Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Kaupum alla bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við sjáum breytingar sem eru vís- bending um að það hafi orðið gos samfara skjálftahrinu sem var þarna úti á 61. gráðu,“ segir Ár- mann Höskuldsson eldfjallafræð- ingur og vísar í máli sínu til mælinga á jarðskjálftavirkni á Reykjanes- hrygg. Ármann hefur að undanförnu far- ið yfir og borið saman gagnasafn um landslagið á hafsbotni svæðisins frá árinu 1994 og mælingum sem safnað var í fyrra haust. „Það var jarð- skjálftahrina á þessu tímabili, ein- mitt á því svæði þar sem við sjáum breytingar í landslagi.“ Ármann segir niðurstöðuna nokk- uð merkilega í ljósi þess að ekki er vitað um mörg eldgos á þessu svæði. „Við vitum að á landgrunninu hefur gosið einu sinni til tvisvar á öld en um leið og komið er út í dýpið þá vit- um við minna því gosið kemur aldrei upp á yfirborðið,“ segir Ármann. Að auki er svæðið það langt frá landi, um 400 til 500 kílómetra, að einu mælarnir sem nema óróann af ná- kvæmni eru í kerfi Bandaríkjahers sem sett var upp til þess að fylgjast með ferðum kafbáta. Aðspurður segir Ármann hafs- botninn vera það svæði sem vís- indamenn þekkja hvað minnst þrátt fyrir að það telji um 70% jarð- arinnar. „Með því að kortleggja og þekkja vel landsvæðið þá fáum við betri upplýsingar um hvað er að gerast þarna niðri.“ Þá segir Ármann Reykjanes- hrygginn geta reynst mjög dýrmætt svæði til framtíðar þegar kemur að hugsanlegri námuvinnslu. Í því sam- hengi bendir hann á að Norðmenn hafi nýverið metið ávinning hugs- anlegrar námuvinnslu við þann sjáv- arhrygg sem í þeirra eigu er. Telja þeir svæðið mun verðmætara en ol- íuauðinn. „Það er enn önnur ástæða til þess að við eigum að skoða Reykjaneshrygginn betur.“ Sjá merki um eldgos á Reykjaneshryggnum  Landsvæðið á hafsbotninum hefur tekið breytingum Grunnmynd: Google Neðansjávargos Gosstöðvar Fundur sem fram fór í borgarráði í gær tók einungis tvær mínútur. Á honum var aðeins eitt mál á dag- skrá og var það að samþykkja breytingar á kjörskrá fyrir kosn- ingarnar í dag. Kjörskrárstofn er skrá þar sem öll nöfn þeirra sem eru með kosningarétt í viðkomandi sveitarfélagi kemur fram og hann þarf að samþykkja fyrir kosningar. Fundurinn hófst kl. 12.20 og lauk 12.22. Fundir um breytingar á kjör- skrá eru ávallt haldnir rétt fyrir kosningar. Fyrir fjórum árum var síðasti fundurinn öllu lengri eða fimm mínútur. Að sögn Helga B. Laxdal verður annar fundur á morgun þar sem sama efni verður á dagskrá en gjarnan þarf að gera smávægilegar breytingar, t.a.m. ef tilkynningar um lögheimilisbreyt- ingar berast seint til þjóðskrár. Tveggja mínútna fundur í borgarráði Ráðhús Reykjavíkur Fundur í borgarráði í gær stóð einungis tvær mínútur. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Með bráðageðdeild verður sérhæf- ingin í starfseminni hér meiri. Starfsfólkið hefur fengið sérstaka þjálfun til að sinna verkefnum á þessari deild og með því höfum við betri tækifæri til að sinna okkar veikustu sjúklingum,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geð- sviðs Landspítalans. Á bráðadeildinni sem merkt er 32C eru alls tíu rúm, ætluð fólki sem er í geðrofsástandi, það er með ranghugmyndir eða ofskynjanir. Þessum sjúklingum hefur hingað til verið sinnt inni á almennum mót- tökudeildum geðsviðsins, sem hefur leitt af sér margvísleg vandamál. Truflun og tefur bata Hver deild tekur um það 16-20 sjúklinga og á einni þeirra er sinnt mæðrum, með nýfædd börn, sem glíma við fæðingarþunglyndi. „Á slíkri deild er truflandi og það tefur fyrir bata ef þar eru á sama tíma einstaklingar sem eru órólegir og glíma við veikindi sem eru af allt öðrum toga en ungar mæðurnar gera. Úr þessu varð að bæta. Eftir á að hyggja er ég hissa að okkur hafi ekki fyrr dottið í hug að gera þessar breytingar, svo mikil