Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Nú fara í hönd sveitarstjórnar- kosningar. Víðsvegar um landið eru fram- boðslistar að kynna sín kosningamál og áherslur fyrir næstu fjögur ár. Í því sam- hengi er nauðsynlegt að huga að því að meta fyrir hvað þessi fram- boð standa, hver eru þeirra gildi og sýn á samfélagið sitt. Á hverju byggjast stefnuskrár framboðanna sem liggja til grundvallar þeirra framtíðarsýn á sitt samfélag? Þar skiptir ekki máli hvort um er að ræða ákveðinn flokk eða framboð sem byggja á krafti íbúanna sjálfra og vilja láta rödd sína heyrast heldur þau gildi sem þau standa fyrir. Félagshyggja stendur fyrir raun- verulegum gildum eins og náunga- kærleik, umhyggju og velferð fyrir alla. Jöfn tækifæri og jafn réttur fólks innan samfélagsins er einn af hornsteinum þess þjóð- félags sem við lifum öll saman í. Öflugt lýðræði og opin stjórnsýsla þar sem íbúar hafa aðkomu að málefnum síns sam- félags skiptir okkur öll máli. Í komandi sveit- arstjórnarkosningum fær hvert og eitt okkar tækifæri til að hafa áhrif á okkar nær- umhverfi næstu fjögur ár. Það skiptir máli að í sveitarstjórnum sé fólk sem aðhyllist jafnaðarstefnu og félagshyggju. Fólk sem þekkir sín gildi um frelsi, jafn- rétti og bræðralag og vill vinna með samborgurum sínum til að vinna að þessum gildum í samfélaginu. Ég bið þig því að skoða stefnu- skrár framboðanna í þínu sveitarfé- lagi og fyrir hvaða gildi þau standa. Framboð í anda jafnaðarstefnu og félagshyggju standa þér til boða til að vinna að málum í þína þágu næstu fjögur ár. Það skiptir máli hverjir stjórna. Nýttu atkvæðisrétt þinn á kjördag. Það skiptir máli hverjir stjórna Eftir Ólaf Inga Guðmundsson Ólafur Ingi Guðmundsson »Ég hvet fólk til að kynna sér framboðin í sínum sveitarfélögum og velta því fyrir sér hverjum það treystir til að fara með stjórn mála í sínu nærumhverfi. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA TILBOÐ Á ÖFLUGUM SÓLARSELLUM FRÁ ÞÝSKALANDI GOP mono-sólarsellur frá Þýskalandi með 10A hleðslu- stýringu. Sellurnar eru eru Monocrystal-glersellur, sem eru virkari í minni birtu en væru þær úr Polycrystal. Sendum hvert á land sem er. Upplýsingar í síma 519 5606 eða á www.gadget.is Henta vel á húsbíla og ferðavagna. Sellurnar eru 100W og stærðin er 1194 x 542 x 35. Fullt verð á pakkanum 82.000 kr. MOGGAKLÚBBSVERÐ 61.500 kr. Samgöngukerfið sem Reykvíkingar búa við er ekki fullkomið en það þjónar öllum borg- arbúum bæði þeim sem nýta almennings- samgöngur, hjóla eða ganga og þeim stóra hópi sem verður að treysta á einkabílinn til að geta sinnt vinnu og gegnt einkaerindum. Sá hópur telur fjölda eldri borgara sem hjóla ekki eða fara fótgangandi heldur eru háð einkabílnum til að sinna vinnu, sækja þjónustu og heimsækja fjölskyldu sína og vini eða fá heim- sóknir frá þeim til að einangrast ekki svo dæmi séu nefnd. Sama á við um þau sem eru hreyfiskert. Eins er í hópnum mikill fjöldi ungs fjöl- skyldufólks sem býr í úthverfum og verður að treysta á bílinn til að koma börnum sínum á dagheimili, í leikskóla og þaðan, og sjálfu sér í og úr vinnu innan mjög þröngs tímaramma. Bú- seta þess ákvarðast af því að aðeins í úthverfunum er að finna húsnæði sem það hefur efni á. Um stóran hóp að ræða. T.d. skv. Hagstofunni eru einstaklingar sextíu ára og eldri