Morgunblaðið - 01.07.2014, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
Gunnlaugur Bragi Björnsson er nýútskrifaður viðskiptafræð-ingur og vinnur í Arion banka. Hann gegnir ýmsum félags-störfum, svo sem formennsku í Hinsegin kórnum, gjaldkeri
Hinsegin daga og situr í stjórn Bandalags íslenskra skáta.
Hann var á alþjóðlegu kóramóti hinsegin kóra í Dublin fyrir
stuttu. „Áttatíu hinsegin kórar komu víða að úr heiminum til að
syngja, sem var mjög skemmtilegt. Við vorum þrjátíu sem fórum frá
Íslandi á mótið.“
Gunnlaugur óskar sér góðs veðurs í afmælisgjöf. „Kannski er
þetta bara svona í minningunni, en mér finnst eins og það hafi alltaf
verið gott veður á afmælisdeginum mínum þegar ég var lítill. Ef
veðurguðirnir vilja gefa mér eitthvað í afmælisgjöf, þá er gott veður
efst á óskalistanum, en ekki rigning eins og spáð er. Mig vantar ekki
neitt þannig að ég væri afar glaður ef veðrið væri bara gott.“
Þá býst hann við krefjandi vinnudegi á afmælisdeginum. „Ég er
bankastarfsmaður og það er alltaf mjög mikið að gera fyrsta dag
hvers mánaðar, þannig að ég býst við annasömum degi í vinnunni.
Annars ætla ég út að borða um kvöldið með góðum vinum.“
Gunnlaugur telur ekki að veðrið muni hafa mikil áhrif á skáta-
starfið. „Þótt veðrið sé slæmt þá finna skátarnir alltaf eitthvað að
gera. Þetta fylgir því að vera skáti.“ isb@mbl.is
Gunnlaugur Bragi Björnsson er 25 ára
Vill gott veður „Ef veðurguðirnir vilja gefa mér eitthvað í afmælis-
gjöf, þá er gott veður efst á óskalistanum,“ segir Gunnlaugur.
Var á kóramóti
hinsegin kóra
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
V
iktor fæddist í Reykjavík
1.7. 1984 en ólst upp í
Kópavogi og býr þar enn.
Hann var í Kársnesskóla
og Þinghólsskóla, stund-
aði nám við Menntaskólann í Kópa-
vogi í tvö ár, hóf síðan nám í húsasmíði
við Iðnskólann í Reykjavík og lauk
þaðan sveinsprófi og lauk stúdents-
prófi frá Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti:
„Þessi skólaganga hjá mér tók sinn
tíma og ég fór „Krýsuvíkurleiðina“ í
stúdentsprófin ef svo má segja, enda
var ég mjög upptekinn af fimleikunum
á þessum árum. Ég var alltaf í keppn-
isferðum og fór í æfingabúðir. Fim-
leikarnir voru því númer eitt og tvö en
skólinn númer þrjú. Núna stunda ég
hins vegar nám í byggingariðnfræði
við HR af kappi.“
Á æsku- og unglingsárunum vann
Viktor hjá afa sínum og ömmu í Sólar-
gluggatjöldum á sumrin og í jólafrí-
inu. Á undanförnum árum hefur hann
Viktor Kristmannsson húsasmiður og fimleikamaður – 30 ára
Morgunblaðið/Ómar
Fimleikakappi Viktor varð tíu sinnum Íslandsmeistari í fimleikum, þar af níu sinnum í röð.
Fimleikastjarna, úti-
vistar- og veiðimaður
Mæðgin Viktor, Stella, móðir hans og Róbert, fimleika- og veiðifélagi.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
1st Prize in the Classic Category
TISSOT LE LOCLE AUTOMATIC
CHRONOMETER
IN TOUCH WITH YOUR TIME
Get in touch at www.tissot.ch