Morgunblaðið - 01.07.2014, Síða 16
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Norvík-samsteypan, sem er í eigu
Jóns Helga Guðmundssonar og fjöl-
skyldu, kom nýverið með tæpar 140
milljónir króna til landsins í gegnum
fjárfestingarleið Seðlabanka Ís-
lands. Þetta staðfestir Brynja Hall-
dórsdóttir, framkvæmdastjóri Nor-
víkur, í samtali við Morgunblaðið.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er fjármununum meðal ann-
ars ætlað að skjóta sterkari stoðum
undir rekstur byggingavöruverslun-
arinnar Byko, sem er að fullu í eigu
Norvíkur, en rekstur verslunarinnar
hefur gengið heldur erfiðlega á
undanförnum árum.
Samsteypan gaf út skuldabréf til
tíu ára að fjárhæð 139,4 milljónir
króna í lok júnímánaðar, en stjórn
Byko samþykkti útgáfuna á fundi
sínum um miðjan mánuðinn.
Fjárfestingarleið Seðlabanka Ís-
lands gengur út á að fjárfestar komi
með gjaldeyri til Íslands og skipti
honum fyrir krónur og fjárfesti hér á
landi til lengri tíma. Gulrótin fyrir
fjármagnseigendur er að þeir fá um
20% afslátt af krónunum miðað við
skráð gengi Seðlabankans.
Markaðurinn að taka við sér
Eins og áður sagði á Norvík bygg-
ingavöruverslunina Byko að fullu, en
erlend starfsemi samsteypunnar
snýr aðallega að timburiðnaði og
flutningastarfsemi.
Guðmundur H. Jónsson, sem
hættir sem forstjóri Byko í dag, seg-
ir að byggingavörumarkaðurinn sé
heldur að taka við sér. „Það er meira
að gerast á markaðinum. Við finnum
aðeins fyrir aukinni eftirspurn hjá
okkur, bæði á einstaklings- og fag-
mannamarkaðinum, og er hljóðið
betra í viðskiptavinunum,“ segir
hann í samtali við Morgunblaðið.
Tími sé kominn til, enda hafi þessi
atvinnugrein farið hvað verst út úr
hruni bankanna haustið 2008.
Guðmundur segist ekki ætla að
hætta afskiptum sínum af félaginu,
heldur taki hann nú við starfi
stjórnarformanns. Eftir mikla upp-
stokkun í rekstri félagsins á undan-
förnum árum telur hann félagið nú
komið á þann stað að heppilegt sé að
nýr maður taki við keflinu.
Rekstur Byko hefur gengið
brösuglega á undanförnum árum,
rétt eins og hjá helstu keppinautum
verslunarinnar á byggingavöru-
markaðinum. Félagið tapaði 391
milljón króna árið 2012, samanborið
við 352 milljóna króna tap árið áður.
Samtals var 743 milljóna króna
tap á árunum tveimur. Hlutafé fé-
lagsins var aukið um 500 milljónir
króna í árslok 2012 og var eiginfjár-
hlutfallið 26,6%. Velta félagsins
dróst lítillega saman milli ára, um
2%, og nam 10,3 milljörðum króna.
Umsvifin mikil erlendis
Umsvif Norvíkur eru umtalsverð
á alþjóðlegum mörkuðum, þar á
meðal í Lettlandi og Finnlandi. Fé-
lagið á þó nokkuð af erlendum eign-
um, svo sem BYKO-LAT, sem sér-
hæfir sig í því að vinna og flytja út
timbur frá Lettlandi og Rússlandi til
landa í Evrópu og Asíu, VIKA
WOOD, sem er stærsta sögunar-
mylla Lettlands, sögunarmylluna
Jarl Timber í Svíþjóð, timburfyrir-
tækið Nowrood, sem er með nokkrar
starfsstöðvar í Rússlandi, og Contin-
ental Wood, sem er einn stærsti inn-
flytjandi timburs til Bretlands.
Í febrúar á þessu ári var tilkynnt
um kaup SÍA II, framtakssjóðs í
rekstri sjóðsstýringarfyrirtækisins
Stefnis, og hóps fjárfesta á hluta af
innlendri starfsemi Norvíkur í gegn-
um Festi hf., sem varð nýtt móður-
félag hinna seldu félaga.
Með kaupunum tók Festi yfir
rekstur Kaupáss, sem rekur
matvöruverslanir undir merkjum
Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals,
Elko, Intersport, auglýsingastof-
unnar Expo og vöruhótelsins Bakk-
ans.
