Morgunblaðið - 01.07.2014, Side 10

Morgunblaðið - 01.07.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Bogfimi á Íslandi byrjaðihjá Íþróttafélagi fatlaðraí Reykjavík fyrir fjörutíuárum, eða árið 1974. Við höfum verið með bogfimi hér allar götur síðan félagið var stofnað en við héldum einmitt upp á afmælið í lok maí með því að opna nýjan úti- bogfimivöll við íþróttahús félags- ins,“ segir Þórður Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, og bætir við að Elísa- bet Vilhjálmsson, frumkvöðull að bogfimiíþróttinni á Íslandi, hafi bar- ist ötulega fyrir því að fá útibog- fimivöll. „Þegar fyrrverandi félagar úr ÍFR opnuðu Bogfimisetrið í Kópavogi fyrir nokkrum árum fór þetta að vera alvörualmennings- íþrótt, því aðstaðan batnaði mikið við það. Alla tíð hafa margir ófatl- aðir æft bogfimi hjá okkur og það voru einmitt slíkir strákar sem heilluðust svo af þessari íþrótta- grein að þeir stóðu fyrir því að opna aðstöðuna í Kópavogi. Við það varð alger sprenging í vinsældum íþrótt- arinnar.“ Brennandi áhugi og þolin- mæði kemur fólki langt Þórður segir að bogfimi henti einkar vel fyrir fatlaða. „Á einum af mörgum ólympíuleikum veraldar var það fatlaður einstaklingur sem skaut ör af boga og kveikti ólympíu- eldinn, sem sýnir hvað hann hefur náð mikilli færni í sinni grein. Fatl- aðir hafa margir hverjir sem stunda þetta hér náð gríðarlega góðum árangri. Fatlaðir og ófatlaðir stunda bogfimi saman, þeir sem eru Bogfimi hentar fötluðum mjög vel Áhugi á bogfimi hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár á Íslandi en í lok maí var tekinn í notkun nýr útibogfimivöllur og við það varð sprenging í íþróttinni. Þeir sem æfa með keppni í huga æfa á hverjum degi, en almennt æfir fólk þrisvar til fjórum sinnum í viku. Í þessu sem öðru skapar æfingin meistarann. Morgunblaðið/Golli Skotmörk Huga þarf nákvæmlega að skotmörkunum í keppnum. Pressphotos/Hoski Vígsla Jón Gnarr borgarstjóri vígði útivöllinn á afmælinu og skaut ör. Nú þegar fólk er á faraldsfæti í sumarfríinu sínu flaska margir á því að ætla sér of mikið á of stutt- um tíma. Orkan fer þá kannski öll í stressið að komast frá einum stað til annars. Og þegar staldrað er stutt við á hverjum stað nær fólk yfirleitt ekki að kynnast staðnum, fólkinu og umhverfinu af neinu viti. Til er samfélag sem kallast „Slow Travel“, eða að ferðast hægt/í rólegheitum, og gengur út á það að gefa sér tíma til að njóta á ferðalögum. Á síðunni slowtrav- .com er hægt að fræðast um fyr- irbærið, fá alls konar ráð og ábendingar um staði, ábendingar um bækur sem nýtast þeim sem vilja ferðast í rólegheitum en ekki á harðahlaupum. Lagt er upp úr því að staldra lengur við á hverjum stað og kynnast öll því sem er í nærumhverfinu. Vefsíðan www.slowtrav.com Að njóta Á ferðalögum er heillavænlegt að gefa sér tíma til að njóta. Að ferðast í rólegheitum Ljósmynd/norden.org Litli húsdýragarðurinn í Slakka í Laugarási hefur glatt margt barnið í gegnum tíðina og nú er hann orðinn 21 árs. Í tilefni afmælisins ætlar Helgi Sveinbjörnsson, eigandi garðsins, að opna tvöfalda ljósmyndasýningu í Slakka á morgun, miðvikudag, kl. 18. Annars vegar er um að ræða ljós- myndir sem spanna sögu Slakka frá upphafi og er hún í gamla bænum, og hins vegar eru ljósmyndir af íslenskri náttúru sem Gunnar Steinn Úlfarsson (Made by Iceland) hefur tekið og eru þær í salnum. Slakki er á facebook: www.facebook.com/slakki. Endilega … … kíkið á sýn- ingu í Slakka Merkúra Hún tekur á móti gestum. Ein sigursælasta hjólreiðakona allra tíma kemur hingað til lands til að taka þátt í hjólreiðakeppninni Alvogen Midnight Time Trial, sem haldin verð- ur næstkomandi fimmtudag, hinn 3. júlí. Hanka Kupfernagel er margfaldur heimsmeistari í hjólreiðum og mun á fimmtudag etja kappi við 100 fljót- ustu hjólreiða-karla og konur lands- ins, þar á meðal Birnu Björnsdóttur, sem sigraði á tímatökumótinu í fyrra, og Maríu Ögn Guðmundsdóttur, sem var valin hjólreiðakona Íslands árið 2013. Einnig mun Þjóðverjinn Richard Geng keppa á mótinu, en hann er fyrr- verandi atvinnumaður í hjólreiðum og mjög sigursæll í íþróttinni. Mótið er nú haldið í annað sinn og hefur fjöldi fólks skráð sig til keppni. Keppnin er tileinkuð réttindum barna og renna þátttökugjöld óskert til neyðarsöfnunar UNICEF til hjálpar börnum í Suður-Súdan. Rásmark er við Hörpu og þaðan er hjólað eftir Sæbraut að gatnamótum við Laugarnesveg og til baka að enda- marki við Hörpu. Snúið er við á keilum og er keppnishringurinn um 5,5 km langur. Heimsmeistarinn Hanka Kupfernagel tekur þátt á fimmtudag Ísland laðar að fólk utan úr heimi til að keppa í hjólreiðum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS - ÚRVA L - G ÆÐI - ÞJÓ NUST A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.