Morgunblaðið - 01.07.2014, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.07.2014, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ferðaáform sem virtust möguleg fyrir fáeinum dögum virðast núna ófram- kvæmanleg. Besti stjórnandinn er sá sem aldrei þarf að beita valdi heldur laðar það besta fram í öðrum án þess. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú vilt gjarna klára verkið, jafnvel þótt það skemmi fyrir þér vikuna. Fáðu þína nánustu í lið með þér og þá heppnast allt vel. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Mundu að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Bara það að dreyma eitthvað GET- UR komið einhverju til leiðar, sama hve skynsemi þín mótmælir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er náttúrlega málið að halda þannig á spöðunum að ekkert geti komið í bakið á þér síðar meir. Leyfðu öðrum að gera slíkt hið sama. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að reyna að hvíla þig eitt- hvað í dag, því þú hefur satt að segja geng- ið ansi nærri þér. Haltu það út og fylgdu því í höfn svo þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu ekki að skjóta þér á bak við loðnar upplýsingar. Reyndu ekki að sýnast meiri en þú ert. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst aðrir vilja ráðskast um of með þín mál. Svo villist hann af leið og þarf að eyða smávegis tíma í að komast á þá réttu aftur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gætir fundið fyrir tilfinn- ingum í garð einhverrar manneskju sem er mjög ólík þér. Líklegt er að ungt fólk muni hlýða á þig og hrífast af því sem þú segir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ættir að einbeita þér að sam- skiptum við foreldra eða yfirvöld í dag. Haltu áfram af enn meiri krafti. Gleymdu ekki að láta þína nánustu finna fyrir ást þinni og umhyggju. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu hrokann ekki ná yfirhönd- inni í samskiptum þínum við aðra. Ef þær eru réttmætar þá breytir þú einfaldlega til. Sýndu því skilning. 19. feb. - 20. mars Fiskar Viðgerðir og endurbætur á heim- ilinu, flutningar og gestakomur setja svip sinn á næstu vikurnar hjá þér. Biddu ein- hvern að kenna þér það sem þú vilt læra. Enn um bitvarginn ógurlega,“segir Tómas Tómasson og gaukar að umsjónarmönnum vísu sem byggist á vígamönnum fyrr og síðar: Suarez oft tekur törn tennur brýnir harðar ítalskan hjó Axlar-Björn sem óðar hné til jarðar. Maður nokkur svekktur mjög bað Helga Seljan að setja saman veðurvísu og setti það skilyrði að Helgi miðlaði því til umsjónar- manna, sem honum var ljúft að verða við: Mikill er sá veðravandi, virðist lífið gleðisnautt, því sólskinið á Suðurlandi sýnist vera ósköp blautt. Vísnaunnendur geta hrósað happi, því góðvinur þeirra Pétur Stefánsson hefur tekið að sér að halda úti vísnaþætti í Hafn- arfjarðarblaðinu og Reykjavík- urblaðinu. Birtist fyrsta vísnast- undin í vikunni sem leið. Annars er það tíðinda af Pétri að hann átti frábæra helgi með einni ljóðadísinni og orti í einum rykk sonnettusveig sem birtist í haust, því þetta er haust- og vetrarsonn- etta. Hann sendi kveðju á Leir- inn, póstlista hagyrðinga, af þessu tilefni: Mín eru ljóðin mörg og fleyg. – Maður er orðahagur. Um helgina orti ég sonnettusveig, sá var nú aldeilis fagur. Ármann Þorgrímsson yrkir í til- efni af „hreppaflutningum“: Margt er skráð á minninganna blað mistök