nú 22.241 eða 18,35% (og fer ört fjölgandi) af þeim 121.230, sem á höfuðborgarsvæðinu búa. Þar við má bæta öryrkjum undir þeim aldri, sem eru hreyfiskertir en skv. Trygg- ingastofnuninni eru öryrkjar undir 60 ára á bótum og skráðir í Reykjavík 4.688. Má varlega áætla að helmingur þeirra sé hreyfiskertur. Og það eru fleiri hópar sem þannig er farið fyrir. Í heild er um að ræða yfir 20% af borgarbúum og kjósendum. Í hinum 80% borgarbúa, að mestu fólk undir 60 ára aldri, er stór hluti háður einkabílnum eins og áðurnefnda unga fjölskyldufólkið. Borgarstjórn er mark- visst og „með einbeittum brotavilja“ að ganga á rétt þessa stóra hóps einstaklinga til að nýta þá samgöngumöguleika sem þeir þurfa og hafa hingað til getað gengið að. Bílastæðum er verið að fækka í stórum stíl m.a- .vegna þeirrar stefnu að leggja á hjóla- stíga sem víðast og það gert þannig að það eyðileggur bílastæði þar sem þau voru fyrir. Götur hafa verið þrengdar og útskotum fyrir strætisvagna lokað og þannig myndast langar biðraðir bíla á umferðartímum, sem tefur um- ferð og eykur loftmengun. Sem dæmi má nefna að stæðum hefur verið fækk- að um 60 við Hverfisgötu, 30 við Borg- artún; og í nýrri byggð í Einholti/ Þverholti eiga að vera allt að 235 íbúð- ir en einungis 117 bílastæði samþykkt. Við Frakkastíg, þar sem alltaf hefur verið erfitt að fá stæði, verða íbúarnir að sætta sig við fækkun stæða úr 57 í 19 vegna lagningar hjólabrautar. Svör borgarhönnuðar við andmælaröddum þar voru á þá hrokafullu leið að nóg væri af bílastæðum í nærliggjandi göt- um. Hann hefur greinilega ekki séð þrengslin sem þar eru þegar fyrir og virðist gefa lítið fyrir fólk sem er ill- mögulegt eða ógerlegt að ganga lang- ar leiðir til að komast þangað sem það þarf að fara. Þá hefur götum eða hluta þeirra verið lokað og þær gerðar að göngu- götum ýmist varanlega sbr. Austur- stræti eða yfir sumarið sbr. Laugaveg. Það hefur eyðilagt möguleika þeirra, sem aðeins gátu sinnt erindum sínum þar með aðstoð bifreiðar, til að gera það áfram og lífsgæði þeirra og sjálf- stæði freklega skert. Þá ber að hafa í huga að þessar lokanir og fækkun bíla- stæða hafa bitnað illilega á flestum sem reka verslanir og þjónustu við þessar og sambærilegar götur og eru í ósamræmi við stefnu borgarstjórnar að auka aðdráttarafl miðbæjarins og gera hann meira lifandi. Borgarhönnuður er ekki einn um sína afstöðu. Hún nær líka til borg- arstjórnarmeirihlutans og margra í minnihlutanum. Ástæðan liggur e.t.v. í að þau eru ung og búa flest í 101 Reykjavík, eru vön því að geta gengið eða hjólað í miðborgina og virðast ekki hugsa lengra. Aldrað fólk er ekki vin- sælt meðal þeirra. Það má nú sjá í sjón- varpsauglýsingu borgarstjóraefnis nú- verandi meirihluta þar sem mikil áhersla er lögð á allt hið góða sem gera á fyrir börn og ungt fólk en ekkert minnst á þarfir aldraðra, sem er öllu athyglisverðara vegna þess að hann er læknir og ætti því að hafa einhvern skilning á þeim. Nátengt aðförinni að samgöngu- kerfinu eru fyrirhuguðu eignaupptöku- „þétting byggðar“-aðferðirnar, sem ef fram ná að ganga mundu auk þess draga úr dagsbirtu inn á heimili, vandamál, sem ekki á að kalla yfir fólk í skammdeginu langa hér. Dapurlegt dæmi um afleiðingarnar af skipulags- stefnu borgarstjórnar blasir við í Skuggahverfinu, sem