Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
✝ Árni Ólafssonfæddist í
Syðstu-Mörk, Vest-
ur-Eyjafallahreppi
12. júlí 1931. Hann
lést í Sviss 11. apr-
íl 2014.
Foreldrar Árna
voru Ólafur Ólafs-
son, bóndi frá Ey-
vindarholti,
Vestur-Eyjafjalla-
hreppi, f. 24.5.
1891, d. 13.7. 1973 og Halla
Guðjónsdóttir, húsfreyja frá
Hamragörðum í sömu sveit, f.
7.8. 1892, d. 7.4. 1970. Systkini
Árna eru Guðjón, f. 23.9. 1922,
Sigríður, f. 26.9. 1921, d. 2.12.
2012. Ólafur, f. 5.5. 1924, Sig-
urveig, f. 14.6. 1925, Sigurjón,
f. 3.7. 1927, d. 8.11. 1992, Jó-
hanna Guðbjörg, f. 2.8. 1928 og
Ásta, f. 8.1. 1939.
hjá foreldrum sínum og vann
þar við búið og ýmis önnur
störf. Hann fór í Mennta-
skólann á Laugarvatni og lauk
þaðan stúdentsprófi 1954. Árni
lauk læknaprófi frá Háskóla Ís-
lands 1962 og var hann við
störf á kandidatsári sínu á Ís-
landi. Hann hélt ásamt fjöl-
skyldu sinni til Basel í Sviss til
framhaldsnáms í barnalækn-
isfræði og sérhæfði sig síðar í
nýburalækningum. Hann starf-
aði við háskólann í Basel og
lauk þaðan doktorsprófi 1987.
Á árunum 1972-73 var hann
við nám og störf í London.
Lengstum vann Árni sem yf-
irlæknir ungbarnadeildar Kant-
onsspital Bruderholz í Binn-
ingen í Sviss, eða frá 1973 til
1997, þegar hann lét af störf-
um. Árni var kennari við
læknadeild Háskólans í Basel
og ráðgjafi við kantónusjúkra-
húsið í Liestal.
Útför hans fór fram á ánni
Rín 24. apríl 2014.
Árni kvæntist
Sonja Yolanda Ba-
gutti, f. 12. októ-
ber 1935, frá Basel
í Sviss. Þau hjónin
eignuðust þrjú
börn: 1) Thomas, f.
1961, sendiráðsrit-
ari Sviss í Belgrad,
giftur Beatrice
Schmid Olafsson, f.
1961. Börn þeirra
eru Nadine, f. 1990
og Eric, f. 1993. 2) Petur, f.
1963, framkvæmdastjóri hjá
lyfjafyrirtækinu Sandoz í
Þýskalandi, giftur Lucie Wun-
derlin Olafsson, f. 1963. Börn
þeirra eru Anja, f. 1992 og
Karin Ashley, f. 1995. 3) Katr-
in, f. 1967, viðburðastjórnandi
hjá lyfjafyrirtækinu Abbot í
Sviss.
Árni ólst upp í Syðstu Mörk
Árni bróðir minn lést á spít-
ala í Basel í Swiss 11. mars sl. á
83. aldursári. Hann hafði átt við
erfið veikindi að stríða tvö síð-
ustu aldursárin. Hann var ung-
barnalæknir og starfaði við
ungbarnalækningar alla sína
starfsævi eftir að hann flutti til
Sviss 1963. Fyrstu árin á Rík-
isspítalanum í Basel og síðar
flutti hann til Reinach og starf-
aði eftir það sem deildaryfir-
læknir við barnaspítala í Basel-
landi. Hann gegndi starfinu
meðan reglur um starfsaldur
leyfðu og að því loknu starfaði
hann meira og minna hjá
einkaspítölum og í afleysingum
hjá ríkisspítalanum í Basel-
landi. Þar að auki var hann oft
kallaður inn á barnaspítala til
hjálpar og ráðgjafar í fyrir-
burafæðingum sem var hans
sérfag.
Á námsárum sínum kynntist
Árni eftirlifandi eiginkonu
sinni, Sonju J. Bagutti frá
Sviss. Þau eignuðust þrjú börn,
tvo drengi, Tómas og Pétur, og
eina stúlku, Katrínu. Við Árni
vorum mjög samrýmdir alla tíð
og áttum því láni að fagna að
okkar fjölskyldur voru tengdar
sterkum vináttuböndum alla tíð.
