Morgunblaðið - 01.07.2014, Síða 13

Morgunblaðið - 01.07.2014, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Nýtt hótel var opnað nýverið á Laugavegi 66-68 í Reykjavík en í hótelinu eru 66 herbergi og rúmar það um 150 gesti. „Í raun og veru eru þetta 65 her- bergi en okkur þykir það svolítið svalt að vera með 66 herbergi á Laugavegi 66. Við tókum því eitt herbergið og skiptum því niður,“ segir Gunnar Gunnarsson, eigandi hótelsins. Framkvæmdir við byggingu hót- elsins hófust í nóvember á seinasta ári en þeim lauk síðastliðinn maí. Ráðist var í miklar endurbætur á húsnæðinu en skipta þurfti m.a. um allar innréttingar. „Það sem er ábyggilega mest áhugavert við þetta hótel er hversu lítinn tíma það tók að klára verkið. Við þurftum að rífa allt út og svo stækkuðum við húsið heil- mikið með bakhúsi. Húsið var 1.400 m2 en er í dag 2.970 m2 svo óhætt er að segja að verktakarnir hafi unnið þrekvirki á þessum stutta tíma,“ segir Gunnar, en aðspurður hvernig viðtökur viðskiptavina hafi verið, segir hann: „Þær hafa bara verið frábærar. Þetta hefur gengið rosa- lega vel en við byrjum þetta rólega á meðan við erum enn að fóta okkur. Það er náttúrlega alltaf þannig að þegar þú opnar nýtt hótel þá þarftu að huga að nokkrum smáatriðum. Við vildum því ekki hafa stútfullt hótel strax í byrjun ef eitthvað skyldi koma upp á en almennt séð hefur allt gengið að óskum,“ segir Gunnar. Opna veitingastað í haust Enginn veitingastaður er á hót- elinu en gestum hótelsins býðst þó að snæða þar morgunverð. Stefnt er að því að opna veitingstað í haust en ekki er ákveðið með hvaða hætti hann verður. „Við erum ennþá að velta því fyrir okkur hvernig þetta verður en ég á eftir að taka þá ákvörðun með hótelstjóra og fleir- um. Það eru margir flottir veitinga- staðir í bænum og ég ætla mér ekki að opna veitingastað nema hafa eitt- hvað nýtt fram að færa,“ segir Gunnar. Morgunblaðið/Eggert Nýtt hótel Ráðist var í miklar endurbætur á húsnæðinu. Með 66 herbergi á Laugavegi 66 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Móðurstöð lögreglu á Vesturlandi verður vel fyrir komið hér í Borg- arnesi, því staðurinn er miðsvæðis. Gangi hugmyndir eftir eygjum við möguleika á því að styrkja löggæslu hér og fjölga í lið- inu. Á slíku er nauðsyn sé horft til þess mikla fjölda ferða- manna sem hér eiga leið um og dveljast í sumar- húsum. Og svo bætast háskóla- þorpin á Hvann- eyri og Bifröst auðvitað við,“ segir Theódór Þórð- arson, yfirlögregluþjónn í Borgar- nesi. Í þeim tillögum sem innanríkis- ráðuneyti hefur sett fram, út frá breytingum á lögreglulögum, er gert ráð fyrir því að aðalstöð lögreglu á Vesturlandi verði í Borgarnesi en sýslumaður fjórðungsins staðsettur í Stykkishólmi. Þessu fagnar sveitar- stjórn Borgarbyggðar í ályktun. Segir að með þessu verði tekin upp sólarhringsvakt lögreglu í Borgar- nesi. Á því sé þörf, enda liggi þjóð- vegur 1 í gegnum sveitarfélagið og mörg mál sem koma til kasta lög- reglu tengist vaxandi ferðaþjónustu á svæðinu. Theódór Þórðarson telur tillögur ráðuneytisins skynsamlegar og fag- legar. Lengi hafi verið þörf á því að efla lögregluna á Vesturlandi og nú skapist svigrúm til þess. Vissulega hafi lögregluembættin á Vesturlandi haft með sér margvíslegt samstarf og varðsvæðin séu ekki lengur eins bundin við sýslu- og sveitarfélaga- mörk og áður. Að aðalstöðin sé mið- svæðis sé því eðlilegt, en ólík sjón- armið sveitarstjórnarmanna um það séu hins vegar skiljanleg. Rétt sé þó að halda því til haga að heildarmála- fjöldi hafi lengi verið mestur á svæði lögreglunnar í Borgarfirði og Döl- um, sé litið til alls Vesturlands. Akurnesingar ósáttir Á Akranesi er óánægja með að hvorki höfuðstöðvar lögreglu né sýslumanns á Vesturlandi verði þar í bæ. Er tillögu ráðuneytisins mót- mælt í ályktun bæjarráðs. Er þar vísað til þess að Skaginn sé fjöl- mennasta byggðin á Vesturlandi með um 7.000 íbúa. Því er gerð krafa um að lögreglustjóraembættið verði á Akranesi. Liðið þar sé fjölmennt, sólarhringsvakt á stöðinni og rann- sóknadeild þar sinni Vesturlandi öllu. Því sé ekki hægt að sætta sig við tillögur ráðuneytisins, sem verði mótmælt af þunga. Lögreglan vel sett í Borgarnesi  Akurnesingar vilja Vesturlandsembættið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lögregla Vestlendingar deila um hvar aðalstöðin eigi að vera. Theódór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.