Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 36

Morgunblaðið - 22.05.2014, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014 Smáauglýsingar Gisting Hótel Sandafell, Þingeyri auglýsir Gisting og matur. Erum með 2ja herb. orlofsíbúð til leigu. Verið velkomin. Hótel Sandafell Sími 456 1600. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ Vandaðir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 5.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. 3 ALVEG FRÁBÆRIR Teg.21323 – haldgóður í CD skálum á kr. 5.800, buxur við á kr. 1.995. Teg.11478 – fást í hvítu og þessum í CD skálum á kr. 5.800, buxur við á kr. 1.995. Teg. 902418 – mjúkur og yndislegur í B,C,D skálum á kr. 5.800, buxur við á kr. 1.995. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.–föst. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Bílar Mercury Turnpike cruiser 1957 er til sölu, nýupptekin vél, skipting og fl. nýtt í honum. S. 820 1974, gudmundur74@mail.com SUZUKI GRAND VITARA árg. 2006 Ekinn 126.000 km, bensín, sjálf- skiptur, dráttarkúla. Mikið yfirfarinn. Tilboð 1390 þús. Uppl. í síma 669 1170. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is FIMMTUDAGUR 3 0. ÁGÚST 2012 VIÐSKIPTABLA Ð Ingibjörg Þorvalds- dóttir er fjarska glöð á bak við búðarborðið Aftur búin að kaupa Oasis 8 Liv hjá Nova segir an n- að umhverfi mæta konum nú en fyrir 20 árum Er vel tekið á móti konum? 9Perunni skipt út í Evr- ópu fyrir sparperu nú um mán- aðamótin. Glóðarperunni verður útrýmt 4 Fyrir réttri viku birt ist hér í Viðskiptabla ði Morgunblaðsins myn d sem sýndi indversk a bankastarfsmenn í t veggja daga allsherj ar- verkfalli. Í texta með myndinni kom fram að indverskir bankastar fsmenn væru ein mil ljón talsins. Þeir voru að mótmæla fyrirhugað ri hagræðingu í indver ska bankakerfinu, ve gna ótta um atvinnumiss i. Þegar til þess er liti ð að Indverjar eru um 1,2 milljarðar talsins er ein milljón bankasta rfs- manna ekki svo há ta la, því það jafngildir því að tólf starfsmenn þ jónusti hverja milljón viðskiptavina. Starfsmenn fjármá lafyrirtækja hér á lan di eru eitthvað innan v ið fjögur þúsund tals ins og Íslendingar eru 3 20 þúsund og gæti þ ví látið nærri að hver ís lenskur bankastarfs - maður þjónustaði ve l innan við 100 ein- staklinga. Þessi samanburður kom upp í hugann vi ð lestur á stóráhugave rðu viðtali við Frosta Sigurjónsson, viðski pta- og rekstrarhag- fræðing, sem birtist í miðopnu Viðskipta - blaðs Morgunblaðsin s í dag, þar sem Fros ti segir m.a. að líklega þurfi að fækka bank a- starfsmönnum hér u m helming. Skoðun Stærð íslenska bankakerfisins Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Mætti minnka bankakerfið um helming? on s extir á verðtrygg ðum num Lífeyrissjóð s ríkisins (LSR) ha fa í ði verið umtalsve rt u vaxtakjör sem s jóðs- u kynnt sem viðm ið n á lántöku hjá sj óðn- ir Már Wolfgang álafræðingur og kenn- kólann í Reykjav ík, en í Morgunblaðsins í gær n á að LSR fylgi ekki m viðmiðum, sem áður m á vefsíðu sjóðs ins, að r vextir yrðu end urskoð- gja mánaða frest i með f ávöxtunarkröfu íbúða- ali við Morgunbla ðið r