um- skipti eru þau fyrir okkur,“ segir María. Það var í mars 2012 sem ákveðið var að fara í áðurnefndar breyting- ar. Í fyrstu var ætlað að endurbætt deild yrði komin í gagnið eftir hálft ár. Þegar á reyndi voru fjárveiting- ar ekki nægar og því tafðist fram- gangur málsins. Því var nokkru af rekstrarfé sviðsins varið til þessa, auk þess sem velferðarráðuneytið lagði til sérstaka fjárveitingu. Þá munaði um framlag úr átakinu Á allra vörum, en undir því nafni var meðal annars efnt til sjónvarpssöfn- unar síðasta haust og með henni var safnað alls 40 milljónum króna. „Þessar framkvæmdir hefðu varla orðið að veruleika hefði söfnunin ekki komið til,“ segir María. Fjórða deildin Deildinar í geðdeildarhúsi Land- spítalans eru fjórar. Tvær eru það sem kalla má almennar deildir og sú þriðja er fyrir fíknisjúklinga – það er fólk í neyslu og er jafnframt með greinda geðsjúkdóma. Bráða- deildin er hin fjórða. „Við gefum okkur að meðal inn- lagnartími sjúklinga á bráðadeild- inni verði 25 dagar. Rennum ann- ars blint í sjóinn en höfum fengið góða fræðslu og fyrirlestra frá fag- fólki í Bretlandi hvernig bráða- þjónustunni verði best sinnt,“ seg- ir María Einisdóttir. Mikil umskipti í starfinu með bráðageðdeildinni  Veikasta fólkið fær betri þjónustu  Tíu rúma deild fyrir fólk í geðrofsástandi Morgunblaðið/Golli Gaman Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Elísabet Sveinsdóttir, frá átakinu Á allra vörum, brugðu á leik við opnunina og léku borðtennis. Aðstaða til dægradvalar er mikilvæg á geðdeildum og gleðin stuðlar að bata. Almennum sjúkrarúmum á geð- deildum hefur fækkað síðustu ár. Meiri áhersla er lögð á göngu- og dagdeildarþjónustu, sem er bæði ódýrari leið og sjúklingum bæri- legri. „Það er mikið inngrip í líf fólks að þurfa að leggjast inn á geðdeild og af þeim sökum – og raunar mörgum fleiri – reynum við að koma til móts við sjúklingana á annan hátt,“ segir María Einis- dóttir. Hún tók við framkvæmda- stjórn geðsviðs Landspítalans á síðasta ári af Páli Matthíassyni, nú forstjóra sjúkrahússins. Á geðsviðinu hafa ýmsar nýj- ar leiðir verið í þróun, svo sem þjónusta fyrir ungt fólk með byrjandi geð- rofssjúkdóma. Þá eru mæður áhersluhópur; kon- ur sem eiga sakir geðsjúkdóms eða fíknar erfitt með að sinna börnum sínum. Innlögn er mikið inngrip BREYTTAR ÁHERSLUR HJÁ GEÐSVIÐI LANDSPÍTALA María Einisdóttir „Það snjóar í sumar,“ auglýsir Nói- Síríus. Það er ekki langtímaveð- urspá heldur er fyrirtækið að kynna hvítt Nóakropp með vanillubragði. Kroppið er húðað með hvítu súkku- laði og er þetta í fyrsta sinn sem fyr- irtækið setur hvítt súkkulaði á markað í 94 ára sögu sinni. „Þetta er gert til prufu hjá okk- ur,“ sagði Kristján Geir Gunn- arsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa-Síríusar. „Þetta er hefðbundið Nóakropp nema við not- um hvítt súkkulaði í staðinn fyrir rjómasúkkulaði. Við ákváðum að svara kalli neytenda og koma með hvítt súkkulaði. Við gerðum þetta í takmörkuðu magni. Fyrstu viðtökur eru gríðarlega jákvæðar.“ Kristján sagði að háværar raddir hefðu beðið Nóa-Síríus um hvítt súkkulaði í gegnum tíðina. „Bour- bon-vanillan sem við notum í hvíta súkkulaðið er alveg einstök,“ sagði Kristján. „Hún er talin sú besta sem hægt er að nota.“ Framleitt var takmarkað magn af hvíta Nóakroppinu og er framleiðslu lokið. Svo verður metið í haust hvernig til tókst við þessa tilraun og hvort viðbrögð neytenda stuðli að því að hvíta Nóakroppið fái fastan sess í framleiðslulínunni. Kristján sagði það vera til skoðunar að prófa hvítt súkkulaði í fleiri vörulínum. Það er því ekki útilokað að hvítir molar kunni að læðast í konfekt- kassa framtíðarinnar. gudni@mbl.is Snjókorn Hvíta Nóakroppið var framleitt til prufu að ósk neytenda. Með hvítt súkkulaði í fyrsta sinn  Tilraun með hvítt Nóakropp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.