirsdóttir, Karl Blöndal,
barnabörn og barnabarnabörn.