Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
AF ROKKI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Mugison sagði tónleikagest-um í Laugardalshöll ámánudagskvöldið að Neil
Young og félagar hans í Crazy
Horse væru baksviðs „að spila Ól-
sen“ á meðan hann léki nokur lög
fyrir gesti. Mugison sagði Young
hafa verið einn þriggja gítarleikara
sem fengu sig til að bindast kassa-
gítarnum og hann stóð sig vel einn
á sviðinu; byrjaði að kynda undir
stemningunni með blöndu nýrra
laga og vinsælla á borð við „Haglél“
og „Gúanóstelpuna“. Tónleikagest-
ir voru óvenjulega fjölbreytilegir,
hvað aldur og útlit varðaði, allt frá
unglingum til löggiltra gamal-
menna, síðhærðra svartmálms-
rokkara til uppstrílaðra sýning-
arstúlkna. Og þótt Mugison væri
góður þá voru gestirnir sem að lok-
um fylltu Höllina komnir til að sjá
og heyra kanadísku goðsögnina
með rokksveitinni sem hann hefur
starfað reglulega með síðan árið
1968. Eftir að tæknimenn höfðu
fitlað við gítara um stund voru ljós-
in slökkt og gömlu rokkararnir,
komnir fast að sjötugu, stigu á svið
og byrjuðu að hræra í strengjum
sínum af kynngimögnuðum krafti.
Neil Yong flutti til Kaliforníuárið 1966 þegar hann var 21
árs og var einn stofnfélaga hinnar
vinsælu Buffalo Springfield. Árið
1969 slóst hann í hóp með þremenn-
ingunum vinsælu í Crosby, Stills &
Nash sem fjórði meðlimur en þá
hafði hann þegar sent frá sér fyrstu
sólóplötuna og var farinn að njóta
umtalsverðra vinsælda sem kröft-
ugur laga- og textahöfundur með
einstæða rödd í rokk- og dægur-
tónlistarheiminum. Stúdíóplötur
hans eru nú vel á fjórða tuginn og
tónleikaplöturnar margar; hluti
þeirra er gefinn út undir nafni Yo-
ung & Crazy Horse, þar á meðal
margt rokkaðasta efnið sem hann
hefur komið að á sínum langa ferli.
Vorið 1969 hóaði Young í þrjá
meðlimi hljómsveitarinnar The
Rockets til að leika með sér á nýrri
plötu. Þeir nefndu hljómsveitina
Crazy Horse, eftir indjánahöfðingj-
anum, og hafa tveir stofnfélaganna,
auk Young, leikið með sveitinni til
þessa dags. Það eru trymbillinn
Ralph Molina og bassaleikarinn
Billy Talbot. Eftir nokkur gítar-
leikaraskipti tók Frank „Poncho“
Sampedro við hryngítarnum árið
1975 og hefur slegið hann síðan,
gríðarlega hrynviss og með hljóm
sem styður aðdáunarlega við flæð-
andi sóló og riff söngvarans. Þann-
ig hefði hljómsveitin verið skipuð
hér í Laugardalshöllinni hefði Tal-
bot ekki fengið heilablæðingu í vor
en Young fékk í hans stað bassa-
leikarann Rick Rosas með í hljóm-
leikaferðina sem hófst hér en þeir
hafa lengi unnið saman.
Við upphaf tónleikanna stóðuþeir Young, Sampedro og Ro-
sas þétt saman á miðju sviðinu og
hófu langan, taktþungan og emj-
andi forleik að laginu „Love and
Only Love“ en það kom út á hinni
rokkuðu og ómstríðu plötu Ragged
Glory árið 1990 og áttu tvö lög til af
henni eftir að hljóma á efnis-
skránni, „Days That Used to Be“ og
„Love to Burn“, öll í löngum útsetn-
ingum með hressilegum sólóum gít-
arleikaranna. En þarna í upphafi
réri Sampredo fram og til baka í
skrautlegri Hawaii-skyrtu sinni,
Rosas steig taktinn álútur og nokk-
uð álfslegur meðan Young steig
ölduna og hálfskoppaði um, þar
sem þeir keyrðu greinilega í sig
hita og fundu leikgleðina, studdir
af einföldum en þó smekklegum
trommuleik Molina sem hefur á
liðnum áratugum auðheyrilega æft
nokkrar útgáfur af löngum rusla-
tunnuendum á lögin. Og þegar allir
voru tilbúnir, eftir nokkurra mín-
útna inngang, snéri Young sér að
salnum og tenórröddin sem enn er
furðu björt og tær flæddi yfir sal-
inn, studd tveimur hljómmiklum
bakraddasöngkonum, og hann söng
um ástina sem var: „Long ago in
the book of old / Before the chapter
where dreams unfold …“
Neil Young er eitt hinna stórusöngvaskálda rokksögunnar.
