Morgunblaðið - 01.07.2014, Síða 17
SVIÐSLJÓS
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
ISIS-samtökin hafa lýst yfir stofnun
nýs íslamsks ríkis, svokallaðs kalíf-
ats, á svæðum undir stjórn þeirra í
Sýrlandi og Írak. Krefjast samtökin
nú þess að vera aðeins þekkt sem
„Hið íslamska ríki“.
Segja samtökin að ríkið nái allt
frá Aleppó í Norður-Sýrlandi og til
Diyala-héraðs í Austur-Írak. Þá
segir í yfirlýsingunni að leiðtogi
samtakanna muni einnig verða leið-
togi hins nýja ríkis og verði héðan í
frá þekktur sem Ibrahim kalífi.
Átök standa enn yfir í borginni
Tíkrit, sem samtökin náðu á sitt
vald 11. júní. Öryggissveitir Íraka
hófu gagnárás á borgina á laugar-
dag og eru Írakar vongóðir um að
ná borginni aftur. Rússneskar orr-
ustuþotur eru nú komnar til lands-
ins, en ekki er að fullu ljóst hver
skuli fljúga þeim til orrustu, þar
sem Írak býr ekki yfir neinum flug-
her að ráði.
Kalífat hlaðið ríkri merkingu
Íslömsk kalíföt hafa verið við lýði
allt frá dauða Múhameðs spámanns
á 7. öld og í raun má rekja skiptingu
múslima, í hóp sjíta og súnníta, til
deilna um hver skyldi verða eftir-
maður Múhameðs sem kalífi allra
múslima. Síðasta kalífatið leið undir
lok árið 1924, kalífat Ottómana. All-
ar götur síðan hefur stofnun kalífats
verið markmið herskárra súnní-
múslima í Mið-Austurlöndum.
Kynslóðir súnníta hafa látið sig
dreyma um þá stund þegar nýtt kal-
ífat rís úr þeirri ringulreið og ör-
væntingu sem ríkir í Mið-Austur-
löndum, og „múslimar hrista af sér
ryk smánar og niðurlægingar,“ líkt
og talsmaður samtakanna komst að
orði. Þessi stofnun kalífatsins er því
hlaðin ríkri merkingu í trúar-,
menningar- og sögulegum skilningi.
Afdráttarlaus skilaboð
Samtökin nota nútímatækni
óspart til að koma boðskap sínum á
framfæri. Sendu þau í gær frá sér
myndband þar sem sjá má jarðýtur
leggja í rúst landamærastöðvar sem
stóðu á landamærum Sýrlands og
Íraks. Þessar aðgerðir eru skýrt
tákn um einbeittan vilja samtak-
anna til að stofna sitt eigið ríki.
Flestir múslimar munu þó aðeins
líta á hið nýja kalífat sem lítilsverð-
an afrakstur yfirgengilegra blóðsút-
hellinga. En því verður ekki neitað
að með því að afmá þessi landa-
mæri, sem urðu til á skrifborðum
nýlenduveldanna, eru gefin afdrátt-
arlaus skilaboð sem eru til þess fall-
in að laða að alla þá múslima sem
vilhallir eru málstaðnum.
Kalífat stofnað í Írak
Nær yfir stór landsvæði í Sýrlandi og Írak Öryggissveitir Íraka reyna að ná
Tíkrit á sitt vald Ýtur leggja landamærastöðvar í rúst Írak skortir flugmenn
AFP
Fórnfúsir Sjálfboðaliðar taka þátt í herþjálfun. Þúsundir hafa boðið sig fram í baráttunni gegn ISIS-samtökunum.
Löng saga kalífata
» Fyrsta kalífatið var stofnað
árið 632 eftir dauða Múham-
eðs spámanns.
» Síðasta kalífatið leið undir
lok árið 1924 við hrun veldis
Ottómana.
» Kalífat hefur einn pólitísk-
an og andlegan leiðtoga,
kalífann.
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
Íbúar í Hong Kong búa sig nú undir
mestu mótmæli borgarinnar í rúman
áratug, eftir að niðurstöður voru
birtar úr opinberri atkvæðagreiðslu
um stjórnarfar. Tæp milljón manns
kaus fullt lýðræði í atkvæðagreiðsl-
unni og þykir líklegt að það valdi
aukinni óánægju með það stjórnar-
far sem ríkir nú undir kínverskum
yfirvöldum. Í dag fer fram hin árlega
1. júlí ganga, sem markar afmæli
þess þegar landsvæðinu var skilað
frá Bretum til Kínverja árið 1997.
Mun gangan í ár leggja áherslu á að
þrýsta á stjórnvöld í Peking til að
veita íbúum borgarinnar fullt lýð-
ræði til að kjósa sér fulltrúa í stjórn.
„Það er augljóst að yfirvöld í Pek-
ing eru að grafa undan sjálfræði
Hong Kong, og
við viljum sýna að
við erum óhrædd
við þeirra mið-
stýrðu kúgun,“
segir Johnson
Yeung, einn
skipuleggjenda
göngunnar í dag.
Stjórnvöld í
Kína hafa leyft
íbúum Hong
Kong að halda lýðræðislegar kosn-
ingar árið 2017 til að kjósa sér full-
trúa. Mun kínversk nefnd þó sjá um
að velja þau nöfn sem fá að birtast á
kjörseðlinum. Er þetta fyrirkomulag
meðal þess sem íbúarnir mótmæla í
göngunni í dag.
Hvatning Fólk var
hvatt til að kjósa.
Valdi Kínverja mót-
mælt í Hong Kong
Mótmæla ólýðræðislegu stjórnarfari
Fjögur hundruð
sjóliðar rúss-
neska sjóhersins
eru nú komnir til
Frakklands til að
hljóta þjálfun.
Mun þjálfunin
fara fram í öðru
þeirra tveggja
herskipa sem
Frakkland
hyggst selja
Rússlandi, þrátt fyrir gagnrýni
Bandaríkjanna. Sjóliðarnir munu
eyða sumrinu um borð í skipinu til
að læra á öll tæki og tól sem það
hefur upp á að bjóða.
Francois Hollande Frakklands-
forseti heldur því fram að við-
skiptaþvinganir Evrópuríkja á
Rússland nái ekki yfir hern-
aðartæki. Segir hann einnig að
samningurinn, sem nemur 1,2 millj-
örðum bandaríkjadala, sé of stór til
að hægt sé að rifta honum.
Barack Obama Bandaríkjaforseti
hefur lýst yfir áhyggjum af sölunni,
segir hann að í ljósi ástandsins í
Úkraínu væri ákjósanlegra að
stöðva framgöngu samningsins í
bili, jafnvel þótt það hefði áhrif á
efnahag Frakklands. Skipið verður
afhent í október og það næsta að
ári liðnu, en samningurinn var
undirritaður árið 2011.
Sjóliðar Rússa fá
þjálfun í Frakklandi
Francois
Hollande
FRAKKLAND
Nýjar rann-
sóknir hafa leitt í
ljós að Indónesía
hefur misst 60
þúsund ferkíló-
metra af skógi á
síðustu tólf ár-
um. Hefur um-
fang skógar-
höggs aukist það
mikið að Indónesía hefur tekið
fram úr Brasilíu hvað varðar fjölda
trjáa sem höggvin eru á ári hverju.
Árið 2011 undirritaði ríkisstjórn
landsins stefnuyfirlýsingu sem var
til þess gerð að hægja á skógar-
höggi í landinu.
Vísindamenn segja hins vegar að
spilltir stjórnmálamenn séu gjarnir
á að selja stór svæði þakin regn-
skógum fyrir skjótan gróða. Þeir
benda á að þörf sé fyrir eftirlit og
aðgerðir til varnar regnskógum
landsins.
