Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta var rosalega gam- an. Á þessari þriggja daga ráðstefnu var fjallað um líf og list Tove, um hana sem myndlistarmann og um bókmennt- irnar hennar. Tove gerði svo margt fleira en skrifa og teikna Múm- ínálfa, hún skrifaði og mynd- skreytti ótal margt annað. Hún leit fyrst og fremst á sig sem myndlist- armann sem skrifaði, því sögurnar hennar spruttu út frá myndlistinni. Hún gerði líka teiknimyndasögur um Múmínálfana sem við Íslend- ingar þekkjum ekki mikið,“ segir Hildur Ýr Ísberg sem fyrr á þessu ári flutti erindi á ráðstefnu í Varsjá sem haldin var í tilefni af því að hundrað ár eru frá fæðingu finnska rithöfundarins og myndlist- armannsins Tove Jansson. Hringur fantasíuferðasagna Erindi Hildar á ráðstefnunni var um bókina Eyjan hans múm- ínpabba. „Ég fjallaði um kynhlut- verk Morrans og Míu litlu í sam- skiptum þeirra við Múmínsnáðann í sögunni,“ segir Hildur sem nú vinnur að doktorsverkefni sínu í ís- lenskum bókmenntum um barna- bækur og fantasíur. „Múmínfjöl- skyldan fer í ferðalag í þessari bók, þau enda á eyju sem Múmínpabbi segist eiga og hann ætlar að verða vitavörður þar. Ég lagði út frá byggingu bókarinnar sem er ófull- kominn hringur, hringur sem lokast ekki, af því þau fara aldrei heim af eyjunni. Í fantasíuferða- sögum er hringurinn mjög mikil- vægur, því þegar fólk snýr aftur til raunveruleikans eftir ferðalag í fantasíunni þarf lesandinn að túlka söguna upp á nýtt. En í Eyjunni hans Múmínpabba þá gerist þetta ekki, af því þau snúa ekki heim og þetta endar mjög óljóst. Tove neit- ar að láta endurtúlka söguna og lesandinn situr því eftir í fant- asíunni.“ Manndómsvígsla Snáðans Hildur segist í erindi sínu hafa túlkað kynhlutverk Morrans og Míu litlu út frá kenningum Jacques Lacans, eins af arftökum Freuds. „Morrinn stendur fyrir hið hráa og raunverulega, þetta sem fær hárin á okkur til að rísa þegar við horf- um á hryllingsmyndir. Tove skrif- aði Morrann sem kvenkyns per- sónu, en af einhverjum ástæðum er hann karlkyns í íslenskri þýðingu bókarinnar, kannski hefur þýðand- anum fundist Morran, eins og hún heitir á sænsku, vera of hræðileg til að vera kvenkyns. Hún Morran stendur alltaf rétt utan við hring- inn, en Múmínfjölskyldan er alltaf innan hringsins: þau eru í vitanum sem er hringlaga, á eyjunni sem er hringlaga, inni í ljósinu frá lamp- anum sem er hringlaga. En Morr- an sækir í ljósið og hlýjuna og Múmínsnáðinn stelst niður að strönd til að gefa henni ljós. Í upp- gjörinu þeirra á milli, þegar hann kemur til hennar og lætur hana vita að hann eigi ekki meira ljós til að gefa henni, verður hún samt svo glöð að sjá hann. Þá áttar hún sig á því að það er hann sem hún vill sjá, en ekki ljósið. Eftir þetta kemst allt í samt lag og Morrunni hlýnar. Þetta tel ég vera hluta af manndómsvígslu Múmínsnáðans.“ Mía litla drepur maura Hildur segir að Mía litla til- heyri ekki hinum samfélagslegu normum í sögunni. „Hún segir það sem henni finnst, hvort sem það passar eða ekki. Hún segir ýmis- legt sem Múmínsnáðinn vill kannski segja, en gerir ekki, af því að hann kann sig. Mía litla hleypur inn og út úr hringnum, hún er aldrei alveg heima með Múmínfjöl- skyldunni en samt er hún alltaf hjá þeim. Mía er miklu djarfari en Múmínsnáðinn, hún drepur til dæmis maura sem hann vill losna við á leynistaðnum sínum, og þegar Eingöngu á Íslandi er Morrinn karlkyns Hildur hefur alla tíð haft mikinn áhuga á barnabókum, bæði þegar hún var barn og eftir að hún varð fullorðin. Hún las bækurnar um Múmínálfana þegar hún var stelpa og varð því kát þegar hún var send á ráðstefnu til Varsjár að flytja erindi um samskipti Múmínsnáðans við Míu litlu og Morrann. Vinir Múmínsnáðinn færir Morranum ljós, en vináttan er mest um verð. Hildur Hún kann vel við Tove. Eitt stærsta hjólreiðamót sumarsins, Kia Gullhringurinn, verður haldið á Laugarvatni nk. laugardag, 12. júlí. Margir þekktir keppendur munu taka þátt en skráningar hafa farið fram úr vonum og stefnir í að rúmlega 300 manns hjóli af stað á laugardags- morgun. Skráningunni lýkur á mið- nætti í kvöld en hún fer fram á vefsíð- unni www.hjolamot.is. Meðal keppenda eru bestu hjól- reiðamenn landsins. Þar fara fremst- ir Hafsteinn Ægir Geirsson, hjólreiða- maður ársins 2013, sem vann Gullhringinn í fyrra og bræðurnir Ingvar og Óskar Ómarssynir sem leiddu sigurlið WOW-keppninnar. Ráðherra iðnaðar- og ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, ætlar einnig að hjóla Gullhringinn og sama er að segja um fjölmiðlafólkið Kol- brúnu Björnsdóttur, Telmu Tóm- asdóttur og Þorbjörn Þórðarson. Járnkarlinn og Þjóðverjinn Kai Walter er skráður til leiks þannig að Gull- hringurinn er orðinn alþjóðlegt mót. Kai stýrði m.a Iron Man-keppninni í Frankfurt sem íslenskir járnkarlar hafa verið árlegir þátttakendur í. Vefsíðan www.hjolamot.is Kappar Hafsteinn Ægir Geirsson og Ingvar Ómarsson hefja keppni í fyrra. Margir þekktir keppendur Kammerkórinn Schola cantorum stendur fyrir sumartónleikum í há- deginu alla miðvikudaga þetta sum- arið. Þeir fara fram í Hallgrímskirkju og standa frá klukkan 12-12:30. Tón- leikarnir í dag sem og aðra miðviku- daga eru helgaðir íslenskum tón- skáldum og íslenskum þjóðlögum. Kórinn á sér nokkuð langa sögu en hann var stofnaður af organista Hall- grímskirkju, Herði Áskelssyni, haust- ið 1996. Alla jafna hefur kórinn flutt tónlist gamalla meistara endur- reisnar í bland við íslenska nútíma- tónlist. Kórinn hefur haldið hádegistón- leika að sumarlagi síðan árið 2009 og er tilgangurinn einkum og sér í lagi að kynna íslenska kórtónlist fyrir þeim fjölda erlendu ferðamanna sem leggja leið sína í kirkjuna yfir sum- artímann. Það þýðir þó ekki að þeir sem hér búa geti ekki notið þeirra líka, enda er dagskráin með því móti að flestir ættu að geta notið hennar. Það er ánægjuleg upplifun að hlýða á tónlist í Hallgrímskirkju og ekki er verra að geta notið menningar- viðburða í hádeginu í miðborg Reykjavíkur. Endilega … … skrepptu á kórtónleika Tónlist Hádegistónleikarnir hefjast í Hallgrímskirkju klukkan 12 í dag. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Orkuforðinn okkar Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Úrkomu og leysingavatni af jöklum landsins er safnað í uppistöðulón, sem flest eru á hálendinu. Miðlunarlónin eru góð geymsla fyrir raforku og gera kleift að vinna rafmagn jafnt og þétt allt árið. Verið velkomin í heimsókn í sumar! Kárahnjúkastífla: Leiðsögumaður tekur á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. Búrfellsstöð: Gagnvirk orkusýning er opin alla daga kl. 10-17. Vindmyllur á Hafinu: Starfsfólk tekur á móti gestum alla laugardaga í júlí kl. 13-17. Kröflustöð: Jarðvarmasýning er opin alla daga kl. 10-17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.