Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 VANDAÐIR ÞÝSKIR PÓSTKASSAR, HENGILÁSAR OG HJÓLALÁSAR. MIKIÐ ÚRVAL Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Dalaí Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, kom til Mumbai á Indlandi í gærmorgun. Hér veifar hann til fylgismanna sinna við komuna. Dalaí Lama er í fjögurra daga heim- sókn á Indlandi og í gær hélt hann kynningarnámskeið um búddatrú, í Mumbai og mun raunar gera það alla dagana, sem hann dvelur í Mumbai, eða til 2. júní. AFP Dalaí Lama heldur námskeið á Indlandi Lögregluyfirvöld í Kuala Lumpur í Malasíu greindu frá því í gær að þrettán manns hefðu verið hand- teknir, þar á meðal faðir og tveir synir hans, grunaðir um hópnauðg- un á tveimur unglingsstúlkum. Fram kom hjá lögreglunni að stúlkurnar eru 15 og 17 ára og að þeim hefði þann 20. maí sl. verið hópnauðgað klukkustundum saman. Jafnframt kom fram að 13 hafa verið handteknir, allir frá sama þorpi, en lögregla leitar fleiri. Lög- reglan neitaði fyrri fréttum um að 40 manns hefðu tekið þátt í ódæðis- verkinu, þeir væru færri, en stað- festi um leið að einhverjir mannanna hefðu nauðgað stúlkunum oftar en einu sinni. Um 3 þúsund nauðgunarkærur berast lögreglu ár hvert, en talið er að nauðganir séu miklu fleiri. Stúlk- ur skirrist við að kæra vegna þess smánarbletts sem nauðgun fylgir. 13 manns nauðguðu táningum  Lögregla grunar fleiri um þátttöku Fréttaskýrendur og greinendur hafa litla trú á því að eitthvað jákvætt komi út úr þeim samningi sem jap- önsk og norður-kóresk stjórnvöld gerðu með sér í fyrradag í Stokk- hólmi og greint var frá hér í Morg- unblaðinu í gær. Þetta kom fram í fréttaskýringu á fréttavef AFP í gær. Vilja halda áfram óáreittir Þar kemur fram að fréttaskýrend- ur telji að með þessu samkomulagi séu Norður-Kóreumenn að reyna að reka fleyg í samstarf helstu and- stæðinga sinna, til þess að geta óáreittir haldið áfram kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Eins og kom fram hér í blaðinu í gær, samþykktu Norður-Kóreu- menn að hefja á ný rannsóknir á því hvað varð um japanska ríkisborgara, 13 eða fleiri, sem þeir rændu á átt- unda og níunda áratug síðustu aldar, gegn því að Japan slakaði á refsiað- gerðum sínum gegn Norður-Kóreu. Einna þýðingarmesta aðgerðin í þeim efnum er talin vera, samkvæmt skýringu AFP, að banni við fjár- magnsflutningum þúsunda Norður- Kóreumanna sem búsettir eru í Jap- an, til Norður-Kóreu verði aflétt. Þetta á við um þá Norður-Kóreu- menn sem halda enn tryggð við land- ið þar sem þeir voru fæddir, af tryggð við uppruna sinn og ætt- menni. Væri slíku banni aflétt, myndi það auðvelda Norður-Kóreu að halda áfram vopnaáætlun sinni. Slíkt myndi grafa undan alþjóðlegum til- raunum til þess að hafa hemil á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu, samkvæmt því sem Lee Young Hwa, prófessor við Kansai-háskólann, sagði við AFP. Lee segir einnig að bandarísk og suður-kóresk stjórnvöld muni halda ró sinni, a.m.k. um sinn, og gefa til kynna að þauskilji afstöðu Japans, en það þurfi ekki endilega að vera sannleikanum samkvæmt. „En hvað varðar aðalágreiningsefnið í deilun- um við Norður-Kóreu, karnorku- og eldflaugaáætlanir landsins, er alveg ljóst að þessi tvö ríki munu ekki sýna samningnum sem Japan gerði nokk- urn skilning, þegar til lengdar læt- ur.“ agnes@mbl.is Vilja reka fleyg í samstarfið  Fréttaskýrendur og greinendur hafa litla trú á samningi N-Kóreu við Japan Shinzo Abe, forsæt- isráðherra Japans. Kim Jong-Un, leið- togi N-Kóreu. Þýska stórfyrirtækið Siemens greindi frá því í gær að það mundi standa við þær áætlanir sínar að fækka starfsmönnum sín- um víða um heim um 11.600 manns. Þetta er liður í meiriháttar endurskipulagningu fyrirtækisins, samkvæmt því sem talsmaður Sie- mens greindi AFP frá í gær. „Það verður fækkað um þennan fjölda starfa,“ sagði talsmað- urinn, en í fyrradag hafði Joe Kaeser, aðalframkvæmdastjóri fyrirtækisins, greint frá þessum áformum á ráðstefnu með fjár- festum og greinendum í New York. Hyggst stórfækka starfsmönnum AFP Hyggst fækka um 11.600 manns. ÞÝSKALAND Átta konur sem læstar voru inni af vinnuveitanda sínum fórust í gær í eldsvoða í Manila, höfuðborg Fil- ippseyja. Lögreglan í Manila greindi frá þessu í gær. Átta aðrar konur komust lífs af með því að klifra upp á þak og stökkva niður, samkvæmt frétt AFP. Sex af konunum sem fundust látnar voru 19 til 24 ára gamlar, að sögn lögreglunnar. 8 konur læstar inni fórust í eldsvoða Hinar látnu voru frá 19 til 24 ára. FILIPPSEYJAR Það hljóp heldur betur á snærið hjá frönskum góðgerðarsamtökum í gær, þegar tilkynnt var í París að heppinn einstaklingur, sem vann 72 milljónir evra í Euro Millions happ- drættinu, hefði ákveðið að gefa frönskum góðgerðarsamtökum 50 milljónir evra af vinningi sínum, eða sem svarar 7,7 milljörðum ís- lenskra króna. Franska dagblaðið Le Parisien hyllti gjörð mannsins sem „ótrúlega rausn,“ samkvæmt frétt AFP í gær. Maðurinn sem óskað hefur nafn- leyndar er samkvæmt blaðinu sagð- ur hafa óskað eftir því að fjármun- irnir skiptust á milli tíu góðgerðarsamtaka, sem berjast fyrir þá sem minna mega sín. Hann er sagður vera frá Haute-Garonne- svæðinu í Suðvestur-Frakklandi. Fram kemur í fréttinni að hann sé á sextugsaldri, ókvæntur og barnlaus. Félagsfræðingurinn Denis Muzet segir í samtali við Le Parisien að svona manngæska hefði ekki getað komið á betri tíma fyrir frönsku þjóðina. „Þessi einstaklingur sendir þjóðinni þau skilaboð, að velgengni í lífinu snýst ekki um það hversu mikla fjármuni þú getur unnið þér inn, heldur hvað þú ert fær um að gera fyrir aðra. Fyrir þjóðfélag í kreppu, þar sem peningavaldið stjórnar öllu, virðist fullkomin skynsemi í þessari gjörð“ er haft eftir Muzet. agnes@mbl.is AFP Rausn Hinn gjafmildi Frakki óskaði nafnleyndar, þegar hann gaf tíu góð- gerðarsamtökum 50 milljónir evra, eða 7,7 milljarða króna í gær. Gefur 50 milljónir evra til góðgerðarsamtaka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.