telja að það sé „ for- stur“ að sjóðurin n hafi breytt þeim viðm iðum breytilegir vextir séu ðir. „Miðað við fo rsendur R veitti varðandi slík lán,“ Már á, „er verið a ð rukka stnað sem má áæ tla að sé í m 0,85 prósentur umfram egar forsendur,“ og vísar ss að meðalvextir íbúða- dag eru ríflega 2% . LSR lækkaði síðast br eytilega vexti sjóðsins úr 3,9% 3,6% hinn 1. aprí l síðastliðinn. Hindrar ekki vaxt alækkun Haukur Hafstein sson, fram- kvæmdastjóri LS R, segir í samtali við Morgunblaðið ekki hægt að tala um forsendu brest í þessu samhengi. „Brey tilegir vextir eru háðir ákvörðun s tjórnar eins og kemur skýrt fram í skilmálum skuldabréfanna. Við ákvörðun sína tekur stjórn mið af markaðs- aðstæðum hverju sinni. Þær geta breyst og eins þa u viðmið sem litið er til,“ segir Hau kur. Hann bætir því við að enn í da g sé ávöxt- unarkrafan á íbú ðabréfamarkaði einn af þeim þátt um sem horft er til, en auk þess sé litið til þeirra vaxtakjara sem a ðrir aðilar á markaði – banka r, Íbúðalánasjóð- ur og lífeyrissjóð ir – bjóði upp á. Már segir hins ve gar að svo virðist sem að sú 3,5% raunávöxt- unarkrafa, sem lí feyrissjóðunum er gert að standa undir, sé þess valdandi að sjóðir nir eru ekki reiðubúnir að læk ka vexti á lánum sjóðsfélaga í sam ræmi við lægri ávöxtunarkröfu á íbúðabréfa- markaði. Haukur hafnar því að þetta sé ein skýri ng á því að vext- irnir séu ekki læk kaðir. „Við höf- um til að mynda v erið að kaupa skuldabréf með r íkisábyrgð með lægri ávöxtunark röfu. Þetta er því alls ekki hindrun fyrir því að við getum lækkað ve xtina frekar.“ Það vekur þó ath ygli að breytilegir vextir á lánum hjá Líf- eyrissjóði verslun armanna (LIVE), sem stóð u í 3,13% í þess- um mánuði, fylgj a þróun ávöxt- unarkröfu á mark aði og eru ávallt 0,75 prósentum h ærri en með- alávöxtun í flokki íbúðabréfa til 30 ára. Miklir hagsm unir eru í því húfi fyrir einstak ling eftir því hvort hann er me ð lán á breyti- legum vöxtum hj á LSR eða LIVE . „Samkvæmt laus legri áætlun,“ segir Már, „þá ha fa vextir á lánum LIVE verið að m eðaltali um 0,6 prósentum lægri síðustu sex mán- uði borið saman v ið vexti á lánum hjá LSR.“ Sjóðsf élagi LIVE, með 20 milljóna króna lán, greiðir því í dag 120 þúsund k rónum minna í vaxtakostnað á á rsgrundvelli held - ur en sjóðsfélagi LSR með sam- bærilegt lán. kar LSR um vaxta okur SR hafa breytt vaxtav iðmiðum einhliða  Bre ytilegir vextir ættu að vera mun lægri sé tek ið mið narkröfu íbúðabréfa  F ramkvæmdastjóri LSR hafnar því að um fors endubrest sé að ræða                                  !"#$ % & '      ()  * !"&!$     * !$ + %   ,  &-/ %0 *                            OYSTER PERPE TUAL GMT-MAS TER II     Göngum hreint til verks! Íslandsbanki | Kirk jusandi | 155 Reykj avík | Sími 440 49 00 | vib@vib.is | w ww.vib.is VÍB er eignastýringa rþjónusta Íslandsba nka Eignastýring fyrir all a Í Eignasöfnum Ísland ssjóða er áhættu drei ft á milli eignaflokka og hafa sérfræðingar VÍB frum kvæði að breytingum á eignasöfnunum þeg ar aðstæður breytast. Einföld og g óð leið til uppbyggin gar á reglubundnum sparnaði. Í boði eru tvær leiðir: Eignasafn og Eignasaf n – Ríki og sjóðir Þú færð nánari upplý singar á www.vib.is e ða hjá ráðgjöfum VÍB í síma 440 4900 Aukablað um viðskipti fylgir Morgun- blaðinu alla fimmtudaga ✝ Ásta SigurlaugJónsdóttir fæddist á Sæbóli í Aðalvík 4. október 1922. Hún lést á Akureyri 10. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin El- inóra Guðbjarts- dóttir, f. 1898, d. 1971, frá Hesteyri í Sléttuhreppi, og Jón Sigfús Hermannsson, f. 1894, d. 1991, bóndi og sjómaður á Sæbóli og Læk í Aðalvík. Systkini Ástu: Hermann, f. 1919, d. 1989, Ásgeir Guðmundur Helgi, f. 1920, d. 2010, Bæring Gunnar, f. 1924, Sigurður Ingv- ar, f. 1927, Guðrún, f. 1929, Jó- hannes Páll, f. 1930, d. 2008, Sól- veig Guðmunda, f. 1932, d. 2002, og Inga Jóhanna, f. 1934. Ásta var alin upp hjá föð- ursystur sinni, Guðrúnu Elínu Hermannsdóttur, f. 1882, d. 1939, og manni hennar, Abra- ham Jónasyni, f. 1871, d. 1964. Þau bjuggu á Læk í Aðalvík. Fóstursystkini Ástu: Elín Sig- urðardóttir, f. 1907, d. 1995, Óli Friðriksson, f. 1914, d. 1942, og Sigurður Markússon, f. 1927. Hinn 21. júní 1943 giftist Ásta Sigurði Björgvin Svanbergs- syni, vatnsveitustjóra á Ak- Stefanía Karen. b) Sigurður Ar- on og c) Viktor. Ásta ólst upp á Læk í Aðalvík og frá unga aldri hjá fósturfor- eldrunum Guðrúnu Elínu og Abraham. Foreldrar hennar og systkini bjuggu á Sæbóli skammt frá og var ætíð kær- leiksríkur strengur á milli þeirra allra í þessu þrönga og harðbýla samfélagi. Eftir lát fósturmóður sinnar 1939 flutti hún frá Aðalvík, þá 17 ára. Hún dvaldi um tíma hjá fóstursystur sinni Elínu og hennar fjölskyldu á Siglufirði en flutti síðan til Ak- ureyrar 1941. Hún var dugleg að bjarga sér og var eftirsótt í störf sem tengdust matargerð og heimilishaldi þeirra tíma. Meðal annars starfaði hún á matsölustaðnum Skjaldborg. Eftir að Ásta og Sigurður stofn- uðu heimili á Akureyri byggðu þau fljótlega hús í Bjarkarstíg og síðar við Eyrarlandsveg. Ævistarf Ástu var fyrst og fremst tengt heimilinu, eig- inmanni og börnum. Hún ann- aðist börn sín og heimili af mikl- um myndarskap og hlýju. Hún starfaði í nokkur ár sem dag- móðir og síðar sem matráðs- kona í mötuneyti Vatnsveitu Ak- ureyrar. Ásta var einstaklega tónelsk, kunni ógrynni af ætt- jarðarlögum, hlustaði á tónlist og sótti tónleika. Sigurður söng með karlakórnum Geysi áratug- um saman og tók Ásta virkan þátt í starfi kvenfélags kórsins. Útför Ástu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 22. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. ureyri, f. 16. júlí 1920, d. 24. mars 2010. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurðardóttir, f. 1899, d. 1926, og Svanberg Sig- urgeirsson, bóndi í Lögmannshlíð og síðar vatns- veitustjóri á Ak- ureyri, f. 1887, d. 1961. Ásta og Sigurður eignuðust fjögur börn. 1) Guðrún Elín, f. 1943. Sonur hennar er Einar Guðni Valentine, dóttir hans er Guðrún Ásta. 2) Smári Svan- berg, f. 1947, maki Nanna K. Sigurðardóttir, f. 1947. Synir þeirra eru a) Hannes Þór, maki Brynja Vífilsdóttir. Dóttir þeirra er Magdalena. Fyrir átti Brynja dótturina Mýrúnu. Börn Hannesar fyrr eru Nanna Katr- ín, Jón Bragi, Hanna María og fósturdóttir Sigurbjörg Nanna. b) Sigurður Víðir, maki Lisa S. Kofink. 