Morgunblaðið - 22.05.2014, Page 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Þorlákshöfn er þorpið mitt. Ég fluttist hingað með foreldrummínum þegar ég var tíu ára og þó hér væru aðeins örfá húsvar þetta nánast ævintýrastaður. Það var líka mikið að gera í
þessari verstöð og allir þurftu að vinna. Tólf ára var ég komin á fullt
í humarvinnslu hjá Meitlinum; þar sem byrjað var klukkan átta á
morgnana og unnið til tíu á kvöldin. Þarna lærði ég að vinna,“ segir
Margrét Sigurðardóttir, matráður á leikskóla, sem er sextug í dag.
Afmælisdaginn segir Margrét verða öðrum dögum líkan. „Við
ætlum að grilla lambalæri hér heima á föstudagskvöldið Þá er stór-
fjölskyldunni boðið hingað heim og í það heila verðum við um þrjá-
tíu talsins. Allt afar skemmtilegt fólk,“ segir Margrét.
Í orðsins fyllstu merkingu er Margrét með margt á prjónunum.
Hún segist hafa yndi af handavinnu og setjist varla niður öðruvísi en
eitthvert sé föndrið. „Núna er ég að prjóna peysu á dóttur mína og
raunar er þetta dund mitt alls ekki bundið við prjónaskapinn einan.
Af öðrum áhugamálum get ég nefnt fjölskyldustundir og ferðalög,
það eru alltaf teknar nokkrar útilegur á sumrin og svo höfum við
hjónin gaman af skemmri ferðum til útlanda. Ferðin til Heidelberg í
Þýskalandi í fyrra var skemmtileg,“ segir Margrét sem er gift
Gunnari Daníel Magnússyni og eiga þau fjögur uppkomin börn.
sbs@mbl.is
Margrét Sigurðardóttir er 60 ára í dag
Ljósmynd/Kolbrún Gunnarsdóttir
Þorlákshafnarbúi Fjölskyldustundir, handavinna og ferðalög -
innanlands og utan - eru áhugamál Margrétar Sigurðardóttur.
Prjónakonan ætlar
að grilla lambalæri
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
S
igurður Guðni Valgeirsson
fæddist á Sólvangi í Hafn-
arfirði 22.5. 1954. Hann
flutti fimm ára til Reykja-
víkur og bjó fyrst í
Skerjafirði, síðan á Grundarstíg, í
Vogahverfi og að lokum Fossvogi en
þá flutti hann úr foreldrahúsum. „Af
þessum stöðum standa Skerjafjörð-
urinn og Vogahverfið upp úr í minn-
ingunni. Ég var á aldrinum fimm til
átta ára í Skerjafirðinum. Hann var
eins og sveit á þessum tíma með
stórum túnum, sem buðu upp á enda-
lausan fótbolta. Þarna voru líka hús-
dýr, fjara og haf. Á Grundarstígnum
var hættulegra að búa og ég lenti
nokkrum sinnum í heldur óskemmti-
legum uppákomum og jafnvel slags-
málum. Vogarnir sem ég bjó í á
gagnfræðaskólaaldri voru dálítið
eins og Breiðholt þess tíma, allt fullt
af hressum krökkum sem komu úr
öllum lögum þjóðfélagsins. Þar eign-
aðist ég vini sem ég á enn í dag.“
Sigurður byrjaði í Ísaksskóla, fór
þaðan í Æfingadeild Kennaraskól-
ans, svo í Vogaskóla og Mennta-
skólann við Tjörnina sem var nýr
menntaskóli. „Þetta voru allt prýðis-
skólar nema hvað ég hafði heldur lít-
ið að gera í fyrsta bekk Vogaskóla
eftir að hafa komið úr mjög góðum
barnaskóla.“
Varð nagli eftir sveitadvölina
Sigurður var í sveit á Urriðaá á
Mýrum frá því hann var níu ára þar
til hann varð fjórtán ára. „Ég hafði
mjög gaman af sveitadvölinni fyrstu
árin enda var ég hjá afbragðsfólki
sem bræður mínir og frændur höfðu
verið hjá á undan mér. Ég var þó
orðinn fullmikill unglingur síðasta
sumarið. Mér fannst lærdómsríkt að
vera í sveit og mér fannst maður
verða dálítill nagli, svona miðað við
þá sem voru bara á mölinni.“
Að loknum menntaskóla las Sig-
urður íslensku og almenna bók-
menntafræði við Háskóla Íslands og
útskrifaðist með BA-próf í íslensku.
Hann stundaði sölumennsku í fríum
og með námi og seldi aðallega
playmobil-leikföng fyrir heildsölu
Böðvars bróður síns.
„Eftir einn vetur í leikhúsfræði við
Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi FME – 60 ára
Tónleikar „Valgerður Stefánsdóttir, elsta barnabarnið, leikur á trommur en ég er aldrei þessu vant með gítar.“
Sogaðist inn í Fjármála-
eftirlitið eftir hrun
Hjónin Sigurður og Valgerður.
Höfn Patrekur Freyr fæddist
29. ágúst kl. 21.16. Hann vó 3.880 g og
var 52 cm langur. Foreldrar hans eru
Stefanía Ósk Hjálmarsdóttir og
Hannes Halldórsson.
Nýir borgarar
Kópavogur Gabríella Ísmey fæddist
16. maí 2013. Hún vó 4.170 g og var
51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru
Arnar Georgsson og Þórdís Ösp
Benediktsdóttir Cummings.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D
✆ 565 6050 ✆ 565 6070
ÚTSKRIFTARGJÖFIN HENNAR FÆST HJÁ OKKUR