Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ | 47
bmvalla.is
Náðu í
iBókina
á bmvalla.is
og skoðaðu
vöruúrvalið.
Við hjálpum
þér með
garðinn
Vönduð ráðgjöf
og vörur sem endast
Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir
og Inga Rut Gylfadóttir,
landslagsarkitektar (FÍLA),
aðstoða þig við að gera
hugmyndir þínar um fallegan
garð að veruleika.
Úrval af
vörum
sem gera
garðinn eins
viðhaldsléttan
og kostur er.
TERRA TORGSTEINN
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
14
15
53
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Uppskera „Sjálf er ég með plómutré í mínum garði og fyrstu 10-15 árin var ég bara að fá nokkrar plómur á ári. Skyndilega gerðist það svo að ávöxt-
unum fór að fjölga mjög og í dag þarf ég aðstoð nágrannakonu minnar við að tína og nota alla ávextina af trénu,“ segir Ingibjörg.
Ingibjörg segir að það sjáist á
plöntuvali viðskiptavinanna að
Íslendingar hafi þroskast sem
garðyrkjumenn og lært nýja
hluti. Hún segir t.d. að fólk skilji
það vel í dag að sumar plöntur
geta verið óhentugar í þéttbýli
og eins að plöntur geti kallað á
mismikið viðhald og vinnu og
þær verði að endurspegla áhuga
og eljusemi garðræktandans.
„Alaskaöspin er gott dæmi
um tré sem eiga betur við í sum-
arbústaðalandi en inni í bæjum
og borgum þar sem ör vöxtur
trjánna getur valdið vandræð-
um. Úti i sveit er öspin alveg til-
valin til að skapa gott skjól enda
nóg af rými fyrir hana að vaxa.“
Það virðist líka sem að áhugi á
garðyrkju sé orðinn almennari
og nokkuð sem fjölskyldan öll
sameinast um. „Þetta sést svo
vel á þeim sem gera sér ferð
hingað til okkar í verslunina í
Hveragerði, að bæði mamman
og pabbinn og ekki síður börnin
hafa skoðun á því hvað á að
kaupa fallegt í garðinn.“
Hún segir að fólk ætti ekki að
vera feimið að leita ráða hjá
sölumönnum og skynsamlegt sé
að halda tryggð við verslanir þar
sem starfsmenn eru reyndir og
þaulvanir. „Eitt af því sem ég er
stoltust af hér í garðstöðinni
minni er hvað hjá okkur starfa
margir garðyrkjufræðingar auk
mikilla reynslubolta í garðyrkju.
Þeir eru hafsjór af fróðleik.“
Allir fjöl-
skyldumeð-
limir með
skoðun á
garðinum