stendur fyllilega undir því nafni. Meirihluti borgarstjórnar kemur úr röðum flokka sem kenna sig við lýð- ræði. Ekki hefur því verið framfylgt í samgöngumálum og andmælum borg- arbúa, launagreiðenda fulltrúanna, lít- ill gaumur gefinn. Þá voru undir- skriftir, 70.000, sem andmæltu því að Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður nið- ur, virtar að vettugi. Og þannig má lengi telja. Forræðishyggjan er athygl- isverð og minnir framkoma og virðing- arleysi meirihlutans á orð Loðvíks 14., Frakklandskonungs: „Ég er ríkið.“ Það er óhugnanlegt að samt eru horfur á því að sami meirihlutinn með sömu stefnu, mest sama fólkið, verði kosinn aftur. Gerist það mundu sannast hin fleygu orð Voltaires, sem færa mætti þá upp á Reykvíkinga: „Þjóð fær þá leiðtoga sem hún á skilið.“ Aðför borgarstjórnar að þeim sem háð eru bifreiðum Eftir Gunnar Finnsson » Borgarstjórn er markvisst og „með einbeittum brotavilja“ að ganga á rétt stórs hóps einstaklinga til að nýta þá samgöngu- möguleika sem þeir þurfa og hafa hingað til getað gengið að. Gunnar Finnsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og formaður Hollvina Grensásdeildar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, glæsileg og frambærileg kona, hefur stigið á stokk og dregið saman tvö mál sem hafa brunnið á landsmönnum og valdið heitum um- ræðum, flugvallarmálið og mosku- málið. Loksins kemur fram mann- eskja sem þorir að tala og taka á heitum málum. Maður hefði haldið að Sveinbjörg Birna fengi fullan meðbyr kjósenda þar sem hún tekur á þeim málum sem hafa valdið miklu fjaðrafoki og áhyggjum flestra landsmanna. Það vekur furðu hversu miklu mótlæti Sveinbjörg Birna og hennar samstarfsfólk hefur mætt í þessu þjóðþrifamáli varðandi mosku og flugvöllinn. Nú hafa flokkssystkini hennar stillt sér upp í lið mótherj- anna. Gott er að eiga trygga stuðn- ingsmenn í lokaorrustunni. Megi þau skömm hljóta. Moska, kirkja eða trúarbragðahús af hvaða sprota sem er, á ekki heima á þeim stað í Sogamýri sem til stendur að byggja mosku. Flugvöllurinn verður að vera áfram þar sem hann er. Ísland hefur ekkert efni að byggja nýjan flugvöll, fyrir utan að heppileg staðsetning er ekki í sjónmáli. Reykjavík- urflugvöllur varðar alla landsmenn. Það er ekki hægt að bjóða okkur Ís- lendingum, sem höfum kosið um að flugvöllurinn verði áfram í Vatns- mýrinni, að það sé hundsað og skoð- anir fólks gjörsamlega vanvirtar. Látum ekki bjóða okkur svona vinnubrögð. Svona fólki, komist það til valda, er ekki treystandi. Það má ekki klúðra borgarmálunum af mis- vitrum borgarstjórnarfulltrúum með annarlegar hugmyndir um „út- opíu“-Reykjavík. Þetta er hjólalið með barnalegar hugsjónir eins og dæmin bera vitni: Hofsvallagata, hjólamerkingar Gísla nokkurs Mar- teins, gettóleiguíbúðir Dags B. Egg- ertssonar, svo lítið eitt sé tínt til. Veitum Sveinbjörgu Birnu Svein- björnsdóttur okkar stuðning og stuðlum að góðri Reykjavík. Önnur tækifæri gefast ekki ef hugmyndir Dags B. Eggertssonar og fylgdarliðs ganga í gegn. Loksins Eftir Sigurð Óskar Halldórsson » Flugvöllurinn verður að vera áfram þar sem hann er. Ísland hef- ur ekkert efni að byggja nýjan flugvöll, fyrir ut- an að heppileg staðsetn- ing er ekki í sjónmáli. Höfundur er flugmaður. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.