Morgunblaðið - 22.05.2014, Qupperneq 43
43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Skilaboð okkar til tónskáldanna
sem við pöntuðum verk hjá voru þau
að við erum opin, forvitin og ekki
hrædd við neitt heldur til í allt,“ seg-
ir Áshildur Haraldsdóttir, einn með-
lima Íslenska flautukórsins, sem
ásamt Duo Harpverk leikur á öðrum
tónleikum tónleikaraðarinnar Rým-
in og skáldin á Listahátíð í Reykja-
vík mánudaginn 26. maí kl. 20 í
Listasafni Íslands.
Á tónleikunum verða frumflutt á
Íslandi verkin „Leirhnjúkur“ fyrir
flautukór eftir Barböru Kaszuba,
„Fluid Sculptures“ fyrir flautukór
og hörpu eftir Gunnar Andreas
Kristinsson, „Flaarpel“ fyrir flaut-
ur, hörpu, slagverk og vídeó eftir
Jesper Pedersen og „Muzikalnaya
tabakerka op. 32“ fyrir flautukór,
hörpu og klukkuspil eftir Anatoly
Liadov, auk þess sem flutt verður
verkið „In Distance“ fyrir piccolo-
flautu, hörpu og bassatrommu eftir
Tan Dun.
„Ég bað Barböru Kaszuba að
skrifa fyrir okkur því ég hef lengi
heillast af verkum hennar, en í verk-
um sínum notast hún oft einvörð-
ungu við hljóðfæri innan sömu fjöl-
skyldu. Í verkinu vísar Barbara í
náttúru og skarkala Íslands, en hún
lýsir eldsumbrotum. Grunn-
hugmynd verksins snýst einnig um
að skapa stemningu fyrir slökun og
íhugun. En óhætt er að segja að
heyrn sé sögu ríkari,“ segir Áshild-
ur og tekur fram að Kaszuba sé
væntanleg til landsins vegna tón-
leikanna.
Kínverskur meistari
„Verk Gunnars Andreasar er
mjög nákvæmt og minnir á víra-
virki. Tónskáldið ímyndar sér að
hann sé með hart efni á borð við
marmara, en massarnir eru mynd-
aðir úr fljótandi, samhverfum sköl-
um sem ganga í gegnum örfínar
breytingar í formi tónfærslna. Hann
notar síðan flauturnar til að höggva
út skúlptúr, en hver kafli er eins og
höggvinn úr ólíkum samsettum tón-
mössum.
Jesper hefur verið að vinna með
grafíska nótnaskrift, en hann notar
vídeó í stað hefðbundinna nótna.
Það er mjög skemmtilegt og í raun
mjög rökrétt að spila tónlistina í
rauntíma, því maður spilar um leið
og hlutirnir birtast á skjánum. Verk
Liadov er skemmtistykki frá árinu
1893 sem líkir eftir tónum í tóbaks-
spiladós. Lagið er í dillandi val-
stakti.
Síðast en ekki síst er verk Tans
Dun frá árinu 1983. Dun ólst upp í
sárri fátækt í Kína og vann frá
blautu barnsbeini á hrísgrjónaakri,
en er núna orðinn eitt alfrægasta
tónskáld heims. Hann hefur fengið
Óskars- og Grammy-verðlaunin fyr-
ir tónlist sína og verið útnefndur
sem tónskáld ársins af tímaritinu
Musical America. Hann skrifaði
þetta verk þegar hann var nýkom-
inn til New York. Titill verksins, „In
Distance“, er margræður því hann
vísar m.a. til þess að hann gat loks-
ins horft á uppruna sinn úr fjarlægð,
hljóðfærin í verkinu eru í fjarlægð
hvert frá öðru því þeim er dreift um
salinn, hvert hljóðfæri er búið að
fjarlægjast mjög uppruna sinn, því
við erum með klassísk vestræn
hljóðfæri sem eru látin hljóma og
notuð eins og þau væru indverskt
hljóðfæri, japanskt hljóðfæri og
bambusflauta og loks má nefna að
tónlistin er gisin í þeim skilningi að
það er fjarlægð milli nótnanna. Út
frá þessu verki sér maður alveg af
hverju Dun varð svona frægur. Það
er mjög aðgengilegt, en um leið nú-
tímalegt og fallegt.“
Ljósmynd/David Oldfield
Forvitin „Við erum til í allt,“ segir Áshildur Haraldsdóttir (lengst til hægri) um Íslenska flautukórinn.