Stjórnvöld í Noregi hafa skuld-
bundið sig til að gefa milljarð
bandaríkjadala til Indónesíu ef yfir-
völd landsins geta sýnt að þeim sé
alvara með að vilja stöðva skógar-
högg. Hefur Noregur nú þegar eytt
50 milljónum bandaríkjadala í að
setja á fót stofnanir í landinu til að
vernda regnskógana.
Heimsins viðamesta
skógarhögg
INDÓNESÍA
Eftir að David Cameron skoraði á
leiðtoga ríkja Evrópusambandsins að
halda kosningar um næsta forseta
framkvæmdastjórnar sambandsins
hafa menn haft áhyggjur af því að gjá
hafi myndast á milli Bretlands og
hinna aðildarríkjanna. Cameron er
yfirlýstur andstæðingur Jean-Claude
Junckers, sem hlaut atkvæði allra
nema tveggja aðildarríkja í kosning-
unni. Hefur Cameron varað við því að
Juncker muni stefna að frekari sam-
runa innan sambandsins, sem hann
telur ógnvænlega þróun. Margir telja
Breta einangraða eftir framgöngu
Camerons.
Joaquin Almunia, varaforseti
framkvæmdastjórnar ESB, sagði í
viðtali við BBC í gær að Juncker
myndi ekki erfa þá andstöðu sem
Cameron hefur sýnt honum. Juncker
væri vanur stjórnmálum og þó hann
væri mikill Evrópusinni þá væri hann
á sama tíma maður raunsæis og
málamiðlana. Almunia vildi þannig
slá á áhyggjur margra um að Junc-
ker myndi einskis svífast í frekari
sameiningu aðildarríkjanna.
Úrsögn Breta óhugsandi
Fjármálaráðherra Þýskalands,
Wolfgang Schäuble, segir að óhugs-
andi sé að Bretar segi sig úr ESB.
„Við höfum sömu áherslur í flestum
málefnum. Bretland er óaðskiljan-
legur hluti af Evrópu, hvort sem litið
er til sögu, stjórnarfars, lýðræðis eða
menningar,“ segir Schäuble.
Engin gjá myndaðist
Margir telja Breta hafa einangrast eftir áskorun Came-
rons um forsetakjör Þjóðverjar vilja Breta innan ESB
AFP
Umdeildur Juncker verður brátt
forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Ítölsk yfirvöld fundu um 30 lík flótta-
manna um borð í fiskibáti sem ítalska
strandgæslan stöðvaði. Áhöfn strand-
gæsluskipsins fann líkin þegar hún
fór um borð til að rýma bátinn eftir að
neyðarkall hafði borist um slæmt
ástand einhverra farþega, en þar á
meðal voru tvær ófrískar konur.
Dánarorsök hinna látnu er talin
vera köfnun, en alls voru tæplega 600
flóttamenn um borð í bátnum.
Var báturinn á leið til Sikileyjar frá
Norður-Afríku þegar strandgæslan
stöðvaði för hans. Í tilkynningu frá
ítalska sjóhernum segir að um
helgina hafi hann bjargað meira en
fimm þúsund flóttamönnum á leið frá
Afríku. Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem strandgæslan finnur lík um borð
í yfirfullum bátum flóttamanna en
aldrei áður hafa jafnmörg lík fundist
um borð í einum bát.
Fiskibáturinn var dreginn til hafn-
ar á Sikiley, en nú hafa yfir 60 þúsund
flóttamenn komið til Ítalíu það sem af
er ári. Þá bendir allt til þess að flótta-
menn verði enn fleiri í ár en 2011, þeg-
ar 63 þúsund flóttamenn komu til
landsins í kjölfar borgarastyrjaldar í
Sýrlandi.
AFP
Mannþröng Ítalir hafa aldrei fundið jafnmarga flóttamenn um borð í bát.
Flóttamenn streyma til Ítalíu
Um 30 köfnuðu um borð í fiskibáti
Sextíu þúsund flóttamenn á árinu