Morgunblaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014 Þorvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri N4 á Akureyri, lést á heimili sínu að kvöldi laugar- dagsins 28. júní eftir baráttu við krabbamein. Hann varð fimmtugur í síðasta mánuði. Þorvaldur fæddist í Ólafsfirði 17. maí 1964. Foreldrar hans eru Jón Þorvaldsson og Sigrún Jónsdóttir. Bróðir Þor- valdar er Helgi, fæddur 1962. Þorvaldur lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Ólafsfirði árið 1980 og varð stúdent frá Verk- menntaskólanum á Akureyri 1985. Hann varð viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1991. Eiginkona Þorvaldar er Harpa Viðarsdóttir, fædd 1964. Foreldrar Hörpu voru Viðar Helgason og Birna Eiríksdóttir, bæði látin. Börn Þor- valdar og Hörpu eru Jón Viðar, f. 1989, Karen Birna, f. 1993, og Sigrún Stella, f. 1994. Eiginkona Jóns Viðars er Anna Rósa Halldórsdóttir og eru synir þeirra Eiður Bekan, f. 2010, og Egill Ernir, f. 2013. Unnusti Karenar Birnu er Valþór Ingi Ein- arsson. Þorvaldur Jónsson var kunnur íþrótta- maður. Á yngri árum náði hann mjög góðum árangri á skíðum og varð oft Íslandsmeistari í göngu, stökki og nor- rænni tvíkeppni. Hann lék knattspyrnu um ára- bil í meistaraflokki með æskufélagi sínu, Leiftri, í öllum deild- um Íslandsmótins og nokkra Evrópu- leiki. Þorvaldur lék líka með KA og Breiðabliki auk þess sem hann lék handbolta með meistaraflokki KA. Þá var Þorvaldur snjall kylfingur. Þorvaldur vann hjá útgerðar- fyrirtækinu Þormóði ramma-Sæberg á Ólafsfirði áður en hann flutti til Akureyrar. Eftir það stofnaði hann fyrirtækið Extra ásamt bróður sín- um. Það fyrirtæki varð síðar að N4, sem Þorvaldur stýrði til dauðadags. N4 gefur út sjónvarpsdagskrá og rekur sjónvarpsstöðina N4. Andlát Þorvaldur Jónsson VERTU VAKANDI! blattafram.is 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! Áþreifanleg vellíðan EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 82 ÁRA EDDA Heildverslun Draumur um góða nótt Heildverslun með lín fyrir: • hótelið • gistiheimilið • bændagistinguna • veitingasalinn • heilsulindina • hjúkrunarheimilið • þvottahúsið • sérverslunina Gæði og glæsileiki Heildverslunin Edda hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni. Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota allt lín frá okkur. Bjóðum einnig upp á lífrænt lín. 40% afsláttur af völdum vörum Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is ÚTSALAN er hafin v/Laugalæk • sími 553 3755 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Útsalan er hafin Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.isSkoðið laxdal.is/yfirhafnir STÓRÚTSALA YFIRHAFNIR VATNSVARÐAR REGNKÁPUR SVARTAR LAKK 30% afsláttur Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt 27 ára karlmann í 16 mánaða fangelsi fyrir frelsissvipt- ingu, líkamsárás, hótanir, þjófnað og húsbrot. Var honum einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 1,5 milljónir króna í miskabætur og all- an sakarkostnað vegna málsins. Maðurinn sem á töluverðan sak- arferil að baki var ákærður fyrir að hafa hinn 11. mars 2012 veist með of- beldi og hótunum að ungri konu og að hafa meðan á atlögunni stóð mein- að henni útgöngu úr læstu herbergi í eina og hálfa klukkustund. Átti þetta sér stað á þáverandi heimili árásar- mannsins. Ógnað með opnum skærum Reif maðurinn ítrekað í konuna, hrinti henni, reif í hár hennar, dró konuna á hárinu, sló hana nokkrum sinnum með flötum lófa í andlitið og sparkaði einu sinni í hægra hné hennar. Hinn dæmdi hótaði einnig fórnarlambi sínu lífláti fengi hann ekki að hafa við hana kynmök. Ógn- aði maðurinn konunni með opnum skærum. Af atlögunni hlaut konan m.a. skurðsár á hægri fótlegg, eymsli, þrota og punktablæðingar framan og ofan við vinstra eyra, bólgu, húðblæðingar og eymsli á vinstra eyrað og bak við eyrað, hár- los, minnkaða hreyfigetu og eymsli í hálsi og herðum. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagði að hún hefði enga áverka borið þegar hún yfirgaf íbúðina. Framburður brotaþola er hins vegar sagður trúverðugur. Dæmdur fyrir of- beldisverk  Svipti konu frelsi í íbúð sinni Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.