Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 44
44 | MORGUNBLAÐIÐ ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Verð 55.000 kr. Körfuboltakarfa í garðinn Hækkanleg upp í 305 cm Á hugamenn um fallega garða sem eiga leið um Marokkó ættu að gera sér ferð til undraborgarinnar Marra- kesh og líta við í Majorelle garð- inum. Í dag er þessi garður iðulega kenndur við fatahönnuðinn Yves Sa- int-Laurent heitinn en hann keypti garðinn og hús sem á lóðinni stendur árið 1980 og dvaldi þar löngum stundum með manni sínum Pierre Bergé. Garðurinn er þó sköpunarverk franska listamannsins Jacques Maj- orelle sem kom sér þarna fyrir á þriðja áratug síðustu aldar, þegar Marokkó var verndarríki Frakk- lands. Í dag er garðurinn álitinn helsta listræna meistaraverk Maj- orelle, sannkölluð vin í eyðimörkinni þar sem finna má ótal fallegar plöntur sem tilheyra þessum heims- hluta. Garðurinn er ekki risavaxinn en þó nógu stór til að vera heimkynni fimmtán ólíkra fuglategunda og er þar tekið á móti fjölda gesta ár hvert. Hjartað í garðinum er lítil bygg- ing í marokkóskum stíl sem máluð er með sterkum kóbalt-bláum lit, bleu Majorelle. Hýsir byggingin í dag sýningu á sköpunarverkum Sa- int-Laurent og þegar hönnuðurinn féll frá árið 2008 var ösku hans dreift í garðinum. Ef heppnin er með má jafnvel sjá heimsfrægum fyrirsætum bregða fyrir á svæðinu í kringum garðinn, en ást Yves Saint-Laurent á Marra- kesh smitaði út frá sér um allan tískuheiminn og ófáar stórstjörn- urnar hafa keypt sér íbúð í nálægum götum. ai@mbl.is Makindi Yves heitinn á góðri stundu í garðinum. Hann drakk í sig mar- okkóska menningu og notaði oft sem innblástur i hönnun sinni fyrir sýningarpallana í París. Rómantíski garð- urinn í Marrakesh Ljósmynd / Wikipedia Bjørn Christian Tørrissen (CC) Undur Majorelle garðurinn einkennist af miklum andstæðum í litavali og kóbalt-blá aðalbyggingin setur sterkan svip á umhverfið. Ljósmynd / Wikipedia (CC) Dýrð Garðurinn er nánast eins og draumaheimur, og allt eins von á fljúgandi teppi úr næsta runna. – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.