3) Hrafn Óli, f. 1956, maki David N. Ekström, f. 1950. Synir Hrafns Óla fyrr eru a) Gunnar Ingi b) Stefán Oddur. 4) Sigurður Arnar, f. 1964, maki Harpa Gunnarsdóttir, f.1965. Börn þeirra eru a) Ásta, maki Jón Eggert Hallsson, börn þeirra eru Sigurður Sölvi og Mig langar til að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar, Ástu Sigurlaugar Jónsdóttur. Ástu kynntist ég fyrir 34 árum þegar ég var tæplega 15 ára gömul og kynntist eiginmanni mínum Sig- urði Arnari, yngsta syni Ástu og Sigurðar. Yndislegri tengdafor- eldra er varla hægt að hugsa sér og þau hjónin tóku mér opnum örmum frá fyrsta degi og sýndu mér alla tíð mikla hlýju, umhyggju og væntumþykju. Ásta tengda- mamma var mjög myndarleg kona með dökkbrún augu, falleg- an húðlit og fallegt bros. Hún var einstaklega hjartahlý og góð kona, róleg, yfirveguð og með mikið jafnaðargeð, en alltaf var samt stutt í fallega brosið hjá henni. Ásta var skipulögð í vinnubrögð- um og vann verkin sín jafnt og þétt og aldrei með neinum asa og aldrei fannst manni hún vera að flýta sér, hún virtist alltaf hafa nægan tíma fyrir alla sem er ein- stakur hæfileiki. Þegar elsta dótt- ir okkar fæddist kom aldrei neitt annað til greina en að skíra hana Ástu og ég held að það hafi glatt tengdamömmu mikið að eignast nöfnu. Þar sem við vorum enn ung að árum og bjuggum á Eyrar- landsveginum hjá Ástu og Sigurði þegar Ásta litla fæddist var hún óneitanlega mikið hjá ömmu sinni og þær nöfnur urðu mjög nánar og milli þeirra myndaðist sterkur strengur. Ásta var einstaklega natin við börn og þau löðuðust mjög auðveldlega að henni og hún gaf sér alltaf tíma til að leika við þau og söng þá gjarnan fyrir þau ýmis lög og vísur. Hún kenndi nöfnu sinni ógrynni af söngvum og vísum sem hún kann enn í dag og miðlar áfram til sinna barna. Ásta var mjög góður kokkur og langt á undan sinni samtíð hvað varðar heilsusamlegt mataræði, hún not- aði alltaf ferskt salat með mat sem tíðkaðist ekki í þá daga og í bakst- ur notaði hún gróft mjöl í stað hvíts hveitis hvort sem um var að ræða sætabrauð eða matarbrauð. Ásta kenndi mér mikið í matar- gerð og enn þann dag í dag nota ég uppskriftir frá henni sem enn eru í fullu gildi. Elsku Ásta, ég þakka þér fyrir samveruna sem aldrei féll skuggi á í gegnum öll þessi ár. Einnig þakka ég fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin því með þinni hjálp og stuðningi gátum við haldið áfram okkar striki sem lagði grunn að framtíð okkar og barnanna okkar. Megir þú hvíla í friði, elsku Ásta mín, og minning þín lifir áfram í hjörtum okkar. Harpa Gunnarsdóttir. Þegar gylla grund og fjöll, geislar röðuls fríða. Ásta hleypur út um völl á æsku vori blíða. Hún er létt og hýr á kinn, hleypur sprett á grundum. Fljót með netta fótinn sinn, Fremur glettin, stundum. (A.J) Vísurnar um Ástu orti Abra- ham, fósturfaðir hennar í víkinni einu sönnu, Aðalvík. Í þeim er ofin náttúrustemning þar sem staldrað er við um stund og augnablikið fangað í orð. Lítil stúlka hleypur við fót og sólin skín. Það er auðvelt að sjá Ástu