Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Smáauglýsingar 569 1100
Gisting
GISTING AKUREYRI
orlofshus.is
Leó, sími: 897 5300.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Rafmagns-miniskutlur
Verð 88.800 – 25% afsláttur af
síðustu hjólunum.
Bindir & stál ehf, Hvaleyrar-
braut 39, 220 Hafnarfirði.
Uppl. í síma 864 9265 eða á
www.el-bike.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
Teg. 503603 254: Mjúkir og þægileg-
ir herrasandalar úr leðri, fóðraðir.
Stærðir: 40–48. Verð: 13.585.
Teg. 505602 254 Mjúkir og þægilegir
herrainniskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 40 - 44. Verð: 12.885.
Teg. 503615 12 Mjúkir og þægilegir
herrainniskór úr leðri, fóðraðir.
Stærðir: 40 - 44. Verð: 11.885.
Teg. 458409 35 Mjúkir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Extra breiðir (K-breidd). Stærðir:
41 - 48. Verð: 19.785.
Teg. 417206 12 Léttir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 40 - 47. Verð: 17.575.
Teg. 315301 249: Þessir sívinsælu
herraskór komnir aftur, léttir og
þægilegir, úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 41 - 47. Verð: 14.985.
Teg. 314201 12 Mjúkir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 41 - 47. Verð: 15.885.
Teg. 413202 26: Þessir vinsælu
„bílstjóraskór“ komnir aftur. Þeir eru
úr leðri, skinnfóðraðir og fást bæði
svartir og brúnir. Stærðir: 41–47.
Verð: 15.950.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.– föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
NICOLAI
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
Bílavörur
Ösp er nýtt úr með Mp4 spilara
og fleiru 8GB Mp4, útvarp,
myndbönd, tónlist og fl. Tilboðsverð
7.500,- Sniðugt fyrir unga fókið á
löngum ferðum, Póstsendum,
ERNA, Skipholti 3, s.5520775
www.erna.is
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Hjólhýsi
! "
!"
# $% &
'(
() * +
!
* ,
%$$ -
Húsviðhald
Byssur
GÆSASKOT frá EXPRESS
42 gr á kr. 18.000, / 250 skot. 50gr á
kr. 20,000, / 250 skot.
Sportvörugerðin, sími 660 8383.
www.sportveidi.is
Atvinnuauglýsingar
Vallaskóli, Selfossi
Dönskukennara
vantar til afleysinga fyrir skólaárið 2014–
2015. Áhugasamir hafi samband við
Guðbjart skólastjóra í síma 480 5800 eða á
netfangið gudbjartur@vallaskoli.is
Viðamiklar upplýsingar um skólann er að
finna á slóðinni: www.vallaskoli.is
Umsóknarfrestur er til 23. júlí.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
! "
# # $%
# $ &$ '
( # $ & )"
* + , & * -
&
$ .*
$ & )" * )
# & /
)
! 01
!"
#$ #% 01 #$
$ / ! $ , ##
#
# # "
'2 $ 1
$ # $ '
#$ ' $
3,*
*
$ $
& / #
'2 2 01
' -* & ''
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58–60
Samkoma í kvöld kl. 20
í Kristniboðssalnum. Ræðu-
maður Guðlaugur Gunnarsson.
Allir velkomnir.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Elsku besta
mamma mín, nú er þinni löngu
lífsgöngu lokið. Þú kvaddir
okkur svo fallega aðfaranótt
29. júní á afmælisdegi Gunn-
ars Þórs, en hann hefði orðið
51 árs ef hann væri hér með
okkur. En hann hefur örugg-
lega verið með pabba og tekið
vel á móti þér í sumarlandinu.
Það er svo margs að minnast,
elsku mamma mín, á öllum
okkar árum saman. Allar okk-
ar góðu gleðistundir eru mér
ofarlega í huga, sumarbústaða-
ferðir, ferðirnar í Fljótshlíð-
ina, ferðirnar norður, slátur-
gerðin, búðarferðirnar allaf á
fimmtudögum, og margt,
margt fleira. Hjarta mitt er
svo fullt af þakklæti fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Börn-
in mín nutu þess að vera hjá
þér mjög oft þegar ég var að
vinna. Þau gátu komið til þín
beint úr skólanum og fengið
mjólk og súkkulaðikökuna vin-
sælu sem aldrei gleymist. Þeg-
ar fór að líða að jólum naust
þú þín vel við smákökubakst-
urinn og heimilisþrifin. Ég
man að þegar ég var lítil var
vaknað snemma til að fara í
skólann og þá ilmaði allt af
kökubakstri, því þér fannst
gott að vera ein og ótrufluð við
baksturinn. Ég man líka heim-
ilisþrifin því allt átti að vera
mjög hreint og fínt. Þið pabbi
voruð svo einstaklega samhent
við heimilishaldið og við systk-
inin nutum góðs af. Við feng-
um gott uppeldi hjá ykkur sem
hefur skilað okkur vel út í lífið
og fyrir það er ég þakklát. Við
fórum í margar ferðir saman í
sumarbústaði víða um land, til
Akureyrar og í Vesturhópið og
eru þessar ferðir allar minn-
ingaperlur sem ég geymi vel.