Við hjónin fórum oft til Sviss að
heimsækja Árna og hans fjöl-
skyldu. Þau voru einstaklega
gestrisin og tóku ætíð mjög
rausnarlega á móti okkur og
öllum sem heimsóttu þau. Hjá
þeim var ætíð gott og gaman að
dvelja. Sonja er mikil húsmóðir
og býður ætíð uppá góðar og
miklar veitingar. Árni var ein-
staklega duglegur að ferðast og
bauð gestum sínum yfirleitt
upp á ánægjulegar skoðunar-
ferðir um Sviss. Ég á ógleym-
anlegar minningar um heim-
sóknir okkar til þeirra.
Þótt Árni byggi í Sviss stór-
an hluta ævinnar var hann sami
Íslendingurinn og uppruni hans
sagði til um. Hann kom til Ís-
lands næstum árlega ásamt
konu sinni og eða börnum og
barnabörnum. Hann dvaldi oft-
ast í sumarhúsi mínu og minnar
fjölskyldu í Syðstu-Mörk undir
Eyjafjöllum. Hann hafði mikinn
áhuga á að ferðast um landið og
þá sérstaklega hálendið. Einnig
hafði hann mjög gaman af veiði,
bæði silungsveiði í fjallavötn-
unum og laxveiði og urðu þá
Rangárnar helst fyrir valinu.
Við bræðurnir áttum góðar
minningar um þessar veiðiferð-
ir. Veiðibúnað Árna geymi ég
sem fyrr áfram hjá mér og vona
ég að afkomendur hans eigi eft-
ir að koma með mér í veiði og
nota hans ágætu laxveiðistöng.
Ég votta Sonju konu hans,
börnum þeirra og barnabörnum
innilega samúð.
Ólafur Ólafsson,
Hvolsvelli.
Árna Ólafssyni frá Syðstu-
Mörk undir Eyjafjöllum kynnt-
ist ég fyrst er leiðir okkar lágu
saman í Héraðsskólanum á
Laugarvatni haustið 1948.
Hann hóf nám í yngri deild
skólans, ég í eldri deild. Brátt
kom í ljós að Árni var afburða
námsmaður, sem varð til þess
að hann hljóp yfir bekk og sett-
ist með okkur í landsprófsdeild
haustið eftir. Á þessum árum
störfuðu framhaldsdeildir við
Héraðsskólann. Bjarni Bjarna-
son skólastjóri og kennarar
hans stefndu markvisst að því
að menntaskóli í sveit tæki til
starfa á Laugarvatni. Sá
draumur varð að veruleika 12.
mars 1953 er Menntaskólinn að
Laugarvatni var stofnaður. Eft-
ir landspróf vorið 1950 héldu
allmargir nemendur Héraðs-
skólans áfram námi á Laugar-
vatni og ýmsir fleiri bættust í
hópinn úr öðrum skólum.
Bekkjarbræður Árna úr Hér-
aðsskólanum voru þeir Jóhann-
es Sigmundsson frá Syðra-
Langholti, Óskar H. Ólafsson
frá Fagradal í Mýrdal, Sveinn
Sveinsson frá Selfossi og
Tryggvi Sigurbjarnarson úr
Ytri-Njarðvík. Þeir luku allir
námi frá ML vorið 1954, ásamt
þeim bræðrum Árna og Herði
Bergmann úr Keflavík, Unnari
Stefánssyni úr Hveragerði, Víg-
lundi Þorsteinssyni úr Vest-
mannaeyjum og Þórði Kr. Jó-
hannssyni frá Neskaupstað.