fyrir sér í þessari myndlíkingu fóstra síns. Þetta ljúfa, stelpulega og fallega viðmót bar hún með sér alla tíð. Fóstri Ástu var liðtækur vísnamaður á sinni tíð. Kom það oft í ljós síðar að Ásta var alin upp við þessa hefð. Hún hafði mjög gaman af kveð- skap, kunni ógrynni af textum og kastaði oft fram vísum sjálf. Hún sendi barnabörnum afmæliskveðj- ur í bundnu formi og stundaði það á tímabili að botna fyrri parta sem settir voru fram í útvarpi og blöð- um. Ásta var ekkert að flíka þessu enda dul að eðlisfari. Ásta kvaddi heimahagana ung að árum en hún bar alla tíð þennan fallega stað í hjarta sínu og naut þess að segja frá náttúru og fólki í Aðalvík. Ásta var hlý og sérstök tengda- móðir. Við kynntumst árið 1967 og frá fyrstu tíð tók hún mér af góð- vild og hógværð. Á þessum um- brotatímum í þjóðfélaginu þurfti margt að ræða, ekki síst stöðu kvenna og umönnun barna. Ásta hafði sínar skoðanir á þessum málum. Hún gat verið föst fyrir en þröngvaði ekki neinu upp á neinn. Orðræða hennar átti rætur í henn- ar lífsverkefni og einkenndist af mildi og glettni. Börn kunnu vel að meta viðmót Ástu. Hún nálgaðist þau af varfærni og hlýju. Allt til síðasta dags fannst henni börn vera mikilvægustu einstakling- arnir sem á vegi hennar urðu. Það var magnað augnablik nú skömmu fyrir andlátið þegar hún hitti eitt af langömmubörnum sínum. Ástu hafði daprast mjög sýn, en nálægð og snerting við þessa litlu mann- eskju kallaði fram tilfinningadýpt hjá þeim báðum. Litla stúlkan sem forðum var „létt og hýr á kinn“ varð aftur ljóslifandi og mun lifa áfram í afkomendum hennar. Ásta var mjög elsk að sínu heimili og fjölskyldu. Hún vildi hafa fast land undir fótum og lagði sig fram um að svo mætti vera í búskap þeirra Sigurðar. Hún sat ekki við bróderí en saumaði flíkur á alla fjölskylduna í mörg ár og ýmiss konar nytjamuni fyrir heimilið. Í seinni tíð eftir að hún varð heim- ilisföst á Hlíð og kom í heimsókn á sitt gamla heimili sneri hún sér við áður en hún gekk frá húsinu og gerði krossmark við dyrnar líkt og til verndar því sem þar var. Þegar Ásta er kvödd núna í bjartri vor- nótt Eyjafjarðar er þakklæti efst í huga. Við munum öll sakna henn- ar. Minningarnar mætu munu reynast gleðivaki. Nanna K. Sigurðardóttir. Elsku amma Ásta. Okkur lang- ar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar hjá þér og afa á Eyr- arlandsveginum. Það var alltaf svo gott að koma til þín og finna hlýjuna frá þér og borða góða matinn sem þú bjóst til handa okk- ur. Við söknum þín svo mikið og það verður skrítið að koma til Ak- ureyrar og geta ekki hitt þig en það er betra að vita að núna getur þú verið hjá afa. Fyrir okkur verður þú alltaf besta amma sem hægt er að hugsa sér. Aron og Viktor. Elsku amma mín. Ofsalega þykir mér erfitt að kveðja þig og í rauninni er ég einhvern veginn ekki alveg búin að átta mig á því að þú sért farin frá okkur. Það verður ekki eins að koma til Ak- ureyrar án þess að geta komið til ykkar afa á Eyrarlandsveginn en eftir sitja allar góðu minningarn- ar. Ég er svo þakklát fyrir það að hafa fengið að eiga afa og ömmu eins og ykkur og fengið að kynn- ast