Pálína Hraundal
✝ Pálína Hraun-dal var fædd á
Lambalæk í Fljóts-
hlíð 14. júlí 1918.
Hún lést á elli- og
hjúkranarheimilnu
Grund 29. júní
2014.
Útför Pálínu fór
fram frá Gensás-
kirkju 7. júlí 2014.
Ég man líka þegar
ég var lítil og við
fórum fjölskyldan í
sumarbústað á
Þingvöllum, hvað
þú varst lagin að
viðhalda hita í
kolaofninum alla
nóttina. Eftir að
þið pabbi ákváðuð
á taka þátt í að
byggja ykkur nýtt
heimili í VR-blokk-
inni við Hvassaleiti 56 hófst nýr
kafli í ykkar lífi. Þið áttuð þar
saman yndisleg 22 ár þangað til
pabbi dó árið 2008. Þar eign-
uðust þið marga góða vini og
nutuð lífsins. Árin í Hvassaleit-
inu eru eftirminnileg í alla staði
og ég og mín fjölskylda vorum
heppin að búa alltaf í sama
hverfi og þið. Samgangur var
því mjög mikill og hittumst við
daglega og stundum oft á dag.
Eftir að pabbi dó fór heilsu
þinni að hraka og þú varst ekki
sátt að þurfa að fara af heim-
ilinu á annan dvalarstað.
Mamma fór á Elli- og hjúkr-
unarheimilið Grund og vil ég
koma fram miklu þakklæti til
frú Guðrúnar Gísladóttur og
hennar góða starfsfólks á deild
A3 fyrir einstaka umönnun og
vinskap við okkur öll. Mamma
er síðasti hlekkurinn af þessari
kynslóð. Allur barnahópurinn
frá Lambalæk er nú farinn, nú
hlæja þau og syngja saman sem
stjörnur á himni. Sennilega óm-
ar:
Fyrr var oft í koti kátt
krakkar léku saman.
Gleðin var þar í fyrirrúmi.
Elsku mamma mín, hafðu best-
ur þakkir fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig og fyrir að
vera alltaf til staðar á öllum
tímum. Þú varst sannur vinur
alla tíð. Ég sakna ykkar pabba
og allra samverustundanna
okkar saman. Bara síðdegis-
kaffibolli eftir vinnu á leið heim
var dýrmæt stund. Góða ferð til
æðri heimkynna, elsku mamma,
og við hittumst síðar. Guð
geymi ykkur pabba í faðmi sín-
um.
Þín dóttir,
Kristín.
Mér er minnis-
stætt þegar ég fór
til pabba, afa og ömmu á sumr-
in, í minninguni fanst mér alltaf
gott veður, pabbi sagði stund-
um að Reyðarfjörður tæki nú
vel á móti mér með svona veðri.
Það var gaman að fara í hey-
skap á sumrin með pabba, afa,
Sonju og Palla ásamt fleira
fólki. Oft var komið við á Lykli,
gos og nesti keypt, pabbi setti
gosið í lækinn til kælingar og
þegar teknar voru pásur frá
heyskapnum voru málin rædd á
heimspekilegum nótum, gos
drukkið og nesti snætt. Pabbi
var mjög áhugasamur um
íþróttir, þá sérstaklega um fót-
bolta, hann var stuðningsmaður
númer eitt hjá knattspyrnu-
félaginu Val á Reyðarfirði. Ég
fór stundum með honum á völl-
inn. Svo má ekki gleyma því
hvað honum fannst gaman að
enska boltanum, við horfðum á
Sverrir
Benediktsson
✝ Sverrir Bene-diktsson fædd-
ist 3. ágúst 1929.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Seyðisfirði
19. maí 2014.
Útförin fór fram
27. maí 2014 í
Reyðarfjarð-
arkirkju.
marga leikina
heima hjá afa og
ömmu niðri á Að-
albóli. Pabbi hélt
mikið upp á Tott-
enham en ég er
Arsenal-maður.
Pabbi gat þulið
upp heilu liðin og
leikmenn í enska
boltanum, sem ég
hafði mjög gaman
af . Mér er líka
minnisstætt hvað pabbi gat
hlaupið hratt og þegar hann
stóð á fertugu þá rétt hafði ég
hann í spretthlaupi. Það var
alltaf stutt í húmorinn hjá hon-
um og gerði hann oft grín að
sjálfum sér. Pabbi var mjög
barngóður og hændust börn að
honum. Pabba fannst gaman að
kokka á sínum yngri árum og
sagði sem svo: Sonur sæll, þú
verður að borða vel, þú ert að
stækka, honum fannst ég helst
til of grannur. Stundum fórum
við í bíó og dansleiki í Fé-
lagslundi þar sem bróðir hans
Ingi Ben. stjórnaði og var oft
glatt á hjalla. Við munum sakna
hans en minningin lifir og ég
veit að pabbi hefur það gott hjá
Unni systur sinni og Inga Ben.
Örn Benedikt
Sverrisson og
fjölskylda.