Morgunblaðið - 01.07.2014, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
✝ Edda Þórarins-dóttir fæddist í
Reykjavík 14. ágúst
1936. Hún lést á
Landspítalanum
Vífilsstöðum 21.
júní 2014.
Foreldrar Eddu
voru hjónin Þór-
arinn Björnsson,
póstfulltrúi frá
Borgarfirði, f. 8.10.
1900, d. 24.7. 1959,
og Ingiveig Eyjólfsdóttir, hús-
freyja frá Keflavík, f. 31.7. 1902,
d. 12.2. 1985. Líffræðilegir for-
eldrar hennar voru Ólafur Ólafs-
son veitingamaður frá Akranesi,
f. 1897, d. 1965, og Helga Sigurð-
ardóttir húsfreyja frá Ísafjarðar-
djúpi, f. 1901, d. 1987. Börn Ólafs
og Helgu og systkini Eddu voru:
Elín, f. 1923, d. 2009, Magnús, f.
1925, d. 2011, Þórdís, f. 1926, d.
1995, Þorgeir, f. 1927, d. 2010,
Sigurður Ingvi, f. 1929, Jensína,
f. 1931, d. 2006, Guðrún, f. 1932,
d. 1997, og Soffía, f. 1934, d.
2013. Hinn 4. júní 1960 giftist
Edda Gunnari Friðjónssyni
framreiðslumanni frá Reykjavík,
f. 11.6. 1937. Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru 1) Ingiveig,
ferðamálafræðingur og leið-
sögumaður, f. 9.11. 1960. 2) Þór-
hávegum hafðar. Þórarinn, fað-
ir hennar, var einn af stofn-
endum Tónlistarfélagsins í
Reykjavík og spilaði jafnframt á
fiðlu í Hljómsveit Reykjavíkur.
Edda gekk í Austurbæjarskól-
ann og lauk framhaldsnámi við
Gagnfræðaskóla verknáms árið
1953.
Hún starfaði lengst af hjá
Pósti og síma, fyrst á Póst-
málaskrifstofunni í gamla Land-
símahúsinu og síðar á pósthús-
inu í Pósthússtræti.
Edda lagði stund á píanónám
í Tónlistarskólanum í Reykjavík
og þótti efnileg. Hún hafði yndi
af tónlist og söng. Hún elskaði
ferðalög og átti þess kost að
ferðast víða um heiminn hin síð-
ari ár með dóttur sinni.
Í maí 1959 fetaði Edda í fót-
spor móður sinnar, Ingiveigar
Eyjólfsdóttur, og gekk í Odd-
fellowregluna, í Rebekkustúku
nr. 1, Bergþóru. Hún var virk í
Oddfellowstarfinu og færði það
henni mikla gleði.
Það var Eddu og fjölskyld-
unni mikið áfall þegar hún að-
eins 29 ára gömul greindist með
iktsýki. Á þeim tíma var sjúk-
dómurinn lítt þekktur og fátt
um lyf til að meðhöndla hann.
Edda var meðlimur í Gigt-
arfélagi Íslands og fylgdist vel
með rannsóknum og þróun gigt-
arsjúkdóma alla sína tíð.
Útför Eddu fer fram í dag, 1.
júlí 2014, frá Hallgrímskirkju í
Reykjavík og hefst athöfnin kl.
15.
arinn Gunnarsson,
tölvutæknimaður,
f. 17.9. 1964,
kvæntur Álfhildi
Sylvíu Jóhanns-
dóttur, dagforeldri,
f. 26.8. 1964. Börn
þeirra eru: Jóhann
Gunnar, lögfræð-
ingur, f. 18.9. 1987,
í sambúð með Guð-
rúnu Ástríðardótt-
ur nema; börn
þeirra eru Írena Rún og Ásta
Sylvía; Daníel Ingi, f. 15.3. 1989,
verslunarmaður, í sambúð með
Elsu Einarsdóttur, skrifstofu-
manni; Edda Þórunn, f. 20.9.
1996, nemi. 3) Friðjón Björgvin,
framkvæmdastjóri, f. 2.10. 1976,
kvæntur Hörpu Hlynsdóttur,
matvælafræðingi, f. 4.8. 1977.
Börn þeirra eru: Arna Björg, f.
10.12. 2004; Bríet María, f. 19.8.
2008, og Agnes Inga, f. 24.8.
2013.
