Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 38
38 MESSUR Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins að Borgarbraut 2, Stykkishólmi, sem hér segir:
Rikki Magg SH-200, sknr. 6338, þingl. eig. Ríkarð Ríkarðsson,
gerðarbeiðandi Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, miðvikudaginn 4. júní
2014 kl. 10:00.
Sýslumaður í Búðardal,
30. maí 2014,
Ólafur K. Ólafsson sýslumaður.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Hellnafell 4, fnr. 221-5058, Grundarfjarðarbæ, þingl. eig. Kristbjörn
Rafnsson og Guðrún Pálsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og
N1 hf., miðvikudaginn 4. júní 2014 kl. 11:30.
Tjarnarás 5, fnr. 222-6189, Stykkishólmi, þingl. eig. Þórarinn Sighvats-
son og Elísabet Sigtryggsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
miðvikudaginn 4. júní 2014 kl. 10:30.
Sýslumaður í Búðardal,
30. maí 2014,
Ólafur K. Ólafsson sýslumaður.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta á
sjómannadaginn kl. 11. Sr. Kristín
Pálsdóttir þjónar fyrir altari og prédik-
ar. Messuþjónar sjá um ritningalestra
dagsins. Kristina Kalló Szklenar org-
anisti. Kirkjukórinn leiðir almennan
safnaðarsöng. Kaffi og meðlæti eftir
messu.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 á
sjómannadaginn. Séra Ægir Frímann
Sigurgeirsson, fyrrverandi sóknar-
prestur, prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús
Ragnarsson. Kaffisopi í safnaðarheim-
ilinu að guðsþjónustu lokinni.
ÁSTJARNARKIRKJA | Helgistund kl.
11. Sr. Gunnar Jóhannesson, settur
héraðsprestur, leiðir stundina. Matt-
hías V. Baldursson tónlistarstjóri ann-
ast tónlistina. Hressing á eftir og gott
samfélag.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir.
Félagar úr kór kirkjunnar leiða almenn-
an safnaðarsöng, organisti er Örn
Magnússon. Kaffi í safnaðarheimili
eftir messu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sæmundur í
sparifötum og án sparifata syngur sjó-
mannalög í sjómannamessu í Bú-
staðakirkju á sjómannadag kl. 11.
Kirkjukór Bústaðakirkju syngur, org-
anisti er Jónas Þórir og þau flytja tón-
list í tilefni sjómannadagsins. Prestur
er sr. Pálmi Matthíasson. Heitt á könn-
unni og Sæmundur mætir bæði í spari-
fötum og án sparifata.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11 á sjó-
mannadaginn, frú Agnes M. Sigurð-
ardóttir, biskup Íslands, prédikar og
séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir alt-
ari. Dómkórinn, Kristján Jóhannsson
óperusöngvari syngur einsöng og org-
anisti er Kári Þormar.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta kl. 11 í samvinnu við Norðfirð-
ingafélagið í Reykjavík. Séra Svavar
Stefánsson þjónar fyrir altari, Magni
Kristjánsson, fyrrverandi skipstjóri í
Neskaupstað, flytur hugleiðingu. Kór
Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir al-
mennan safnaðarsöng. Organisti Sól-
veig Anna Aradóttir. Meðhjálpari Krist-
ín Ingólfsdóttir.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Ferming-
arguðsþjónusta kl. 11. Kór og hljóm-
sveit kirkjunnar leiðir sönginn. Prestar
Sigríður Kristín Helgadóttir og Einar
Eyjólfsson.
FRÍKIRKJAN Kefas | Samkoma kl.
16.30, athugið breyttan tíma. Tónlist-
arhópurinn leiðir lofgjörð og Björg R.
Pálsdóttir prédikar. Góð aðstaða fyrir
börn en ekki boðið upp á gæslu eins
og er. Kaffi og samvera að samkomu
lokinni.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming-
armessa kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jó-
hannsson þjónar fyrir altari ásamt Erlu
Björk Jónsdóttur guðfræðingi. Söng-
hópur Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir
sönginn ásamt Gunnari Gunn-
arssyni,organista.
GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Barn
borið til skírnar. Félagar úr Kór Vídal-
ínskirkju leiða sönginn. Organisti er
Bjartur Logi Guðnason. Sr. Friðrik J.
