Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21 Sumar 2014 Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi hvaða fisk hann grillar helst nefnir hann fyrst laxinn. Einnig eru hlýri og blálanga í hvað mestu uppáhaldi. „Undanfarið hefur mér svo þótt einna skemmtilegast að grilla fersk- an kjúkling, og þá meina ég heilan kjúkling en ekki bara bringurnar. Ég hef verið að marinera hann mikið í tandoori-mauki og finnst það æð- islegt grillað, og reyndar allri fjöl- skyldunni líka. Um daginn mariner- aði ég svo kjúkling sem ég hafði hlutað niður í gamaldags Caj P. Original, gömlu góðu grillolíunni. Ég lét kjúklinginn liggja í henni í ein- hverja klukkutíma ásamt svolitlu af niðurskornum chili. Það var alveg skelfilega gott,“ segir Óli Gísli og dæsir við tilhugsunina. „Lærin þóttu mér bestu bitarnir. Annars erum við dugleg í kjúllanum og hann er einna bestur þegar hann er meðhöndlaður frá grunni og svo grillaður.“ Aldrei úrbeinað kjúklingakjöt Óli Gísli er sem framar greindi hrifnastur af því að kaupa heilan, ferskan kjúkling og er svo komið að hann kaupir ekki kjúklingakjötið öðruvísi. „Ég hef ekki keypt kjúk- ling öðruvísi en heilan í einhver ár. Bæði er hann þá ósprautaður og betri á bragðið. Þú ert einfaldlega með betri vöru og það er í rauninni afskaplega einfalt mál að hluta kjúk- ling niður. Það er sama hvað ég ætla að nota kjúklinginn í, ég kaupi aldrei úrbeinað kjúklingakjöt.“ Og þá er það stóra spurningin. Gas eða kol? „Ég á gott gasgrill en ég verð að viðurkenna að mig langar hrikalega mikið í alvöru kolakúlu,“ segir Óli Gísli og löngunartónninn í röddinni leynir sér ekki. „Ég grillaði einhvern tímann á almennilegu ko- lagrilli, og guð minn góður hvað mig langar í svoleiðis; það er eitt skemmtilegasta eldunartæki sem ég hef komist í. Heitasta grill sem ég hef grillað á og í kjölfarið besti mat- urinn.“ Í kjölfarið spinnast lystaukandi umræður um kolagrillun, ferskar rósmaríngreinar lagðar á kolin til að fá einstakan keim í kjötið og ekki laust við að maður sé kominn með vatn í munninn. Óli Gísli rekur þegar hann var á ferðalagi í Síle og grillaði á ekta viðarkolum eins og þar er lenska, í staðinn fyrir þjöppuðu kola- kubbana sem við þekkjum helst. „Það var klikkað. Hitinn sem kemur af slíku grilli er svakalegur, og bragðið náttúrlega líka.“ Grilla meira grænmeti! Íslendingar eru kappsamir við grillið og grilla flest sem að grind- inni kemur. Þó er Óli Gísli á því að við megum verið duglegri við að grilla fisk – þó að það standi að hans mati til bóta – og svo líka grænmeti. „Ég grilla mjög mikið grænmeti og þegar ég er að grilla kjöt í aðalrétt þá er ég alltaf með grænmeti líka á grillinu, til dæmis papriku, eggaldin eða þá zucchini [ísl. kúrbítur, inn- sk.blm.]. Það er eitthvað sem fólk mætti gera meira af, og þá meina ég ekki eitthvað tilskorið og tilbúið úr búð, heldur grófskorið frá grunni heima fyrir.“ Að endingu minnir Óli Gísli á kosti þess að grilla frekar kjúklinginn með beini. Til þess þurfi örlítið meira nostur en það borgi sig margfalt þegar maturinn er kominn á diskinn. „Með því að gefa sér smá- tíma verður kjúklingurinn miklu betri, það er ólíkt. Sama gildir um hamborgarana. Þegar ég útbý ham- borgara þá er það frá grunni, enda er það eina leiðin til að hafa þá al- vöru. En einhver veginn er það svo á mínum kokkaferli að maturinn er alltaf að verða einfaldari og einfald- ari, og fyrir vikið finnst mér hann bara verða betri og betri. Annars á fólk bara að vera duglegt við að prófa sig áfram. Grilla bara allt!“ Hiti er höfuðatriði Að lokum verður að inna mat- reiðslumeistarann eftir einhverju heilræði, einhverri gullinni reglu sem við amatörarnir getum tekið okkur til að ná betri árangri þegar eldað er yfir glóðunum. Ekki stend- ur á svari hjá Óla Gísla og hér er komið algert grundvallaratriði ef vel á til að takast þegar grilla skal góðan mat. „Þegar ég grilla þá er grillið búið að vera í gangi í 15-20 mínútur áður en ég set nokkurn skapaðan hlut á það. Það er lykilatriði þegar maður er að grilla og ekki síst þegar um fisk er að ræða. Fólk kvartar um að fiskurinn eigi það til að molna þegar hann er grillaður þá er það einungis af því að grillið var ekki orðið nógu heitt, og líkast til ekki nógu hreint. Bæði brenni ég grillið upp til að þrífa grindina og svo verður hitinn orðinn nægilegur þegar maturinn fer á grillið. Það á að heyrast gott „hvisss“ þegar maður setur matinn á grillið. Annars er maður ekki að fá þessa bruna-brasseringu á matinn og hver er þá tilgangurinn með því að grilla á annað borð? Þá getur maður allt eins pönnusteikt eða sett í ofn. Fólk er stundum undrandi á því hversu safaríkur kjúklingurinn er hjá mér þegar ég grilla hann. Það er einfaldlega af því ég set hann á blússandi heitt grill og færi hann svo upp á efri grindina til að fulleldast. En það þarf að byrja á því að elda hann við mjög háan hita, og þetta á að mínu áliti við um allan grillmat. Snöggloka honum að utan og láta hann svo hvíla og eldast á vægari hita. Reglan er einföld að muna, enda er hún kennd við H-in fjögur; heitt, heitt og svo hrikalega heitt,“ segir Óli Gísli og hlær. Þetta skilja allir. Nú er bara að kveikja upp og grilla af kappi í allt sumar! jonagnar@mbl.is ’Ég útiloka ekki grill íjanúar, og ef mannlangar í grillmat þá grillarmaður bara. Enda finnurmaður stundum grilllykt á förnum vegi yfir hávet- urinn. örlítið. Berið fram með kjúklingnum og cous cous-inu. Gott að bera fram með þessu agúrku- jógúrt sósu. Gerða úr grísku jógúrti. 1 agúrka rifin, 1 dós grísk jógurt, 1-2 tsk fersk mynta söxuð. Cous cous-ið getur svo einnig verið gott salat daginn eftir. Skerið þá niður afganginn af grillaða grænmetinu og kjúklingnum og hrærið saman við cous cous-ið. Frábært að bæta í fersku salati eins og rucola og t.d. tómötum. Njótið grillsumarsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.