Morgunblaðið - 09.07.2014, Side 27

Morgunblaðið - 09.07.2014, Side 27
gjaldkeri Ungmennafélags Tjörnes- inga, formaður Búnaðarfélags Tjör- nesinga, auk ýmissa annarra nefnd- arstarfa, en núna er það Karlakórinn Hreimur sem á hug minn og auka- tíma allan. Ég er búinn að vera í stjórn Hreims í nokkur ár og er for- maður hans núna. Hreimur er aðal- áhugamálið þessi árin og ekki tími fyrir mörg önnur áhugamál þar sem sinna þarf búskapnum alla daga árs- ins. Annars hef ég alltaf verið áhuga- maður um ættfræði og fólk almennt og einnig bíla. Ég er síðan með sér- viskuáhugamál sem eru númer af öll- um gerðum, t.d. bíla- og símanúmer og er örugglega einn af fáum Íslend- ingum sem lesa símaskrána sér til skemmtunar.“ Bjarni verður að heiman á afmælisdaginn. Fjölskylda Eiginkona Bjarna er Jóhanna Rannveig Pétursdóttir, f. 25.8. 1964, bóndi og húsmóðir. Foreldrar henn- ar: Pétur Nikulásson, f. 22.12. 1916, d. 6.3. 1992, vélstjóri á Vopnafirði, og Björg María Sveinsdóttir, f. 20.5. 1923, d. 9.1. 1994, húsmóðir á Vopna- firði. Börn: Máni Snær Bjarnason, f. 27.5. 1989, húsasmiður og hóp- ferðabílstjóri, og Sunna Mjöll Bjarnadóttir, f. 30.6. 1993, sjúkraliði og nemi í þroskaþjálfafræðum við HÍ. Starfsmaður Heilbrigðisstofn- unar Þingeyinga og Dvalarheimilis- ins Hvamms á Húsavík. Systkini: Svandís, f. 1951, Jó- hanna, f. 1953, María, f. 1954. Guð- mundur Karl, f. 1955, Aðalsteinn, f. 1957, Hafliði, f. 1960, Friðbjörn, f. 1961, Jónas, f. 1961, Kristbjörn, f. 1963 Óskarsbörn. Uppeldisbróðir er Sigþór Grétarsson, f. 1961. Foreldrar: Óskar Björn Guð- mundsson, f. 23.8. 1925, d. 23.9. 2012, sjómaður og verslunarmaður á Húsavík, frá Krosshúsum, Flatey á Skjálfanda, og Alda Guðmundsdóttir, f. 27.3. 1928, húsmóðir á Húsavík, frá Ytri-Leikskálaá í Köldukinn. Kjörforeldrar. Aðalgeir Egilsson frá Máná, f. 10.9. 1936, veðurathug- unarmaður, safnvörður og fyrrver- andi bóndi, og Elísabet Anna Bjarna- dóttir frá Syðri-Tungu, f. 27.8. 1937, húsmóðir. Formaðurinn Bjarni á vorfagnaði Karlakórsins Hreims. Úr frændgarði Bjarna Sigurðar Aðalgeirssonar Bjarni Sigurður Aðalgeirsson Ingibjörg Sigurðardóttir húsmóðir í Nýjabæ Emelía Sigtryggsdóttir húsfreyja í Syðri-Tungu Bjarni Þorsteinsson bóndi í Syðri-Tungu á Tjörnesi Elísabet Anna Bjarnadóttir húsfreyja á Mánárbakka Elísabet Jóhannesdóttir húsfreyja í Syðri-Tungu Þorsteinn Bjarnason bóndi í Syðri-Tungu Sigurlaug Magnúsd. húsfreyja í Keflavík Gunnar Ólafsson bóndi í Keflavík í Hegranesi Dýrfinna Gunnarsdóttir húsfreyja á Máná Jónas Gunnarsson bóndi í Hátúni í Skagafirði Pétur Gunnarsson tilraunastjóri í Reykjavík Sigurlaug Margrét Pétursdóttir húsfreyja á Seltjarnarn. Pétur Árni Jónsson blaðaútgefandi í Reykjavík Sigurjón Jónass. „Dúddi á Skörðugili“ bóndi og hestamaður í Skörðugili í Skagafirði Jónas Sigurjónss. bóndi í Einholti Kristján B. Jónass. bókaút- gefandi í Reykjavík Egill Sigurðsson bóndi á Máná á Tjörnesi María Sigurðard. húsfreyja í Tungugerði á Tjörnesi Helga Sigurðard. húsfreyja á Akureyri Sigurður Jónss. búsettur á Akureyri Jón Sigurðss. form. Björgunar- sveitar Vopna á Vopnafirði Sigurður Sveinn Sigurðss. fasteigna- sali á Akureyri Gunnar Sigurðss. bóndi í Árholti (nýbýli frá Máná) Jón Gunnarss. bóndi í Árholti Aðalgeir Egilsson veðurathugunarmaður og fyrrv. bóndi á Mánárbakka Guðrún Guðnadóttir húsfreyja á Máná Sigurður Jónsson bóndi á Máná Sigtryggur Sigurðsson Nýjabæ, Flatey á Skjálfanda Sigurgeir Sigurðsson útvegsbóndi í Uppibæ, Flatey Karólína Sigur- geirsdóttir húsfreyja á Húsavík Vilhjálmur Pálsson íþróttakennari á Húsavík Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvstj. Special Olympics ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Kristján Albertsson fæddist áAkranesi 9. júlí 1897. For-eldrar hans voru Albert Þórðarson, síðast aðalbókari Lands- banka Íslands, og kona hans, Stein- unn Kristjánsdóttir, systir Mar- grétar Þorbjargar, eiginkonu Thors Jensen og móður Ólafs Thors for- sætisráðherra. Kristján lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1917. Hann var í námi í bókmenntasögu við Kaupmannahafnarháskóla 1917- 21 og í Þýskalandi og Frakklandi 1921-24. Hann var í hópi helstu andans manna og menningarrýna hér á landi fyrir síðari heimsstyrjöld, einn skarpasti pólitíski penni hægri- manna á Íslandi, ritfær, víðsýnn og fjölfróður, og lenti þá oft í hörðum ritdeilum við góðvini sína á skálda- bekk vinstrimanna, s.s. Þórberg Þórðarson og Halldór Kiljan Lax- ness. Kristján samdi frægasta rit- dóm á íslensku, fyrr og síðar, um Vefarann mikla frá Kasmír, en sá ritdómur hefst á þessa leið: „Loks- ins, loksins tilkomumikið skáldverk, sem rís eins og hamraborg upp úr flatneskju íslenzkrar ljóða- og sagnagerðar síðustu ára!