Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Gunnar Rögnvaldsson vekur at-hygli á að „mesta hrun í
landsframleiðslu Finnlands frá því
1918 varð árið 2009, en þá hrundi
hún um 9 prósent og útflutningur
um 24 prósent í magni og evrum“.
Gunnar segir:
Formaður Við-skiptaráðs
Finnlands, Risto
Penttila, hefur
skrifað grein í Fin-
ancial Times. Eng-
inn hagvöxtur hef-
ur verið í Finnlandi
síðastliðin fimm ár.
Atvinnuleysi er níu prósent. Nokia
eins og við þekktum það er dautt í
evrum. Skipasmíðastöðvar lands-
ins eru í vandræðum í evrum.
Skógariðnaður er að skera niður,
loka og læsa verksmiðjum í evr-
um. Stærð hins opinbera blæs sov-
éskt út og hefur þegar náð hlut-
fallslegri stærð franska ríkisins,
eða 58 prósentum af landsfram-
leiðslu. Millistéttin greiðir þar af
leiðandi eina hæstu tekjuskatta í
Evrópu.
Kapítalistar eru fáir eftir ílandinu segir formaður hins
finnska viðskiptaráðs.
Og hagkerfi Finnlands er aðbreytast í óðaöldrunarhag-
kerfi í ESB og evrum. Skuldir hins
ömurlega opinbera blása út.
Árum saman var því logið að
okkur í glansmyndaskýrslum að
allir væru í þann mund að flytja til
Finnlands.“ Gunnar bendir á að
ranglega hafi verið haldið að Ís-
lendingum að evran hefði reynst
Finnum vel og segir:
Ríkisstjórn Sigmundar DavíðsGunnlaugssonar og Bjarna
Benediktssonar ber umsvifalaust
að binda enda á þessa lygavegferð
íslenska þjóðríkisins. Til þess vor-
uð þið kjörnir.“
Gunnar
Rögnvaldsson
Evran erfið Finnum
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 8.7., kl. 18.00
Reykjavík 11 rigning
Bolungarvík 11 alskýjað
Akureyri 13 alskýjað
Nuuk 13 skýjað
Þórshöfn 12 heiðskírt
Ósló 26 þrumuveður
Kaupmannahöfn 26 léttskýjað
Stokkhólmur 27 heiðskírt
Helsinki 25 heiðskírt
Lúxemborg 13 skúrir
Brussel 15 skýjað
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 17 léttskýjað
París 17 léttskýjað
Amsterdam 13 skúrir
Hamborg 21 skýjað
Berlín 20 skúrir
Vín 28 skýjað
Moskva 25 skýjað
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 30 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 23 léttskýjað
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 17 léttskýjað
Montreal 26 skýjað
New York 31 heiðskírt
Chicago 25 léttskýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:25 23:42
ÍSAFJÖRÐUR 2:39 24:38
SIGLUFJÖRÐUR 2:19 24:23
DJÚPIVOGUR 2:44 23:22
Miðvikudagstilboð
– á völdum einnota
og margnota borðbúnaði
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 14
Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af einnota ogmargnota borðbúnaði íflottum sumarlitum
Di
sk
ar
Se
rv
íe
ttu
r
G
lö
s
Hn
ífa
pö
r
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Þrír hafa sótt um embætti sókn-
arprests í Seljaprestakalli, Reykja-
víkurprófastsdæmi eystra. Áður
höfðu sjö sótt um embættið, þar af
tvær konur. Valnefnd mælti þá með
því að Ólafur Jóhann Borgþórsson,
sem starfað hefur sem prestur við
kirkjuna, fengi embættið.
Agnes Sigurðardóttir, biskup Ís-
lands, gat ekki fallist á tillöguna, að
ef hún gerði það væri hún að brjóta
jafnréttislög. Forsendan var meðal
annars sú að mun fleiri karlar eru í
prestastétt en konur. Í kjölfarið var
ákveðið að auglýsa embættið að nýju
og skapaðist með því möguleiki fyrir
sóknarbörnin að efna til almennra
prestkosninga á milli umsækjenda
stöðunnar.
Hófst þá undirskriftarsöfnun og
fóru 50% sóknarbarna fram á al-
menna prestskosningu í presta-
kallinu, en slíkt er leyfilegt fari
þriðjungur atkvæðisbærra sókn-
arbarna í prestakallinu fram á það. Í
gær var tilkynnt um að þrír hefðu
sótt um embættið, Fritz Már Bernd-
sen Jörgensson, guðfræðingur, séra
Hans Markús Hafsteinsson Isaksen
og séra Ólafur Jóhann Borgþórsson.
Þrír umsækjendur í Seljasókn
Tæplega 50% sóknarbarna fóru fram á almenna prestskosningu
Morgunblaðið/Jim Smart
Seljakirkja Þrír sóttu um embættið.
Sala áfengis jókst
um 3,8% í lítrum
talið fyrstu sex
mánuði ársins í
samanburði við
árið í fyrra.
Á vefsíðu Vín-
búðarinnar kemur
fram að þegar
vöruflokkar eru
teknir saman
komi í ljós að sala
á bjór hafi aukist
um 4,4% og á léttvíni um 2,1%. Á
sama tíma var samdráttur í sölu á
sterku áfengi um 1,1%.
Í einstaka vöruflokkum var sala á
rauðvíni og hvítvíni minni á fyrstu
sex mánuðum ársins, en sala á lag-
erbjór jókst um 3,9%.
Áfengissalan í júní var 3,2% meiri
í ár en í sama mánuði í fyrra. Sala á
lagerbjór jókst en sala á ýmsum öðr-
um áfengistegundum var minni en í
fyrra.
Sala neftóbaks á fyrstu sex mán-
uðum ársins jókst um tæp 36%. Sala
á vindlingum jókst um 6,5% og reyk-
tóbaks um 6,1%.
Sala vindla minnkaði um tæplega
1%.
Meiri
áfengis-
sala í ár
36% meira seldist
af neftóbaki en í fyrra
Áfengi Meiri sala
það sem af er ári.