Edda ólst upp í Reykjavík og
bjó lengst af á Karlagötu 11 í
húsi sem foreldrar hennar
byggðu árið 1937. Hin seinni ár
var hún búsett í Bláhömrum 4 í
Reykjavík. Hún ólst upp við ást-
ríki foreldra sinna á miklu
menningarheimili þar sem
klassísk tónlist og listir voru í
Í dag kveð ég ástkæra móður
mína, Eddu. Ég er fyrst og
fremst þakklátur fyrir þann
góða tíma sem við fengum sam-
an á þessari jörð en einnig allar
góðu minningarnar um góða
móður og vinkonu. Móðir mín ól
upp þrjú börn en þegar hún var
29 ára fékk hún liðagigt. Hún
tók því eins og hverju öðru
hundsbiti, hélt sínu lífi áfram
með stuðningi ástvina sinna og
fjölskyldu, þótt sjúkdómurinn
væri henni þungbær. Árið 2011
greindist hún með krabbamein
og þrátt fyrir hetjulega baráttu
hennar fram á síðasta dag dugði
það ekki til. Mamma tók veik-
indum sínum ætíð af miklu
æðruleysi, svo eftir var tekið.
Hún er okkur sem eftir stöndum
mikil og sterk fyrirmynd.
Nú hefur mamma bæst í hóp
þeirra er vaka yfir okkur hinum
og leiðbeina í ferðalagi okkar
gegnum lífið. Ef einhver er efni
í góðan engil, þá er það mamma
mín. Ef ekki er laust pláss í því,
þá var hún ofboðslega góð hús-
móðir og góður kokkur, nokkuð
sem alls staðar kemur að góðum
notum. Svo má hún líka alveg fá
smáfrí, hún á það skilið. Mamma
elskaði barnabörnin sín og
barnabarnabörnin. Hún var svo
glöð að hafa fengið að kynnast
þeim öllum. Eins og allir vita,
sem þekkja til okkar, erum við
bræðurnir óhemju stríðnir og
þykjum hafa ágætis húmor. Við
höfum alla tíð tengt þetta gen
við móður okkar en hún var
mikill húmoristi og gerði í því að
æsa upp í okkur prakkaraskap-
inn. Mamma gat hlegið enda-
laust að hrekkjum okkar en það
sem var líka svo skemmtilegt
var húmorinn sem hún hafði fyr-
ir sjálfri sér. Mamma vissi að
með því að hlæja og gera alltaf
gott úr hlutunum væri hægt að
komast í gegnum alls kyns erf-
iðleika. Þetta er ein af mikilvæg-
ustu lexíunum sem hún skilur
eftir sig. Mamma elskaði okkur
systkinin og tók okkur eins og
við erum. Þegar hún hafði eitt-
hvað við okkur að athuga kallaði
hún það að siða okkur til. Systk-
ini mín, sem nú eru orðin há-
öldruð, voru nú bara siðuð til
fyrir stuttu. Ég var alltaf í
uppáhaldi hjá mömmu, enda
yngstur og alltaf svo góður.
Mamma sagði það reyndar oft
að tíminn sem hún gekk með
mig hefði verið sá besti í hennar
lífi þar sem hún hefði verið al-
veg verkjalaus þennan tíma. Ég
hef að sjálfsögðu alltaf tekið
þessu sem svo að ég hafi verið
og sé mikill verkjastillir og
gleðigjafi. Ég mun minnast
móður minnar sem sterkrar
konu sem tók öllu mótlæti af
hörku og krafti, hún naut lífsins
lystisemda, elskaði að ferðast og
borða góðan mat, drekka góð
vín og hlæja í faðmi góðra vina
og ættingja. Hún elskaði börn
og dýr, Jessicu Fletcher, Mat-
lock, Poirot og Derrick. Hún
elskaði lestur góðra bóka, áhorf
góðra kvikmynda og krossgátur.
Hún var afbragðspenni og
ræðumaður góður. Hún var vin-
mörg og góð heim að sækja.
Hún var gull af manni. Læknar
mömmu voru Jón Þorsteinsson
og Gerður Gröndal. Ég vil
þakka bæði Jóni og Gerði fyrir
þá vináttu og umhyggju sem
þau sýndu mömmu alla tíð. Hún
lýsti því oft hve ánægð hún væri
með læknana sína. Ég vil einnig
þakka læknum, hjúkrunarfræð-
ingum, sjúkraliðum og öðru
starfsfólki Landspítala Hring-
braut og Vífilsstöðum fyrir frá-
bæra umönnun og þá umhyggju
sem þau sýndu móður minni í
veikindum hennar. Ég vil að
lokum þakka Guði fyrir að gefa
mér yndislega móður, sem ég
mun sakna meira en orð fá lýst.
Friðjón B. Gunnarsson.
Elsku mamma mín, þú varst
fyrirmyndin mín í lífinu, klett-
urinn minn, helsti ráðgjafi og
besti vinur. Þú kysstir á sárin
og baðst mér Guðs blessunar.