Hjartar þjónar. Helgihald Garðasóknar
flyst í Garðakirkju yfir sumarið.
GLERÁRKIRKJA | Laugardagurinn
31. maí. Fermingarmessa kl. 13.30.
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar
ásamt Ragnheiði Sverrisdóttur djákna.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn
Valmar Väljaots. Sunnudagurinn 1.
júní. Sjómannadagurinn. Messa kl.
11. Sr Gunnlaugur Garðarsson þjónar.
Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng
undir stjórn Valmar Väljaots. Að venju
verður helgistund við minnisvarðann
kl. 12.15.
GRAFARVOGSKIRKJA | Bænastund
við voginn kl. 10.30. Safnast saman í
kirkjunni og gengið saman niður að
voginum. Fulltrúar frá björgunarsveit-
inni Ársæli standa heiðursvörð. Séra
Guðrún Karls Helgudóttir leiðir stund-
ina. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður er
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar
fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson spil-
ar og leiðir söng.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl.
10, bænastund 10.15. Messa kl. 11.
Altarisganga. Samskot til ABC-
barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Ein-
söng syngur Kristín Anna Th. Jens-
dóttir. Organisti er Ásta Haraldsdóttir.
Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Kaffi
eftir messu. Hversdagsmessa með
Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl.
18.10.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Sjó-
mannadagsmessa kl. 13. Ræðumað-
ur Sigurður A. Kristmundsson hafn-
arstjóri. Ritningarlestra lesa
sjómannshjónin Ágústa Inga Sig-
urgeirsdóttir og Haukur Guðberg Ein-
arsson. Viktor Guðberg Hauksson ber
kransinn niður að minnisvarðanum
Von. Karlakór Keflavíkur leiðir sönginn
undir stjórn Helgu Bryndísar Magn-
úsdóttur. Prestur sr. Elínborg Gísla-
dóttir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheim-
ili | Guðsþjónusta í hátíðasal Grundar
kl. 14. Séra Auður Inga Einarsdóttir
heimilisprestur þjónar. Grundarkórinn
leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage
organista.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjón-
ar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna.
Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju
syngja. Organisti er Björn Steinar Sól-
bergsson. Sögustund fyrir börnin. Tón-
leikar kl. 17 á vegum Listvinafélags
Hallgrímskirkju. Lára Bryndís Eggerts-
dóttir orgelleikari frumflytur sjö íslensk
orgelverk.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Fermdur verður Tómas Bragi Gunn-
arsson. Félagar úr Kammerkór Há-
teigskirkju syngja. Organisti Kári All-
ansson. Prestur sr. Tómas Sveinsson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa
kl. 11 á sjómannadag. Prestur sr.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, org-
anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kaffi-
hressing eftir messu.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd |
Laugardaginn 31. maí kl. 11 verður
sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í
Hólaneskirkju. Kór sjómanna leiðir
safnaðarsöng undir stjórn Hugrúnar
Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Haf-
þór Gylfason syngur einsöng. Hljóð-
færaleikarar eru Viggó Brynjólfsson,
Fannar Viggósson, Guðmundur Egill Er-
lendsson og Unnar Leví Sigur-
björnsson. Guðrún Guðbjörnsdóttir,
sjómannskona flytur ræðu. Prestur
séra Bryndís Valbjarnardóttir.
HRAFNISTA | Reykjavík. Hátíðarguðs-
þjónusta á sjómannadaginn kl. 13.30
í samkomusalnum Helgafelli. Ræðu-
maður dagsins er Hörður Már Harð-
arson, formaður Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. Einsöngur Una Dóra Þor-
björnsdóttir. Félagar úr kór Áskirkju
syngja ásamt söngfélögum Hrafnistu.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar
lesa ritningarlestra. Organisti Magnús
Ragnarsson. Sr. Svanhildur Blöndal
þjónar fyrir altari.
HVALSNESKIRKJA | Sjómannadags-
messa kl. 11. Víkingarnir syngja. Org-
anisti er Steinar Guðmundsson. Blóm-
sveigur lagður að minnisvarða um
drukknaða sjómenn. Prestur sr. Sig-
urður Grétar Sigurðsson.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð |
Gautaborg. Guðsþjónusta verður í
Västra Frölundakirkju kl. 14. Íslenski
kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og
kórstjórn Kristinn og Tuula Jóhann-
esson. Herbjörn Þórðarson og Lisa
Fröberg syngja tvísöng. Ferming, fermd
verða: Ann Marí Guðnadóttir, Inga Kar-
en Ásgeirsdóttir og Stella Marín Guð-
mundsdóttir. Kirkjukaffi. Prestur sr.
