Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 2
34 Steindór Pétursson grillar í hverri viku og allra helst humar. 2 | MORGUNBLAÐIÐ 23.05.2014 Sagt er að vilji maður sleppa við þotuþreytu eft- ir flug á milli tímabelta sé óbrigðult ráð að koma sér hið fyrsta í kjölfar lendingar í tæri við gróinn blett svo gerlegt sé að ganga berfættur á gras- inu. Að finna gróðurinn gæla við iljarnar veitir, að sögn þeirra sem til þekkja, náttúrulega jarð- tengingu sem slær snimmhendis á tímabelta- kveisuna. Þessu get ég alveg trúað. Að eiga þess kost að komast í grösugan gróðurreit og njóta þar góðrar stundar eru lífs- gæði, ef ekki forréttindi, sem við eigum að hlúa að, hvort heldur um er að ræða lítinn einkaskika eða stóran almenningsgarð. Grænt er vænt. Í garðinum er líka aðstaða til að grilla, en kunnara er en frá þurfi að segja að grillmennska er þjóðaríþrótt okkar Íslendinga, og afrakst- urinn þjóðarréttur. Að hætti víkinganna látum við ekki vetrarhörkur eða vosbúð á okkur fá heldur skorum á illviðrið og grillum, bara ef löngunin í eldgrillað býður svo. Í þessu blaði er víða leitað fanga þegar garðar og grill eru annars vegar og vonandi að allir finni sér lesefni til gagns og gamans. Njótið vel – gleðilegt grillsumar í garðinum! Vænt, grænt og grillað Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Guðrún S. Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. LifunGarðar og grill 6 Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir er með fagurgræna fingur. 16 Pallurinn þarf að vera í samræmi við umhverfi sitt. 22 Í Rúmfatalagernum er að finna úrval garðhúsgagna. 28 Í Grasagarðinum má rækta allra handa góðgæti. 10 Hveragerði blómstrar á bæjarsýningunni Blóm í bæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.