Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
heitir pottar
Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is
Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir
íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu
því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti
á verði sem kemur skemmtilega á óvart.
GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ
Þ
að er alltaf að koma eitthvað
nýtt í búðina til okkar fyrir
áhugasama grillara. Þróun
og endurnýjun er auðvitað
hægari í sjálfum grillunum þó þau
taki jafnt og þétt ákveðnum breyt-
ingum og endurbótum en þróunin er
þeim mun hraðari í aukahlutunum,“
segir Einar Long, framkvæmdastjóri
í Grillbúðinni við Smiðjuveg í Kópa-
vogi. „Ljós á grillið eru að ryðja sér
til rúms í auknum mæli og eitt af því
mest spennandi á þessum nótum er
startari fyrir kolagrill sem gerir kol-
in klár á sjö mínútum.“
Kolin klár á svipstundu
Einar útskýrir að margir veigri
sér við því að grilla á kolum þar sem
það tekur jú alla jafna lengri tíma að
undirbúa grillunina en að kveikja
upp í gasgrilli. Með tilkomu þessarar
græju kveður heldur betur við nýjan
tón í þessum efnum því kolin eru orð-
in hvínandi heit á fáeinum mínútum.
„Það hafa verið til kolastartarar sem
koma kolunum í gang á um það bil
fimmtán til tuttugu mínútum en
þessi nýi startari gerir þetta á sjö
mínútum.“ Þetta hljóta að teljast tíð-
indi í grillheimum því tímasparn-
aðurinn hefur venjulega verið ástæða
þess að fólk velur gasið en eins og
vanir menn vita þá þarf iðulega að
hita gasgrill upp í minnst tíu mínútur
til að það sé orðið nógu heitt svo vel
eigi að vera er grillun hefst. Kol á sjö
mínútum er sannarlega áhugaverð
tilhugsun. Einar útskýrir að um
rafknúið tæki sé að ræða. Start-
aranum sé stungið í samband, hann
nái 600°C hita á einni mínútu. Þá er
tækinu beint að kolunum og þau
verða rauðglóandi á svipstundu.
„Þetta er bráðsniðugt tæki og ég spái
því vinsældum í sumar,“ segir Einar.
Reykjarbragðið heillar
Einar bendir á að önnur vinsæl
leið til að fá reykjarkeim í grillmat-
inn séu bragðbætandi viðarspænir
fyrir grillið. „Það sem hefur aukið
einna helst vinsældir sínar hin seinni
ár hér hjá okkur eru reykv-
iðarspænir sem lagðir eru í bleyti og
settir í grillið áður en kveikt er upp.
Með þessu fæst mikill reykur og í
framhaldinu gott og mikið reykbragð
sem gerir matreiðsluna á grillinu
skemmtilega. Það færist í vöxt að
fólk vilji hafa góðan reykjarkeim af
matnum og þessi lausn hefur sér-
staklega fallið í kramið hjá þeim sem
nota gasgrill því þarna fæst bragð
sem aðeins hefur verið hægt að fá
með kolagrillum.“
Aðspurður segir Einar það rétt að
kolagrillin færist heldur í aukana á
svölum og pöllum landans og fjölgun
þeirra hafi verið töluverð síðustu
þrjú árin eða svo. Hann telur engu að
síður að alls skipi þau ekki nema tvö
til þrjú prósent af heildargrillflota
landsmanna. „En hægt og hljótt
eykst þetta nú samt og fyrir þá sem
hafa sannan áhuga á matargerð þá
skiptir hitinn á grillinu máli og hafa
kolin alla jafna vinninginn, en mik-
ilvægt er að velja réttu kolin til að fá
réttu bragðgæðin. Bæði gefa kolin
meira bragð og svo færðu einfaldlega
meiri hita. Sérstaklega er þetta mik-
ilvægt við grilleldun á mat eins og
nautasteik. Þá þarftu mikinn hita og
það eru satt að segja fá gasgrill sem
búa yfir slíkum hita, það verður bara
að segjast eins og er. Sum þeirra
hafa reyndar búnað – sérstaka
brennara sem ná að framkalla jafn
mikinn hita og kolagrill. Við seljum
talsvert af þeim, en þau kosta
meira.“
Einar bendir þá á fleiri kosti fyrir
þá sem líkar við bragð af reyktum
mat. „Reykofnar hafa verið vinsæl-
ir, til dæmis hjá þeim sem veiða
mikið og vilja
meðhöndla
bráðina til
enda með
reykingu, og svo erum
við líka með svokallaða „smók-
era“ en það er kolagrill með
tveim hólfum þar sem hægt er
að vera með reykinn og hitann í
öðru hólfinu og matinn í hinu.