„Ekki hrædd við neitt“
Íslenski flautukórinn og Duo Harpverk verða með Ham-
skipti í Listasafni Íslands mánudaginn 26. maí kl. 20
Skapandi Katie Buckley og Frank
Aarnink skipa Duo Harpverk.
Eldur Tónskáldið Þórður Magnússon (annar frá hægri) ásamt tónlistarfólkinu Laufeyju Sigurðardóttur, Önnu Ás-
laugu Ragnarsdóttur, Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Einari Jóhannessyni sem fram koma í Hannesarholti.
Ljósmynd/David Oldfield
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is
SPAMALOT–„alveg konunglega skemmtilegt bull“ Morgunblaðið
SPAMALOT (Stóra sviðið)
Lau 24/5 kl. 19:30 34.sýn Fös 30/5 kl. 19:30 36.sýn
Sun 25/5 kl. 19:30 35.sýn Lau 31/5 kl. 19:30 lokas.
Salurinn veltist um af hlátri. Fáránlega skemmtilegt! Sýningum lýkur í vor.
Eldraunin (Stóra sviðið)
Fim 22/5 kl. 19:30 9.sýn Sun 1/6 kl. 19:30 12.sýn Fös 13/6 kl. 19:30 14.sýn
Fös 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fim 5/6 kl. 19:30 13.sýn Lau 14/6 kl. 19:30 15.sýn
Mið 28/5 kl. 19:30 11.sýn Fös 6/6 kl. 19:30 aukas.
Fimm stjörnus ýning sem enginn ætti að missa af. Sýningum lýkur í vor.
Svanir skilja ekki (Kassinn)
Sun 25/5 kl. 19:30 Lokas.
Síðustu sýningar - Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Litli prinsinn (Kúlan)
Lau 24/5 kl. 14:00 Lau 31/5 kl. 14:00 Lau 7/6 kl. 14:00
Lau 24/5 kl. 16:00 Lau 31/5 kl. 16:00 Lau 7/6 kl. 16:00
Sun 25/5 kl. 14:00 Sun 1/6 kl. 14:00 Sun 8/6 kl. 14:00
Sun 25/5 kl. 16:00 Sun 1/6 kl. 16:00 Sun 8/6 kl. 16:00
Fimm stjörnu sýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 til 12 ára.
Stund milli stríða (Stóra sviðið)
Lau 7/6 kl. 19:30
Sýningin var valin áhugaverðasta áhugaleiksýningin leikárið 2013 - 2014.
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið)
Fim 22/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas
Fös 23/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00
Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00
Síðustu sýningar
BLAM (Stóra sviðið)
Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas
Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas
Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!
Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið)
Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00
Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012
Ferjan (Litla sviðið)
Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas
Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Fös 6/6 kl. 20:00 36.k
Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k
Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k
Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Fim 12/6 kl. 20:00
Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Fös 13/6 kl. 20:00
Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar
Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Stóra svið)
Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k
Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson
BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða
★★★★ – SGV, Mblamlet
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Wide Slumber (Aðalsalur)
Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Mán 26/5 kl. 20:00
Miða má nálgast hjá Listahátíð í Reykjavík
Danssýningin Death (Aðalsalur)
Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00
Arty Hour (Kaffihús)
Þri 27/5 kl. 20:00