Hann syngur um ást og aðskilnað,
drauma og þrár eins og skáldum er
tamt, á smekklegan og tregafullan
hátt með sinni björtu og á stundum
nístandi röddu. En hann er líka
rammpólitískur og hefur verið ötull
baráttumaður, meðal annars í um-
hverfispólitík, eins og tónleikagest-
ir fengu að heyra þegar hljóm-
sveitin frumflutti undir lokin nýtt,
einfalt en ágengt rokklag, „Who’s
Gonna Stand Up and Save the
Earth“, þar sem áheyrendur eru
hvattir til að hætta að nota jarð-
efnaeldsneyti og ganga betur um
jörðina. Fyrstu lögin á dagskránni
voru þó mörgum kunn af eldri plöt-
um Crazy Horse; forvitnilegt var að
sjá að þegar vinsælustu lögin byrj-
uðu að hljóma kviknaði á ótal far-
símum um allan sal, þar sem fólk
tók ljósmyndir og myndbandsbúta
– nokkuð sem undirritaður á bágt
með að skilja. Til að staðfesta veru
sína á staðnum? Til að dreifa á sam-
félagsmiðlum? Varla fyrir hljóm-
gæðin. Hvers vegna nýtur fólk þess
ekki bara að vera á staðnum, horfa
og hlusta? Full ástæða var til þess í
Laugardalshöllinni því ljóst var
strax í fyrstu lögunum að þar var
soðið upp á mögnuðum seið; í „Go-
in’ Home“ er skilnaði líkt við síð-
asta bardaga Custers hershöfðingja
gegn indjánahernum og þá tók við
„Days That Used to Be“, þar sem
söngvarinn spyr vin hvort hann sé
ánægður með líf sitt eftir að hafa
skipt á gömlu hugsjónunum fyrir
efnislega velgengni.
Þá hægðist takturinn nokkuð,
Young tók akústískan rafgítar í
fangið og honkítonk tók við, „Don’t
Cry No Tears“ af plötunni Zuma
frá 1975. Eftir nokkuð langa og
emjandi útgáfu af „Love to Burn“
lék hljómsveitin afar fáheyrt lag,
hið milda og tregafulla „Seperate
Ways“ sem var hljóðritað árið 1975
en aldrei gefið út og hefur aðeins
verið flutt á tónleikaferð sveit-
arinnar árið 1993 og einu sinni á
tónleikum árið 2003. Þessi ljóðræna
perla var einn af hápunktum tón-
leikanna. Hér biður ljóðmælandinn
konuna sem hann er að skilja við af-
sökunar og stappar í hana stálinu,
þau muni finna betri daga og gleðj-
ast áfram yfir litla drengnum sem
Strengja-
hræra fyrir
jörðina
Rokkararnir Hryngítarleikarinn Frank Sam-
pedro og Neil Young radda af krafti á sviði
Laugardalshallar, með eftirmynd indjánahöfð-
ingjans Crazy Horse í sviðsvængnum.
Fyrsta hefti Ritsins, tímarits Hug-
vísindastofnunar, þetta árið er kom-
ið út og er umfjöllunarefni þess
„Vesturheimsferðir í nýju ljósi“.
Ímyndir, sjálfsmyndarsköpun,
varðveisla íslensks menningararfs
og þvermenningarleg yfirfærsla eru
áleitin efni í greinunum. Meðal efnis
er grein Jóns Hjaltasonar, sem velt-
ir fyrir sér hvers vegna stórflutn-
ingar til Brasilíu mistókust, Dagný
Kristjánsdóttir veltir fyrir sér við-
horfum til bernskunnar í barnablöð-
um sem gefin voru út í Vesturheimi,
Ágústa Edwald fjallar um fornleifa-
rannsóknir á bænum Víðivöllum á
Nýja-Íslandi og Ólafur Arnar
Sveinsson skoðar sendibréf vest-
urfara. Þá birtast
hugleiðingar
Guðbergs Bergs-
sonar um það
hvernig Íslend-
ingaslóðir í Kan-
ada reyndust
vera þegar hann
kom þangað og
þá er birtur
myndaþáttur eft-
ir Guðmund Ing-
ólfsson ljósmyndara, en myndirnar
tók hann á Íslendingaslóðum vestra
árið 1994.
Ritstjórar þessa heftis Ritsins eru
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Úlf-
ar Bragason og Björn Þorsteinsson.
Fjallað um Vestur-
heimsferðir í Ritinu
Guðmundur
Ingólfsson