allri ástúðinni, hlýjunni og at- hyglinni sem þið sýnduð mér. Einnig er ég þakklát fyrir það að hafa fengið að eyða svona miklum tíma hjá ykkur afa þegar ég var yngri og eru allar góðu minning- arnar sem við eigum saman mér mjög dýrmætar. Ég man að ég hugsaði oft þegar ég var yngri að ég ætlaði að verða alveg eins amma og hún amma Ásta þegar ég yrði eldri. Hún amma mín var alveg einstök kona og eftir því sem ég varð eldri og móðir sjálf, þá átt- aði ég mig ennþá betur á því hversu dýrmætt það var fyrir mig að eiga ömmu Ástu og afa Sigurð. Elsku amma mín, ég veit að þú ert á betri stað núna og að þú ert komin til hans afa og við það hugga ég mig. Ofsalega þykir mér vænt um það að hafa fengið þenn- an tíma með þér áður en þú fórst frá okkur og er ég alveg viss um það að þú hafir fundið fyrir nær- veru minni og heyrt röddina mína síðustu dagana. Mig langar til þess að láta fylgja ljóð eftir hann Davíð Stef- ánsson sem mér þykir vænt um. Hann afi kenndi mér það og söng fyrir mig þegar ég var lítil og átti erfitt með að sofna á kvöldin. Sestu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. – Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. Þín, Ásta. Mig langar að minnast elsku- legrar ömmu minnar Ástu S. Jónsdóttur. Sem barn ólst ég upp í sama húsi og amma og afi á Eyrarlands- vegi 33 á Akureyri, að alast upp þar var skemmtilegt og gefandi og alltaf gat ég leitað til þeirra. Amma spilaði stórt hlutverk í mínu lífi og var mér fyrirmynd, hún var alltaf svo hugulsöm og elskuleg, það voru aldrei nein vandamál fyrir ömmu, hvort sem var að prjóna sokka, elda mat eða leika við okkur krakkana, alltaf var amma til í allt. Stundum á kvöldin kom amma niður á neðri hæðina til okkar mömmu og las fyrir mig áður en ég fór að sofa. Hún las allskyns sögur og ævin- týri og alltaf náði hún að láta sög- urnar lifna við. Sérstaklega man ég eftir þegar hún las „Salómon svarta“ fyrir mig, það var ein af mínum uppáhaldssögum og var hún lesin í ófá skiptin og þótt ég væri löngu sofnaður þá kláraði amma samt bókina því hún hafði gaman af henni og varð aldrei leið á sögunni þótt hún hefði lesið hana mörgum sinnum. Það var margt sem okkur fór á milli og gat ég talað við ömmu um allt og ekkert og alltaf skemmtum við okkur konunglega. Amma var mjög hrifin af dýr- um og mun ég aldrei gleyma þeg- ar hún sagði við mig: „Einar minn, ef þér finnst þú þurfa að tala, þá er best að tala við dýrin, því þau segja engum frá.“ Einnig er ég mjög þakklátur fyrir að litla dóttir mín, Guðrún Ásta, hafi fengið að kynnast henni og bera nafnið hennar, henni fannst alltaf svo gaman að koma til langömmu Ástu og ég veit að amma Ásta passar vel uppá hana með okkur. Þessa yndislegu konu og fyrir- mynd kveðjum við með miklum söknuði. Takk fyrir allt, elsku amma/ langamma okkar, sjáumst síðar. Elsku besta amma mín, alltaf get ég leitað til þín. Ef að eitthvað bjátar á, þá veit ég að þú ert mér hjá með verndarhendi þú gætir mín þangað til ég kem til þín. (Einar Valentine) Einar Guðni Valentine og Guðrún Ásta Valentine. Ásta Sigurlaug Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.