Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 ✝ Ketill ArnarHannesson fæddist á Arn- kötlustöðum á Holtum 4. desem- ber 1937. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans 3. júlí 2014. Foreldrar hans voru Hannes Frið- riksson, f. á Arn- kötlustöðum 9.10. 1892, d. 11.1. 1985, og Steinunn Bjarnadóttir, f. á Efra-Seli 6.12. 1900, d. 4.8. 1975. Systk- ini hans: Hulda, f. 24.3. 1930, d. 1.3. 2006, Margrét, f. 9.11. 1931, Guðmundur Eiður, f. 12.9. 1933, d. 17.1. 1975, Bjarni, f. 29.9. 1934, Salvör, f. 20.11. 1936, og Áslaug, f. 23.3. 1943, d. 16.4. 2010. Eiginkona Ketils Arnars er Auður Ásta Sigríður Jónasdóttir, f. 21.3. 1939. Börn þeirra eru: 1) Krist- ján, f. 7.9. 1961, 2) Bára Agnes, f. 21.2. 1968, gift Erni Gunn- arssyni, f. 1961. Sonur þeirra Hilmir, f. 2005. Sonur Báru er Arnar, f. 1989. Faðir hans er Jón Einarsson, f. 1969. Sonur Arnar er Gunnar Máni, f. 1992, 3) Írunn, f. 2.8. 1969. Sambýlis- maður er Tómas Sigurðsson, f. á Akureyri 1961. Fjölskyldan flutti til Edinborgar 1962 þar sem hann hóf háskólanám í hagfræði við búnaðardeild Ed- inborgarháskóla sem hann lauk 1966. Á sumrin kom fjöl- skyldan heim og vann við und- irbúning Búrfellsvirkjunar. Starfaði hjá Búnaðarfélagi Ís- lands 1966-2007 sem lands- ráðunautur í búnaðarhagfræði, forstöðumaður Búreikn- ingastofu landbúnaðarins 1966- 1980 við söfnun, úrvinnslu og miðlun hagtalna, formaður starfshópa og sinnti nefnd- arstörfum, stóð að námskeiðum og skrifum. Hann leiddi stafrænu bylt- inguna með geymslu og úr- vinnslu hagtalna á gataspjöld- um 1967, seguldiskum 1974, og á einkatölvu 1984. Fjárfesti sjálfur í tölvu 1978 fyrir ráð- gjafarstörf sem hann sinnti til síðasta dags. Hann hafði hag- ræðingu og tækniþróun að leið- arljósi og vildi stuðla að sam- keppnishæfni landbúnaðarins í alþjóðlegu umhverfi. Hann byggði með fjölskyldunni sum- arhús í landi Efra-Sels og ein- býlishús í Reykjavík og var ið- inn í skógrækt. Hann var ötull íþróttamaður alla sína tíð, var í fimleikum og frjálsum í æsku, stundaði skíði, badminton, fjall- göngur, skokk og sund í há- deginu með sundfélagi. Útför Ketils Arnars fer fram frá Seljakirkju í dag, 9. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. 1966. Dóttir Írunn- ar er Tinna Líf, f. 1987, sambýlis- maður hennar Knut Erik Even- sen, f. 1978. Barn þeirra Emma Sóley f. 2013. Faðir Tinnu er Gunnar G. Ólafsson f. 1965. Sonur Írunnar er Ástþór Arnar, f. 1993. Faðir hans er Bragi M. Reynisson, f. 1965. Dætur Tómasar eru Guðrún Sólborg, f. 1992, og Katrín Agla, f. 1998, 4) Steinunn, f. 23.10. 1972, sambýlismaður er Snorri Arnar Þórisson, f. 1970. Dóttir Steinunnar er Ásdís María, f. 1993, sambýlismaður hennar er Stefán Bragi Andr- ésson, f. 1988. Faðir Ásdísar er Grétar J. Jónsteinsson, f. 1971, og dóttir Snorra er Katrín Tinna, f. 2006, 5) Guðmundur Hannes, f. 6.11. 1974, d. 15.5. 1994, 6) Jónas, f. 10.6 1981, kvæntur Sigríði Magneu Ósk- arsdóttur, f. 1981. Börn þeirra eru Atli Bergmar, f. 2010 og Árni Heiðmar, f. 2013. Ketill Arnar ólst upp á Arn- kötlustöðum. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum Elsku faðir, tengdafaðir og afi, Það tekur á að kveðja þig kæri faðir. Við áttum góða sam- leið og góðar stundir. Fyrir það er maður þakklátur og fullur auðmýktar. Ég tók andlát Hannesar, bróður míns, nærri mér enda vorum við góðir sam- an bræðurnir. Á þessum árum glímdir þú við sjálfsofnæmis- sjúkdóm í lifur sem fylgdi þér allar götur síðan og eina nóttina þurfti endurlífgunar við eftir mikinn blóðmissi. Sá atburður markaði straumhvörf í þínu lífi og mínu og færði okkur nær hvor öðrum. Ég áttaði mig á því að sá dagur myndi koma, fyrr en búast mætti við, að okkar samleið myndi skilja. Raunin varð að við náðum í framhaldinu yfir tveimur góðum áratugum saman og þú náðir að fylgja mér í gegnum skólagöngu, upphaf starfsferils, brúðkaup, fæðingu Atla Bergmars og Árna Heið- mars auk skógræktar okkar og smíði athvarfs í Rangárseli. Fyrir þetta er ég þakklátur. All- an þann tíma varstu atorkusam- ur þrátt fyrir þennan sjúkdóm sem lifði með þér og tók þig frá okkur að lokum. Lífið er hverf- ult eru orð að sönnu. Ekki er nema rúmur mánuður síðan við áttum ánægjulegar stundir í sveitinni en núna ertu farinn frá okkur á vit nýrra ævintýra eða upp í skýin á traktornum þínum eins og Atli Bergmar sagði þeg- ar við kvöddum þig í hinsta sinn. Minningarnar eru margar. Góðar voru þessar kyrrlátu stundir við matarborðið eða úti í haga. Við gátum verið saman án þess endilega að segja svo mikið heldur leyfðum nærverunni að tala og í þeirri hlýju sem henni fylgdi. Samræðurnar voru margar hverjar gefandi og mót- uðu lífsskoðanir manns og gildi. Í faðmi sveitar á sumrin lifðum við rólegu og áhyggjulausu lífi við skógrækt, lestur Brennu- Njáls sögu, skák og spil. Við mamma fylgdum þér til Kanada í rannsóknarleyfi sem varð kveikjan að heimshornaflakki okkar hjóna. Samveru þinni fylgdi gátt inn í sjálfsþurftarbúskap og ósér- hlífni fyrri aldar sem þú ólst upp við á Arnkötlustöðum og fylgdi þér alla tíð. Allt skal gera sjálfur ef mögulegt er og sýna hagsýni við efnisval og hönnun. Að sama skapi greipstu hverja tækninýjungina á fætur annarri. Hjálpsemi, traust og góðsemi voru einkunnarorð þín sem við Magnea munum tileinka okkur og miðla til okkar barna. Við fjölskyldan áttum ánægjulegar stundir í TBR í badminton með þér og sömuleiðis var gaman að spila með MA-félögunum þínum á fimmtudögum. Ávallt varstu tilbúinn að leggja lið væri einhver í vanda eða þess óskað. Við hófum bú- skap í kjallaranum í Þjóttusel- inu og verðum við ykkur Ástu ævinlega þakklát. Hvatning þín og hagsýni hafði mikil áhrif á okkur og ýtti við okkur að feta þá leið í lífinu sem við höfum valið. Okkur er dýrmætt að sjá hversu mikið þú ljómaðir af stolti og hamingju við að sjá syni okkar tvo sem nutu þess að vera í návist þinni. Minning um jólin síðustu er okkur einstak- lega kær enda yndislegt að upp- lifa jólin saman með litlu gull- molunum. Þú varst frábær afi sem gaf sér tíma til að leika og kanna ævintýrin með strákunum okk- ar. Við þökkum þér góðar stundir, traustið, gæskuna og glettnina sem ávallt fylgdi þér. Jónas, Magnea, Atli Berg- mar og Árni Heiðmar. Elsku pabbi. Þú gafst mér mikið og varst allra besta fyr- irmynd sem faðir og afi barnanna minna. Þú gafst aldrei upp og sást aldrei neinar hindr- anir. Fyrir þér var aldrei neitt erfitt eða óframkvæmanlegt og þú fórst hiklaust ótroðnar slóðir. Það er svo margt sem þú hefur gert um árin, farið í húsbygg- ingar, gefið út bæklinga og rit, keypt tölvu á stærð við rúm þegar fæstir vissu hvað tölva var. Þú hvattir mig sem barn í öll- um þeim íþróttum og tónlist- arnámi sem ég stundaði og lést þig sjaldan vanta á mót eða sýn- ingar. Þú hvattir mig til náms og studdir mig í þeirri vegferð, hafðir alltaf svo mikla trú á mér og ég fann hvað þú varst stolt- ur. Ég man hvað þú áttir erfitt þegar Kristján bróðir slasaðist og hvað þú og mamma hélduð samt áfram. Þú vannst myrk- anna á milli á þessum árum en gafst þér samt tíma til að fara í Bláfjöllin um helgar. Þú kvart- aðir aldrei og barðist við veik- indi þín á svo aðdáunarverðan máta. Þú ætlaðir að sigra og það tókst þér svo sannarlega. Þú bankaðir oft á dauðans dyr en sigurinn var þinn um árabil. Þú hefur alltaf stundað íþróttir og hreyfingar og verið sannur Ís- lendingur, ekkert pitsudótarí heldur svið og kótelettur. Ég fyllist aðdáun þegar ég minnist allra þeirra íþrótta- greina sem þú stundaðir og svo gaman var að fylgjast með þér takast á við ný verkefni og sigr- ast á þeim, hvort sem er göngu- ferðir um hálendi og tinda Ís- lands með Báru og Erni eða langhlaup. Hlaupin voru eitt af því sem þú elskaðir mest og dáðumst við Tommi oft að þér fyrir hlaupin uppi í Steinkuseli. Ég mun aldrei gleyma þegar þú hljópst maraþon í Kaupmanna- höfn og hef oft hugsað til þess þegar við hlupum með þér síð- ustu metrana. Fyrir um tveimur árum komstu til okkar í Ármann og hófst að stunda listina Soo bahk do. Fáir leika það eftir á þínum aldri. Ég er svo þakklát fyrir að hafa horft á beltaprófið þitt 15 maí sl., braust spýtu sem þér fannst alltof þunn, eiginlega bara fyrir þá yngri. Alveg er ég viss um að Hannes bróðir hafi fylgst með þér. Æfingafélagarn- ir hafa eflaust ekki áttað sig á veikindum þínum og þú hefur alveg örugglega ekki sagt frá. Enda fyrirfannst ekki sjálfsvor- kunn eða væl í þinni orðabók. Ég er afar þakklát fyrir að líkjast þér á margan hátt. Þegar ég ákvað að byggja sumarhús án nokkurrar þekkingar þá hvattir þú mig áfram og það var fyrir stuðning ykkar mömmu, aðstoð og leiðbeiningar sem það tókst. Þú kíktir til mín af og til og gafst mér góð ráð. Gesta- húsið okkar Tomma og Kötlu- selið fá að standa með góðum minningum um samveru og samvinnu okkar. Mér þykir svo vænt um að við byggjum okkur dvalarstað við Steinkuselið þar sem þér leið svo vel og hafðir svo mikla ástríðu fyrir. Í byrjun júní sáum við Tommi til þín ganga um landið og virða fyrir þér afrakstur ykkar mömmu sem við munum dást að um ókomna tíð. Ég dáist að baráttunni í þér og hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa um okkar síðustu daga. Þín síðustu orð „mikið er- uð þið góð við mig“ þegar við systurnar og Örn bjuggum um þig á miðvikudagskvöldið eru það fallegasta sem þú gast gefið mér. Írunn. Elsku yndislegi pabbi minn, fyrirmynd mín og hetja. Ég á svo margar yndislegar minning- ar með þér sem eru mér svo kærar. Þú gafst mér dýrmætt veganesti fyrir lífið. Elja, ósér- hlífni, dugnaður, framtakssemi og óbilandi framkvæmdatrú ein- kenndi þig. Þú varst mjög þolin- móður, frábær kennari, fram- sýnn, hugrakkur og lausnamaður mikill. Þegar ég leitaði til þín, bæði sem barn og fullorðin, þá fórstu í grunninn til að leysa. Ég man mjög vel þeg- ar ég leitaði til þín til að skipta um bremsuklossa á fyrsta bíln- um mínum, appelsínugulum Volvo. Eins og alltaf varstu tilbúinn að aðstoða og þú réttir mér skiptilykil til að losa dekk- ið, réttir mér önnur verkfæri til að lyfta bílnum, losa klossana, setja nýja á og festa dekkið aft- ur á. Eftir gott verk sem tók sinn tíma óskaðir þú mér til hamingju með að kunna að skipta um bremsuklossa, þannig kennari varstu. Góðar samveru- stundir með fjölskyldunni voru þér dýrmætar og ferðalög fjöl- skyldunnar óteljandi. Á seinni árum hafa rifjast upp ýmsar minningar úr æskuferðum um landið með ykkur. Við áttum margar frábærar skíðaferðirnar saman og sérstaklega er minn- isstæður verkfallatíminn okkar veturinn 1989. Við fórum þá nánast daglega á skíði og æfð- um okkur í að bæta skíðasveifl- ur sem þá tíðkuðust, að hafa fætur þétt saman í svigsveiflum, en þær sveiflur eru víst úreltar í dag. Við mynduðum sveiflu- framfarir okkar á upptökuvél með ítarlegri yfirferð til að bæta okkur og vorum orðin algjörir snillingar í fótasamfellu. Síðustu dagar í Bláfjöllum það árið nef- brotnaðir þú þegar við skullum saman á fleygiferð í blautri snjólaut sem hafði myndast og ég fékk kúlu á ennið við nef- brotshöggið. Við hlógum mikið að þessu atviki. Urðum sól- brennd á höfði og höndum eftir þann vetur með snjóhvítan búk. Í Ibiza-ferðinni 1986 var margt brallað eins og venjulega og á seinni hluta sólarlandaferðarinn- ar í blæjuhópferð um eyjuna skall á mikið óveður þegar við vorum að sjúga froskalappir í hlíð hinum megin á eyjunni. Óveðrið skall hart á með til- heyrandi moldarflóði inn á veit- ingastaðinn og við áttum eftir að keyra til baka á þaklausum bíl. Ég gleymi því aldrei þegar þú dróst upp lopapeysur úr skott- inu og við komumst þurr og heit heim, fyrirhyggjusamur varstu alltaf. Ég var lánsöm að fá að upplifa Laugavegsgönguna með þér og eftir fyrsta og erfiðasta daginn sem við gengum frá Landmannalaugum var ég með þurrmat í nesti en þú skelltir köldu elduðu læri á borðið og það tók ekki langan tíma fyrir þreytta Ketilgarpa að sleikja að beini og þurrmaturinn fór aftur í töskuna. Á síðustu baráttudög- um þínum ræddum við um besta tíma okkar í lífinu og þeir ein- kenndust af áhyggjuleysi. Þínir bestu tímar voru í Skotlandi með mömmu og Kristjáni þegar þú varst í námi, þrátt fyrir mikla námsvinnu. Þið kennduð okkur að sækja kyrrð og