Ég sakna þín óumræðilega mik-
ið. Megi ljósið, kærleikurinn og
blessun Guðs umvefja þig um ei-
lífð og englar Guðs vaka yfir
þér.
Þar til við hittumst á ný.
Hvað er mýkra en móðurhöndin kær
og mildara en hún að lækna sárin.
Og nú er þungur harmur hugann slær
já hver á þá að strjúka burtu tárin.
Þó hlýja móðurhöndin væri smá,
hún hafði styrk að miðla öllu góðu.
Það munu fáir greina götu þá
né ganga í spor sem nettir fætur
tróðu.
Fjölskyldan þín eftir stendur ein
þá eins og nakin björk í köldum
heimi.
Það skjól og ást sem alltaf frá þér
skein
þó enn er kjölfestan í tómum geymi.
Það er sem hafi slokknað leiðarljós
sem leiðarstjarna hverfi í myrku kafi.
Sem hafi fölnað, kulnað kærleiksrós
sem kveikur ankersfestar slitnað hafi.
Sumir vildu sjálfsagt fylgja þér
til sumarlands að baki lífs og gröfum.
En við sem lifum erum ennþá hér
og eigum því að hlíta þessum töfum.
Og jafnvel þó að enn sé allt svo
hljótt,
við eigum ljós í minninganna sjóðum.
Við getum alltaf ylinn þangað sótt
frá æsku og bernsku hlýjum dögum
góðum.
Og guð á himnum hann mun gæta
þín
og hann mun líka þerra sorgartárin.
Hann mun þér líka leyfa móðir mín
að leggja hönd á dýpstu tregasárin.
Og þú munt líka horfa himni frá
og hafa gát á framtíð þinna barna.
Og sendir kveðju er svefninn lokar
brá
að sætta okkur við þinn bústað
þarna.
Og guð á himnum hann mun gæta
þín,
hann kann að meta störf þín hér á
jörðu.
Hann kallar til sín bestu börnin sín
og ber þau út úr jarðarlífi hörðu.
Hann leiðir þau í ljósið upp til sín
og ljúfur engill brautina þér vísar.
Vertu sæl, nú guð mun gæta þín
og greiða þína för til Paradísar.
(Guðný Jónsdóttir.)
Þín
Ingiveig.
Elsku dásamlega tengdamóð-
ir mín er látin.
Okkar kynni hófust ansi
snemma eða þegar ég á nítjánda
ári var í sambandi við son henn-
ar, Þórarin, sem í dag er eig-
inmaður minn og besti vinur.
Ég man þegar ég sá tengda-
móður mína fyrst, svo stressuð
og óörugg. Þess þurfti ég nú
ekki, þar sem strax beið mín frá
fyrstu kynnum hlýr faðmurinn.
Á árum áður komum við okk-
ur oft fyrir í kósí sjónvarpsher-
berginu og horfðum á marga
frábæra þætti saman ég og
Edda, en það var ekki nóg að
horfa á einn þátt í seríunni, þeir
urðu alltaf tveir eða þrír, spenn-
an var svo mikil að við gátum
ekki hætt. Auðvitað urðum við
að hafa súkkulaðið okkar og
kókið, annars var stemningin
ekki næg.
Það var svo margt sem við
gátum talað saman um og ég gat
sagt henni frá öllu, alltaf skildi
hún mann. Hugsa sér að eignast
tengdamömmu og vinkonu í
sama pakkanum, hversu frábært
er það!
Eitt af því sem hún fékk aldr-
ei nóg af voru pönnukökur, sem
var það síðasta sem ég bakaði
fyrir hana og færði henni. Hún
bakaði svo góðar tertur, sem
biðu stundum þegar þreyttir
ferðalangar komu heim.
Hún elskaði að heyra ferða-
sögurnar og tala um sín eigin
skemmtilegu ferðalög. Hún
ferðaðist mikið með Ingiveigu,
dóttur sinni, sem var henni svo
mikil gleði og ánægja.
Þegar við Þórarinn eignuð-
umst okkar fyrsta barn var það
eins og prins aldarinnar hefði
fæðst. Hún hjálpaði mér í und-
irbúningnum, hringdi oft, kom
oft að kíkja, tók þvott í leiðinni
og straujaði. Þótt ég segði að
hún þyrfti alls ekki að gera
þetta tók hún ekki annað í mál.
Hún var ávallt tilbúin að
hlusta og gefa mér ráð þegar ég,
óörugg móðirin, leitaði til henn-
ar, svo mikil stoð og stytta. Hún
var svo mikil amma og gaf sig
alla í hlutverkið.
Þær voru ófáar stundirnar
sem Edda, dóttir okkar, hringdi
í hana, bara að leita ráða, segja
henni frá atburðum dagsins eða
öðrum málum.
