Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ | 39 Sími 577 5757 | gamafelagid.isTAKTUGRÆNASKREFIÐMEÐOKKUR Vertu umhverfisvinur ogbúðu til þína eigin gróðurmold MOLTU- GERÐARÍLÁT TILBOÐ 19.900 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 50 50 0 06 /1 0 fjölæru blómunum, en þá hjálpaði hann Hermann minn Lundholm mér að bæta í skörðin. Eins og þú sérð í garðinum mínum hér fyrir utan er ég alltaf að búa til skóga. Ég vil hafa mikinn botn- gróður, þannig losnar maður líka við alla órækt. Ég hef lagt mig eftir að ná í fallega og sjaldgæfa runna og er með heilmargar slíkar plöntur sem eru ekki í hverjum garði. Ég hef fengið garðyrkjustöðvar til að panta fyrir mig, bæði Lars og Ragnheiði í Hveragerði og svo Ólaf Njálsson í Nátthaga. Þá er um að ræða sjald- gæfar plöntur sem ég hef fundið með því að lesa mér til. Ólafur hefur náð í fullt af rósum fyrir mig líka. Það kemur oft skemmtilega á óvart hvað getur lifað hér á landi. Ég hef komst að því að lágvöxnu garðrósirnar sem verið er að selja á Íslandi pluma sig mun verr en antik- rósir. Kanadískar rósir hafa þó kom- ið mjög vel út hjá okkur í rósa- klúbbnum og farið er að flytja inn finnskar rósir sem eru spennandi. Antíkrósir eru runnar sem geta orðið allt að þrír metrar á hæð, þær halda ilminum og sínum fallega, milda lit. Svo var farið að blanda nú- tímarósum við antíkrósirnar og út- koman er mjög blómstórar plöntur sem fengu margar ilminn frá antík- rósunum, - en þær eru miklu við- kvæmari. Ég er með nokkrar slíkar. Þetta eru ágræddar rósir og mjög oft tekur upphaflega rósin yfir hina ágræddu. Þessar upphaflegu eru oft með einföld og léleg blóm sem ég ríf bara burt þegar sú ágrædda deyr. Ég sækist eftir að kaupa rósir sem ilma, vil ekki hinar. Garðyrkjan er skemmtileg Það er svo margt skemmtilegt sem fylgir garðyrkjunni. Maður safnar steinum og laðar að sér fugla til að hafa fuglasöng, hér eru auðnu- tittlingar, svartþrestir, venjulegir þrestir og starrar. Svartþrösturinn syngur svo fallega. Ég geri í að rækta berjarunna til að laða fuglana að. Ég er með paradísarepli og hind- ber og auðvitað stikkilsber og dóttir mín er afskaplega dugleg að búa til sultu úr þessu öllu saman. Ég hef lagt mig töluvert eftir sí- grænum plöntum til að gera vet- urinn hérna skemmtilegri. Ekki eru mörg ár síðan ég byrjaði að safna. Til eru fjölmargar sígrænar plöntur sem hægt er að rækta hér. Og meira að segja runnar sem blómstra á vet- urna. Ég hef einnig safnað plöntum sem bera fallega haustliti. Mér finnst óskaplega gaman að þessu öllu saman. Ekki spillir að hlusta á tónlist við garðyrkjustörfin, einkum sígilda. Systkini mín kölluðu mig þess vegna Stellu rómantísku. Ég hef líka gaman af sagnfræði. Blóm eiga sér oft merkilega sögu. Ég er sem fyrr sagði mjög hrifin af antíkrósum. Jósefína Bonaparte var mikill rósaræktandi. Eftir að Napóleon skildi við hana hellti hún sér í slíka ræktun, sendi menn víða um lönd til að sækja rósir fyrir sig. Í stríðinu milli Frakka og Englendinga létu þeir síðarnefndu sendimenn Jós- efínu óáreitta. Uppáhald keisaraynj- unnar var antíkrósir. Jósefína er þekkt fyrir rósaræktun sína, en ég hef þó aldrei séð rósagarðinn í kringum Malmaison, höllina sem hún bjó í rétt fyrir utan París. Rós- unum hennar Jósefínu hefur verið haldið við. Mér tókst að útvega mér nokkrar tegundir sem Jósefína ræktaði. Þær hafa reynst mér mjög vel. Ekki má gleyma Rósamundu fögru. Hún var ástkona Hinriks 2. konungs af Englandi. Hinrik og Ro- samund Clifford elskuðust mjög og byggði hann fyrir hana höll, þar sem hann heimsótti hana. Elinora eig- inkona hans var ekki ánægð með þetta og sagt var að hún hefði látið eitra fyrir henni. Kóngurinn gróð- ursetti rós á leiði ástkonunnar, sú rós heitir Rosamunde.“ Gætir þú valið eitt blóm ef þú mættir bara halda einni plöntu? „Það væri erfitt, blómin eru eins og börnin manns, ekki hægt að gera upp á milli þeirra. En ef ég yrði, myndi ég taka með mér antíkrósina Maiden Blush (meyjarroði). Hún er fyllt og ilmandi með hvítbleik blóm. Hana tæki ég með mér. Hún er af- skaplega viljug að blómstra. Ég hef átt slíka rós í 15 ár. Það er hægt að fá hana núna í gróðrarstöðvum. “ Hvaða ráð myndirðu gefa fólki sem er að byrja að rækta? „Lesa sér til, það skiptir miklu máli. Og reyna að setja plönturnar í rétta moldarblöndu. Sumar plöntur vilja súran jarðveg, en það er samt dálítið skrýtið að á Íslandi er jarð- vegurinn „neutral“. Sem þýðir að maður getur ræktað hér blóm sem vaxa í súrum jarðvegi í útlöndum, svo sem alparósir. Ég set bara svo- lítið barr í kringum þær og gef þeim svo blákorn. Og þær pluma sig eins og ekkert sé. Ég er svo gamaldags að ég les mér til í bókum – og myndi ráðleggja fólki að gera það – og svo auðvitað á netinu. Ég fékk í upphafi mikinn fróðleik í bókinni Garðaprýði eftir Kristmann Guðmundsson. Krist- mann var mikill ræktunarmaður. Ég hefði viljað komast í garðinn hans í Hveragerði meðan hann var og hét. Ég fór lengi vel á hverju einasta ári í Hveragerði að kaupa plöntur, þá gátu krakkarnir leikið sér á meðan ég var að grúska í gróðurhúsinu. Ég er ennþá hálfgerð sveitamanneskja í mér.“ gudrunsg@gmail.com Ispahan hin bleika. Prýði Fyrsta alparósin er farin að blómstra sínum rauðu blómum. Konunglegar Gular og hvítar skógarliljur prýða garðinn. Gróðurvin Yfirlitsmynd yfir garðinn hennar Steinunnar í Vogalandi. Rosa Alba Celestial sú himneska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.