Morgunblaðið - 01.07.2014, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
Kostnaður íslenska
bankakerfisins hefur
um langt skeið verið
mun hærri en eðlilegt
getur talist í sam-
anburði við sam-
keppnislöndin. Sam-
fara minni umsvifum
eftir hrun og auknum
kröfum er lagt harðar
að stjórnendum fjár-
málafyrirtækja að
uppfylla kröfur eigenda um arð-
semi. Upplýsingatækni er einn af
stærstu kostnaðarliðum í íslenskri
bankastarfsemi. Kostnaður við
upplýsingatækni nemur tæplega
fjórðungi af rekstrarkostnaði
stóru bankanna. Að viðbættum
rekstrarkostnaði minni fjármála-
fyrirtækja má reikna með að
kostnaður bankakerfisins vegna
upplýsingatækni hafi eftir hrun
numið um 16 til 17 milljörðum
króna árlega (Rit nr. 1/2011 Sam-
keppniseftirlitið).
Noti lausnir frá traustum
alþjóðlegum fyrirtækjum
Í þessari grein er bent á leiðir
sem gætu flýtt fyrir lækkun upp-
lýsingatæknikostnaðar bankakerf-
isins. Hér er sérstaklega horft til
þeirrar þróunar sem átt hefur sér
stað í tækniumhverfi banka hér-
lendis, þegar greiðslumiðlunar- og
greiðsluuppgjörskerfi Íslands voru
færð í umsjá Greiðsluveitunnar,
sem er í eigu Seðlabanka Íslands.
Eignarhald þessara mikilvægu
bankakerfa landsins var þá að-
skilið frá öðrum kerfum sem
bankar og aðrar fjármálastofnanir
nota í sínum rekstri. Með þessum
aðskilnaði kerfanna er fyr-
irkomulagið sambærilegt við það
sem gerist annars staðar á Norð-
urlöndum. Þannig er íslenskum
bönkum gert kleift að velja staðl-
aðar, alþjóðlegar lausnir og sam-
nýta með öðrum norrænum bönk-
um. Þannig má skipta út lausnum
sem þarfnast endurnýjunar og eru
þungar í rekstri.
Lykillinn að hagræðingu í
bankakerfinu er samkeppni, en
hér sem annars staðar gilda hin
almennu lögmál samkeppninnar.
Til að bankar geti
lækkað rekstr-
arkostnað upplýsinga-
tæknikerfa þurfa þeir
að hafa um fleiri kosti
að velja þegar kemur
að rekstri þeirra.
Hagræðing og þar
með lækkandi rekstr-
arkostnaður getur
náðst með samnýt-
ingu þjónustu og
lausna með öðrum
fjármálastofnunum.
Þá er það lykilatriði
að bankar hafi úr að velja lausn-
um og þjónustu frá fleiri en einum
aðila. Samkeppni er nauðsynleg
svo hagræðingin skili sér ekki ein-
göngu í vasa þjónustuaðila sem
eru með yfirburði á markaði.
Nauðsynlegt er að bankar vandi
vel fjárfestingar í nýjum tækni-
lausnum og taki ekki áhættu við
að aðlaga lausnir sjálfir, þegar
aðrar sambærilegar lausnir fást
með minni tilkostnaði. Bankar
eiga að einbeita sér að banka-
starfsemi og nýta sér aðgengi að
þjónustu og þekkingu fyrirtækja
sem bjóða lausnir á ásættanlegu
verði. Heillavænlegast er að ís-
lenskir bankar eins og aðrir nor-
rænir bankar færi sig í lausnir
sem þróaðar eru af traustum al-
þjóðlegum fyrirtækjum sem sjá
um að lausnirnar fylgi alþjóð-
legum kröfum stofnana og eft-
irlitsaðila, ásamt kröfum framtíðar
til tækni. Íslenskir bankar eiga að
líta út fyrir landsteinana, og þá
sérstaklega til hinna Norður-
landanna, þar sem þróunin er til-
færsla úr eigin kerfum yfir í
lausnir sem samnýttar eru með
öðrum norrænum bönkum.
Bankar á Norðurlöndum
lækka kostnað vegna
upplýsingatækni
Á Norðurlöndum eiga sér nú
stað miklar breytingar á því
hvernig bankar haga sínum upp-
lýsingatæknimálum. Æ fleiri
bankar færa sig nú úr sérsmíð-
uðum kerfum yfir í að kaupa að-
gengi að lausnum sem þeir greiða
fyrir eftir notkun. Þannig ná
bankar að minnka upplýsinga-
tæknikostnað umtalsvert.