Haft var eftir Jóni Helga í tilkynn-
ingu að það væri mat fjölskyldunnar
að komið væri að kynslóðaskiptum í
fyrirtækinu.
Kaupás varð til í maí árið 1999
með samruna verslana Nóatúns,
Kaupfélags Árnesinga og klukku-
búðanna 11-11. Norvik keypti félagið
síðan árið 2003.
Norvík kemur með 140
milljónir króna til landsins
Nýtir sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands Rekstur Byko gengið erfiðlega
Tap Byggingavöruverslunin Byko, sem er sú stærsta á landinu, tapaði 391
milljón króna árið 2012, samanborið við 352 milljóna króna tap árið áður.
Morgunblaðið/Golli
Hættur sem forstjóri
» Guðmundur H. Jónsson lét
í gær af störfum sem forstjóri
Byko. Hann hefur gegnt for-
stjórastarfinu í þrjú ár.
» Í bréfi til starfsmanna
verslunarinnar sagði hann að
þó svo að hart hefði verið í ári
hjá félaginu hefði tekist með
góðri samvinnu að „koma
BYKO sterku út úr erfiðasta
árferði frá stofnun félagsins“.
» Sigurður Pálsson, fram-
kvæmdastjóri vörustjórnunar-
sviðs Byko til tveggja ára,
mun taka við forstjórastarf-
inu.
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
STUTTAR FRÉTTIR
● Eiginfjárstaða heimila hefur farið
stöðugt batnandi undanfarið. Til
marks um það fækkaði heimilum með
neikvæða stöðu í fasteign úr rúmlega
25 þúsund í tæplega 18 þúsund á
árunum 2011 og 2012, auk þess sem
meðalstaða þeirra batnaði umtals-
vert.
Greiningardeild Arion banka segir
að eiginfjárstaðan muni að öllum lík-
indum sýna áframhaldandi bata,
enda hafi fasteignaverð hækkað um-
talsvert umfram verðlag á árinu 2013.
Eiginfjárstaða batnar
með hækkandi verði
● Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, hefur skipað í nefnd
til að meta hæfni umsækjenda um
stöðu seðlabankastjóra.
Nefndina skipa Guðmundur Magn-
ússon, fyrrverandi rektor Háskóla Ís-
lands, tilnefndur af samstarfsnefnd há-
skólastigsins, Ólöf Nordal lögfræð-
ingur, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka
Íslands, og Stefán Eiríksson, lög-
reglustjóri og lögfræðingur, sem skip-
aður er án tilnefningar og er hann jafn-
framt formaður hennar.
Ný nefnd til að meta
hæfni umsækjenda
IFS greining mælir með því að fjár-
festar haldi hlutabréfum sínum í
verslunarfyrirtækinu Högum.
Greiningarfyrirtækið telur að rétt-
mætt virði hlutar í Högum sé nú 45,2
krónur og er markgengið eftir níu til
tólf mánuði 48,4 krónur á hlut.
Markaðsgengi Haga er hins vegar
44,8 krónur á hlut, að því er fram
kemur í nýrri greiningu fyrirtækis-
ins.
Hagar skiluðu uppgjöri fyrir
fyrsta fjórðung rekstrarársins fyrir
helgi. IFS segir að árið hafi farið
heldur rólega af stað með 2,8%
tekjuvexti og gerir greiningarfyrir-
tækið ráð fyrir að tekjur hækki
meira á síðari fjórðungum ársins,
meðal annars með aukinni neyslu
landsmanna og metfjölda ferða-
manna.
Bent er á að Hagar hafi öfunds-
verða stöðu á dagvörumarkaði, sem
hafi styrkst á liðnum misserum. Að
mati IFS er ekki heiglum hent að
keppa við félagið í verði vegna mik-
illa og hagkvæmra innkaupa þess og
sterks efnahags. kij@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Hagkaup Hagnaður Haga á tímabilinu 1. mars til 31. maí nam 939 millj-
ónum króna. Hagnaðurinn var 837 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.
Haldi bréfum
sínum í Högum
Hagar í öfundsverðri stöðu á markaði
! "
!"
#$"
$#%
"
$%
"%#
%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$
!
!$!
#
$"%
$%
"%
$%
#$
! $$
!$$
#
$"%
$"
"%%$
%!"
! $$%
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ert þú búin að prófa nýja
lágkolvetnabrauðið okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.