Þetta voru því fyrstu stúdentar,
sem voru útskrifaðir frá
Menntaskólanum að Laugar-
vatni. Leið okkar margra lá svo
í Háskóla Íslands. Þar héldum
við vel hópinn og fleiri bættust
við á næstu árum frá Laug-
arvatni. Aðrir háskólastúdentar
töldu okkur Laugvetningana
vera sérstakan þjóðflokk og
kunnum við því vel. Þeir sem
hafa verið saman á heimavist-
arskóla 4-6 ár bindast ævilöng-
um vináttuböndum. Árni nam
læknisfræði við H. Í. og kynnt-
ist á þeim árum mikilli ágæt-
iskonu, henni Sonju, sem kom
frá Sviss og gengu þau í hjóna-
band. Þau eignuðust 2 syni og
eina dóttur. Þau fluttu til Sviss,
þar sem Árni stundaði fram-
haldsnám í barnalækningum.
Þar vann hann síðan allan sinn
starfsaldur. Þau hjón komu oft
til Íslands að heimsækja ætt-
ingja og vini. Við hjónin eigum
ma. góðar minningar frá veg-
legri veislu í áttræðisafmæli
Árna í Syðstu-Mörk fyrir tæp-
um þremur árum. Árni og
Sonja hafa alltaf komið til Ís-
lands, þegar við félagarnir
höldum upp á stúdentsafmæli á
10 ára fresti. Síðast talaði ég
við Árna í síma 5. apríl sl. Þótt
heilsan væri tæp var hann glað-
ur í bragði og staðráðinn í að
koma til Íslands og fagna 60
ára stúdentsafmæli með okkur
bekkjarfélögunum 24. maí nk.
Sex dögum síðar var Árni allur.
— Hans verður sárt saknað.
Við Margrét vottum Sonju,
börnum þeirra, fjölskyldum og
systkinum Árna okkar dýpstu
samúð.
Óskar H. Ólafsson.
Í barnshuga okkar ríkti já-
kvæð spenna og gleði þegar
minnst var á Árna, móður- og
föðurbróður okkar, frænda,
sem náði hámarki þegar hann
kom til Íslands. Árni bjó nefni-
lega í Sviss og var þar barna-
læknir í Basel. Með þessum
hætti skar hann sig úr sínum
góða systkinahópi. Árni fæddist
og óx úr grasi undir Eyjafjöll-
um, við rætur jökulsins, ásamt
sjö systkinum sínum. Þar ólst
hann upp við sveitastörf þess
tíma og tilfallandi verkamanns-
störf. Það var ekki sjálfgefið að
halda áfram skólagöngu eftir að
barnaskóla lauk. Barnaskóla-
próf er reyndar rífleg lýsing á
skólagöngu sumra eldri systk-
ina hans sem urðu að láta fárra
ára farskólagöngu duga.
Kannski naut Árni þess að vera
yngsti sonurinn á bænum – í
öllu falli fór hann í menntaskóla
að Laugarvatni, reyndar þá
nokkru eldri en samnemendur
hans. Það var vel enda Árni
bæði metnaðarfullur og harð-
duglegur námsmaður. Skóla-
ganga hans varð og löng og
lauk með því að hann varð
barnalæknir með sérhæfingu í
nýburalækningum. Örlögin
komu því þannig fyrir að hann
kynntist Sonju eiginkonu sinni
á Íslandi meðan á læknanámi
stóð, þau eignuðust Thomas og
Pétur á Íslandi og svo Katrínu
þegar komið var í framhalds-
nám og búskap í Sviss, heima-
landi Sonju. Þangað höfðu for-
eldrar eða systkini Árna
sjaldan hugsað og þangað höfðu
varla nokkrir íslenskir læknar
farið í framhaldsnám. Þótt hug-
ur Árna leitaði oft til Íslands
varð úr að fjölskyldan bjó
áfram í Sviss. Ættingjar og vin-
ir nutu góðs af því. Árni færði
framandi veruleika hins spenn-
andi Sviss, með Ölpum og ost-
um, til okkar sem lítt höfðum
ferðast. Hann kom til Íslands
en vildi þó ekki síður fá sitt fólk
og systkini sín af Íslandi til
Sviss. Þær ferðir voru
skemmtilegar og upplifun fyrir
marga. Móttökurnar höfðing-
legar heima við jafnt sem á
ferðalögum um Sviss þar sem
Árni fór með sitt fólk þvers og
kruss. Það var gaman að heim-
sækja þau Árna og Sonju. Árni
stóð svo sannanlega ekki einn í
móttökum og ferðalögum, Sonja
eiginkona hans er ekki síðri
höfðingi heim að sækja og hef-
ur ávallt haft einlægan áhuga
og vilja til að halda tengslum
við fjölskyldu og vini Árna. Hún
lærði íslensku á fyrstu árum
sínum á Íslandi og talar hana
enn, nú áratugum síðar.
