Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 þau eiga saman; „Me for me, you for you / Happiness is never thro- ugh / It’s only a change of plan / And that is nothing new,“ söng Yo- ung, og skipti í annan tregasöng um ástina, „Only Love Can Break Your Heart“, áður en félagar hans gengu af sviði og rokkarinn breytt- ist í trúbador með kassagítar og munnhörpu að vopni. Fyrst skellti hann sér í tilfinningaríka útgáfu af perlu Dylans, „Blowin in the Wind“ og síðan í líklega sitt frægasta lag, „Heart of Gold“. Það gladdi salinn svo um munaði og það má dást að listamanninum fyrir að geta gætt svo margþvældan söng viðlíka lífi og hann gerði þetta kvöld. Þá log- aði á mörgum farsímum.    Rokkið tók aftur völdin í loka-hlutanum; fyrst „Barstool Blu- es“, þá „Psychedelic Pill“ af plötu sem kom út í hittifyrra og loks nýja lagið um verndun Jarðar, áður en tónleikunum lauk með langri og gríðarkröftugri útgáfu af slag- aranum „Rockin’ in the Free World“ með nokkrum ruslatunnu- endum og tilheyrandi hamagangi. Það fannst fólki gaman. Eftir hjartanlegt uppkapp stigu rokkararnir gömlu aftur fram, hljómborð í fuglslíki sveif niður úr loftinu fyrir Sampedro að leika á og eftir mikinn hvin og ýlfur sló Young fyrstu taktana í „Like a Hurricane“, einu sinna bestu laga, og það var sannkallað gæsahúð- araugnablik. Frábær leið til að enda vel lukkaða tónleika. „Thank you Iceland!“ hrópaði Young en áð- ur hafði hann lofað að snúa aftur, „með vinum sínum“ og selja þá boli eins og hann klæddist merktum jarðarkringlunni sem hann óskar svo heitt að við umgöngumst af meiri virðingu. Hljómsveit og söng- konur veifuðu svo til okkar eins og gamlir vinir og út streymdu gestir með suð í eyrum. „Þetta hefði mátt vera lengra, þeir áttu eftir að spila fullt af góð- um lögum,“ sagði keflvískur rokk- ari, sæll en ekki búinn að fá nóg. Samt lék sveitin í nær tvo tíma. Óhætt er að dást að Neil Young fyrir að hafa sífellt haldið áfram, að semja og segja frá í söngvum sín- um, að berjast fyrir skoðunum sín- um og bregðast við samtímanum á gagnrýninn hátt, og gleðja aðdá- endur sína með þessum aðdáun- arverða krafti. Það er alls ekki sjálfsagt mál. Morgunblaðið/Ómar Ævintýraóperan Baldursbrá verður flutt í Langholtskirkju klukkan 20 í kvöld en um er að ræða tónleika- uppfærslu eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Fyrstu drögin að óperunni voru skrifuð fyrir 26 árum en hún var frumflutt á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði um síðustu helgi þar sem hún hlaut frá- bærar viðtökur. „Þetta er ævintýraópera sem fjallar um það að láta draum sinn rætast, hvað sem það kostar. Að- alpersónan er Baldursbrá, lítið blóm. Spói nokkur gefur sig á tal við blómið og segir því frá þeirri dýrð sem finna má á fjallinu þegar sólin er að setjast. Það virðist ekk- ert vera því til fyrirstöðu að Bald- ursbrá fari þangað fyrr en þau átta sig á því að blómið er bundið rót- um. Blómið endar þó uppi á ásnum þar sem ekkert vatn er að finna auk þess sem stórhættulegur hrút- ur, sem étur hvað sem er, spíg- sporar þar um. Það má segja að það sé alltaf einhver í lífshættu meðan á óperunni stendur. Þetta er mikil dramatík,“ sagði Gunnsteinn um óperuna í viðtali við Morg- unblaðið á dögunum en hún er ætl- uð allri fjölskyldunni. Tónlist óperunnar byggist að hluta á íslenskum þjóðlögum en þar bregður auk þess fyrir rappi. Söngvarar verksins eru Fjóla Niku- lásardóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Jón Svavar Jósefsson, Davíð Ólafs- son auk níu barna sem fara með hlutverk yrðlinga. Þar að auki styð- ur átján manna kammersveit verk- ið. davidmar@mbl.is Íslensk þjóðlög blönduð rappi Ópera Tónleikauppfærsla ævintýraóperunnar Baldursbrár verður sýnd í Langholtskirkju í kvöld en um er að ræða viðburð fyrir alla fjölskylduna.  Óperuverkið Baldursbrá flutt í Langholtskirkju Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.