Ágúst Einarsson.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam-
koma kl. 20. Halldóra Ólafsdóttir pré-
dikar. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og
samfélag eftir samkomu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópa-
vogskirkju syngur undir stjórn Lenku
Mátéová, kantors kirkjunnar.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa á sjó-
mannadaginn kl. 11. Sr. Guðbjörg Jó-
hannesdóttir þjónar, Jóhanna Gísla-
dóttir æskulýðsfulltrúi prédikar.
Félagar úr Góðum grönnum syngja við
undirleik Jóns Stefánssonar org-
anista.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskólinn kl. 11. Guðsþjónusta kl.
20. Gospelgleði leidd af Kór Linda-
kirkju undir stjórn Óskars Einarssonar.
Sr. Guðni Már Harðarson þjónar fyrir
altari.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Fredriksberg pigekor í Kaupmanna-
höfn syngur, stjórnandi Lis Vorbek.
Barnakór Neskirkju, stjórnandi Jó-
hanna Halldórsdóttir. Organisti Stein-
grímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni
Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Kaffi og samfélaga á Torginu eftir
messu.
SALT kristið samfélag | Samkoma
SÍK í samstarfi við Salt kl. 14 í Kristni-
boðssalnum Háaleitisbraut 58-60,
þriðju hæð. Við fáum góðan gest frá
Noregi, Gunnar Hamnøy. Hann er
kristniboðsfrömuður og rithöfundur.
Léttar veitingar og samfélag á eftir
samkomu.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju
leiðir safnaðarsöng. Organisti: Tómas
Guðni Eggertsson. Altarisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi-
stund á sjómannadegi kl. 11 á bryggj-
unni í Bakkavör. Friðrik Vignir Stef-
ánsson leikur sjómannalög og létta
sálma á harmóníku. Sóknarprestur
þjónar. Félagar úr Kammerkór Seltjarn-
arneskirkju syngja. Kaffiveitingar í
Gaujabúð, slysavarnafélagshúsinu eft-
ir athöfn.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Á sjó-
mannadaginn er guðsþjónusta kl. 11.
Kór kirkjunnar undir stjórn Sigurbjargar
Kristínardóttur organista leiðir almenn-
an safnaðarsöng. Sr. Sigríður Rún
Tryggvadóttir þjónar og meðhjálpari er
Jóhann Grétar Einarsson. Kaffi í safn-
aðarheimilinu eftir guðsþjónustu.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson annast
prestsþjónustuna. Organisti er Jón
Bjarnason.
ÚLFLJÓTSVATNSKIRKJA | Messa
kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson, sókn-
arprestur, annast prestsþjónustuna.
Organisti er Jón Bjarnason. Í messunni
verður fermdur Sigurður Elías Hall-
dórsson, Villingavatni, Grafningi.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Sjómannadags-
messa kl. 14. Víkingarnir syngja. Org-
anisti er Steinar Guðmundsson. Barn
borið til skírnar. Blómsveigur lagður að
minnisvarða um drukknaða sjómenn.
Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðs-
son.
VÍDALÍNSKIRKJA | Helgihald Garða-
sóknar flyst í Garðakirkju yfir sumarið.
Messa þar kl. 11. Sjá gardasokn.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Á
sjómannadaginn 1. júní. Minning-
arstund kl. 10.45 við altari sjómanns-
ins. Blómsveigur lagður að minnis-
merkinu. Sjómannadagsmessa kl. 11.
Norskur gestakór syngur ásamt Kór
Víðistaðasóknar. Organisti: Helga Þór-
dís Guðmundsdóttir. Prestur: Sr. Bragi
J. Ingibergsson.
Orð dagsins:
Þegar huggarinn
kemur.
(Jóh. 15)
Morgunblaðið/Kristinn
Mosfellskirkja
Útrétt hönd
óstyrk og tóm
legg í lófa karls
ljóð eða blóm
fugl kom og söng
fram á ljósa nótt
höndin er full
með frið og þrótt.