Við útför Árna var tekið mið
af gildum og lífssýn frænda
okkar. Fjölskylda hans og nánir
vinir stigu sumardaginn fyrsta,
þann 24. apríl sl., um borð í
fljótabát á Rín þar sem hún
rennur um Basel. Þar kvöddum
við frænda okkar. Það var gert
með sérstökum hætti á þýsku
og íslensku. Þar var hvorki far-
ið með ritningartexta né sungn-
ir sálmar en að loknu tali og
tónum lagði Árni upp í sína
hinstu ferð niður Rín. Við hin
fleyttum rósum á eftir duftkeri
hans, drúptum höfði fyrir eig-
inmanni, föður og afa, bróður,
frænda, og góðum vini. Við
hefðum eins getað staðið á
Gunnarshólma eða Stóru Dím-
on og horft yfir gömlu Mark-
arfljótsbrúna. Reistum svo höf-
uð, skáluðum fyrir honum og
litum upp úr Rín á Baselborg,
upp úr Markarfljóti til Syðstu-
Merkur og Eyjafjallajökuls.
Fari kær frændi sæll.
Haukur Hjaltason og
Ólafur Ólafsson.
Árni Ólafsson
Elsku amma
Gulla. Þegar leiðir
okkar Sólveigar lágu saman fyrir
tæpum fimm árum síðan buðust
þið afi Helgi til þess að vera
amma og afi hennar líka þar sem
hún átti hvorki ömmu né afa
lengur. Okkur þykir mjög vænt
um að þið hafið gert það og það
er lýsandi fyrir það hversu
hjarthlý og góð þið eruð.
Auk þess erum við afar glöð
yfir því að Kristófer Atli hafi
fengið að hitta þig þó að sú stund
hafi verið of stutt. Við eigum frá-
bæra minningu af þér á skírn-
ardeginum hans þar sem þú
heldur á honum í skírnarkjólnum
frá þér og þú ert svo glöð með að
hafa fengið enn einn prinsinn í
hópinn þinn.
Efst í huga okkar á þessari
kveðjustund er þakklæti fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum saman, alla þá hlýju og
ástúð sem þú sýndir okkur og
börnunum okkar. Missirinn er
mikill en eftir stendur fögur
minning um góða ömmu.
Blessuð sé minning þín elsku
amma. Við kveðjum þig með
Guðleif
Kristjánsdóttir
✝ Guðleif Krist-jánsdóttir
fæddist í Reykjavík
29. janúar 1945,
hún lést á heimili
sínu 14. maí 2014.
Útför Guðleifar
fór fram frá Víði-
staðakirkju 27. maí
2014.
þessu lagi sem
minnir okkur á þig
því þú kallaðir öll
barnabörnin þín
rósir og prinsa.
Undir háu hamrabelti
höfði drjúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja-
víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug
þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristalstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur Halldórsson)
Guðni, Sólveig, Kristófer
Atli og Emilía.
Við ótímabært fráfall systur
minnar leitar hugur minn til
æskuáranna okkar. Við elskuð-
um æskustöðvar okkar, Kópa-
voginn, þar sem við ólumst upp.
Þá voru ábúendur fáir og við átt-
um heiminn. Berjamór út um
allt. Við þurftum ekki að óttast
umferð heldur gátum við rennt
okkur niður Hátröðina á veturna.
Við fórum á okkar tveim jafn-
fljótum frá Hátröðinni í Foss-
vogsbúð til að kaupa mjólk,
óhrært skyr í smjörpappír og
fiskinn í heilu lagi, með haus og
sporð, vafinn inn í dagblað. Tók
þetta okkur oft tvo til þrjá
klukkutíma.