Áhugavert er að skoða hvernig
þessi þjónusta er sótt til annarra
landa. Þannig nýta fjölmargir
sænskir bankar sér þessa þjón-
ustu frá þjónustuaðilum í Dan-
mörku og Noregi. Í dag stendur
íslenskum bönkum til boða að-
gengi að lausnum frá norrænum
þjónustufyrirtækjum og samnýta
þannig lausnir með öðrum sam-
bærilegum norrænum fjármálafyr-
irtækjum. Þetta á við um allar
þær grunnlausnir banka sem eftir
standa, þegar greiðslumiðlun og
greiðsluuppgjör var fært til
Greiðsluveitunnar. Lausnir eins og
lánakerfi, innlánakerfi, veðtrygg-
ingarkerfi, greiðslumiðlun, við-
skiptamannaupplýsingar, netbanki
o.fl. Þetta eru staðlaðar alþjóð-
legar lausnir sem notaðar eru af
fjölda banka um allan heim. Jafn-
framt er mikil þekking á þeim til
staðar á Íslandi.
Með tilkomu Greiðsluveitunnar
geta íslenskir aðilar einnig boðið
þessar lausnir í samkeppni, fái
hún að njóta sín. Þannig hafa ís-
lenskir bankar í dag mun fleiri
valkosti þegar kemur að endurnýj-
un sinna upplýsingakerfa. Mik-
ilvægt er að samkeppnin fái að
njóta sín, því með minnkandi sam-
keppni verður til aðili með yf-
irburðastöðu á markaði sem með
tíð og tíma ryður í burtu öðrum
aðilum sem í dag þjóna íslenskum
fjármálafyrirtækjum. Með sam-
keppnina að vopni eiga íslenskir
bankar nú þegar að hefja það hag-
ræðingarstarf sem beðið hefur
verið eftir og stuðla þannig að
þjóðhagslegri hagkvæmni í efna-
hagslífinu.
Hagræðing í bankakerfinu
næst með samkeppni
Eftir Hinrik A.
Hansen » Íslenskir bankar
geta valið staðl-
aðar, alþjóðlegar
bankalausnir, samnýtt
þær með öðrum nor-
rænum bönkum og
lækkað þannig rekstr-
arkostnað umtalsvert.
Hinrik A. Hansen
Höfundur er framkvæmdastjóri
erlendrar starfsemi Applicon,
dótturfyrirtækis Nýherja.
Ýmsir hafa sl. ár
haft fremur ógæfu-
legt viðhorf til lækna
landsins. Hafa þau
viðhorf þó rénað með
fækkun í stéttinni
vegna landflótta og
töfum á end-
urmönnun tengdri
óafsakanlegum kjör-
um og aðbúnaði. Ekki
er þörf að tíunda
skortinn á aðstöðu,
húsakynnum og tækjum. Sum
mjög gagnleg tól eru ekki einu
sinni í umræðu hérlendis, til að
mynda svonefnt PET-skann, sem
nú þarf að fá gert í Danmörku og
er því undirnýtt og rándýrt.
Kjör lækna eru oft talin mjög
þokkaleg, ef ekki til ofurlauna,
jafnvel af ráðamönnum og -konum.
Sannleikurinn er hinsvegar sá að
heildarlaun lækna ná háum upp-
hæðum vegna nokkurra þátta sem
launafólk almennt myndi aldrei
láta bjóða sér að hugsa um tvisvar.
Þannig eru oft meira en hálf
mánaðarlaun byggð á löngum
vinnutíma, mest á vöktum. Þessum
vöktum má hafna eftir 55 ára ald-
urinn, en slíkt er ekki gerlegt nú
vegna ekki bara lakra kjara án
þeirra, heldur og vegna skorts á
yngri kollegum til að standa vakt-
ina. Öldrun sérfræðinga er hröð sl.
5-10 ár, útlært fólk kemur ekki
heim og yngri heimkomnir fulln-
uma læknar hrekjast af landi til að
geta hvorutveggja nýtt sér þekk-
ingu sína og til að þrauka.