Þá er eldað lengi við lítinn hita
og reyk – einskonar hægeldun á
grillinu. Það er hægt að grilla
upp á hefðbundna mátann en
grillið er með búnaði sem býður
upp á þennan valkost.“
Uppsöfnuð grillþrá landans
Einar segir að sumarið fari
stórvel af stað í Grillbúðinni
og salan hafi farið af stað með
miklum sóma. „Reyndar hefur alltaf
orðið aukning milli ára síðan búðin
hóf rekstur árið 2007, og ekki síst síð-
an við opnuðum hér á Smiðjuveg-
inum árið 2012, en í ár er hreinlega
hægt að tala um sprengingu í söl-
unni, og á það við um nánast allt í
búðinni.“ Kenning Einars er á þá leið
að um sé að ræða uppsafnaða grillþrá
landans eftir afleitt sumar í fyrra, all-
tént frá veðurfarslegu sjónarmiði.
„Það eru komnir fleiri sólardagar
það sem af er þessu sumri en allt
sumarið í fyrra, svo það er ekki að
undra þó fólk flykkist út á pallinn og
kveiki upp í ,“
bætir Einar
við og hlær.
„En þess utan
erum við jú með þekktustu
merkin á markaðnum í grillum,
við höfum allt til alls á einum stað
og svo finnum við að fólk vill fá
aukna þjónustu og ráðleggingar
við að finna grill sem hentar. Þá
eigum við varahluti í allt sem við
seljum og viljum hjálpa fólki við að
hugsa um grillin svo þau endist.
Enda er talsvert ódýrara að kaupa
vandað grill fyrir 80-90 þúsund
krónur, hugsa vel um það og eiga
það í tíu til fimmtán ár, í stað þess
að kaupa sér grill á 60 þúsund, eiga
það í þrjú ár, henda því og kaupa
svo nýtt og svo framvegis.“ Það er
jú hluti af góðri grillmenningu að
hugsa vel um grillið. „Þar viljum við
aðstoða fólk eins og með aðra þætti
grillsins.“
jonagnar@mbl.is
Hinn ljúfi reykur laðar að
Gósentíðin fyrir þjóð-
armatreiðslu Íslendinga,
grillið, er upprunnin og
margir grillarar hugsa sér
gott til glóðarinnar. Kolin
eru að fikra sig inn á mark-
aðinn, hægt og rólega, því
margir sækjast eftir reykj-
arkeimnum í bragðinu.
Morgunblaðið/Þórður
Grillmeistarar Þeir Einar Long framkvæmdastjóri (t.v.) og Steinar Viktorsson standa vaktina í Grillbúðinni og leiða viðskiptavini í allan sannleika
um töfraheima grillmennskunnar. Lögð er áhersla á vönduð grill, gott úrval hvers konar fylgihluta fyrir matseldina og loks breitt úrval varahluta.
Góðborgari Það er engin pressa á
þeim sem býr til hamborgarann í
hamborgarapressu sem þessari.
Útkoman er alltaf fyrirtak.
Grillbökur Pitsur sem bakaðar eru á pitsasteini á grilli eru í meira lagi
gómsætar. Vinsældir slíkra steina verða sífellt meiri með hverju ári.
Grillstáss Þetta fallega kola-
grill frá Landmann er nýkom-
ið í verslunina og minnir það
helst á kolaeldavélar sem
tíðkuðust fyrr á árum.