Morgunblaðið - 01.07.2014, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
Á háum hjólhesti Stúlka hjólar á fullorðinshjóli niður Bankastræti, með hjálm og hanska eins og vera ber.
Árni Sæberg
Ákvörðun sjávar-
útvegsráðherra um
flutning Fiskistofu frá
Hafnarfirði til Akur-
eyrar er gjörræðis-
skref sem hafa mun
þveröfug áhrif við yfir-
lýstan tilgang og vinna
gegn skynsamlegri
dreifingu opinberra
starfa utan höfuðborg-
arsvæðisins. Þessi
hreppaflutningur opin-
berrar stofnunar þar sem nú vinna
um 40 starfsmenn er sá stórtækasti
sem dæmi eru um í seinni tíð. Um
hliðstæða gjörninga einstakra ráð-
herra fyrr á árum sagði ég fyrir
hálfum öðrum áratug: „Núverandi
handahóf þar sem einstakir ráð-
herrar skáka með illu eða góðu ein-
stökum stofnunum á sínu valdsviði
út á land snýst fyrr en varir gegn
landsbyggðinni. Ólíkt ráðlegra er að
hlúa að svæðisbundinni starfsemi,
fjölga meðal annars störfum á sviði
rannsókna, mennta- og heilbrigð-
ismála þar sem þeirra er augljós
þörf og draga um leið úr yfirbygg-
ingu hins opinbera í höfuðstaðnum.“
(DV, 6. júní 2000) Tilefnið þá var
m.a. umdeildur flutningur Land-
mælinga Íslands upp á Akranes
1999, en að honum
stóðu sem ráðherrar
Össur Skarphéðinsson
1993 og síðan Guð-
mundur Bjarnason.
Grundvallarmistök í
skipan stjórnsýslu
Flumbrugangurinn
sem nú er endurvakinn
gefur tilefni til að rifja
upp nokkur grundval-
lamistök sem gerð hafa
verið í stjórnsýslu hér-
lendis síðasta ald-
arþriðjung og varða af-
nám sýsluskipunar og
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga. Upp úr 1980 var mikið rætt
um að koma á fylkja- eða hér-
aðaskipan hérlendis, svipaðri þeirri
sem tekin hafði verið upp annars
staðar á Norðurlöndum. Um slíka
skipan tókst ekki pólitísk samstaða
hérlendis í tíð þáverandi rík-
isstjórnar Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks 1986, samhliða setn-
ingu nýrra sveitarstjórnarlaga. Við
meðferð þess máls á Alþingi flutti
ég breytingartillögur sem gerðu
m.a. ráð fyrir eftirfarandi: „Sett
skal á fót nýtt stjórnsýslustig, hér-
uð, milli ríkis og sveitarfélaga til að
treysta byggð í landinu, koma á
virku lýðræði og dreifa valdi frá ríki
til landshluta.“ (Þingskjal 545,
breytingartillögur við 54. mál á 108.
löggjafarþingi) Tillögunum fylgdi
sérstakur kafli um skiptingu lands-
ins í átta héruð með héraðsþingum
sem kosið væri til beinni kosningu á
viðkomandi svæði samhliða sveit-
arstjórnarkosningum. Tillögur þess-
ar voru felldar og þess í stað sett inn
óljós ákvæði um héraðsnefndir og
byggðasamlög, sem samstarfsvett-
vang fyrir sveitarstjórnir. Jafnhliða
var tekið til við að knýja á um
stækkun og fækkun sveitarfélaga.
Forsendur dreifðrar
stjórnsýslu
Nýtt stjórnsýslustig hefði leyst
mikinn vanda og orðið þýðing-
armikil viðspyrna í byggðamálum.
Um það sagði ég í áður tilvitnaðri
blaðagrein: „Með fimm fylkjum
fengist svæðaskipting sem auðvelda
myndi stórum landfræðilega dreif-
ingu opinberrar stjórnsýslu, sem
ekki næst nema að takmörkuðu leyti
á grunni sveitarfélaga. Fylkin væru
nægilega stórar einingar til að
byggja upp stjórnsýslu ríkisins á öll-
um helstu málasviðum og hún fengi
um leið bakhjarl í fylkisþingunum.
Núverandi viðleitni til að flytja
stofnanir hins opinbera sem gegna
miðstöðvarhlutverki frá Reykjavík
út á land leysir lítinn vanda og vinn-
ur um margt gegn skynsamlegri
stjórnsýslu. Miklu vænlegra er að
hlúa að svæðisbundinni uppbygg-
ingu í helstu málaflokkum og færa
með því þjónustuna nær fólkinu.
Það yrði jafnframt til að fjölga sér-
menntuðu fólki á landsbyggðinni.“
Meingölluð kjördæmaskipan
Ekki bætti úr skák kjördæma-
skipanin sem innleidd var með lög-
um nr. 24 árið 2000 og við búum enn
við. Þá urðu m.a. til þrjú risastór
landsbyggðarkjördæmi, þvert á
gömul stjórnsýslumörk og þáver-
andi starfssvæði landshlutasamtaka
sveitarfélaga sem náð höfðu að festa
sig í sessi. Jafnframt var Reykjavík
skipt upp í tvö gervikjördæmi til að
þóknast tölfræðikúnstum höfunda
þessa furðuplaggs. Ég var í hópi ör-
fárra þingmanna sem vöruðu við
þessum gjörningi en líklega er nú
flestum, sem láta sig varða íslenska
stjórnskipan, orðið ljóst, hversu illa
var hér að verki staðið. Ásamt þá-
verandi stjórnarflokkum lagði ný-
stofnuð Samfylking blessun sína yfir
þennan gjörning. Með honum voru
m.a. höggvin sundur umdæmi sveit-
arstjórnarsambanda á Norðurlandi
og Austurlandi og þannig bætt gráu
ofan á svart varðandi sveitarstjórn-
arstigið sem grunn fyrir skyn-
samlega valddreifingu.
Snúum frá villu vegar
Fleirum en mér hlýtur að vera
ráðgáta hvað fær ráðherra til að
standa fyrir þessum nýjustu
hreppaflutningum. Sjálfur hefur
sjávarútvegsráðherra ekki sett fram
nokkur frambærileg rök, en segist
þó um leið skilja áhyggjur viðkom-
andi starfsmanna. Þótt stjórnskipan
okkar sé meingölluð, eins og hér
hefur verið að vikið, eru fjölmörg
svæðisbundin verkefni og stofnanir
á vegum ríkis og sveitarfélaga úti
um land sem stjórnvöld gætu nú
þegar stutt við með fjárveitingum
og mannafla, m.a. til að bæta úr nið-
urskurði í kjölfar hrunsins. Nátt-
úrustofur í landshlutunum geta
strax bætt við sig verkefnum sem og
þekkingarsetur víða um land, að
ekki sé minnst á grunnþjónustu
heilbrigðisstofnana. Langvinn átök
um vanhugsaða hugmynd eins og
flutning Fiskistofu eru það sem
landsbyggðin þarf nú síst á að
halda.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Langvinn átök um
vanhugsaða hug-
mynd eins og flutning
Fiskistofu eru það sem
landsbyggðin þarf nú
síst á að halda.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Um hreppaflutninga opinberra
starfsmanna og ótæka stjórnskipan
Líklega verður að við-
urkenna að lífeyrismál
þykja almennt ekki sérlega
spennandi viðfangsefni, þó
að við sem störfum að þess-
um málum eigum bágt með
að skilja það. Ungt fólk á
það til að missa meðvitund
um leið og minnst er á líf-
eyrismál en svo þegar nálg-
ast fer lífeyrisaldur er eins
og kvikni ljós. Oft er þá orð-
ið of seint að gera eitthvað í
málunum.
Staðreyndin er sú að því
fyrr sem hugað er að því að
leggja fyrir til efri áranna,
þeim mun betra. Ein-
staklingur sem leggur 4%
af 300 þúsund króna
mánaðarlaunum í
viðbótarlífeyrissparnað og
fær 2% mótframlag frá
launagreiðanda fær 18 þús-
und krónur í séreign mánaðarlega. Við-
komandi leggur hins vegar sjálfur aðeins
til um 7.500 krónur ef tekið er tillit til
skatta, þar sem hann nýtur skattfrelsis í
byrjun. Tekjuskattur er ekki greiddur
fyrr en við útgreiðslu.
Mjór er mikils vísir. Mánaðarleg
greiðsla upp á 18 þúsund krónur gæti
margfaldast með tímanum. Ef við gefum
okkur að árleg ávöxtun sé 3,5% á þessi
einstaklingur 6,2 milljónir eftir 20 ára
sparnaðartíma. Ef hann nær að leggja
fyrir í 40 ár er þessi fjárhæð orðin 18,6
milljónir. Með hærri ávöxtun hækka töl-
urnar að sama skapi. Með 7% ávöxtun og
40 ára sparnaðartíma erum við komin upp
í 44,7 milljónir. Þetta er auðvitað ekki fast
í hendi eins og gefur að skilja en ætti þó
að nægja til að vekja fólk til umhugsunar.
Mótframlag, skattahagræði
og erfanleiki
Viðbótarlífeyrissparnaður er eitthvert
þægilegasta sparnaðarform sem til er.
Launagreiðandinn sér um mánaðarlegar
greiðslur launþega auk þess sem hann
leggur aukalega fram 2% mótframlag. Þá
er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur á
sparnaðartímanum eins og raunin er með
reglulegan sparnað, en þar getur munað
verulegum fjárhæðum, ekki síst eftir ný-
lega tvöföldun á hlutfalli fjármagns-
tekjuskatts. Séreignin er
laus við 60 ára aldur en fæst
greidd út fyrr komi til ör-
orku. Við andlát erfist sér-
eignin samkvæmt erfðalög-
um og er þá ekki greiddur
erfðafjárskattur ef erfingjar
eru maki eða börn.
Leiðréttingin
Ofan á þetta allt saman
kemur svo „leiðréttingin“,
sem heimilar skattfrjálsa
greiðslu viðbótarlífeyris-
sparnaðar næstu þrjú árin
inn á höfuðstól íbúðalána eða
til húsnæðissparnaðar.
Skattfrelsið takmarkast við
4% framlag launþega og 2%
framlag launagreiðanda og
er að hámarki 500 þúsund
krónur á ári hjá ein-
staklingum og 750 þúsund
krónur hjá einstaklingum
sem uppfylla skilyrði til
samsköttunar. Þeir sem
ekki hafa verið að greiða í viðbótarlífeyr-
issparnað ættu alvarlega að huga að því
að ráða þar bót á, þó ekki væri nema til
þess að nýta sér „leiðréttinguna“ og
skattfrelsið sem henni fylgir.
Ætlar þú að hækka í 4%?
Frá og með 1. júlí gefst starfandi ein-
staklingum kostur á að leggja 4% af laun-
um í viðbótarlífeyrissparnað í stað 2%
undanfarin ár. Mótframlag launagreið-
enda verður 2% eins og áður. Mikilvægt
er að ganga úr skugga um það hjá vörslu-
aðila lífeyrissparnaðar eða launagreið-
anda að iðgjaldið hækki í 4% ef ætlunin er
að nýta skattfrestun að fullu eða skatt-
leysi í tengslum við „leiðréttinguna“. Ef
samningur um viðbótarlífeyrissparnað
miðaðist við 2% framlag á sínum tíma
þarf að skrifa undir breytingu á samningi
til að nýta 4% heimildina.
Rétti tíminn til þess að huga að fjár-
hagslegri stöðu, þegar aldurinn færist yf-
ir, er í dag. Nú er kjörið tækifæri til þess
að gera eitthvað í málunum, nýta sér 4%
heimildina frá 1. júlí og „leiðréttinguna“
næstu þrjú árin. Ekki er ráð nema í tíma
sé tekið.
Hugleiðið að nýta 4%
heimildina frá 1. júlí
Eftir Jón L. Árnason
Jón L.
Árnason
» Viðbótarlíf-
eyrissparn-
aður er eitthvert
þægilegasta
sparnaðarform
sem til er.
Höfundur er rekstrarstjóri Lífeyrisauka,
sem er stærsti og fjölmennasti sjóður
landsins sem eingöngu býður upp á við-
bótarlífeyrissparnað.