Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að freistar margra að hafa rennandi vatn í garðinum hjá sér og það á alls staðar að vera hægt. Að ýmsu þarf þó að huga áður en ráðist er í fram- kvæmdir, eins og Emil Húni Bjarnason, sölumaður og gos- brunnasérfræðingur hjá Garð- heimum, segir frá. „Skipulagið byrjar náttúrlega á því að þú þarft að hugsa um hvernig þú ætlar að grafa holu,“ segir Emil og hlær við. „Og holan verður nátt- úrlega að vera með sandi, því þetta byggist nokkurn veginn á sömu lög- málum og þegar um hellulagnir er að ræða. Ef þú ert bara með mold undir tjörninni getur hún öll farið á skjön yfir veturinn, og þá færist allt til. Svo ertu með tvo möguleika hvað sjálfa tjörnina varðar. Þú getur bæði verið með tilbúna plasttjörn, sem hefur minni undirbúning í för með sér enda þarf bara að setja hana beint ofan í holuna og þá er það bara komið. En svo geturðu líka verið með tjarnardúk og þá geturðu mótað tjörnina nákvæmlega eins og þú vilt. Það er aðeins meiri vinna, en þannig er líka hægt að búa til enn fallegri tjörn. Þess vegna mæli ég nú satt að segja með dúknum fram yfir plasttjörnina. Það býður upp á endalausar útfærslur í formum, gef- ur kost á grynningu öðrum megin og dýpri enda hinum megin, og það er hægt að leika sér með dúkinn á alla vegu.“ Meta þarf jarðveginn Fyrir bragðið er það svo að flestir viðskiptavinir sem Emil Húni að- stoðar enda á því að kaupa dúkinn, ætli þeir að setja upp tjörn með gos- brunni eða annars konar rennandi vatni. En eitt er að gera tjörnina upp við sig og annað að ráðast í sjálfar framkvæmdirnar. Aðspurður segir Emil þó að jarðvegsvinnan sé ekki svo umfangsmikil og sandlagið undir tjörninni þurfi ekki að vera svo þykkt. „Þetta eru ekki jafn ná- kvæm vísindi og til dæmis þegar hellulögn er undirbúin, svo dæmi sé tekið. Það er heldur ekki nauðsyn- legt að þétta sandinn niður með jarðvegsþjöppu, svo því sé haldið til haga. Í rauninni er þetta bara botn- inn sem þarf að vera frágenginn með sandi. En svo er undirlagið auðvitað margbreytilegt og verður svolítið að metast hverju sinni.“ Emil Húni greinir frá því að þegar hann var ekki alls fyrir löngu að gera tjörn á lóð í Biskupstungum þá var svo mikil aska í jarðveginum að óþarfi var að bæta þar á með sandi. „Þetta er svo mikið eldfjallasvæði að við sáum fljótt að við þurftum engan sand. Við komum dúknum bara fyrir í holunni og þar hefur tjörnin verið án þess að haggast í ein fimm ár. En iðulega þarf samt sandlag í botninn, þjappað með bleytu og þar með ætti jarðvegurinn fyrir tjörnina að vera klár.“ Óhreinindum haldið í skefjum Þegar talið berst að stærðum og umfangi tjarna með gosbrunni segir Emil að í raun sé hægt að láta ímyndunaraflið ráða. Einu skorð- urnar á því hvaða stærð hentar í hvaða garð eru í huga eigenda hverju sinni; það sem þeim þyki fal- legt sé rétta útfærslan. „Það eina sem hafa ber í huga þegar stærðin á tjörninni er orðin 4x4 metrar eða meira er að þá þarf að huga að hreinsunarbúnaði til að hafa tjörn- ina snyrtilega, svokallaðan filter- búnað, ásamt sogrörum til að sjúga upp lauf og fleira,“ útskýrir Emil Húni. „Það er aðeins meiri vinna að halda stórum tjörnum við. Það myndast slý, svokallaðir grænþör- ungar, og þá stendur fólki margs konar búnaður til boða til að halda honum í skefjum. Bæði er til síu- búnaður sem filterar vatnið og hreinsar það og svo einnig svokall- aðar UVC-perur sem drepa þörung- inn. En í litlum tjörnum er þessi búnaður venjulega óþarfur því það er hægastur vandinn að tæma bara tjörnina og hreinsa hana þegar þörf er á. Það er aftur á móti talsvert meira fyrirtæki þegar tjörnin er 15 til 20 fermetrar eða þaðan af meira. En sumum er svo aftur á móti alveg sama um þörunginn og hafa bara tjörnina sem náttúrlegt vatnsból.“ Emil bætir þó við að fyrir þá sem vilji hafa stjórn þar á eigi hann til tjarnardælur á breiðu verðbili, frá 5000 kr til 120.000 kr. Þegar praktískir hlutir á borð við stærð tjarnar og fyrirkomulag hreinsunar hafa verið afgreiddir geta eigendur hafist handa við að gera svæðið raunverulega að sínu með hvers konar fylgihlutum og fagurfræðilegum útfærslum. Emil segir úrvalið vera dágott hvað það varðar og möguleikana nánast óþrjótandi. „Það er margt og mikið sem þú getur gert, en algengast að fólk vilji hafa einhvers konar lýs- ingu kringum tjörnina,“ bendir hann á. „Bæði geturðu verið með ljós í vatninu sjálfu, til dæmis ljós sem lýsa upp einhvers konar bunu af vatni, sem og ljós á bökkunum sem lýsa upp tjörnina og umhverfi hennar. Þá eru einnig til ljós með bunum, og þá er ljósabúnaður inni í stútnum sem sprautar vatninu. All- ar þessar lausnir uppfæra tjörnina talsvert og hún er mun laglegri að sjá fyrir bragðið. En útfærslurnar takmarkast nánast bara við hug- myndaflug viðskiptavinanna hverju sinni.“ Skrautmunir til að lyfta ásýnd tjarnarsvæðisins eru að sama skapi margvíslegir, að sögn Emils. „Við eigum alls konar fígúrur sem fólk er að kaupa með tjörnunum, og þar ber fyrst að nefna fræga pissandi smástrákinn, hann er klassískur. Þá erum við með gervivatnaliljur, sem og lifandi vatnaliljur, og ýmislegt annað sem setur svip á umhverfið. Loks má nefna að fólk er oft duglegt við að nota grjót sem það útvegar sjálft, hraunsteina og annað í þeim dúr til að gera garðinn akkúrat eins og það sjálft vill hafa hann.“ Og það er jú það sem skiptir mestu þegar allt kemur til alls, ekki satt? jonagnar@mbl.is Rennandi vatn á ýmsa vegu Leiðirnar sem mögulegar eru við að útfæra gosbrunn og tilheyrandi í garðinum takmarkast einungis við ímyndunarafl og frumleika garðeigenda því lausnirnar og útfærslurnar eru nánast óteljandi. Morgunblaðið/Þórður Garðskraut Styttur hverskonar hafa frá alda örófi verið vinsælar í garða þar sem rennandi vatn er til prýði. Fremstur meðal sígildra jafningja er pissandi smástrákurinn. Morgunblaðið/Jim Smart Notalegt Það setur óneitanlega fallegan svip á garðinn að hafa í honum rennandi vatn í fallega útfærðu umhverfi. Ekki þarf mikið rými til. Morgunblaðið/Þórður Emil Húni Bjarnason, gosbrunna- sérfræðingur Garðheima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.