verið gerð og jafnvel stór Gáfnaljósum gleymist stundum að við getum lært af því sem miður fór. Svo slær hann á létta strengi og segir að alltaf megi vona að karlinn fari að þagna: Eiga ljóða vinir von víst má tela þeim í hag þegar Ármann Þorgrímsson þegir næstum heilan dag. Harpa Jónsdóttir sendi ábend- ingu um að einn staf hefði vantað í vísu Kristínar í Haukatungu, sem birtist á miðvikudaginn var. Hún fær þakkir fyrir það og hér birtist vísan rétt: Lifað hef ég langa ævi laus við hroka. Í lítinn skaufa látin moka, ég loftaði aldrei stórum poka. Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af Suarez, veðri og hreppaflutningum Grettir Í klípu UPP VAR RUNNINN NÝR DAGUR, Í NÝRRI BORG, MEÐ NÝTT NAFN OG NÝ SIÐFERÐISLEG GILDI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÆJA, ÞESSUM BÍLTÚR ER ALLA VEGA LOKIÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi ... allt það litla sem þið gerið hvort fyrir annað. KAUPA: ÖKUSKÓLI PABBI, ÞARF ÉG AÐ VERÐA HERSKÁR VÍKINGUR ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR? ALLS EKKI, SONUR SÆLL! ÞÚ YRÐIR TIL DÆMIS FRÁBÆRT VÍKINGA- LUKKUDÝR! BÍP BÍP BUP BUP BAP BÍP BUP MAÐUR ÝTIR BARA Á HANN 10.000 SINNUM. TAKK FYRIR AÐ HRINGJA Í LÚDÓ-PITSU. EF ÞÚ VILT PANTA PITSU, ÝTTU Á EINN ... HVERNIG GETUR TÖLUSTAFUR EYÐST AF SÍMATAKKA? Það er ótrúlegt að lesa um það ífréttum árið 2014 að ung stúlka á Íslandi megi ekki samkvæmt lög- um heita Harriet af því að mamma hennar er íslensk. Faðirinn er breskur og vildu foreldrarnir og skírðu dóttur sína í höfuðið á móður hans, ömmu stúlkunnar. Það fellur ekki að íslenskri forsjárhyggju og fyrir vikið heitir Harriet alls ekki Harriet, heldur Stúlka, í opinberum bókum hér á landi. Eins og stúlku- börn sem ekki hefur verið gefið „ásættanlegt“ nafn. Til að gæta allrar sanngirni þá má Harriet raunar heita Harriet hér á landi, af því faðir hennar er breskur, svo lengi sem hún heitir að minnsta kosti einu íslensku nafni líka. Hún mætti til dæmis heita Harriet Þor- gerður. Vandinn er á hinn bóginn sá að Harriet vill alls ekki heita Harriet Þorgerður. Hún vill bara heita Har- riet. Það er bara harðbannað. x x x Snúum þessu nú aðeins við. Segj-um að íslenskur maður, Jón Jónsson að nafni, þó ekki söngvarinn geðþekki, flytji búferlum til Grikk- lands. Kynnist þar gjörvilegri konu, Afrodite að nafni, og geti við henni son. Nú vill Jón auðvitað skíra son- inn góðu og gildu íslensku nafni, Jón. Ekki í höfuðið á sjálfum sér, heldur föður sínum. Afa drengsins. Víkverji veit lítið um gríska mannanafnalöggjöf en gefum okkur að þau lög séu samin af sömu for- sjárhyggju og íslensku lögin. Jóni yrði sumsé bannað að skíra son sinn Jón. Nema þá hann henti inn að minnsta kosti einu grísku nafni í leiðinni, svo sem Sokratis. Jón Jóns- son gengi því ekki en Jón Sokratis Jónsson væri í fínu lagi. Myndi Jón Jónsson, það er að segja faðirinn, fella sig við það? Myndum við, Íslendingar, fella okkur við það? x x x Þetta er auðvitað alveg arfavit-laust. Hvers vegna getum við ekki treyst fólki til að velja nöfn á börnin sín? Umhverfið á að vera eins afslappað og hugsast getur. Aðeins ætti að banna nöfn sem beinlínis geta meitt börn, svo sem Ódámur, Skrímsli, Lufsa og Viðbjóður. Annað skal leyft. víkverji@mbl.is Víkverji Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. (Filippíbréfið 2:5) Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.