Stundum var farið í sumarbú-
staðaferðir og það voru frábærir
tímar sem við nutum þess að
vera saman og gera fullt af
skemmtilegum hlutum.
Hún gat verið svo mikill
grallari og hló oft manna hæst
þegar verið var að segja frá ein-
hverjum prakkarastrikum, en
svo þóttist hún ekkert hafa gert,
ef einhver grunaði hana, og hló.
Edda hafði gaman af því að
spila hér áður en núna seinni ár
þegar fjölskyldan hittist á jólum
og tekið var upp spurningaspilið
ákvað hún að fylgjast bara með
okkur. Það gat hún þó ekki, því
þegar spurningin var lesin upp
var hún komin með svarið áður
en nokkur fékk rönd við reist.
Bráðgáfuð og falleg kona að
utan sem innan.
Ég gæti haldið endalaust
áfram, því það er frá svo mörgu
að segja, en ég mun geyma það í
hjarta mínu.
Mikið sakna ég elsku tengda-
móður minnar, það var mikið
ríkidæmi að taka þátt í lífinu
með henni og fyrir það verð ég
ávallt þakklát.
Megi Guð styrkja börnin
hennar og halda þétt utan um
þau.
Hvíl í friði elsku hjartans
Edda mín.
Álfhildur Sylvía
Jóhannsdóttir.
Amma mín, hún Edda Þór-
arinsdóttir, var frábær mann-
eskja. Þegar ég minnist hennar
og minna tíma með henni þá
kemur fram í hugann mikill
kærleikur og vellíðan.
Þrátt fyrir að þjást af liðagigt
og öðrum óheppilegum veikind-
um var hún amma alltaf hress
og kát þegar heimsókn bar við.
Brosið hennar var einkennandi
og hláturinn sem iðulega fylgdi í
kjölfarið vakti hjá manni mikla
kátínu. Hún vildi manni alltaf
það besta og stóð sig hreint út
sagt frábærlega í ömmuhlut-
verkinu; það var henni eðlislægt
að sjá um okkur barnabörnin,
hvort heldur þegar kom að því
að fylla maga okkar eða að láta
okkur líða vel í sinni viðveru. Af
því gefur að skilja að það var
Edda
Þórarinsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLAFUR HREIÐAR ÁRNASON,
Sóltúni 13,
lést á Landspítalanum föstudaginn 20. júní.
Útför verður frá Fossvogskirkju í dag,
þriðjudaginn 1. júlí, kl. 15.00.
Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast
hans er bent á líknarsamtök.
Magnúsína Guðmundsdóttir,
Guðmundur Ólafsson, Lára Erlingsdóttir,
Sjöfn Ólafsdóttir, Erlingur Hjaltason,
Guðrún Ólafsdóttir, Magnús Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
VILHJÁLMUR GUÐNASON,
fyrrum bóndi í Litlu-Breiðuvík,
til heimilis að Austurbrún 37A,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 25. júní.
Útförin fer fram í Áskirkju föstudaginn 4. júlí
kl. 13.00.
Hallgerður Stefánsdóttir,
Viðar Vilhjálmsson, Guðrún Jóna Melsteð,
Vilhjálmur Guðni Vilhjálmsson, Sesselja Ósk Vignisdóttir,
Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson, Berglind Scheving,
Magnús Vilhjálmsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ARNAR ÖRLYGUR JÓNSSON,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 25. júní.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 4. júlí klukkan 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á að
styrkja Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Elísabet Ingólfsdóttir,
Ingólfur Örn Arnarsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir,
Þorlákur Jón Ingólfsson,
Indriði Arnar Ingólfsson,
Ragnar Steinn Ingólfsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, mamma okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
RAGNHILDUR GUNNARSDÓTTIR,
Snorrabraut 56b,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
sunnudaginn 29. júní.
Birgir Ottósson,
Gunnar Birgisson,
Gylfi Birgisson, Svandís Kristiansen,
Unnur Birgisdóttir,
Kjartan Birgisson, Halldóra Ingólfsdóttir,
Guðlaug Hildur Birgisdóttir, Rúnar Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma okkar,
ÞÓRDÍS GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Hellatúni,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á
Hellu föstudaginn 20. júní.
Jarðarförin fer fram í Oddakirkju þriðjudaginn
8. júlí kl. 14.00.
Jakobína Ólafsdóttir,
Björk Berglind Gylfadóttir, Albert Örn Áslaugsson,
Ólafur Helgi Gylfason, Hrefna Huld Helgadóttir,
Sóldís Einarsdóttir, Sigurður Ragnarsson,
Einar Kristinsson,
barnabarnabörn.