Morgunblaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli
Einbeittir Á Íslandsmeistaramóti fatlaðra í bogfimi er ævinlega mikil þátttaka og allir einbeittir.
í hjólastól sitja en hinir standa,“
segir Þórður og bætir við að árlega
sé haldið Íslandsmót í íþróttinni.
„Áður var mótið á vegum Íþrótta-
sambands fatlaðra en þegar meiri-
hluti keppenda var orðinn ófatlaður
átti þetta ekki lengur heima innan
íþróttasambandsins. Þá var stofnuð
sérstök bogfiminefnd ÍSÍ og hún
sér um Íslandsmótið. Í fyrra voru á
milli sjötíu og áttatíu keppendur.“
Þórður segir að bæði karlar og
konur æfi bogfimi en karlarnir séu
þó fleiri. „Þetta hentar báðum kynj-
um og karlar og konur æfa saman
en keppt er í aðskildum flokkum
kvenna og karla.“
Þegar Þórður er spurður hvað
fólk þurfi að hafa til að bera til að
ná góðum árangri í bogfimi segir
hann brennandi áhuga og þol-
inmæði koma mörgum langt. Ná-
kvæmninni sem íþróttin krefst nær
fólk svo með æfingunni.
Æft undir berum himni
Þórður segir að þeir bestu sem
æfa með keppni í huga æfi á hverj-
um degi, en almennt æfi fólk þrisv-
ar til fjórum sinnum í viku. „Við er-
um afskaplega ánægð með þennan
nýja útivöll sem er sérhannaður
fyrir bogfimi, en við höfum æft í
Hafnarfirði, á Valbjarnarvelli og
hingað og þangað og alltaf inni og
aðstaðan verið misjöfn, ekki alltaf
salernisaðstaða og fólk þurfti að
koma sjálft með skotmörkin sín.
Jafnvel var það ekkert vel séð að
væri verið að skjóta af bogum og
fólk þurfti stundum að passa sig.
Fólk er afar ánægt með nýju að-
stöðuna og getur nú æft undir ber-
um himni við fullkomnar öryggis-
aðstæður og skotið af fimmtíu
metra færi. Átta einstaklingar geta
skotið í einu og völlurinn verður op-
inn í allt sumar frá klukkan tvö á
daginn til níu á kvöldin fyrir alla
áhugasama. Ef rignir þá klæðir fólk
sig eftir veðri, það hefur ekki haml-
að fólki hingað til að æfa fótbolta
úti og hvers vegna ætti það að
hamla bogfimifólki? Við búum á Ís-
landi.“
„Þetta hentar báðum
kynjum og karlar og
konur æfa saman en
keppt er í aðskildum
flokkum kvenna og
karla.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík
(ÍFR), sem varð 40 ára hinn 20. maí
2014, er elsta íþróttafélag fatlaðra á
landinu. Frumherjar að stefnumótun
þess voru Sigurður Magnússon sem
var framkvæmdastjóri ÍSÍ, Trausti
Sigurlaugsson frá Sjálfsbjörg og
Guðmundur Löve frá Öryrkjabanda-
laginu. Á stofnfundi félagsins var
Arnór Pétursson síðan kosinn for-
maður þess. Starfsemi félagsins varð
strax öflug og stjórn þess sýndi mik-
inn stórhug með því að huga fljótlega
að íþróttahúsinu sem reis síðan í fyll-
ingu tímans.
Ekki trúðu allir á það að fatlaðir
ættu erindi í íþróttir eins og ófatlaðir,
en reyndin varð önnur. Af afreksfólki
á ólympíumótum má nefna Hauk
Gunnarsson, Ólaf Eiríksson, Kristínu
Rós Hákonardóttur og Pálmar Guð-
mundsson.
Nýr lyftingasalur sem og bætt að-
staða fyrir íþróttafólk og leigjendur
var tekin í notkun í íþróttahúsinu í
mars 2009.
Iðkendur í húsinu eru, auk ÍFR,
Klettaskóli, Fjölmennt – fullorðins-
fræðsla, Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra, geðsvið Landspítalans og
ýmsir aðrir.
Í yfir 30 ár hefur það verið baráttu-
mál félagsins að fá bogfimivöll utan-
húss og varð hann að veruleika á af-
mælinu. Völlurinn er 50 metra langur
og sex til átta manns geta skotið
samtímis. Hann stendur sunnan við
íþróttahúsið og hægt er að samnýta
aðstöðuna sem er þar fyrir, til dæmis
snyrtiaðstöðu. Völlurinn er úti undir
berum himni en yfir honum eru skot-
hlífar á fjórum stöðum sem loka
skotlínunni þannig að ekki er hægt
að skjóta örvum út fyrir völlinn.
Völlurinn býður upp á allt að 50
metra skotfæri.
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík
Sunddrottning Ólympíugullhafinn og garpurinn Kristín Rós Hákonardóttir.
Ekki trúðu allir að fatlaðir ættu
erindi í íþróttir eins og ófatlaðir
Algjör nagli
Hjóladrottn-
ingin Hanka í
fullum skrúða.