Enginn læknir vinnur 8 tíma á
dag, á vaktlausum degi. 2-3
klukkustundir eru algeng viðbót
daglega, ekki er hægt að ganga frá
óloknum verkum, þau bíða manns
og hlaðast upp og enda í ólestri.
Þetta bitnar mest á skjólstæð-
ingum, en ekki síður á andlegri
heilsu og álagi okkar.
Vaktir undirritaðs í núverandi
föstu starfi eru 6 til 7 sólarhringar
á mánuði. Ýmist er þá
24 tíma vakt, með 8
klukkustunda vinnu-
degi eftir vakt (amk.,
sjá að ofan), eða helg-
arvakt þar sem vaktin
hefst að morgni föstu-
dags en lýkur að
morgni mánudags, við
upphaf dagvinnu
mánudagsins.
Í öðrum störfum
innan heilbrigðisgeir-
ans hefur upplifunin
verið enn tímafrekari.
Þannig hefur reynslan sl. ár af
nokkrum stöðum, sem eru nokkuð
dæmigerðir fyrir ástandið almennt,
verið frá að vera annan til þriðja
hvern dag á vakt og jafnvel á dag-
legum vöktum allan ársins hring.
Ef ofurlaun lækna eru athuguð í
ljósi þessarra staðreynda eru þau
mögur. Ef slegið er upp dæmum
fyrir aðra starfshópa með slíka
vinnuskyldu í huga er útkoman
vísbending um afar slök kjör
lækna, nálægt því að skilgreina
megi starfið sem láglaunastarf
með engum eða mjög takmörk-
uðum verkfalls- og almennum rétt-
indum hins hefðbundna launa-
markaðar.
Því miður virðist sem föst laun
lækna hafi fallið enn frekar með
hinni ánægjulegu fjölgun kvenna í
stéttinni sl. áratug. Hvers vegna
er áleitin spurning, sem ekki er
hægt að finna svör við auðveld-
lega, en sjálfsagt á þar ójafnrétti
launa kvenna almennt og ákvarð-
anataka um laun lækna af karl-
mönnum nokkurn hlut í skýr-
ingum.
Virðingarfyllst.
Þóknun lækna
Eftir Finnboga
Karlsson
Ólafur Unnar
Sigurþórsson
» Þannig eru oft meira
en hálf mánaðarlaun
byggð á löngum vinnu-
tíma, mest á vöktum.
Höfundur er sérfræðilæknir.
Skálholt hefur um
aldir verið partur af
þjóðarsálinni. Svo er
enn eins og sannast
hefur á þeim mikla og
maklega áhuga sem
ópera Gunnars Þórð-
arsonar hefur vakið, en
í henni er fjallað um
ástir í meinum á sjálfu
biskupssetrinu, ástir
þeirra Ragnheiðar og
Daða. Sagt hefur verið að Ragnheið-
ur hafi leikið á klavíkord en fátt er þó
vitað um tónlistariðkun í Skálholti á
öldum áður. Hitt er víst að nú er haf-
in í fertugasta sinn ein elsta og um-
fangsmesta tónlistarhátíðin á land-
inu, Sumartónleikar í
Skálholtskirkju, og í þetta sinn er
hún ekki af lakara taginu.
Í tilefni af fertugsafmælinu ljá
norrænir sjóðir, samtök og listamenn
hátíðinni lið. M.a. verða Sum-
artónleikar vettvangur þriðju EAR-
ly-keppninnar, norrænnar sam-
keppni ungra tónlistarhópa sem
leika forna tónlist á upprunaleg
hljóðfæri.
Þá er það sérstakt fagnaðarefni að
margir þeir sem voru frumkvöðlar
Sumartónleikanna koma nú fram.
Meðal þeirra er Ann Wallström fiðlu-
leikari sem kornung kom í Skálholt,
sá og sigraði hjörtu áheyrenda. Síðan
hefur hún orðið að einum helsta túlk-
anda barokktónlistar í Svíaríki. Ann
mun leika til minningar um Helgu
Ingólfsdóttur semb-
alleikara, stofnanda
Sumartónleikanna,
bæði að kvöldi 2. júlí og
síðdegis hinn 5. júlí.
Annar frumkvöðull er
hollenski fiðluleikarinn
Jaap Schröder, en eng-
inn erlendur listamaður
hefur lagt hátíðinni
jafnmikið lið og hann.
Svo eru það frumkvöðl-
arnir Bachsveitin í Skál-
holti og sönghópurinn
góði, Hljómeyki.
Stundum stendur styr um Skál-
holt. Það sýnir að engum stendur á
sama um staðinn, kirkjuna og sög-
una. Nú er tækifæri til að gleðjast í
Skálholti, njóta góðrar tónlistar á
fögrum stað á hásumri. Um allt þetta
má fræðast nánar á vefsíðunni
www.sumartonleikar.is.
Það verður tónaveisla í Skálholti
allan júlímánuð og fram á versl-
unarmannahelgi. Sem fyrr er að-
gangur ókeypis.
Stórhátíð að
hefjast í Skálholti
Eftir Þorkel
Helgason
Þorkell Helgason
»Nú er hafin í fertug-
asta sinn ein elsta
og umfangsmesta tón-
listarhátíðin á landinu,
Sumartónleikar í
Skálholtskirkju.
Höfundur er stærðfræðingur og
áhugamaður um málefni Skálholts.
Fyrir kosningar
sagðist Dagur vilja
verða borgarstjóri
allra Reykvíkinga. Út
á það fékk hann í
skoðanakönnum aukið
fylgi, sem svo dalaði í
kosningunum. Hafi
þetta verið loforð þá
var það svikið um leið
og Dagur sagði fram-
sóknarkonurnar –
sem tóku frá honum fylgi – ekki
stjórntækar. Þær eru nefnilega
einu fulltrúar þeirra sem ekki vilja
henda flugvellinum eða vill Dagur
halda fram að þau 7% Reykvík-
inga sem kusu þær séu rasistar?
Svo eru hin 70% sem undirrituðu
bænaskjal um að flugvöllurinn
fengi að vera í friði. Ekki er Dag-
ur borgarstjóri þeirra.
Að útiloka umræðu um flugvöll-
inn er gjörningur sem vekur þá
spurningu hvort Dagur sé tækur
sem stjórnhæfur borgarstjóri.
Þessi valdníðsla bætist við fyrri
gjörðir hans sem borgarstjóri á
bak við tjöldin undir pilsfaldi
Gnarrsins. Hann hefur t.d. verið
helsti stuðningsmaður þess að
byggja Háskóla-
sjúkrahús við Hring-
braut án þess að
reikna dæmið til
enda, skemmt um-
ferðarflæði í borginni
og vanrækt kynn-
ingar á nýbyggingum
í gömlum hverfum.
Svo við höldum okkur
við flugvöllinn þá
gæti kostað mörg
hundruð milljarða að
flytja og byggja nýj-
an flugvöll. Kostn-
aður kemur í ljós þegar og ef
Ragna finnur nýtt flugvallarstæði.
Ríkið kostar byggingu nýs flug-
vallar með skattpeningum allra
landsmanna. Eðlilegt er að spurt
sé hvort borgarstjórn Reykjavík-
ur leyfist að sóa svona sameig-
inlegum fjármunum fyrir bygging-
arlóðir í mýri. Reikna má með að
mest af svæðinu sé botnlaust
mýrarfen – miður gott fyrir bygg-
ingu húsa og gatna. Hefur verið
kannað hver áhrif framræsla mýr-
arinnar hefur á vatnsbúskap
tjarnarinnar?
Allir geta verið sammála um
kosti þess að þétta byggð og því
rétt að benda Degi á að gott
byggingarland afmarkast af Ein-
holti, Háteigsvegi, Lönguhlíð og
Skipholti. Þar má byggja á bjargi
og ekki í mýrarfeni. Húsin eru
mest 70 ára gamlir tveggja hæða
verkamannabústaðir með fjórum
íbúðum. Hér liggur beint við að
þétta byggð. Annar reitur með
enn eldri húsum afmarkast af
Snorrabraut, Njálsgötu og Rauð-
arárstíg. Þann reit má stækka að-
eins frá Rauðarárstíg inn á
Klambratún.
Verði sett í skipulag að fjöl-
býlishús verði byggð á þessum
reitum munu verktakar og fjár-
festar – ef að líkum lætur – kepp-
ast við að kaupa upp íbúðir á
svæðinu og framhaldið kemur af
sjálfu sér.
Borgarstjórinn „okkar“
Eftir Sigurð
Oddsson »Eðlilegt er að spurt
sé hvort borgar-
stjórn Reykjavíkur
leyfist að sóa svona
sameiginlegum
fjármunum fyrir
byggingarlóðir í mýri?
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.