(Snorri Hjartarson)
Þetta fallega ljóð Snorra
Hjartarsonar er lítil kveðjugjöf
til míns góða og kæra vinar,
Eyjólfs Guðjónssonar sem nú
hefur verið lagður til hinstu
hvílu eftir erfið veikindi og dap-
urleg. Það var eins og það brysti
strengur í brjósti hans Eyjólfs
nú fyrir nokkrum árum, svo
veiktist hann af taugasjúkdómi
og lokaðist smám saman inni í
sjálfum sér, þar til hann fékk
hvíldina. Eins veikur og hann þó
var missti þessi sérstaki maður
aldrei reisnina sem var honum
svo eiginleg.
Hann Eyjólfur var um margt
alveg einstakur. Fágaður og
fríður, hár og glæsilegur heims-
maður og íslenskt náttúrubarn
úr sveit að vestan.
Um árabil gekk hann um fjöll
og firnindi Íslands og þegar
þeim kafla lauk gekk hann um
götur heimsborga, alltaf eins og
heima hjá sér.
Ég minnist hans eins og hann
var áður en hann veiktist, best-
ur allra góðra vina, ráðagóður
og örlátur, fyndinn og skilnings-
ríkur, lífsreyndur og djúpvitur.
Við kynntumst í Madrid árið
1998 og urðum strax góðir og
nánir vinir. Við áttum það sam-
Eyjólfur
Guðjónsson
✝ Eyjólfur fædd-ist í Reykjavík
1. mars 1956. Hann
lést á Hrafnistu
DAS 9. maí 2014.
Útför Eyjólfs fór
fram frá Áskirkju
26. maí 2014.
eiginlegt að giftast
mönnum frá Kúbu
og það var margt
um að tala og papp-
írsstúss að greiða
úr og upp úr því
styrktust milli okk-
ar vinabönd sem
urðu langlífari en
hjónaböndin sem
tengdu okkur í upp-
hafi reyndust.
Hann gat verið
öllum hvassari og erfiðari ef
honum líkaði ekki eitthvað, en
okkur sem hann opnaði hjarta
sitt og vinskap var hann ómet-
anlegur. Að eignast slíkan vin er
mikil gæfa og mér reyndist
hann engum betri. Ég skildi við
manninn minn með nýfætt barn
í höndunum og hefði aldrei get-
að höndlað það án stuðnings frá
mínum góða vini, sem útskýrði
fyrir mér skrefin sem ég þyrfti
að taka og greiddi úr tilfinn-
ingum mínum með mér af
tryggð, væntumþykju og trún-
aði.
Hans eigið tilfinningalíf var
erfitt og þessi ástríki maður
upplifði mikla einsemd og leið
fyrir það. Okkur sem unnum
honum sveið óhamingja hans, en
það var svo lítið sem við gátum
gert. Allt kom fyrir ekki.
Ég er búin að sakna hans og
kvíða þessum degi lengi. Ég
syrgi góðan vin um leið og ég
veit að hann varð að fá að fara.
Nú vona ég að hann fái hvíld og
fró. Sjálf er ég svo miklu ríkari
fyrir vinskap hans og þau ár
sem við áttum kynni. Missir
minn og okkar allra sem áttum
Eyjó að er mikill. Ég samhrygg-
ist föður hans og fjölskyldu og
vinum hans öllum.
Sjá grasið sprettur, gleðstu, mundu
að
þú grerir sjálfur fyrrum líkt og það,
þó innra með þér blikni sef og blað
gef beyg og trega engan griðarstað!
(Snorri Hjartarson)
Sigríður Guðmundsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
AÐALBJÖRNS ÞÓRS KJARTANSSONAR,
Nýbýlavegi 34,
Hvolsvelli.
Kristrún Kjartans,
Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, Óskar Pálsson,
Kjartan Aðalbjörnsson, Ólöf Helga Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Aðalbjörnsson, Erla Kristín Jónsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir samúðarkveðjur og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HRANNAR BRANDSDÓTTUR,
Skaftafelli,
Ránarbraut 5
Vík í Mýrdal.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðrún Brynja Guðjónsdóttir, Sævar B. Arnarson,
Hafsteinn Guðjónsson, Kristín Gísladóttir,
Brandur Jón Guðjónsson, Inga B.H. Oddsteinsdóttir,
Margrét Steinunn Guðjónsdóttir, Tyrfingur K. Leósson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar