Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 7a • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla Hiti í bústaðinn E kki þarf að koma á óvart að salan á heitum pottum dróst töluvuert saman við banka- hrun. Einar Guðjónsson hjá Tengi segir að smám saman hafi markaðurinn verið að taka við sér á ný en umfangið sé ekki enn orðið helmingurinn af því sem var þegar best lét. „Við urðum varir við að eftir hrun gengu heitir pottar kaupum og söl- um. Seldi fólk þessa eign sína til að skapa sér einhverjar aukatekjur og dró að sama skapi úr eftirspurninni eftir nýjum pottum. Ekki hjálpaði heldur til að ríkisstjórnin læddi á síðasta ári inn 15% vörugjaldi á pott- ana.“ Pottar sem hafa allt til alls Einar segir Tengi eingöngu selja potta í hæsta gæðaflokki, útbúna ótalmörgum nuddstútum, ljósakerfi og hreinsibúnaði. Pottarnir koma allir fullfrágengnir og frístandandi með klæðningu og þarf ekki annað en að koma pottinum fyrir, stinga í samband og fylla af vatni og hægt er að byrja að njóta fjárfestingarinnar. „Þetta eru pottar með fullkomnum nuddkerfum, útvarpi og tónlist- arkerfi, og vantar hvergi upp á þæg- indin.“ Að sögn Einars hefur mátt greina þá breytingu að heitu pottarnir eru í auknum mæli að færast frá sumar- bústöðunum og að heimilum fólks í bænum. Hér áður fyrr hafi heitir pottar einkum verið keyptir fyrir bústaðinn en nú þyki sjálfsagðara að hafa líka pott úti í garðinum heima. „Þetta þýðir líka að fólk fær meira út úr pottinum. Er kannski ekki skotist upp í sumarbústað nema á þetta tveggja vikna fresti yfir sum- armánuðina, en heima er potturinn alltaf klár og tekur á móti eigendum sínum heitur og notalegur eftir lang- an vinnudag í miðri viku.“ Vilja ekki litla potta Mest selst af pottum sem rúma 5-6 manns. Einar segir Tengi hafa gert tilraunir til að selja tveggja til þriggja manna potta en þeir hafi lítið hreyfst og ljóst að Íslendingar vilja potta þar sem öll fjölskyldan getur rúmast. „Yfirleitt er valin skel þar sem er einn „beddi“ í pottinum og svo nokkur mishá sæti. Þannig á alltaf að vera hægt að finna rétta staðinn til að sitja, í samræmi við lík- amsstærð hvers og eins og það nudd sem fólk vill fá.“ Tískan í pottunum í dag ein- kennist af andstæðum í litatón- um. „Mjög margir vilja fá pott þar sem skelin er ljóslituð eða með marmaraáferð og dökkt ma- hóní að utan. Þetta er falleg blanda sem fer vel við mörg heimili en hægt er að panta ótal- margar aðrar litasamsetningar.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Notagildi „Yfirleitt er valin skel þar sem er einn „beddi“ í pottinum og svo nokkur mishá sæti. Þannig á alltaf að vera hægt að finna rétta staðinn til að sitja,“ segir Einar Guðjónsson. Potturinn bíður heitur eftir langan vinnudag Einar segir algengara að heitir pottar séu álitnir sjálfsögð viðbót við heim- ilið. Íslendingar vilja rúm- góða potta með plássi fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Pottarnir sem Tengi selur eru raf- magnspottar. Sér rafbúnaðurinn bæði um að hita og hreinsa vatnið. „Alltaf þarf að muna að setja þar til gerð hreinsiefni út í pottinn til að halda örveruvexti í skefjum en að auki eru heitu pottarnir okkar út- búnir óson-búnaði og síum sem eru stöðugt að störfum við að hreinsa vatnið.“ Hann segir mikilvægt að forðast að setja hitaveituvatn út í raf- magnspottinn því kísill geti fallið úr vatninu og haft áhrif á vélbúnað og afköst pottsins. „Ef forhitari er á heimilinu er óhætt að setja heitt vatn beint í pottinn en annars þarf að fylla hann með kalda vatninu og leyfa rafmagnsbúnaðinum að ná upp rétta hitastiginu.“ Einar segir rafmagnspotta hafa ýmsa kosti, ekki síst þann að hita- stigið er mjög nákvæmlega stillt. Er þar með komið í veg fyrir þá hættu sem stundum fylgir heitavatns- pottum, að of heitt vatn fer ofan í pottinn. Potturinn er hafður í gangi allt árið og er alltaf tilbúinn fyrir dýfu. „Mikilvægt er að koma pott- inum fyrir á stað þar sem ekki er mikil vindkæling, til að spara orku- notkun, og á köldustu tímum ársins verður að gæta vandlega að því að setja lok yfir pottin og skorða vel svo að varmatapið sé sem minnst. Ekki ætti að stilla hitann á vatninu niður fyrir 37 gráður því þá geta hreinsiefni misst virkni sína og vatnið tekið að óhreinkast.“ Síðan þarf að sýna örlitla aðgát við frágang pottsins. Undirlagið þarf að vera lárétt og má ekki byrja að síga undan þyngd pottsins svo hann taki að skekkjast. „Við- skiptavinir eru almennt vel meðvit- aðir um þetta og förum við með þeim yfir hvar og hvernig pott- inum verður valinn staður. Ef að á t.d. að setja pottinn út á sval- ir verður að gæta vandlega að því að burðarþolið sé gott því fylltur af vatni get- ur potturinn vegið vel yfir 1.500 kg.“ Potturinn alltaf tilbúinn Munaður Vandaðir heitir pottar eru með lýsingakerfi sem eykur á upplifunina ofan í vatninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.