Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Sumarsýning Tryggvasafns í Safnahúsinu í Neskaupstað
opnar á sjómannasunnudaginn 1. júní næstkomandi klukkan 13.00.
Sýningin verður opin í sumar frá k. 13.00 til 21.00 alla daga vikunnar
aðra en sunnudaga, en þá verður opið frá kl. 13.00 til 17.00.
Margvísleg myndskreytt póstkort
Listaverkabók um TryggvaÓlafsson
Grafíkmyndir
Til sölu:
Ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri, myndskreytt af Tryggva
TRYGGVASAFNS
Sumarsýning
Yfirkskrift sýningarinnar í ár er LITIR enda allar myndirnar bjarar og litríkar akryl- og grafíkmyndir, margbreytilegar að myndefni, formi og stærð.
Myndirnar eru frá mismunandi tímum á ferli listamannsins og hafa sumar ekki verið sýndar fyrr.
Á syningunni eru nýjustu grafíkmyndir Tryggva Ólafssonar, unnar á árunum 2012 og 2013.
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur-
borgar er gert ráð fyrir blokkar-
byggð þar sem nú eru trjáreitir
norðan Suðurlandsbrautar. Hópur
fólks hefur hist undanfarið og leitað
leiða til að koma í veg fyrir áform
borgaryfirvalda um blokkir í Laug-
ardal en þeirra á meðal er Björn Jón
Bragason, sagnfræðingur og fram-
bjóðandi Sjálfstæðisflokksins til
borgarstjórnar. „Það hafa áður kom-
ið upp hugmyndir um að þrengja að
Laugardalnum svo íbúar hafa verið
vakandi fyrir þessu. Við ákváðum
því að setjast niður og fara yfir málið
og skoða hvað við gætum gert til að
afstýra því sem er komið inn á að-
alskipulagið en okkur þykir miður
hversu lítið hefur verið talað um
þetta,“ segir Björn.
Lífsgæði í grænum svæðum
Útivistar- og íþróttasvæðin í
Laugardal eru aðgengileg öllum
borgarbúum en Björn segir mikil
lífsgæði í því fólgin að búa við græn
svæði. Hann segir landhalla við Suð-
urlandsbraut mikinn og fjögurra
hæða blokk muni því verða sex hæð-
ir frá dalnum séð. Blokkirnar muni
mynda vegg sem loki fyrir útsýni til
norðurs sem sé ekki ósvipað því þeg-
ar ekið er eftir Sæbraut meðfram
Sundahöfn, þar sem vöruskemmur
byrgja sýn út á Sundin. „Yfirlýs-
ingar borgarinnar um að þessi áform
hafi ekki nein áhrif á Laugardalinn
standast ekki. Það hlýst mikil sjón-
mengun af þessu og þú þarft að geta
keyrt niður fyrir byggingarnar. Við
vitum ekkert hvernig starfsemi
verður þarna svo þar gætu menn
verið með bílaverkstæði, bílhræ og
vörugáma sem myndu blasa við fólki
frá dalnum séð. Þessar blokkir tak-
marka og jafnvel eyðileggja svæðið
fyrir neðan varðandi möguleika á
íþróttavöllum og skuggavarpið verð-
ur alveg rosalegt,“ segir Björn.
Líst ekki á blikuna
Skúla Víkingssyni, formanni sam-
takanna „Verndum Laugardalinn“,
hugnast áformin ekki en hann var
mjög virkur í andstöðu sinni við
áform R-listans sáluga um byggingu
skrifstofuhúss Símans og spilasalar
í Laugardal árin 1998-1999. „Við
héldum að þetta hefði verið afgreitt
fyrir 15 árum þegar okkur tókst að
safna 35.000 undirskriftum gegn
þeim áformum sem voru þá uppi um
að þrengja að Laugardalnum. Laug-
ardalurinn er ekki nógu stór eins og
er fyrir íþróttir og útivist svo okkur
líst ekki á blikuna. Þetta rýrir Laug-
ardalinn heilmikið,“ segir Skúli en
hann tekur í sama streng og
Björn og segir bakhliðar bygg-
inganna eiga eftir að valda mik-
illi sjónmengum. „Ef þessi
áform ganga eftir mun-
um við ekki sjá gróð-
ur og göngustíga
heldur bakhliðar
blokka sem verða
með svipuðu
móti og gengur
og gerist í
Síðumúla,“
segir Skúli.
Vilja breyta aðalskipulagi
Berjast gegn hugmyndum borgaryfirvalda um blokkarbyggð við Laugardal Segja áformin
skemma útivistar- og íþróttasvæði Sjónmengun og skuggavarp mikið Svipar til Sæbrautar
Teikning/THG Arkitektar.
Laugardalur Hópurinn lét hanna fyrir sig teikningar af því hvernig svæðið gæti litið út ef verður af uppbyggingu
svæðisins. Á teikningunni sjást háar byggingar meðfram Suðurlandsbrautinni með vegi fyrir neðan.
Hjálmar Sveinsson, varafor-
maður Umhverfis- og skipu-
lagsráðs Reykjavíkurborgar,
segir rétt að búið sé að opna
fyrir möguleikann á því að á
þessu svæði rísi tveggja til fjög-
urra hæða háar byggingar en að
ekkert sé ákveðið í þeim efnum.
„Það stendur alveg skýrt í aðal-
skipulaginu og það er sannleik-
urinn í málinu. Hins vegar túlka
ég umræðuna í kringum þetta
mál sem örvæntingu fyrir kosn-
ingar þar sem sumir aðilar hafa
reynt að sá tortryggnisfræjum í
málinu og beinlínis hallað réttu
máli,“ segir Hjálmar en hann
telur mikilvægt að menn
átti sig á staðreyndum
málsins. „Þetta er svipuð
umræða og er í kringum
hverfisskipulagið í Vest-
urbænum þar sem hug-
mynd er um það að
eigendur lóða geti
breytt bílskúrum í
íbúðarhús. Eins og
hitt þá er það bara
ívilnandi hug-
mynd,“ segir
Hjálmar.
Aðeins
möguleiki
EKKERT ÁKVEÐIÐ
Hjálmar
Sveinsson