Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 40
40 | MORGUNBLAÐIÐ 54 54 300 • SMIÐJUVEGUR 7 • KÓPAVOGUR vottuð framleiðlsa GRILLAÐU Í SKJÓLI GLER Í SKJÓLVEGGI E mil Gunnar Guðmundsson segir töluverða einsleitni í ís- lenskri garðahönnun. „Þetta kemur til vegna þess að fyr- irtæki sem selja og framleiða hellur, timbur og pallaeiningar laða marga til sín með ókeypis ráðgjöf og hönn- un, en eru um leið að hampa sinni vöru. Þetta verður til þess að garð- arnir umhverfis fjölda heimila verða oft þaktir sömu hellunum og palla- samstæðunum og útlitið vill verða svipað á milli húsa.“ Emil er landslagsarkitekt og rek- ur stofuna Suðaustanátta landslags- arkitektúr. Er nafn stofunnar dreg- ið af ríkjandi vindátt á höfuðborgarsvæðinu. Starfaði Emil sem leikari áður en hann hélt af stað til Bandaríkjanna, svo til Japan og loks Hollands til að mennta sig í landslagsarkitektúr. Hann útskrifaðist 1998 og hefur fengist við garðahönnun alla tíð síð- an, bæði fyrir stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Stíllinn mótast af landslaginu Hann bætir við að þessi „íslenski stíll“ sem greina má á íslenskum görðum skrifist ekki bara á ráðandi seljendur byggingarefnis, heldur mótist líka af landslagi, veðurfari og byggingarstíl. Það myndi sennilega líta furðulega út að ætla að hafa garðinn umhverfis hús í Þingholt- unum eða í Grafarvoginum hann- aðan í Versalastíl eða á persneska vísu. „Hér gagnast okkur sú hug- myndafræði japanskrar garðahönn- unar að garðurinn er hannaður inn í landslagið sem fyrir er. Fallegur garður fær oft lánað frá náttúrunni sjálfri og er í fagurfræðilegu jafn- vægi við umhverfi sitt, og á það við jafnt þegar fólk vill hafa garðinn rómantískan eða nútímalegan og stílhreinan.“ Segir Emil að fær landslags- arkitekt kunni að bregða á leik með þessar grunnreglur fagurfræðinnar og þannig þurfi t.d. fólk sem býr í nútímalegu húsi með beinum naum- hyggju-línum ekki endilega að vera bundið af naumhyggjunni í garð- inum. „Reyndar er það oft svo að fólk er með smekk fyrir görðum sem eru í stíl við húsið sem það keypti eða lét teikna fyrir sig, en það má beygja reglurnar t.d. með því að hafa tiltekna bletti á annars stílhreinni lóðinni þar sem sköpuð eru kröftug blómabeð með þetta rómantíska og hlýja yfirbragð sem sumum þykir svo fallegt.“ Skoðar eiginleika lóðarinnar En hvernig gengur það fyrir sig að láta hanna garð? Hvað þarf verk- kaupinn að gera og til hvers má ætl- ast af landslagsarkitektinum? Emil segir verkefnin yfirleitt byrja með símtali. „Ég byrja á að gefa verðtilboð í hönnunarvinnuna og ef fólk sættir sig við upphæðina þá færir það mér teikningar bæði af húsi og lóð. Síðan hittumst við og förum vandlega yfir hvað það er sem sóst er eftir að gert verði við garðinn. Sumir eru mjög opnir fyrir alls kyns uppástungum á meðan aðrir eru með mjög skýrar hug- myndir um hvernig garðurinn á að vera. Sumir vilja að gert sé ráð fyrir matjurtarækt, og aðrir ekki. Sumir vilja mikinn gróður til að fá sem mest skjól í garðinum og fallega ásýnd. Öðrum er mjög í mun að garðurinn kalli á sem minnsta vinnu og langar ekki að verja löngum stundum á fjórum fótum inni í blómabeðum.“ Emil kemur á staðinn og skoðar garðinn vel, tekur myndir, virðir fyrir sér hvernig sól og vindar lenda á lóðinni og eins hvort garðurinn bjóði upp á fallegt útsýni sem ekki megi byrgja. „Gróðurinn getur rammað inn fallegustu sjónlínurnar og líka falið hluti sem við viljum ekki láta sjást. Gróður og skjólvegg- ir geta afmarkað notalegan útivist- arstað en mega ekki beina vind- strengnum á rangan hátt, og garðhönnunin þarf líka að vera þannig að aðkoman að húsinu sé sem fallegust.“ ai@mbl.is Garðurinn verður að vera í góðu jafnvægi við umhverfi sitt Morgunblaðið/Eggert Þarfir „Sumir eru mjög opnir fyrir alls kyns uppástungum á meðan aðrir eru með mjög skýrar hugmyndir um hvernig garðurinn á að vera. Sumir vilja að gert sé ráð fyrir matjurtarækt, og aðrir ekki. Sumir vilja mikinn gróður til að fá sem mest skjól í garðinum og fallega ásýnd. Öðrum er mjög í mun að garðurinn kalli á sem minnsta vinnu og langar ekki að verja löngum stundum á fjórum fótum inni í blómabeðum,“ segir Emil Gunnar. Þegar Emil hannar garða skoðar hann m.a. hvernig sól og vindar lenda á lóð- inni, hvort fallegt útsýni er úr garðinum sem ekki má byrgja og eða kannski eitt- hvað sem draga þarf at- hyglina frá Af hverju ekki að hanna garðinn sjálfur? Er nokkuð mikill vandi að velja blómum og trjám stað? Emil segir landslagsarkitekta búa yfir verðmætri reynslu og sérþekkingu og að garðahönnun geti oft verið mjög flókin –sérstaklega þegar ver- ið er að endurhanna gamlan og gró- inn garð eða vinna með lóð sem er óregluleg í laginu. „Ákveðin vísindi eru að baki því að skapa sem best skjól í garðinum og garðar sem fólk hannar sjálft eru yfirleitt skjólminni en ef fagmaður hefði hannað garð- inn. Jafnvel bara það að velja ólík- um plöntum réttan stað getur verið töluverður vandi. Ef plöntum er ekki valinn staður þar sem skjól og birtuskilyrði eru við hæfi getur plantan hreinlega veslast upp, eða horfið inn í annan gróður.“ Landslagsarkitektar þekkja líka þær ýmsu reglur sem bæjaryfirvöld hafa fyrirskipað um frágang lóða. Ef þessar reglur eru brotnar getur það þýtt að taka þarf niður eða færa, með ærnum tilkostnaði, plöntur og skjólveggi. „Reisa má skjólveggi og girðingar á lóðamörk- um en þá er leyfileg hámarkshæð aðeins 180 cm. Í sumum bæj- arfélögum er einnig óheimilt að láta hávaxin tré standa á lóðamörkum enda getur tréð farið að skyggja á nágrannann og rýrt notagildi lóðar hans.“ Morgunblaðið/Ernir Sólbað Skjólið skiptir miklu. Á blíðviðrisdegi við Austurvöll. Getur verið flókið verk að hanna góðan garð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.