Einnig er það mér minnis-
stætt þegar við leiddumst hönd í
hönd, á hverjum sunnudegi,
Digranesveginn að Kópavogs-
skóla í barnamessu. Þú vildir
alltaf leiða mig þá og hefur
systrakærleikur þinn og vinátta
leitt mig alla tíð síðan. Og nú síð-
ast, þegar þú leiddir mig inn í
Sögufélag Kópavogs. Það var svo
gaman að upplifa æskustöðvarn-
ar á nýjan leik, hitta gamla
skólafélaga og ferðast með þeim
um Kópavoginn okkar.
Það voru engin leyndarmál á
milli mín og Gullu. Við gátum
alltaf sagt hvorri annarri allt og
hringdum ósjaldan hvor í aðra til
að leita ráða, hlæja eða tala bara
um daginn og veginn. Við gátum
setið saman yfir kaffibolla í
marga klukkutíma og spjallað.
Okkur leið svo vel í návist hvorr-
ar annarrar og vildum helst vera
sem mest saman. Gulla talaði oft
um þann tíma sem ætluðum að
eiga saman í sumarbústaðnum
þeirra þegar ég væri hætt að
vinna. Þegar hún sýndi mér sum-
arbústaðinn vildi hún strax fara
með mig að gestahúsinu og sýndi
mér það með ákefð og sagði:
„Þrúða, hér verða þú og Haf-
steinn þegar þið komið í heim-
sókn, alveg út af fyrir ykkur. Það
er eldavél, ísskápur og allt til
alls.“ Ég fékk á tilfinninguna að
hún hefði keypt sumarbústaðinn
svo að litla systir gæti verið ná-
lægt henni. Svona var Gulla syst-
ir dásamleg, alltaf að hugsa um
aðra. Gulla hefur alla tíð verið
dugleg og mikið hörkutól. Hún
var ákveðin, fórnfús, heillynd og
samkvæm sjálfri sér. Hún bar
alltaf hag fjölskyldunnar fyrir
brjósti.
Elsku Helgi, Dóra Stína, Ei-
ríkur, Ívar og fjölskyldur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Megi Guð vera hjá ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
Að lokum langar mig til að
kveðja elskulegu systur mína
með þessu fallega ljóði.
Guð geymi þig, elsku systir.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Arnþrúður Kristjánsdóttir
(Þrúða).
Elsku Gulla, mikið á ég erfitt
með að trúa því að þú sért farin
frá okkur. Þitt hlýja faðmlag sem
gaf mér svo mikið, sérstaklega
eftir að amma dó. Takk fyrir að
koma í hennar stað og leyfa mér
að eignast part af þér. Veit ég
fyrir víst að þið tvær eigið eftir
að skemmta ykkur vel saman
núna. Ég á eftir að sakna þín
sárt og börnin mín einnig. Ég
kveð þig í hinsta sinn, elsku
Gulla mín, og megi Guð vaka yfir
þér. Kveðja,
Rakel.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN INGÓLFSDÓTTIR
kennari,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður Melabraut 4,
Seltjarnarnesi,
sem lést sunnudaginn 18. maí,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju
mánudaginn 2. júní kl. 13.00.
Hjördís Þorgeirsdóttir, Broddi Þorsteinsson,
Sigrún Þorgeirsdóttir, Ari Páll Kristinsson,
Stefanía Þorgeirsdóttir, Karl Blöndal,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku frændi.
Auðvitað er erfitt að missa ein-
hvern sem þú elskar en maður
verður að hugsa um góðu minn-
ingarnar sem við áttum saman
eins og ferðirnar okkar til Te-
nerife og alla hittingana á jólun-
um. Hér fyrir neðan er vers sem
Ómar Jónasson
✝ Ómar Jónassonfæddist í Vest-
mannaeyjum 19.
júní 1953. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 16. maí 2014.
Útför Ómars fór
fram frá Kópa-
vogskirkju 26. maí
2014.
við fundum og
fannst passa við þig.
Ég minnist þín um
daga og dimma nætur.
Mig dreymir þig, svo
lengi hjartað slær.
Og meðan húmið hylur
allt sem grætur,
mín hugarrós á leiði
þínu grær.
Þín kærleiksbros, þau
aldrei, aldrei gleymast.
Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt
skal geymast.
Þín ástarminning græðir lífs míns sár.
Kær kveðja,
Halldór Erik, Arnar
Snær, Bertha Lena og
Helena Guðrún.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar