Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 ✝ RagnheiðurElísabet Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 22. júlí 1963. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suður- lands 3. júlí 2014. Hún var dóttir hjónanna Jóns Guðmundssonar frá Túni, f. 1914, d. 2000, og Rut- har Margrétar Friðriksdóttur, f. 1934. Systkini Ragnheiðar eru Hallfríður Dagmar Þórarinsdóttir, f. 1956, Frið- rik Sölvi Þórarinsson, f. 1960, Júdith, f. 1965, og Guð- 2011. 2) Linda Ósk, f. 1986, sambýlismaður Ársæll Jóns- son, f. 1980, dóttir þeirra er Stella Natalía, f. 2011. Fóst- urdóttir Guðrún Sif, f. 2009. 3) Edda, f. 1990. 4) Heiðrún Stella, f. 1993. Ragnheiður var fædd í Reykjavík og uppalin á Sel- fossi. Hún gekk í grunnskóla á Selfossi og lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1983. Þau Ragn- heiður og Þorvaldur hófu bú- skap á Litlu-Reykjum 1984. Einnig sinnti Ragnheiður öðr- um störfum, t.d. skrifstofu- vinnu á hreppsskrifstofunni, afleysingum í leikskólanum Krakkaborg og grunnskól- anum Flóaskóla og frjáls- íþróttakennslu hjá UMF Baldri. Úför Ragnheiðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 9. júlí 2014, kl. 13.30. mundur, f. 1973. Eiginmaður Ragnheiðar er Þorvaldur H. Þór- arinsson frá Litlu- Reykjum, f. á Sel- fossi 12. júní 1959, sonur hjónanna Þórarins Öfjörðs Pálssonar, f. 1922, d. 2006, og Sigríðar Gísla- dóttur, f. 1931. Ragnheiður og Þorvaldur gengu í hjónaband 3. maí 1986. Börn þeirra eru 1) Unn- ur, f. 1984, sambýlismaður Davíð Örn Adamsson, f. 1984, sonur þeirra er Hlynur, f. Það er með sárum trega að ég kveð í dag svilkonu mína og vin- konu, Ragnheiði Elísabetu Jóns- dóttur. Við kynntumst á ung- lingsaldri og höfum verið samferða síðan, fyrst sem mág- konur til fjórtán ára og síðar sem svilkonur í tæp tuttugu ár. Þegar ég kynntist seinni manninum mínum var hún fljót að finna út úr því að hann hefði verið valinn með tilliti til þess að hún yrði áfram í minni fjölskyldu. Glettnin var aldrei langt undan. Það var svo skemmtilegt að vera með Ragnheiði, hún var svo þægileg, og alltaf höfðum við nóg um að spjalla. Hún var umburðarlynd, sönn og án hégóma. Það var gott að vera með Ragnheiði í fjöl- skyldu. Hún var einstök kona, öllum góðum eiginleikum gædd, til fyr- irmyndar í alla staði, alltaf, hvort sem var í leik, námi eða starfi. Börnum sínum var hún kærleiks- rík og þolinmóð móðir og þau Þorvaldur svo aðdáanlega sam- stíga í sínum störfum, úti sem inni. Ragnheiður fékk sinn skammt af erfiðleikum í lífinu þó að ekki séu talin með erfið veikindi á síð- ustu mánuðum. Þá átti hún Þor- vald, sem hefur alltaf verið sem klettur henni við hlið. Þau voru samhent hjón og áttu fallegt sam- band. Við Ragnheiður eignuðumst stelpur á svipuðum tíma, hún fjórar og ég þrjár, og það var mikill samgangur á milli heimila þegar þær komust á löpp. Það lýsti sér þó mest þannig að mínar stelpur vildu alltaf vera á Litlu- Reykjum. Hvert tækifæri var nýtt til þess að komast þangað. Ef fréttist af Ragnheiði á ferðinni var byrjað að suða um að fá að fara með henni og ef farið var í heimsókn í sveitina var iðulega þrábeðið um að fá að verða eftir. Ragnheiður föðursystir þeirra var alltaf tilbúin að bjóða þeim heim þegar tök voru á. Þau Þor- valdur hafa af góðsemi sinni gefið börnunum mínum svo margt sem aldrei verður full þakkað. Mikill missir er okkar allra sem þekkt- um og áttum Ragnheiði að. Elsku Þorvaldur, Unnur, Dav- íð, Hlynur, Linda, Ársæll, Stella Natalía, Guðrún Sif, Edda, Heið- rún Stella, Ruth og Stella, ein- lægar samúðarkveðjur til ykkar og systkina Ragnheiðar og fjöl- skyldna þeirra. Á kveðjustundu, þegar veginn þrýtur og þegar ekki lengur birtu nýtur við hörmum döpur það sem orðið er. Og biðjum aðeins þess að Guð vor góður geymi dóttur, eiginkonu og móður og leggi hana hlýtt að brjósti sér. (Guðbj. Ó.) Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir. Fallin er frá kær vinkona okk- ar, Ragnheiður Elísabet, sem hefur verið samferða okkur öllum í mislangan tíma en í sauma- klúbbnum Saumó sveitó og erum við að nálgast 28 árin. Á þeim tíma hefur margt verið brallað, spjallað, hlegið, grátið og glaðst, en þess fyrst og fremst notið að vera saman. Þegar við hittumst hefur verið mismikil handavinna meðferðis, en það var ekki svo hjá Ragnheiði, hún kom alltaf með fallegt handverk í poka, eitt- hvað á fallegu duglegu, stelpurn- ar sínar eða á aðra í fjölskyldunni og síðustu ár á barnabörnin. Allt glæsilega vel prjónað. Ragnheiði var mjög umhugað um aðra og setti sig oft neðar á forgangslistann. Hún var minnug á fólk og afmælisdaga og fylgdist vel með hvað hver og einn gerði. Glaðleg var hún og hafði góða nærveru. Fjölskyldan var henni allt og dáðumst við að því hvað hún var dugleg að keyra og taka þátt í sportinu hjá dætrunum og reka stórt heimili. En hún hafði sinn Þorvald sem studdi stelp- urnar sínar allar heilshugar. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og það erfitt að sætt sig við þegar eiginkonu, móður, ömmu og kærri vinkonu í blóma lífsins er svipt burt, en það er ekki spurt um aldur og fyrri störf þegar ill- vígur sjúkdómur bankar á dyrn- ar eins og í tilfelli vinkonu okkar sem var alltaf svo fitt og flott og ekki bar hún óhollustuna utan á sér. Við vinkonurnar í Saumó sveitó viljum þakka Ragnheiði samfylgdina í öll þessi ár sem við nutum hennar og kveðjum kæra vinkonu sem verður sárt saknað. Við sendum Þorvaldi, dætrum, tengdasonum, barnabörnum og fjölskyldu hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð varð- veiti ykkur. Blessuð sé minning hennar. Sigríður E., Sigríður G., Jónína, Jóhanna, Stefanía, Hrafnhildur. Ragnheiður Elísa- bet Jónsdóttir ✝ Stefanía Ingi-björg Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 3. des- ember 1941. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. júní 2014. Foreldrar Stef- aníu voru hjónin Pétur Jónsson úr Borgarfirði, f. 19.9. 1895, d. 24.9. 1973, og Jórunn Björnsdóttir úr Skagafirði, f. 14.12. 1904, d. 2.2. 1966. Systk- ini Stefaníu voru: María, f. 1924, d. 2000, Björn, f. 1930, d. 1995, Ásthildur, f. 1934, d. 1997, og Jón Birgir, f. 1938. Stefanía giftist 15. júlí 1967 Páli Braga Kristjónssyni, f. 7.2. 1944. Foreldrar hans voru Kristjón Ingiberg Kristjánsson, f. 25.9. 1908, d. 18.10. 1981, og Ólína Þórey Stefánsdóttir, f. 10.9. 1927, d. 6.3. 2007. Börn Stefaníu og Páls Braga eru: 1) Jórunn, f. 3.3. 1964, ættleidd af Stefanía er fædd og uppalin á Þjórsárgötu 3 í Litla Skerja- firði en þar voru foreldrar hennar meðal frumbyggja. Hún lauk hefðbundinni skóla- göngu og lauk síðar prófi sem snyrtifræðingur. Vann hefð- bundin skrifstofustörf hjá ýms- um fyrirtækjum, til dæmis Glóbus, Vífilfelli og Pharmaco, starfaði við verslunarrekstur um tíma, var innkaupastjóri hjá Hagkaup og síðast fulltrúi á aðalskrifstofu Háskóla Ís- lands. Stefanía keppti í handbolta allt þar til hún eignaðist yngsta barn sitt, fyrst með Þrótti, síðar með Fram og félagsliðum í Kaupmannahöfn og Árósum. Allar götur síðan spilaði hún badminton og undanfarin ár léku þau hjónin sér í golfi. Hún tilheyrði Oddfellowreglunni í áratug og tók þátt í starfi Inner Wheel. Stefanía var listfeng og lagði stund á garðyrkju. Hún var dýravinur og átti ætíð gæludýr. Árið 1995 hóf hún ræktun hundategundarinnar Bichon Frisé á Íslandi og er frá þeim kominn mikill ættbogi. Útför Stefaníu fer fram frá Neskirkju í dag, 9. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Páli Braga, gift Þórarni Stef- ánssyni, börn henn- ar eru: a) Páll Bragi, f. 1986, b) Björn, f. 1990, c) Selma, f. 2004. 2) Þórður, f. 8.1. 1968, kvæntur Kristínu Markúsdóttur, börn þeirra: a) Hjördís, f. 1995, fósturdóttir Þórðar, b) Markús, f. 2005, c) Kristjón, f. 2009. 3) Rakel, f. 4.6. 1970, gift Óskari Sigurðssyni, börn þeirra: a) Stefanía Ósk, f. 1990, b) Sig- urður, f. 1994 c) Saga, f. 2002. 4) Kristján Leifur, f. 9.12. 1977, í sambúð með Tinnu Guðmunds- dóttur, börn þeirra: a) Ólína Ugla, f. 2009, b) Stefán og Trausti, f. 2011. Dóttir Páls Braga er Ynja Sigrún Ísey, f. 13.8. 1967, og á hún fjögur börn. Stefanía og Páll Bragi bjuggu lengst á Fossagötu 8 í Litla Skerjafirði en síðustu 12 árin í Garðabæ. Við systkinin eigum mömmu okkar svo óendanlega margt að þakka. Mamma var alltaf til stað- ar, umvafði okkur hlýju og ást og veitti okkur það öryggi sem hvert barn þarfnast og býr að síðar í líf- inu. Við þökkum mömmu fyrir að innræta okkur góða siði, að þekkja muninn á réttu og röngu, að gefast ekki upp þó að á móti blási og vera dugleg og leggja metnað í það sem við tökum okk- ur fyrir hendur. Mamma kenndi okkur að þykja vænt um náung- ann, sýna samkennd, vera góð við menn og málleysingja og bera virðingu fyrir náttúrunni. Hún fyllti líf okkar hlátri og birtu, kenndi okkur að gleðjast, jafnt yfir hinu stóra sem smáa í lífinu, en einnig að finna til sorgar. Og einmitt nú þegar sorgin knýr dyra af svo miklu afli finnum við styrk í hjartfólgnum og dýrmæt- um minningum. Við þökkum fallegu mömmu okkar fyrir lífið með ævarandi ást og djúpum söknuði. Jórunn, Þórður, Rakel og Kristján Leifur. Tengdamóðir mín, Stefanía Ingibjörg, er látin eftir harða baráttu við krabbamein. Mér er minnisstætt þegar ég hitti hana í fyrsta skipti þegar hún tók á móti mér og Hjördísi dóttur minni. Við komum og skoðuðum hvolpana en þá var hún að rækta Bichon- hunda. Á móti okkur tók hávaxin og tignarleg kona sem sýndi okk- ur stolt afkvæmin sem tíkin Gríma hafði eignast. Tókst með okkur góð vinátta sem aldrei féll skuggi á en hún tók okkur mæðg- um strax opnum örmum og reyndist okkur vel alla tíð. Ebba, eins og hún var alltaf kölluð var hlýleg kona, mikill fag- urkeri og bar heimili þeirra Palla því vitni sem og garðurinn. Ebba var mjög virk og óhrædd við að prófa nýja hluti. Þegar hún fór á eftirlaun lærði hún að skera út í við, fór að spila brids, í golf og þar kom keppnisskapið fram þar sem hún vildi alltaf gera betur. Ebba spilaði reglulega badminton allt þar til hún veiktist enda var hún í góðu formi alla tíð. Ebba og Palli voru samrýnd hjón, reglulega kíktu þau inn í bíltúrum til að fylgjast með ungunum sínum sem þau voru stolt af. Með mikl- um söknuði og þakklæti kveð ég elsku Ebbu, blessuð sé minning góðrar konu. Kristín Markúsdóttir. Það er erfitt að sætta sig við það að Ebba, tengdamóðir mín, sé ekki lengur á meðal okkar. Ég fann það allt frá okkar fyrstu kynnum að við áttum skap saman. Ég dáðist að eljuseminni í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur hvort sem það var í garðinum, við rekstur á fallega heimilinu eða við þjálfun og umönnun á hundunum, sem voru algjörir gullmolar. Ég er óendanlega þakklátur fyrir öll þau góðu ráð sem Ebba gaf mér og þann tíma sem við átt- um saman. Hún var mikil fyrir- mynd fyrir mig og börnin okkar Rakelar. Kenndi þeim að bera virðingu fyrir öllum, mönnum og málleysingjum, og ekki síst sjálf- um sér. Fyrir það ber að þakka. Hvíldu í friði, elsku Ebba mín, og megi Guð geyma þig Óskar Sigurðsson. Nú þegar Ebba, litla systir mín, er kvödd, hef ég misst öll fjögur góðu systkinin mín. Takk Ebba mín fyrir að vera til og auðga tilveruna í Litla Skerja- firði. Á þeim slóðum var alltaf sól- ríkt í minningunni. Við vorum vön lífi og fjöri, fólk úr sveitinni dvaldi í húsinu okkar um lengri eða skemmri tíma, stórt kaffiboð á sunnudögum fyrir ættingja og vini. Í hverfinu okkar var flug- völlur, tívolí og Vatnsmýrin. Ég var á fjórða ári þegar Ebba kom inn í fjölskylduna okkar. Hún kom eins og lítil og góð jóla- gjöf. Hún óx og dafnaði. Hún var fallegt barn og fallegur ungling- ur. Ebba var sannarlega glæsileg fullvaxta kona. Hún giftist ung Páli Braga og þau byrjuðu bú- skap vestur í Sörlaskjóli. Seinna fluttu þau í smáhluta af nýbygg- ingu em pabbi okkar hafði reist við Fossagötuna. Ebba var dýravinur og hjá okkur var dýrahald, kindurnar hans pabba á lóðinni við Fossa- götu, hænsni og meira að segja mjólkurkýr, að maður tali ekki um hunda og ketti. Mér er það í minni hvað dýr löðuðust að Ebbu. Hún var dýravinur og pabbi okk- ar og Ebba sinntu dýrunum af mikilli natni. Æskan leið í Skerjafirði, lífið hélt sína braut, unglingsárin tóku við eftir skólagöngu okkar í Melaskóla. Við tóku íþróttaæf- ingar í Þrótti. Ekki þarf að spyrja að því að Ebba varð Íslands- meistari í handbolta 1957. Ebba var sterk og ákveðin í íþróttinni eins og öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Ég get ekki leynt því að ég var hreykinn að eiga þessa glæsilegu systur. Ebba var gæfumanneskja, húsmóðir á stóru og glæsilegu heimili. Hún var órög að reyna fyrir sér, starfaði sem verslunar- stjóri í tískubúð í miðbænunm og starfsmaður Háskóla Íslands um árabil. Ebba og Palli tóku til við hundaræktun á Miklubrautinni og héldu áfram þegar þau fluttu í Garðabæinn. Þetta lék í höndun- um á þeim. Seinna kom í ljós að Ebba var listakona, það mátti greina þegar hún fór að tálga í tré. Listrænir hæfileikar komu líka fram í garðinum hennar. Hann var fallegur og líf hennar og yndi. Ebba var hamingjukona og þau Páll Bragi reistu sér glæsilegt heimili. Svo kom áfallið eftir fallega og góða ævi. Hún greindist með krabbamein í höfði fyrir hálfu þriðja ári. Hún barðist af hetju- skap við þennan óboðna vágest. Stundum gerðum við okkur góð- ar vonir um bata, en óvinur lá á fleti fyrir. Nú hefur Ebba kvatt okkur og er saknað. Við hjónin, Fjóla Arndórsdótt- ir og ég, þökkum henni fyrir svo margar skemmtilegar stundir sem við áttum saman meðan lífið blasti við. Við sendum Palla og börnum þeirra og barnabörnum sem og vandamönnum öllum okk- ar samúðarkveðju. Jón Birgir Pétursson. Það er afskaplega erfitt að setja í orð hversu sárt við söknum ömmu og hversu þakklát við er- um fyrir allt sem hún gaf okkur. Hún kenndi okkur svo ótrúlega margt sem mun fylgja okkur ævi- langt. Það eru forréttindi að hafa fengið að hafa ömmu hjá okkur í öll þessi ár og eiga svona margar yndislegar minningar að hugga sig við. Amma var mikið náttúrubarn og við munum sjaldnast eftir henni öðruvísi en með smá mold undir nöglunum. Margar af okk- ar sterkustu minningum eru af ömmu í garðinum umkringdri sóleyjum og fallegum blómum í öllum regnbogans litum. Þar kenndi hún okkur mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öllum lif- andi hlutum og þá sérstaklega okkur sjálfum. Amma var líka mjög lagin við að fá okkur til að þykja vænt um allt í kringum okkur, meira að segja skordýrin, sem sum okkar voru ekki mjög hænd að. Hún sagðir okkur sögur af hrossaflugunni Stínu sem hafði búið í holu í stofuveggnum í mörg ár og var besta vinkona hennar og af kóngulónni á svölunum sem spjallaði oft við hana um daginn og veginn. Það var alltaf spennandi að fá að koma í heimsókn á Miklu- brautina og ævintýrin voru aldrei langt undan. Garðurinn sem amma eyddi svo mikilli vinnu og tíma í gat hæglega orðið að fram- andi frumskógi og háaloftið geymdi göldrótt leyndarmál og ókönnuð ævintýralönd. Stóri teppalagði stiginn niður í anddyri nýttist vel sem rennibraut og svo má ekki gleyma stólunum inni í stofu sem var hægt að snúa hring eftir hring þangað til maður gat ekki staðið í lappirnar. Amma átti líka alltaf eitthvert góðgæti inni í búri handa okkur en minnisstæð- astur er okkur appelsínuguli brjóstsykurinn sem var í glærri skál inni í stofu og hún kallaði bolsjer. Við höfðum að sjálfsögðu enga hugmynd þá að bolsjer væri í raun bara brjóstsykur á dönsku og héldum að þessi appelsínuguli brjóstsykur sem við fengum hvergi annars staðar héti einfald- lega bolsjer. Amma átti hunda og það var alltaf jafn skemmtilegt að koma í heimsókn þegar komnir voru litl- ir hvítir hvolpar á heimilið. Hún hafði dálæti á hundum og oft sát- um við inni í sjónvarpsstofu með henni að horfa á þættina um lög- regluhundinn Rex. Við vorum líka alltaf jafn spennt þegar amma leyfði okkur að fara út með hundana að ganga, sérstaklega þegar okkur var sýnt það traust að fara ein. Það er okkur afskaplega þung- bært að kveðja þig, elsku amma okkar. Þú varst virðuleg, sterk, dugleg, hlý og í alla staði ynd- isleg. Við munum sakna þín og elska þig til æviloka og minning þín mun ávallt veita okkur stuðn- ing og leiðarljós á ókomnum ár- um. Hvíldu í friði elsku hjartans amma okkar. Páll Bragi, Björn, Stefanía Ósk og Sigurður. Með sorg í hjarta kveðjum við Leifur vinkonu okkar Stefaníu Ingibjörgu Pétursdóttur, eða Ebbu eins og hún var jafnan köll- uð. Rúmlega tveggja ára barátta hennar við illvígan sjúkdóm er töpuð. Ebba var skarpgreind, glæsi- leg, sterk og dugleg kona, með skoðanir á flestum hlutum. Það lék allt í höndum hennar, mynd- arleg húsmóðir, góð eiginkona og móðir og með græna fingur um- fram aðra. Garðurinn hennar bar af öðrum görðum, maður kom ekki að tómum kofunum þegar leitað var ráða hjá henni í þeim efnum. Ebbu varð vart misdæg- urt um ævina fyrr en krabba- meinið sótti hana heim, það var varla að hún kvefaðist hvað þá meir. Ebba stundaði íþróttir af kappi alla ævi, handbolta stund- aði hún á sínum yngri árum og síðar tók badminton við. Leiðir okkar Ebbu lágu fyrst saman þegar við vorum rétt inn- an við tvítugt í Kaupmannahöfn þar sem hún var au pair með sameiginlegri vinkonu okkar, Þyrí Magnúsdóttur, en ég var þar í húsmæðraskóla, við vorum kátar ungar stúlkur og lífið blasti við. Aftur náðum við saman þeg- ar við kynntumst tilvonandi eig- inmönnum okkar, sem voru æskuvinir og skólabræður úr Austurbæjarskóla og MR. Við hjónakornin ferðuðumst mikið saman um landið í sumarbústöð- um, fellihýsum og tjöldum, það var alltaf glatt á hjalla. Minnis- stæð er gönguferð í Morsárdal í Skaftafelli með göngutjald og nesti í bakpokum. Brids spiluðum við á vetrarkvöldum, oft fram undir morgun. Síðar urðum við Ebba sam- starfskonur í Háskóla Íslands. Stefanía Ingibjörg Pétursdóttir HINSTA KVEÐJA Yfirlætislaus reisn og glæsileiki einkenndi Ebbu, hvort heldur var í góðum fagnaði, á golfvellinum eða heima í garði í litla Skerjó eða Blikanesi við að hlúa að sínu. Blessuð sé minning okk- ar góðu vinkonu. Halldór og Anna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.