Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ
A
ð sögn Arons Björns Ara-
sonar er byrjað að lifna yf-
ir garðaframkvæmdum hjá
íbúum höfuðborgarsvæð-
isins. „Verkefnin hafa minnkað frá
því sem mest var í góðærinu og
fyrir kreppuna var mikið meira um
dýrara efni og flóknari verkefni. Í
dag eru umsvifin minni í hvert
sinn, og einfaldari, en fara þó
stækkandi og æ meira ber á að fólk
láti eftir sér aftur að byggja pallinn
úr harðviði.“
Aron á og rekur Garðasmíði ehf.
með bróður sínum Ólafi Þóri Ara-
syni. Í ellefu ár hafa þeir sérhæft
sig í pallasmíði, jarðvegsfram-
kvæmdum, hleðsluvinnu og hellu-
lögn auk trjáklippinga.
Munurinn í smáatriðunum
Stíllinn á pöllunum við íslensk
heimili vill vera mjög íhaldssamur
og ekki hægt að segja að stór-
felldur útlitslegur munur sé á ný-
byggðum palli og tveggja áratuga
gömlum palli við næsta hús. Mun-
urinn sést þó þegar nánar er að
gáð og getur t.d. komið í ljós í smá-
atriðunum. „Eitt sem við höfum séð
nokkuð af undanfarin ár er að á
pallinum er t.d. einn skjólvegg-
urinn hafður úr gleri. Á það sér-
staklega við ef hefðbundinn timb-
urveggur væri að byrgja sýn á
mjög fallegt útsýni,“ útskýrir hann
og bætir við að glerveggirnir séu
dýrari enda þurfi að nota þykkt ör-
yggisgler og vandasamt sé að koma
rúðunni fyrir.“
Hann segir útlit hússins oft hafa
sterk áhrif á hönnun garðpallsins.
Stílhrein og nútímaleg hús kalli á
palla með mjög beinar línur og lítið
prjál en gömul og rómantísk hús
leyfi meiri hlýju og rómantík í pall-
inum. „Sama hvort um er að ræða
rómantík eða hreinar línur þá
reynum við að hafa t.d. engin sam-
skeyti í viðnum á pallinum sjálfum.
Smáatriði af því taginu gefa fal-
legra yfirbragð.“
Allir vilja útikofa
Ein stærsta breytingin í garð-
inum síðustu misserin segir Aron
að sé miklar vinsældir útikofa af
ýmsum toga. Þessum kofum sé
fundinn góður staður í garðinum og
þar geymd garðhúsgögn eða garðá-
höld. „Matjurtakassar er eitthvað
sem er líka oft beðið um og með
tilkomu bláu tunnunnar hefur verið
eitthvað um að þurft hafi að
stækka eða bæta við ruslatunnu-
skýlum.“
Það efni sem valið er stýrir því
stundum hvaða lit má hafa á pall-
inum. Aron segir að þegar notuð er
fura verði að passa að bera ekki of
dökkan lit á pallinn. „Dökki liturinn
verður til þess að viðurinn dregur í
sig meiri hita á sólardögum og eyk-
ur það líkurnar á sprungum. Auk
þess verður að passa að rétt raka-
stig sé í pallinum, en rakastigið í
viðnum verður að vera undir 20%
áður en borið er á. Er hægt að
miða við að þurfi tvo til þrjá sól-
ardaga áður en borið er á,“ segir
Hann.
„Harðviðurinn er oftast látinn
grána og það er mjög erfitt að við-
halda lit á harðviðarpalli. Það hefur
orðið vinsælla undanfarin ár að
mála skjólgirðingar með hvítri
þekjandi málningu og er mjög stíl-
hreint og fallegt en þá verður að
hafa það hugfast að málningin gæti
farið að flagna af eftir nokkur ár
og kallað á meiri viðhaldsvinnu en
ef væri bara höfð nakin fura og
borið á hana einu sinni eða tvisvar
á ári.“
Trampólín í mörgum görðum
Aron hefur heldur ekki farið
varhluta af vinsældum trampólína
og er Garðasmíði oft fengin til að
búa vel um niðurgrafin trampólín.
„Með því að hafa trampólínið nið-
urgrafið má sleppa öryggisnetinu
og einnig er verið að koma í veg
fyrir að trampólínið geti tekist á
loft í vindhviðum. Við gröfum ein-
faldlega fyrir trampólíninu og
klæðum holuna með krossvið.“
Hvað snýr að hellulagningunni seg-
ir Aron að verði að passa vel að
undirlagsvinnan sé vönduð. Rétt
hæð á jarðvegsgrús og sandi skipt-
ir öllu máli og góð þjöppun sömu-
leiðis. „Hellur frá BM Vallá eru
alltaf vinsælar sem og hleðslu-
steinar fyrir hlaðna veggi. Eins er
grásteinninn vinsæll hleðslusteinn.
Það þykir fínna að hafa hellurnar
sem stærstar, en samt ætti að forð-
ast að nota stórar hellur í inn-
keyrslum. Getur það gerst að hell-
an brotni undan þungum bíl og því
betra að nota smærri hellur þar
sem bílar eru á ferð.“
ai@mbl.is
Pallurinn verður að vera í stíl við húsið
Stílhrein hús kalla á stíl-
hreina palla. Passa verður
að bera ekki of dökkan lit á
furupalla því þá dregur við-
urinn í sig mikinn hita og
hætt er við sprungum.
Morgunblaðið/Kristinn
Umhverfið Að ýmsu þarf að huga við smíðina á pallinum og verður m.a. að velja rétta litinn. „Dökki liturinn verður til þess að viðurinn dregur í sig
meiri hita á sólardögum og eykur það líkurnar á sprungum.“ Aron Björn Arason að störfum í blíðskaparverði.
Frágangurinn þarf að vera vand-
aður þegar pallurinn er smíðaður,
svo að ýmsir gestir úr dýraríkinu
geri sér ekki heimili þar. Aron seg-
ir t.d. að þegar taki að kólna með
vetrinum geti mýs átt það til að
leita í varmann frá heitum potti
og verði að gæta þess að hvergi
séu glufur og göt sem skjótast
má inn um.
Enn óvelkomnari gestur er geit-
ungurinn. „Skiptir þá máli að hafa
ekki of gleitt á milli borðanna á
pallinum. Ef plássið á milli trjá-
borða er nógu þröngt kemst geit-
ungurinn ekki þar ofaní og getur
ekki byrjað að gera sér hreiður.“
Óvelkomnir gestir laumast milli borða
Morgunblaðið/Árni Sæberg