ég ætla að varðveita þetta samtal með því að njóta lífsins og varð- veita veganestið sem þú gafst mér. Takk fyrir að hafa verið þú, pabbi minn. Ketilgarpar þín- ir eiga nýtt spakmæli, „Tökum Ketil á þetta“. Þín dóttir, Steinunn Ketilsdóttir. Elsku besti pabbi minn. Mik- ið er sárt að sjá á eftir besta vini mínum. Njóta ei meir þakk- látrar nærveru þinnar, ósvikinn- ar vináttunnar, smitandi elju- seminnar og frumlegrar hugsunar þinnar. Frumkvöðull varstu í eðli þínu, sífellt ryðj- andi brautina í starfi og leik, með lausnir á öllu. Eitt það dýr- mætasta sem þú kenndir var að njóta fjölskyldunnar ofar öllu. Ræktarsemin við fólkið þitt var eftirtektarverð, sem og virðing- in sem þú sýndir samferðafólki, ekki síður þeim sem voru ekki allra. Í heiðri skal ég halda því að láta sér fátt um finnast álit annarra, láta ástríðuna og hjart- að ávallt ráða för með hugrekki að leiðarljósi, það var þinn stíll. Flottari íþróttamann þekki ég ekki. Fimleikar, frjálsar, skíði, skautar, badminton, gönguferð- ir, fjallgöngur, sund, lyftingar, jóga, skák og lést þig ekki muna um að bæta við austurlenskum bardagalistum síðustu tvö árin. Næstum allt þetta til hinsta dags, af smitandi ástríðu sem gaf okkur ómetanlegar sam- verustundir í glymjandi gleði og leik. Hvílíkt lán að fá að vera hlaupa- og fjallgöngufélagi þinn öll þessi ár í mögnuðum ferðum innanlands sem utan. Barnung fengum við að koma með í bad- minton, keyrðir okkur um há- lendið allt, dróst okkur á skíði, í göngur, upp á fjall. Við Örn vor- um lánsöm að fá þig í Toppfara, þar sem við áttum stórkostlegar stundir. Hlaupin áttu hug þinn síðustu tvo áratugi, þar sem þú bókstaflega hljópst frá þér sjálfsofnæmissjúkdóminn sem ógnaði heilsu þinni. Óskaplega var sárt að upplifa þig veikan og lúta í lægra haldi að lokum. Þú sem aldrei vildir vera veikur og lést helst engan vita um ástand mála. Þungbært var að horfa á ykkur mömmu standast skyndi- legt fráfall Hannesar bróður 19 ára og alvarlegt bílslys Krist- jáns bróður 17 ára. Á þeim tveimur stundum sá ég hetjuna mína með tár á hvarmi og þeirri þriðju þegar þú misstir föður þinn. Ástríða þín með mömmu var ekki síst í skóg- og garð- rækt í Þjóttuselinu og bústaðn- um. Steinkuselið er hreint lista- verk af ykkar hálfu, alltaf geng ég jafn dolfallin um landið ykk- ar og trúi vart þeirri paradís sem þið hafið skapað. Að byggja stórt hús öll fjölskyldan saman var einstakur hluti af æsku minni. Þar kenndir þú manni að ganga til allra verka, upplifa grettistakið í krafti hópsins, skapa sitt eigið í sveita síns and- lits, þrauka gegnum erfiðleika og uppskera að lokum. Glæsi- legt ættarsetrið að Þjóttuseli varðveitir afrekstíma og fallegar minningar, þær allra síðustu með fjölskyldunni sem kom hvaðanæva að til að hlúa að þér dagana fyrir þessa erfiðu skurð- aðgerð þar sem brugðið gat til beggja vona. Síðasta morgun þinn á deildinni vakti ég þig og þú skildir ekkert í því að vera á spítalanum, varst í sveitinni fyr- ir austan þar sem þú helst vildir vera. Í lokaorrustunni varst þú okkur öllum enn einu sinni aðdáunarverð fyrirmynd þegar þú dróst upp sverð þitt og skjöld í síðasta sinn gegn veik- indum sem þú kaust aldrei að samþykkja. Guð geymi þig elsku pabbi minn, þú varst allra manna flottastur. Það voru hrein forréttindi að fá að vera dóttir þín. Þín, Bára. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Ketils Arnars Hannessonar. Hann var glæsi- menni, hávaxinn og fríður sýn- um, gekk ávallt teinréttur og snyrtilega klæddur. Hann var sterkur, þrautseigur og hikaði ekki við að feta ótroðnar slóðir. Hann sigraðist á heilsubresti með hreyfingu, stundaði fjall- göngur, hlaup, badminton, sund, bardagaíþróttir og fleira af slíku kappi að miklu yngri menn höfðu ekki við honum. Ketill hafði yndi af ræktun og framkvæmdum við sumarbústað þeirra Auðar Ástu, Steinkusel. Þar hafa þau hjón hafa ræktað mikinn skóg í kringum sælureit sinn, þar sem áður var hvergi ekki trjáplöntu að sjá. Ketill undi sér hvergi betur en þar. Á skyrtunni í góðu veðri þeystist hann um með sláttuorf, keðju- sög eða á traktornum að tæta fyrir nýrækt. Hann hafði gaman af því að prófa hvað myndi vaxa, hvort sem það var repja, bygg eða nýjar trjátegundir. Þá fylgdist hann af áhuga með framkvæmdum barna sinna á svæðinu og kom hann reglulega til okkar Írunnar að fylgjast með hvernig okkur miðaði og gaf okkur góð ráð. Ketill var greindur og fróður og hafði ósvikinn áhuga á því sem hans nánustu voru að fást við. Vinnu- semi hans var aðdáunarverð og má segja að honum hafi vart fallið verk úr hendi. Eftir að hann fór á eftirlaun hélt hann áfram að færa búreikninga og telja fram til skatts fyrir fjöl- marga bændur og gerði það til hinstu stundar. Ketill hafði gaman af mannfögnuðum. Mér er minnisstætt hvað hann hafði gaman að fjöldasöng og hafði þá gjarnan orð á því, brosandi og með blik í auga, að það hefði verið gaman og hann hefði skemmt sér vel. Ketill var hæglátur og bar raunir sínar ekki á torg. Mér finnst hinsvegar eftir á eins og hann hafi séð í hvað stefndi tals- vert fyrr en aðrir. Þegar ég rifja upp helgi sem við áttum saman í Laufskógabyggð í maí síðast- liðnum minnist ég hans ganga um landið, skoða þar hvert tré og þúfu, líta til fjalla og virða náttúruna fyrir sér. Þá held ég að hann hafi gert sér grein fyrir að þetta kynni að vera hans síð- asta heimsókn þangað. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég naut samvista við Ketil Arnar og vildi að hann hefði verið lengri. Minningin um góðan mann lifir. Tómas Sigurðsson. Ketill Arnar Hannesson HINSTA KVEÐJA Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Þinn sonur Kristján. HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Ég saknaði þín þegar ég sá þig deyja uppi á spítala og sakna þess þegar þú spilaðir með mér fót- bolta uppi í bústað og úti í garði heima í Þjóttuseli. Stundum tefldir þú við mig uppi í bústað. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Elsku besti afi, ég sakna þín svo mikið. Þinn afa- strákur, Hilmir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.