“ Kristján var ritstjóri Varðar, þá útbreytts, borgaralegs tímarits um landsmál, 1924-27, leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1924-27 og formaður Leikfélagsins 1925-26, einn af ritstjórum Vöku 1927-29, dvaldist í Frakklandi á árunum 1928-31 en í Reykjavík 1931-35. Hann var lektor í íslensku í Berl- ínarháskóla 1935-43, var sendiráðs- ritari í íslenska sendiráðinu í París 1946-50 og sendiráðunautur 1950-67. Kristján sat í menntamálaráði 1933- 36 og var formaður þess 1933-34 og sat í sendinefnd Íslands á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna 1951- 55 og 1959-62. Kristján samdi fjölda rita, meðal annars ævisögu Hannesar Hafstein, og kom töluvert að útgáfumálum. Jakob F. Ásgeirsson, ritstjóri Þjóð- mála, skráði æviminningar Krist- jáns, sem komu út í bókinni Kristján Albertsson – Margs er að minnast. Kristján lést 31.1. 1989. Merkir Íslendingar Kristján Albertsson 90 ára Baldur Guðmundsson Jóna Helgadóttir 85 ára Ingveldur L. Gröndal Kristján Garðarsson Þórður Baldur Sigurðsson 80 ára Sigríður Jóna Árnadóttir 75 ára Ása Jónsdóttir Sverrir Jónsson 70 ára Brynjólfur Kjartansson Davíð Gunnarsson Ingibjörg Jósefsdóttir Kolbeinn Magnússon Rebekka Margrét Ágústsdóttir Sigurborg O. Engilberts- dóttir 60 ára Aðalheiður H. Hávarðardóttir Bogdan Szuba Daníel Heiðar Jónsson Garðar Árnason Guðrún Brynjúlfsdóttir Guðrún Sigurðardóttir Hilmar Ingason Jóhann Torfi Steinsson Matthildur Rós Haraldsdóttir Nina Laupere Sigurður Sverrir Jónsson 50 ára Eiríkur Pétursson Guðlaug Bernódusdóttir Ingibjörg Guðjónsdóttir Lára Hreinsdóttir Lárus Halldórsson Viðar Björgvin Tómasson 40 ára Ágúst Heiðar Friðriksson Bryndís Guðmundsdóttir Davíð Guðmundsson Eiríkur Ragnar Eiríksson Guðmundur Björgvin Svafarsson Kamilla Anna Soswa Mary Jane Munoz Paulo Batista Cardoso Sigvaldi Arnar Lárusson Snorri Jónsson Styrmir Vignisson Sverrir Dungal 30 ára Anna Margrét Vignisdóttir Bergur Már Ágústsson Dominika Anna Madajczak Elísa Sverrisdóttir Helgi Arnar Alfreðsson Ivars Tukiss Lisa Bianca Dombrowe Pétur Haukur Ásgeirsson Piotr Michal Królczyk Sigríður Sæunn Björnsdóttir Sigurður Hjörtur Þrastarson Stefán Þórsson Svavar Daðason Tómas Kristjánsson Þorsteinn Kristján Haraldsson Til hamingju með daginn 40 ára Elías er Bolvík- ingur og sjómaður hjá Glað ehf. Maki: Sandra Bergmann Þorgeirsdóttir, f. 1984, aðstoðarmatráðskona. Börn: Baltasar Leví, f. 1998, Theodóra Björg, f. 2002, Melinda Máney, f. 2002, Ívar Elí, f. 2007, Aron Elí, f. 2009, og Katla Marín, f. 2014. Foreldrar: Ketill Elíasson, f. 1956, og Sigurborg Hallsteinsdóttir, f. 1954. Elías Hallsteinn Ketilsson 30 ára Grétar er Reyk- víkingur en býr á Sel- tjarnarnesi og er fyrir- tækjaráðgjafi hjá Íslandsbanka. Maki: Jakobína Jóns- dóttir, f. 1985, þjálfari hjá Crossfit Reykjavík. Sonur: Kristófer, f. 2014. Foreldrar: Hrafn Sabir Khan, f. 1960, sölumaður, og Anna Ásta Hjartar- dóttir, f. 1959, ráðgjafi starfsmanna hjá Íslands- banka. Grétar Ali Khan 40 ára Magnea er frá Eyrarbakka en býr á Sel- fossi og er leikskólakenn- ari í Hulduheimum. Maki: Einar Magni Jóns- son, f. 1965, húsasmíða- meistari. Börn: Reynir Örn, f. 2003, og Viktoría Ösp, f. 2007. Foreldrar: Guðmundur Sæmundsson, f. 1943, kartöflu- og rófubóndi, og Viktoría Þórey Ström, f. 1944, vann í verslun. Magnea Svava Guðmundsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI Það borgar sig að nota það besta! TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagið Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Kúlu- og rúllulegur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.